Vísir - 11.07.1922, Side 3

Vísir - 11.07.1922, Side 3
VÍSIR Crescent þ7etiasáp» þarf meðmsli — Reynsl» er ðlýgsnst I B S. R. Hcldur uppi hentugum ferS- um austur yiír HellisheiSi. Á mánudögum, miSviku- dögum og laugardögum til ölfusár, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Þessar ferSir hefjast frá Reykjavík kl. io f. m., til balca frá Eyrarbakka daginn eftir. Bifrei'Sarstjóri í þessar feröir er Steingrímur Gunnarsson frá Eyrarbakka. Á þiSjudögum og föstudög- um austur aö Húsatóftum á SkeiSum. — BifreiSarstjóri: Kristinn GuSnason. A mánudögum og fimtu- dögum aS ölfusá, Þjórsárbrú, Ægissíðu, GarSsauka og Hvoli. - BifreiSarstjóri: GuS- mundur GuSjónsson. Ábyggilegust afgreiSsla, best- ar bifreiðar og ódýrust fargjöld hjá I BifreiflastöD Reykj Símar: 716 — 880 — 970. Bnjuíréttii. Veðrið í morgun. Hiti í Rvík 9 st., Vestmannaeyj- um 7 st., IsafirSi 10 st., Akureyri 10 st., SeySisfirSi 13 st., Stykkis- hólmi 8 st., GrímsstöSum 9 st.. Raufarhöfn 9 st., Þórshöfn í Fær- eyjum 10 st. — LoftvægislægS fyrir norSvestan land. SuSlæg átt. — Horfur: SuSvestlæg átt. Skipaferðir: Lagarfoss fer i dag kl. 6 noröur um íand i hringferS. Gullfoss og Villemoes eru í Leith. Goðafoss fór sennilega í morg- un frá Kaupmannahöfn. Borg er i HafnarfirSi; kemur sennilega hingaS í dag eSa á morgun. Sirius fer til Vestur- og Norðurlands- ins á morgun kl. 12 á hád. MeS skipinu fer mesti fjöldi farþega, Botnía fer kl. 12 í kvöld til IsafjarSar, Skjöldur fór í dag kl. 12 á hádegi til Borgarness. Mannslát. í morgun andaSist Gunnar tré- smíSameistari Gunnarsson Gunn- arssonar kaupmanns. Hann lést úr lungnabólgu eftir fárra daga legu. MaSur á besta aldri og vel látinn af öllum er honum kyntust. Prófessor Frederik Paasche, hinn ágæti norski sagnfræðing- ur, kom hingaS meS Siriusi í fyrra- dag. Hann hefir margt ágæta vel ritaS um fornar íslenskar bókment- ir, þótt ekki sé á annað minst en rit hans „Kristendom og Kvad“, og þýSing hans á „Lilju“, og mun því öllum góSum mönnum þykja vænt um heimsókn hans. Hjúskapur. 7. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni Sæmundur Eggertsson og Karo- lína Stefánsdóttir frá LeirárgörS- um. Eins og sjá má á tilkynningu í blaSinu, verSur lík frú Önnu Stephensen frá Akur- eyri, flutt norSur þangaS, en kveSju-athöfn fer fram hér í Dóm- kirkjunni í fyrramáliS kl. ioj^. Björgunarskipið Geir hefir nú fengiS afarmikla aSgerð í Kaupmannahöfn, og er komiS á leiS hingaS. Frá seDdiherra Dana. Reykjavík, 10. júlí. Dr. phil. Kort K. Kortsen, sem bráSlega ætlar aS koma hing- aS, hefir nýlega birt grein all- langa í Nationaltidende, um ísland og NorSurlönd, og sýnir þar fram á, aS bráölega muni rakna úr fjár- kreppunni á íslandi, sakir þess, aS aSalatvinnuvegur landsmanna, fiskiveiSarnar, hafi gengiS mjög vel. Áætla þeir, sem fróSir eru um þau efni, aS útflutningur þessa árs muni nema um 20 miljónum meira en innflutningurinn. Má þá einnig vænta þess, aS verð íslensku krón- unnar hækki. Hán unni honum 87 tapaö þúsundum; en þaS hefir ekkert bitiS á mig. Og dettur þér í hug, að það hafi frekar hrinið svona hastatlega á Clyde? Hvað heldurðu, að hann hirði um kauphöllina? Eg skal segja þér nokkuð. Mér kæmi ekki á óvart, þó að þetta væri af stúlku völdum, pað er oftast svo um menn eins og Clyde.“ Jarlsfrúin hristi höfuðið og stundi þungan. „Vegir hinna óguðlegu eru harðir og þyrnóttir,“ tautaði hún dimmum rómi. „pað er sennilegt," sagði hertogafrúin; „en þeim tekst þó flestum að vera kátum fyrir því; miklu kátari en heilögu fuglarnir. En eg hugsa, að Clyde hafi ekki verið verri en hann er vanur. Já; trúðu mér. pað er kvenmaður, sem er orsökin. Eg hefi séð þenna svip á mönnum, sem hafa orðið fyrir harðleikni af einhverri yndislegri kynsystir okkar; en aldrei af ofþreytu eða ofkæling." „Hann er sárþjóður,“ sagði jarlsfrúin lágt. „Já; víst er hann það. En það er ekki þar með sagt, að hann hrökkvi upp af,“ sagði gamla konan stuttaralega. Og hún lagði hönd sína á handlegg Clyde’s, eins og hún hefði orku til að ná honum úr skuggaheimi þeim, sem hugur hans dvaldi í. En rödd hennar titraði ofurlítið, þegar hún mælti: „Ef þú vilt fara að mínum ráðum, góða mín, skallu reyna til að vera ofurlítið glaðlegri á svipinn, svo að þú minnir hann ekki á grafara, þegar hann rank- ar við sér. Eg ætla að hitta Sir Andrew að máli; eg veit, að hann segir mér eins og er. Komdu, Et- hel,“ sagði hún um leið og hún gekk yfir í setu- stofuna. „pú hefir ekkert hér að gera; við getum hvorugar gert neitt gott hér. Eg kom hingað í fyrra- málið, góða mín,“ sagði hún um 'leið og hún kysti járlsfrúna. „pað er stúlka!" sagði gamla frúin, þegar þær voru komnar af stað. „Clyde hefir kornist í alvar- léga klípu, en eg er sannfærð um, að við fáum aldrei að heyra sannleikann. Hann hefir ekki hug- arfar sitt á glámbekk, maðurinn sá.“ pegar hér var komið, voru þær komnar í Curson- stræti. Hertogafrúin steig út úr vagninum og mælti við lafði Ethel: „pú ferð heim. Eg ætla að vita, hvað Sir And- rew hefir að segja.“ Lafði Ethel hneig aftur á bak í sætið og fól andlitið í höndum sér. En þegai heim kom, mætti hún Agöthu Rode í dyrunum. „Dorchester hersir er í gestastofunni, lafði mín,“ mælti hún í sínum venjulega einhæfa rómi, en leit í laumi, á fölt andlit húsmóður sinnar. Lafði Ethel roðnaði og krepti hnefana. Á þeirri stundu hefði hún helst kosið þeim herramannl stað á hafsbotni. pegar hún kom inn í gestastofuna, reis hersirinn á fætur og heilsaöi henni. pau horfðu stundarkorn þegjandi hvort á annað. „Mér var sagt, að þér hefðuð farið til Gxafton- strætis og eg dirfðist að bíða, til að vita, hvort þér hefðuð ekki betri fréttir að færa en blöðin." „Hann er dauðsjúkur," mælti hún og misti vald yfir röddinni, þegar hún bætti við: „Við höfum drepið hann.“ Hersirinn sneri upp á skeggið og leit niður fyrir sig. ' „pér haldið þá, að tíðindin um eldsvoðann og andlát hennar hafi riðið honum að fulllu?" „Hvað annað?" sagði hún og sneri sér undan. Henni þótti andlit hersisins viÖurstygð á því augna- bliki. Hann þagði andartak; síðan sagði hann í lág- um rómi: „En hve honum hefir fallið það þungt! Við Jehóva! honum hefir hlotið að þykja vænt um hana!“ Orin hæfði, eins og hann hafði búist við. Hún sneri sér hvatlega að honum og hvesti á hann aug- un. Iðrunin og ásökunin vék fyrir afbrýðisseminni. „pað var ekki það!“ svaraði hún með duldum ákafa; heldur hitt, hve áfallið var óvænt. Hann hefir ekki séð enskt blað meðan hann var erlendis, og var því óviðbúinn Almúgaleg, snoppufríð söng- mær —.“ „pað drepur hann ekki,“ sagði hann. „Trúið mér, hann kemst á fætur aftur, áður en langt um líður.“ Hún dró andann djúpt og studdi sig upp við gluggakistuna. „pegar öllu er á botninn hvolft, drápum við hana ekki. Við vorum ekki völd að þessum bplv- aða eldsvoða. Hið eina sem við gerðum, var að stía þeim í sundur, og það gerðum við vegna ætt- arinnar. Við gerðum þetta með göfugt markmið fyrir augum, lafði Ethel, og úr því að forsjóninni þóknaðist svo að segja að leggja kórónuna á verk okkar, þá —“ Hún veifaði hendinni óþolinmóðlega. „pér eruð einkar rökfimur og sannfærandi," mælti hún hálfháðslega. „En það hefir engin áhrif á mig í þetta skifti. Ef við hefðum ekki gert það sem við gerðum, hefði stúlkan ekki yfirgefið hann og ekki farist í eldsvoðanum.41 Hún titraði ofur- lítið og beit á vörina. „Jaínvel þér getið ekki dul- ið þau sannindi með villandi röksemdafærslu.“ „Ef þér sjáið eftir þessu,“ mælti hann hægt, „þá var það hörmulegt, að þér skylduð sletta yður þar fram í. Ef til vill hefði það verið betra að láta þau afskiftalaus og lofa þeim að vera hamingjusömum á sinn hátt. pegar öllu er á botn- inn hvolft, hefir honum þótt ákaflega vænt um hana, og mundi eflaust hafa gengið að eiga hana von bráðar.“ Hún hrökk við og tók af sér glófana. „Nei,“ sagði hún í lágum, en áköfum róm. „Eg mundi gera það aftur, ef á þyrfti að halda. Eg

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.