Vísir - 13.09.1922, Page 2
Hðfum fyrirliggjandl:
Rfcgmjftl — Rveiti
Frá Landsimannm.
í blaðinu í gær var lauslega get-
ið um deilu þá, sem er að rísa milli
landssímastjóra og starfsmanna sím-
ans, út af veitingu stöðvarstjóra-
stöðunnar á Borðeyri. Borðeyrar- |
stöðin er fyrsta flokks landssíma- j
stöð, og í sama launaflokki eins og !
Akureyrar-, ísafjarðar-, Seyðis-
fjarðar- og Vestmannaeyja-stöðv-
arnar. Er J?ví hér um að ræða eina
af bestu stöðunum innan símans. Og
staða þessi hefir verið veitt Eggert j
Stefánssyni símritara á Akureyri.
I ritstjórnargrein, sem birtist í
„Símablaðinu“, málgagni „Félags
ísl. símamanna“, segir svo um þessa
veitingu:
„Undir eins og ]?að heyrðist, að
Eggert Stefánssyni hefði verið veitt
Borðeyrarstaðan, varð almenm
gremja yfir því innan stéttarinnar
og það talin svo mikil fjarstæða að
hann gæti orðið stöðvarstjóri, eftir
framkomu hans í þjónustu landssím-
ans fyrir nokkrum árum, og síðast
en ekki síst sökum framkomu hans
við Félag íslenskra símamanna í
vetur, þar sem sannaðist á hann,
að hafa sent fundargerðir félagsins
og önnur plögg til landssímastj., sem
honum var trúað fyrir, eins og öðrum
meðlimum úti um landið. Lands-
símastjórinn komst því að öllu, sem
félagið hafði gert og rætt á fundum
sínum, um það mál, sem þá var stórt
misklíðarmál milli félagsins og hans.
Fyrir þetta fólskubragð var Eggert
Stefánsson auðvitað rekinn úr fé-
laginu.
Nú gerast þau undur, að þessi
maður'er dubbaður upp í stöðvar-
stjórastöðu, og hinum gömlu félög-
um hans. sem hann sveik, sagt að
taka við skipunum hans.“
„Stjórn félagsins fékk um þess-
ar mundir skeyti frá símastúlkunum
á Borðeyri þess efnis, að þær skor-
uðu á félagið að gera alt, sem í
þess valdi stæði, til að aftra því,
að Eggert Stefánsson yrði skipað-
ur þar stöðvarstjóri.
Stjórnin skaut þegar á fundi til
að ræða þetta mál, og hvaða af-
stöðu félagið gæti tekið til þess. Á
fundinum kom ljóslega fram, að allir
félagsmenn teldu þessa embættis-
veitingu mjög rangláta, og gæti fé-
lagið ekki látið hana afskiftalausa,
og þar sem landssímastjórinn bæri
ábyrgð á veitingunni, væri sjálfsagt
að senda honum mótmælabréf gegn
henni.“
Var stjórn félagsins síðan falið
að semja slíkt bréf, en síma þegar
í stað mótmæli gegn veitingunni til
landssímastjóra og E. St., sem J?á
voru staddir á Borðeyri. ]?eim mót-
mælum var látið ósvarað, „en dag-
inn eftir var það opinbert gert á
landssímanum, að Eggert Stefáns-
son væri skipaður stöðvarstjóri á
Borðeyri."
Afrjeð þá félagið að senda
landssímastjóra mótmælin í „opnu
— Libbysmjðlk
bréfi“, og hafði uppkast að því bréfi
verið samþykt af öllum þorra fé-
lagsmanna, bæði hér í Reykjavík
og úti um land, og birtist bréfið í
símablaðinu, og er það á þessa leið:
Opið bréf til landssímastjóra hr. O.
Forberg, frá Félagi islenskra
símamanna.
par sem nú er víst, að Eggert.
Stefánsson símritari á Akureyri hefir
verið skipaður stöðvarstjóri á Borð-
eyri, finnur Félag ísl. símamanna
sér skylt, að mótmæla þeirri ráð-
stöfun, þar sem margir mundu vilja
segja, að hún væri brot á þeim regl-
um, sem skipun opinberra star'fs-
manna á að byggjast á, ef spilling
í J?jóðfélaginu á ekki að breiðast út
frá hinum æðstu stöðum. Og þar sem
að með henni virðist vera hlúð að
J?ví af yfirvöldunum, að óregla og
óheiðarleiki í embættisstarfrækslu
manna standi ekki í vegi fyrir því,
að hærra embætti og meiri trúnað-
arstöður séu þeim opnar. Og sömu-
leiðis sökum þess, að með henni er
hnekt framfaraviðleitni hvers ein-
staks símamanns, J7ar sem maður,
eftir margendurtekna vanrækslu í
starfi sínu, og endurtekna óheiðar-
lega misbrúkun á embættisaðstöðu
sinni, er tekinn framyfir aðra menn
og jafnvel í hærri stöðu, sem unnið
hafa samviskusamlega í .embætti
sínu, óg í mótsetningu við þennan
nýskipaða stöðvarstjóra reynt að
verða stétt sinni til sóma og gagns.
Er J?ar með sýnt, að samviskusemi
og viðleitni símamanna til að auka
J^ekkingu sína á starfsviði sínu, er
ekki virt af stjórn þeirrar stofnun-
ar sem skyldi.
En þar sem þér, herra landssíma-
stjóri O. Forberg, eruð æðsti maður
þessarar stéttar, ber yður að gæta
hagsmuna hennar og virðingar inn
á við sem út á við. Verður F. I. S.
því að iíta svo á, að yður hafi -borið
skylda til, að gefa landsstjórninni
svo nákvæmar upplýsingar um for-
tíð þessa manns, og mæla svo ákveð-
ið móti þvf, að honunj yrði veitt
þessi staða, að landsstjórnin hefði
aldrei gert sig seka í því. Og J?ó
einhverjum hefði orðið J?að á, að
gefa honum meðmæli, verðum vér
að álíta, að það hefði þá verið
embættisskylda yðar, að gera þau
meðmæli að engu, þar sem alkunn-
ugt er, að maður þessi hefir, og
jafnvel á síðustu tímum, sýnt óheið-
arlega framkomu. En þar sem nú
er búið að veita honum trúnaðar-
stöðu, og ]?ér munuð hingað til hafa
haft mest að segja um veitingu em-
bætta innan símans, verður F. I. S.
að álíta, að þér hafið að minsta
kosti ekki lagt eins á móti því og
yður bar.
pá getur F. I. S. litið svo á, að
hér sé verið að veita Eggert Stefáns-
syni uppreist eftir viðskiftí hans og
framkomu við það annarsvegar og
yður hins vegar á síðastliðnu ári,
og sem ein út af fyrir sig hefði átt
að vera nægileg til þess, að honum
yrði ekki veitt trúnaðarstaða við
landssímann.
• Og eigi slík stefna og þessi em-
bættaskipun við landssímann að
ríkja, og sé yfirmaður hans ekki fær
um, éða finni það ekki skyldu sína,
að koma í veg fyrir það, að slíkar
ráðstafanir og sú, sem hér er um
að ræða, geti átt sér stað, og sem
er virðingu stéttarinnar og hag sím-
ans stór hnekkir, sjáum vér síma-
menn og konur ekki fært að starfa
undir slíkri stjórn.
í sambandi við þetta viljum vér
ennfremur taka fram, að undanfar-
in ár hafa ýmsar stöður við lands-
símann, verið veittar á þann hátt,
að það hefir vakið megna óánægju
innan símamanna-stéttarinnar og
gefið fulla ástæðu til að ætla, að
ekki sé hægt að búast við breytingu,
til batnaðar í tíð núverandi lands-
símastjóra. Má þar til nefna efnis-
varðarstöðuna, sem var veitt manni
utan símamannastéttarinnar þrátt
fyrir umsókn margra símamanna,
sem unnið höfðu dyggilega í þjón-
ustu landssímans.
]7á var stöðvarstjórastaðan í
Vestmannaeyjum veitt 1920, án
þess að hún væri auglýst til umsókn-
ar, og sömuleiðis stöðvarstjórastað-
an á Norðfirði árið 1922. Enn
fremur hefir sú regla tíðkast upp
á síðkastið, hafi stöður verið aug-
lýstar til umsóknar, að umsóknar-
frestur hefir verið hafður svo stutt-
ur, að möryrum, sem átt hafa heima
i fjarri embættinu, hefir verið ómögu-
legt að ákveða á svo stuttum tíma,
; hvort þeir gætu, ef til kæmi, flust í
| embættið.
En áþreifanlegast dæmi þess, er
í þó meðferðin á þessari síðustu eni-
bættisveitingu. Oefur þetta fulla
ástæðu til að ætla, að jafnvel í þau
skifti sem embætti eru auglýst ril
umsóknar, sé búið að ætla ]?au sér-
stökum mönnum. Er þetta svo alva;-
leg hlið á stjórn þessafar stofnunar,
að ekki er viðunandi. Er hún mjög
hættuleg fyrir hvern einstakan síma-
mann, en þó ekki síður fyrir sírn-
ann, sem opinbera stofnun, því hæf-
ustu starfsmei.ri hans, og þeir, sem
nokkra framsóknaiviðleitni hafa,
búa ekki við slíkt til lengdar, en
neyðast til að fara úr þjónustu har.s.
A* framangreindum ástæðum, og
ýmsum fleiri, sem ekki skulu hér
taldar, sér F. í. S. ekly annao fært,
en að lýsa vántrausti á yður, herra
landssímastjóri O. Forberg, rem for-
stjóra fyrir stofnun, sem fjöldl inanna
hefir valið sér lífsstarf við, og verð-
ur því að eiga lífskjör sín und'r
stjóru hennar.“
Slys.
9. J>. m. drtiknaði porgeir
Stefánsson frá Eskihlíð af fiski-
skipinu Björgvin.
K. Zimsen
borgarstjóri fór héðan í gær
á e.s. Sirius áleiðis til Noregs.
Sigurður Jónsson, bæjarfulltrúi,
gegnir Irorgarstjórastörfum á
meðan.
Magnús Arnbjarnarson,
cand. juris, er nýlega kominn
til bæjarins anstan frá Selfossi.
Til allra lem heiðruðu minn-
ingu mannaina mín> s&luga, votta
ég aitt innilegasta þakklœti.
Jenny Lambertsen.
Veðrið í morgun.
Hiti i Rcykjavik 2 st., Vest-
^mannaeyjum 4, ísafirði 3, Ak-
ureyri 3, Seyðisfirði 0, Grindít-
vik 6, Stykishólmi 4, Grimsstöð-
um 2, Raufarhöín 2, Hólmn
í Hornafirði 1, pórshöfn í Fær-
eyjum (i. Ivaupmannahöfn 14,
I3jörgviu 13, Tynemouth 12,
Leirvík 12, Jan Mayen 3 st.
Loftvog lægst (735) yfiríslandi.
Sunnan á norðausturlandi. Kyrt
annarsstaðar. Horfur: —• Kyrt
veður.
Skýrsla
um hinn alm. mentaskóla,
skólaárið 1921—22, er nýkom-
in út. Nemendur voru 195 í
byrjun skólaársins, eða 33 fleiri
en árið áður. 17 skólanemendur
tóku stúdentspróf, en 40 gengu
inn í 1. bekk í vor.
Ungmennafélagsfundur
verður haldinn í kvöld kl. 8%
i Ringholtsstræti 28. Rætt verð-
ur um f járhagsmál félagsius, og
er nauðsvnlegt ,að félagar fjöl-
menni.
Kári Sölmundarson
kom frá Englandi i gær. Far-
þegar voru Páll Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri, Valtýr Blöndal
og Hilmar Stefánsson.
Borg
kom til Seyðisfjarðar í gær
frá London.
Neðan málssagan,
„Hún unni honum“, eftir
Garvice, fæst enn á afgreiðslu
Vísis.
Leiðrélting.
í skilagrein frá húsbygging-
arsjóði Dýraverndunarfélagsi r,s
bafði misprentast: Frá Kirkju-
sandi kr. 5, en átti að vera: Frá
Bjarna Magnússyni, verkstjóra,
lu'. 5.
ERLEND MYNT.
Khöfn 12. sept.
Sterlingspund .. .. kr. 20.84
Dollar.............— 4,69
100 mörk .. r. .. — 0,3Í
100 kr. sænskar .. —. 124,35
100 kr. norskar .. —> 78,10
100 fr. fr. .. .. ... —. 35,90
100 fr. sv. 88,90
100 lír. ít........— 20,30
100 pes. spány. .. —. 72,40
100 gyllini........— 182,15