Vísir - 06.11.1922, Blaðsíða 3

Vísir - 06.11.1922, Blaðsíða 3
«1*18 Sig GnðmnBÍiscsir DðBsmiiag i kvðlti kl. 5 fyrir bðrv, kL S fyrir fallorððx. leaai ðaMflikku privat SðliiFiapsperir seljim Tii óðýrastar, steriastar eg tiestar. íert tr. 1,50. Dánarfregrt. I nótt andaðist hér í bænum Lyö- ur pórðarson, bróðir Jóns heitins pórðarsonar, kaupmanns, en faðir pórðar L. Jónssonar, kaupmanns. VeSrið í morgun. Líiti í Reykjavík 1 st., Vestm.- eyjum 2, Isafirði ~t-3, Akureyri V- j 1, Seyðisfirði 0, Grindavík 1, Stykk- ] ishólmi -f- 1, Grímsstöðum -r- 6, Raufarhöfn -4- 3, Hólum í Hornu- \ 'firði 0, pórshöfn í Færeyjum 6, Kaupmh. 3, Björgvin 5, I ynemouth : 6, Leirvík 7, Jan Máyen 3, Grænlandi -f- 16 st. Loftvog lægst (735) fyrir vestan Skotland. Noró- austlæg átt. Horfur: Norðlæg átt. .Ljósmyndasýning Blaðamannafélagsins var opnuð í gær í efri sal Goodtemplarahúss- jns og verður opin í dag og á morg- un, kl. i -10 síðdegis. Myndirnar skifta hundruðum og eru margar mjög fallegar. Sumar myndirnar eru útlendar, t. d. nautaat á Spáni, myndir frá Italíu, Sviss og Dan- mörku, en langflestar eru íslensk- ar. pað eru bæði landsiagsmyndir og innimyndir, að ógleymdurn barnamyndunum. A einu spjaldi má sjá myndir. af luingnótaveiði, alt frá ]?ví ersést til síldarinnar og þang- að til hún er komin í tunnurnar. Andamynd er ]>ar ein, sem lítiS ber pó á og verða menn að spyrja eftir henni. Fjöldi manns kom á sýn- inguna í gærkveldi. Hún verður að eins opin í dag og á morgun, frar.i ; til kl. 10 að kveldi. Frá Björg Jónsdóttir, ekkja Markúsar heitins Bjarnason- : ar skólastjóra, er áttræð í dag. Aldarafmœli Dr. Jóns porkelssonar, rektors, ' var í gær. Var fáni dreginn á siöng í Mentaskólanum í minnmgu þess. D\)rti'öavuppbót embættismanna lækkar um fulian jrriðjung frá næstu áramótum. Verð- lagsskrá hagstofunnar, sem uppbót- in er reiknuð eftir, birtist í síðasta Lögbirtingabiaði, og er niðurstaðan sú, að uppbætur verða að' eins 60 prósent af öllum laununum, en jretta ár er hún 94°/c. Lækka laun em- hættismanna ]rá yfirleitt Xim nál. 20%. Um síðustu áramót lækkaöi uppbótin úr 137%.' Lárus Helgason, alþm. kom hingað fyrir helgina og með honum Friðbjörn Aðalsteins- son og þeir aðrir, sem komu upp loftskeytastöð á Klaustri á Síðu. Lárus hefir kornið upp rafmagas- stöð við bæ sinn í sumar. Er raf- magnið notað til lýsingar, hitunar og suðu. Es. Island kom í gærmorgun og mun can annað kvöld. A listasýningunni seldist í gær: Frá Sjávarborg eft- ir Magnús Jónsson, kr. 250. prátt fýrir slæml veður, komu um 100 manns á sýninguna í gær. Sfyautaf élagsmenn ! Munið fundinn í kvöld kl. 9 í Nýja bíó, uppi. Templarar! Munið eftir Framtíðarfundinur.i í kvöid. Cja.fir til fátæku stúlkunnar: Frá Mar- gréti 5 kr. Systrum 5, N. N 10. kr. Leiðrétling. I jai;ðarfararauglýsingu í síðasta blaði stóð nafnið póranna, en átti að vera pórunn Helgadóttir. Athugasemd «m áskoran adventista. —o— Nýlega hafa adoentistar senl út áskorun til almennings um fjárfram- lög, til þess aðkoma upp nuddlækn- ingastofnun hév í bænum. pér* haf- ið, herra ritstjóri, mælt fram með þessari áskorun í blaði yðar hinn 31. okt sl. Mér kom bæði áskorunin og með- mælin talsvert á óvart, og þess vegna vil eg gera fáeinar athugasemdir út af þessari málaleitan. Hverju sætir, að áskorunin minn- ist ekki einu orði á, að til sé nein nuddlækningastofnun í þessum bæ? Flestum mun þó kunnugt, að Jón Kristjánsson hefir árum saman veitt slíkri lækningastofnun forstöðu. AI- ]nngi hefir hvað eftir annað veitt þessu fyrirtæki hans nökkurn stuðn- ing, og þess vegna hefir læknirinn Sig. Magnússon tannlœknir Uppsölum l.lofti teknr á móti sjúklingam kl, 101/, —12 og 4—6. — tíimi 1097. nýlega getað ráðist í að færa út kvíarnar. Hann hefir reist stórt og vandað hús, og þar að auki hefir hann endurnýjað lækningaáhöld sín og bætt við þau til stórra muna. — Hvaða vit er nú í því að fara að hröngla upp nýrri lækningastofnun af sama tæi, í stað j?ess að styrkja þá, sem þegar er til og þegar hefir fengið styrk af almannafé? Erum við dæmdir til þess að burðast nieð eintómar smástofnanir, sem vefjast hver fyrir annari og velta hver ann- ari? Og enn: erum við ekki sífelt að bjástra við að koma upp Lands-^ spítala, en komumst þó skamt á veg, svo að það mikla nauðsynjafyrirtæki er enn þá ekki til nema á pappírn- um! Og sýndist mönnum þá ráð, að fara enn þá einu sinni að fara að aura saman til styrktar ófull- kominni smástofnun, í stað þess að beita öllum kröftum að því, að af- stýra þeirri óhæfu, að ísland, sjálft konungsríkið, verði enn þá í mörg ár spítalalaust eins og villimanna- land? Eg vona að þér, herra ritstjóri, birtið þessar athugasemdir í blaði yðar. Borgari. AIH. pegar umrædd hjálpar • umleitun var birt, láðist að geta bess, að hún var rfá forgöngumanni fyri.- tækisins. — Ritstj. áklft um hlutT'erk. 4 gætuð sýnt mömmu, eitthvað sem eg hefði vel getað gefið yður sem kunningi. Mér þótti vænt um að heyra þetta, því að J eg fann, að á þennan hátt vildi hann bæta fyrir j ]?að, hvernig hann hafði komið fram við mig kvöld-1 ið áður. Eg vona að eg hafi ekki særf yður, mælti j hann enn. Eg er viss um, að jafnvel mamma hefh j -ekki séð neitt á móti því að taka við sinágjöfum Iijá ungum piltum, meðan hún var ung. Lhig stúlka j getur vél verið þekt fyrir það að þiggja t. d. hók’i af karlmanni, enda þótt ekkert sé á milli þeirar. ; Eða eitthvað annað, svo sem súkkulaði. Sir Richard gefur mér meira af súkkulaðij cn eg get torgað. i pá sigarettur. Nú, þér reykið ekki; það hafði mig grunað. En hvað segið þér þá um ilmvatn? Eg þóttist ekki geta neitað lengur, hann var sv.o kurteis, og rétt á eftir vorum við komin inn i í búð, sem var full af smáflöskum af óteljandi stærðum. Miðarnir á þeim voru með ýmsum falleg- um nöfnum, svo sem ,,L heure bleue“, ,,Rour 1 rouble" og ,,Vertige“. — Við skulum ekki kaupa neitt af þessu, sagði hann. Og síðan valdi hann ferstrenda flösku með „Quand l’été vient“. Mér til mikillar skelfingar heyrði eg það, að glasið kostaði 70 franka, en «eg huggaði mig við það, að hann hefði fremur keypt ilmvatmð mömmu sinriar vegna, heldur en anín vegna. Eg ætlaði líka að sýna henni glasið undir eins •og kæmi heim til/Ritz. En þar fengum við þá fregn, að þau Merediths hjónin væru ekki heima. pau höfðu látið þau skila- boð li ggja fyrir okkur, að við skyldum ekki bíða! eftir sér, því að þau hefðu farið í leikhús. Jæja, átti það nú fyrir mér að liggja að vera með Georg alt kvöldið, eftir ]?að að hafa verið með honum frá því kl. 10 um morguninn, nema þessa stund, sem hann var heima að skrifa bréfið? Jú, það var ekki hjá því komist. Við snæddum kvöldverð í veitingahúsi þar sem fátt var manna. Sátum við þar milli stórra pálma og mér leið ágætlega. Eg man það, að á borð var borin gríðarstór kalkún og skar þjóninn hann surid- ur í smástykki fyrir okkur. Svo man eg eftir nokkv- um frönskum flugmönnum, sem sátu þar, og ljós,- hærðri amerískri stúlku, sem drakk ,,créme-de- menthe frappé” í gegnum rör. Mynd af henni hefði verið ágæt framan á kápu á nútíðarskáld- sögu, eins og hún sat þarna með málaðar varir, liðað hár með hinn græna og görótta drykk fyriv framan sig. Georg talaði um hvað það væri leiðinlegt, að hér væri enginn hljóðfærasláttur síðan stríðfð hófst. Eg var vanur að fá þá til að leika fjörug- ustú lögin - öll þau, sem hafa þau áhrif á menn, að þeir slá ósjálfrátt takt með fætinum og taka undir viðlagið, mælti hann dálílið glettinn á svip. Og svo lét eg hljóðfæraflokkinn alt í einu leika „Mon couer s’ouvre á ta voix“, þetta voðaiega raunalag úr „Samson og Dalila". Hann raulaði lagið fyrir munni sér og eg var- hrifin af því, hvað hann hafði íallega rödd. — petta blessað lag setur hrygðarsvip á alla áheyrendur, hvort sem þeir eru ungir eða gamlirP karlar eða konur, þangað til maður getur ekki a£ sér gert að skella upp úr. — Mér þykir það ljótt *að hlæja að tilfinning- um annara, enda þótt þeir séu með vælusvip, sagði eg. — pað getur vel verið, svaraði hann og taemdi I kaffibolla sinn. Síðan sagði hann í alt öðrum tón: — Meðal annara orða, eigum við ekki að fara í eitthvert leikhús? Við fórum í Bouffles Francaises og eg skemti mér ágætlega. pegar við komum heim um kvöldið, hafði eg alveg gleymt allri þeirri armæðu, sem eg hafði orðið fyrir um morguninn. — Góða nótt, kapteinn Meredith, mælti eg oa rétti honum höndina. Og þakka j'ður kærlega fyrii skemtunina. — Hm — það er ekkert að þakka, mælti har.n. | Góða nótt, og berið foreldrum mínum. kveðja mína. Og viljið þér skila til mömmu, að eg komi snemma í fyn^málið og að þau verði að vera með okkur á morgun. - Já, það skal eg gera, mælti eg. Eg ætlaíS' einmitt að biðja hana þess sama. Svo kvöddumst við aftur. Mér þótti vænt uwi 'það, að lafði Meredith var ekki við, því að hurr- ! hefði nú enn síður skilið það en kvöldið áður, hvernig í ósköpunum gat á því staðið, að við Georg skyldum sofa sitt í hvoru gistihúsi. Eg var viss um það, að þau Sir Richard voru mjö.j áhyggjufull út af hinni einkennilegu framkomj^ oick- ar „ungu hjónanna”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.