Vísir - 30.11.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 30.11.1922, Blaðsíða 2
Rí*«K Með Botniii íengmn við: Baðlyf (kreólín) Hveiti „Cream of Manitoba” „Oak“ Strausykur Sveskjur Búsínur Lauk Pappírspoka Epls, Appelsínur, Fíkjur o- m. fl. Símskeyti Khöfn 29. nóv. Engiand slítur stjórnmálasam- bandi viö Grikkland. Símað er frá Löndon: Her- rétturinn í Aþcnu hefir dæmt til dauða helsta mótstöðumann Venizelosar, Gunaris fyrverandi forsætisráðherra; enn fremur foringja íhaldsmanna, Streatos, 3 aðra ráðherra og yfirmann herforingjaráðsins. Hefir dauða- dómunum þegar verið fulinægt. England liefir því slitið stjórn- málasambandi við Grikkland og sendiherra Breta í Aþenu er far- inn til Lausanne á fund Curzon utanríkisráðherra. Fjár- hagshjálp Englands til Grikkja er úr sögunni. Svertingjaofsóknir í Bandaríkjunum. Tíundi hluti allra íbúa Banda- ríkjanna er svertingjar. Voru þeir í fyrstu fluttir þangað frá Afríku og seldir mansali. pó að þeir séu að nafninu til frjálsir menn, þá eru þeir einangraðir mjög í suðurríkjunum, fá ekki að sækja skóla eða skemtistaði með hvítum mönnum og verða jafnvel að ferðast á sérstökum vögnum. í norðurfylkjunum njóta þeir meira jafnréttis, en alstaðar eru'þeir þó liafðir út- undan að einhverju leyti. J>að hefir lengi verið talinn einn mesti hlettur á menningu Bandaríkjamanna, hve illa þeim ferst við svertingja. Aldrei líður svo ár, að ekki sé eitthvað af þeim drepið án dóms og laga og stundum fyllast hvítir menn því heiftaræði gegn þeim, að þeir gera herhlaup á þá og drepa í tuga eða hundraða tali. - Árið 1919 urðu svertingjar fyrir stórfeldri árás í Chicago og var þá skipuð nefnd hvítra og svartra manna til þess að atliuga | orsakir þessara upphlaupa. Hún 1 hefir nú lokið störfum sínum og birt árangur rannsókna sin'na. j Nefndin telur orsakir til svert- I ingjaofsóknanna einkanlega þær að þjóðin láti stjórnast af rót- grónum hleypidómum í sam- búðinni við svertingja. Segir húia að hvítir menn trúi því, að 750 m. Sirts seljast nú fyr- ir kr. 1,00. 400 m. Flónel seljast nú fyrir kr. 1,00. 65 Kvenslobrokkar seljast nú fyrir kr. 10,00. 100 Barnasokkar, bómull- ar, kr. 0,50 parið. 300 Alullarkarlmannssókk- ar kr. 1,00 parið. 10 % afsláttur verður gefinn á vörum verslunarinnar enn í nokkra daga. Egill Jacobsen. svertingjar standi á lægra and- legu þroskastigi en þeir, og börn svertingja þroskist ekki eins og hvítra manna börn. J?á er sú trú mjög rótgróin, að svertingjar sitji um að tæla hvítar stúlkur og flestar ofsóknirnar hafi or- sakast af sögusögnum um þau efni. Nefndin leggur til, að svert- ingjar fái lramvegis að njóta meira jafnréttis en áður. og greitt verði fyrir mentun svert- ingjabarna. Hún skorar og á lög- reglumenn og vinnuveitendur að sýna þeim meiri sanngirni en áður og hvetur blöðin til að rita varlega um yfirsjónir þeirra Nefndin leggur á móti þvi, að svertingjar sæki sérstaka skóla og hún er andvíg þeirri hug- mynd, að flytja svertingja til Afríku, en margir hafa áður ráð- ið til þess. Myrkrið á götuuum. Margir bæjarbúar fundu sárt til ljósleysisins á götum bæjar- ins á stríðsárunum, en menn báru það með þögn og þolin- mæði, eins og margt annað, á þeim tímum. Nú er rafmagnið fengið og a að vera til ljósa á (götunum, enda eru margar götur upp- ijómaðar, þótt fáfarnar séu, en aðrar eru aftur á móti í kol- svarta myrkri, eins og t. d. Frí- kirkjuvegurinn. Eru það þó ekki fáir sem mn þá götu ganga á helgum, bæði til og frá kirkju. er til sölu á 1.25 líterimi. Laodsverslunin, Á sunnudagskvöldið var eg í kirkjunni síðd., en er eg kom út, var bæði náttmyrkur og mér dimt fyrir augum. Sá eg ekki fótmál frá mér og gekk því fram af Tjarnarbakkanum. — - Fallið var svo mikið, að ]>að hefði verið nóg til þess að stór slasa mann, og komst eg við ill- an leik upp aftur, lioldvotur úr Tjörninni. Hefi eg heyrt að stúlka hafi einnig dottið þarna fram af bakkanum á sama hátt, og ekkert er líldegra en að margir aðrir fari sömu ferðina, ef ekki er að gert og sett ljós á götuna. pað væri afsakanlegt, þótt þær götur bæjarins, sem fáfarnastar eru, væru látnar sitja á hakan- um um ljós, en hitt er ófyrir- gefanlegt, að hafa þær götur í myrkri, sem eru jafnfjölfarnar og Fríkirkjuvegurinn, og eink- um vegna þess að Tjörnin er þar á aðra hönd. Má með sanni segja, að það sé hart að geta ekki sótt guðshús í sjálfum höf- uðstaðnum, án þess að eiga á hættu að slasa sig og ónýta þau einu þokkalegu föt, sem mað- ur á. Gamall Reykvíkingur. 1 jarðarfararauglýsingu frá pórömu og Finni Thorla- cius i Vísi í gær misprentaðist vikudagurinn, fimtudagur í stað föstudagur, 1. desember. Sáttanefndarmaður var kosinn í gær prófessor Ólafur Lárusson og til vara præp. lion. Kristinn Daníelsson. Ágæt skemtun er ráðgerð í Nýja Bíó síðdegis á sunnudaginn. Skemtiskráin verður birt á morgun og þá ----------»--...%-- j Yaxtasulta I PostoliDsboliQin Rjómakðnnnm Tepottnm. j Lítið eitt fyrirliggjandi. ÞórðurSveinsson&Co. Grænlandi 27 sl. — Loftvog lægst (745) yfir vesturlandi, ea hæst (772) yfir Frakklandi. — Vestanátt á suðvesturlandi, og norðaustan á norðausturlandi. Kyrt annarstaðar. — Horfur: Breytileg' vindstaða. Óstöðugt veður. j , S. R. F. í. Fundur í kvöld í Bárunni kL 8%. Frú Vilborg Guðnadóttir talar um skygnisýnir. Dýrtíðin. í nóvemberblaði Hagtíðind- anna, sem nú er nýkomið út, birtist yfirlit Hagstofunnar yfir j smásöluverð í Reykjavik i okt- \ óber-byrjun. Samkv. þvi yfirliti hefir verðlagið lækkað að með- ! altali um 7% á síðasta ársfjórð- ungi en verðlagstalan um 21, úr 308 niður í 287, og er meðalverð- hækkun frá ófriðarbyrjun þá 187%, eða svipúð eins og í árs- byrjun 1918. Samkvæmt auglýsingu á öðrum stað í blaðinu verð- ur 'nýtt konditori opnað á morg- un á Skjaldbreið. Hingað kom nýlega þýskur fyrsta flokks kökugerðarmaður til þess að Veita því forstöðu með aðstoð Islendings, sem um nokkurra ára skeið hefir unnið í fremsttt konditorium Kaupmannahafnar skýrt frá tilgangi skemtunarinn- i Gjöf ar, sem verða mun einstök í sinni röð. Hátíðahöld verða mikil hér í bænum á , morgun, fyrir forgöngu !stúd- entafélagsins. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 5 st., Vstm.- eyjum 6, ísafirði 1, Akureyri 3, Seyðisfirði 1, Stykkishólmi 5, j Grindavík 4, Raufarhöfn 3, Hól- um í Hornafirði 4, þórshöfn í Færeyjum 8, Jan Mayen -f- 5, til nissnesku barnanna kr. 5 frá p. J. og til fátæku stúlkunn- ar kr. 10 frá N. N. Hitt og þetta. Gimsteinar Rússakeisara. Nikulás II. Rússakeisari áíti marga og dýrmæta gimsteina, sem nú eru í vörslum ráðstjórnarinnar, og hefir oft heyrst, að hún hefði í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.