Vísir - 31.05.1923, Side 3
ylsiR
Hann hefir klofiÖ skegg, sem
er ljósara enn liárið, augun eru
Ijósblá og hlíðleg, en her þó við
að þau leiptri, er liann kemst i
mikla geðshræringu; hann er
meðal maður, heinvaxinn, rödd-
in er mjúk; hann sést aldrei
hlæja en oft sést hann gráta.
Hann hefir fallegar hendur, er
eigi bera vitni um erfiðisvinnu.
Hann er kallaður Jesús, sonur
Mariu, og vinir hans kalla hann
iíka son Guðs.
Tíl Bjarna Jónssonar
frá Yogi.
Fullhugi Islands þú fremstur er,
— fylgir þér sigurlogi.
Ægishjálm þú undir hrúnum
ber
Bjarni Jónsson frá Vogi.
Sjaldan misti af marki þínn
magnþrungni andans bogi.
Bjartsýnn er þii og bjargfærinn,
Bjarpi Jónsson frá Vogi.
Skilið gast þú og skjaldað mig,
skáldanna þrumulogi.
Bið eg því Guð að blessa þig,
Bjarni Jónsson frá Vogi.
tít er hníga þín lieimslífs ár
með helbogans ramma sogi,
blika Fjallkonu blóðug tár,
Bjarni Jónsson frá Vogi.
Kappi! Eg heilsa kærast þér —
og kveð þig í andartogi. —
Minning þín jafnan birlu bcr,
Bjarni Jónsson frá Vogi.
Jóh. Örn Jónsson.
Wúdang, fjallið helga
eftir Ólaf Ólafsson kristniboða.
Byggingarnar á W údangshan
byrja 10 km. fyrir neðan efsta tind-
inn, er þar afar stórt hof. par sitja
nálega þúsund goð á stöllum. pað-
an er óbrotinn stigi — mílu langur
- upp í aðal hofið; þrepin eru
nokkuð á þriðja hundrað þúsund.
Handriðið, sem alt var úr höggn-
um steini, hafa rænigjar algjörlega
eyðilagt.
Annan, janúar, bráðsnemma
Iögðum við á stað upp eftir þessum
Ianga stiga. Nokkrir pílagrímar
hröðuðu sér á undan okkur. Tveir
gríðarstórir antilópar komu þjótandi
niður örmjóan klettastall. Grár héri
spratt undan stórum steini rétt við
veginn og faldi sig í holu rétt hjá.
Hann var víst ekki eins hræddur við
okkur eins og við örninn, sem á ,
breiðum vængjum sveif yfir tindin- j
um.
Annars. var alt kyrt og hljótt,
nema raunalegur einsöngur fossins í .
hyldýpisgjánni — langa vegu fyrir
neðan oss.
Hér og hvar eru skrautleg hof '
bygð þvert yfir veginn. Reið goð
standa á báðar hliðar, með brugðin ;
sverð og reiddar sleggjur og knýtta j
hnefa. Mörgum skjóta þau skelk í
bringu. Vei þeim, sem ekki hafa
nokkurnveginn góða samvisku! — i
eða þá enga samvisku. Maður einn
dó nýlega, fekk hjartabilun af
tómri hræðslu. „Guðinn sló hann,“
sögðu allir. Allir eru guðirnir reiðir,
— hamsíola. En reiði þeirra er rétt-
lát. Margir pílagrímar hverfa því
aftur án þess nokkurntíma að hafa
litið guðinn mikla, sem þeir hræðast
svo mjög, en geta þó ekki án verið.
Við mættum manni, sem liðið
hafði yfir er hann sá þrumuguðinn.
Hann meiddist mikið og var fluttur
niður á kviktrjám. Líklega dó hann.
prepin eru brött og afarhættuleg
ef hált er. Fyrir nokkrum árum hrap-
aði maður hér úr „stiganum“. Ellefu
mönnum sópaði hann með sér út fyr-
ir þverhnýpið. Ótta sló á alla. pví
guðinn er reiður og miskunnarlaus.
Marga hræðir hann. Nái hann tök-
um á hjartanu, slokna allar vonir.
Allar mannlegar tilfinningar hel-
frjósa í návist hans. Hann krefur
einskis annars hjá dýrkendum sín-
um en ótta — hræðslu. Takméu-ka-
lausrar hræðslu» sem rekur allan
kærleika, alt öryggi á flótta. Og
þeir, sem komnir eru undir okið, ok
þrælsóttans, eru vonlausir og frið-
vana eins lengi og samviskan lifir..
Sálist hún, er guðinn ánægður.
Hann krefur einskis framar. —
Bernadotte Svíaprins sagði einu
sinni í ræðu, er eg heyrði: „Betri
gjöf er ekki unt að færa neinni þjóð,
en boðskapinn um föðurást Guðs í
Kristi Jesú.‘ pá hálf brosti eg að
gömlum Hjálpræðishermanni, sem
þótti prinsinum mælast svo vel, að
hann hrópaði þrisvar sinnum „am-
en!“ En nú tek eg undir með hon-
um af öllu hjarta, þótt eg máske
eigi á hættu að einhver brosi að mér
líka; já, þó allur heimur hlæi.
Nú skil eg orð heiðingjatrúboð-
ans mesta, Páls postula: „Eg fyrir-
verð mig ekki —“. í Kína þarf máð-
ur ekki að fyrirverða sig fyrir kristnu
trúna. í jarðvegi þrælsóttans vex als-
konar illgresi — siðleysi og hjátrú.
Nei, eg fyrirverð mig ekki. pví nú
hefi eg heyrt nevdarópi3 make-
dónska: ,,Kom yfir og hjálpa oss!“
Nú hefi eg séð neyðina, sem Jesús
einn getur bætt úr. —
Fremst á klettabrúninni, þar sem
hann Ljó fyrirfór sér, stendur nú
mikið hof. Tveggja álna Iangur
drekahaus úr steini teygir sig úffyrir
brúnina. Fremst á haustrjónunni
stendur dálítið ker. par eru þeir
dæmdir til að brenna reykelsi, sem
syndgað hafa á móti foreldrum sín-
um. peir, sem ekki Ljó þá hjálpar,
falla mörg hundruð fet niður í hyl-
dýpið. —- par heitir nú fórnarklett-
ur, og á vel við. Hér hafa fleiri fórn-
að lífi sínu en Ljó.
E.s. Villemoes
fer héöan & laugardagsmórg-*
un 2. júui veitur og neröur
um lanð tll Englands
Nýkomid:
Rúgm.jöl i
Hveiti margar teg.
Hrísgrjón
Sagó -cr
Kartöf lumjöl
Kandís
Melis
Steyttur sykur
Kartöflur
Fíkjur
Döðlur
M j ó I k niðursoðin.
fiuaar Þirðarsoa.
%Sími 10 72. 1
Nýkomið:
Silnnganftf af öiium stserö-
ttm og Lnxnetngarn 6þætfc
Veiðarfæraíersl, fíeysir.
Við- stóðum lengi og horfðum á
fórnarklettinn, og á drekahausinn.
Mér finst eg horfa á hann enn þá.
Og eg sé menn og konur, skjálfandi
af hræðslu. Kaldur sviti rennur í
lækjum. Skálkar, þeim miklu verri,
reka þá fram af klettabrúninni. peir
detta. Eg sé þá detta — detta
detta. Hjálp! — Hver getur hjálp-
að!
1 VARGAKLÓM.
'frú Ryall var í sjöunda himni yfir því, að henni
skyldi hafa hlotnast þessi heiður og fann mikið
til sín. En yfir borðum flaug henni þó stöku sinnum
í hug hraðfleygi þessarar dýrlegu sælu, og hún
fann fjársjóðuna óðum tæmast, fann að hún yrði
innan skams að snúa til Byeworthy og játa, að
hún hefði eytt mútufénu, en ekkert til þess unnið.
Hún hafði lagt í banka þau 1000 sterlingspund,
sem henni voru fengin til landkaupánna, og hafði
ekkert af þeim tekið enn, — hafði jafnvel ekki
•ætlað sér það. En einn morgun varð hún þess vör,
að hundrað pundin, sem henni voru fengin til ferð-
arinnar, voru nálega eydd, og þá bjó hún út litla
ávísun á fjárhæð þá. sem geymd var í bankan-
um. Síðan tók hún að hugleiða, hvernig komið
var, og varð gramt í geði, þegar hún hugsaði til
þess, að Nóra væri orsök þeirrar klípu, sem hún
var komin í. Hvar gat stelpufíflið verið niður
komið? Hugsast kunni, að hún hefði farið til út-
landa, eins og hún hafði sagt. Ef svo væri, var
ógerningur að finna hana. Hún kynni að hafa
skift um nafn og staðráðið að leita aldrei aftur
heim. Og þó að hún kæmi, þá var eins víst, að það
drægist nokkur ár. En þá var eins líklegt, að Sir
Jóséf yrði afhuga orðinn landakaupunum, og Nóra
misti mikils fjár. í raun og veru var það skylda
hennar að forða slíku tjóni.
Og til þess þurfti ekki nema eitt einasta nafn
— nafr. Nóru Ryall. Frú Ryall var bæði mjög
heimsk og stórlega fáfróð, en engum er alls varnað,
og hún var gædd lítilmótlegri kænsku og undir-
ferli, eins og títt er um þess háttar fólk. Og fyrir
-;sakir heimsku sinnar og fáfræði, þá var hún áræð-
in á sína vísu og þess vegna var ofur eðlilegt, að
henni færi smátt og smátt að finnast, að hún gæti
skrifað nafnið í eyðuna á kaupsamninginum, —r
vitanlega í greiðaskyni við Nóru. Hver vitiborin
kona hefði hlotið að sjá, að slíkt var glæpsam-
legt athæfi, ekki annað en skjalafals. En frú Ryall
varði sig gegn þeim fáu mótbárum, sem henni komu
í hug, með því að þetta væri gert Nóru í hag, —
og ef Nóra kæmi, þá mundi hún ekki að eins sam-
þykkja þetta, heldur vera henni þakklát og alls
ekki þræta fyrir undirskriftina. petta varðaði Nóru
eina ;-Reginald Ryall átti hér engan hlut að máli,
— hann varðaði ekkert um þetta, ög engan mann
annan. Hana óaði við að horfast í augu við Sir
Jósef og verða að játa, að hún hefði eytt öllu
ferðafénu og nartað ofurlítið í stóra sjóðinn.
Hún braut heilann um þetta einn eða tvo daga,
og lét freistinguna smátt og smátt ná méiri og meiri
tökum á sér. En hún lét þó ekki tafarlaust undan,
því að hún var svo vitiborin, að hún fann að mað-
ur hennar kynni að rengja frásögn hennar um, að
hún hefði hitt Nóru og náð undirskrift hennar.
Ekkert lá á að flíka þessum uppspuna um fundi
þeirra í London, en það yrði óhjákvæmilegt, þeg-
ar Sir Jósef færi að leggja veginn úm landareign-
ina. Auk þessa var annar ,þröskuldur í vegi: —
hún hafði aldrei séð, hvernig Nóra ritaði nafnið
sitt. Henni létti ofurlítið við þessi vandræði og hún
fekk tóm til ráðagerða. Hún þurfti ekki að afráða
neitt um þetta fyrr en heim kæmi og hún fyndi
sýnishorn af rithönd Nóru.
pessi vandræði stóðu henni fyrir svefni ,og áður
en varði batt hún enda á veru sína í borginni og
hélt heimleiðis. Hún hafði símað hvenær hún kæmi,
en skej'tið hafði tafist hjá ungfrúnni á pósthúsinu.
sem var að halda upp á afmælið sitt og mátti vit-
anlega ekki vera að því, að gefa gaum að smá-
munum eins og símskeyti um léttivagn, sem ætti
að senda á járnbrautarstöðina, því að henni fanst,
að þess háttar smámuni mætti alt eins £á þar hjá
gestgjafanum. Frú Ryall varð þess vegna að bíða,
meðan verið var að útvega vagn, og hún kpm til
Granges, án þess að nokkur ætti von á henni. Hún
var ekki í sem bestu skapi, og geðslagið batnaði
ekki, þegar Marta kom út í dyrnar í stað hús-
bóndans. 1
'„Húsbóndinn hefir verið veikur,“ sagði Marta
og leit til skrifstofunnar.
„Á, er það,“ svaraði frú Ryall, „það er víst
ekki hættulegt, býst eg við. Hamingjan góða, ó,
hvað eg er þreytt. Eg er alveg að hníga niður.
Færið þér með sódavatnsflösku upp í herbergið mitt.
Og verið þér nú fljótar."
pegar hún gekk í gegnum fordyrið, lauk hún
upp skrifstofudyrunum og gægðist inn. Ryall sat í
lágum hægindastól, og hélt um báðar bríkurnar.
Hakan hékk niður á bringu og hann virtist dotta.
„Jæja, Reginald,“ sagði hún.
Hann rumskaði lítils háttar, en af því að hún
hugsaði, að hann væri sofandi, lokaði hún gætilega
og gekk upp á loft, en þar beið hennar sódavatn
og viský. Meðan hún var að hafa fataskifti, tók.
hún saman í huganum skröksögu um fundi þeirra
Nóru í London, og þegar hún gekk ofan, var hún
staðráðin í að grípa til hennar við mann sinn. ef
hún þyrfti á að halda. Hún gekk inn í herbergið,
en hann virtist enn blunda, og hún gekk til hans,
tók í öxl honum og hristi hana.
„Vaknaðu hérna, maður,“ sagði hún óþolinmóð.