Vísir - 18.06.1923, Síða 3
yliiE
Háskólarektor.
var kjörinn í gær prófessor Páll
Eggert Ólason.
KarlaJfór K. F. U. M.
Fundur í kveld kl. 8*/2. Áríðandi
að allir meðl. mæti.
Af veiðum
komu í gær Þórólfur og NjörS-
ur; höf'ðu bá'Sir afla'S fremur líti'S.
Hjúskapur.
12. þ. m. voru gefin saman i
hjónaband Diljá Tómasdóttir og
SigmrSur Jónsson, skipstjóri frá
Bakka. — Síra Jóhann Þorkels-
son gaf þau saman.
Samsæti í K. F. U. M.
Þeir, sem ætla sér aS taka þátt
í samsætinu á miSvikudagskvöldiS
lcemur, fyrir síra Hoff og frú hans,
eru be'Snir aS kaupa sér aðgöngu-
miSa í húsi K. F. U. M. í dag-eSa
á morgun. Allir kristniboðsvinir
velkomnir þátttakendur, meðan
húsrúm leyfir.
, S. Á. Gíslason.
Landspítaiasjóðs-
Fdagurinn,
—o---
Á morgun er hátíðisdagur kvenna
®g hafa kvenfélög' bæjarins starfað
að undirbúningi hans undanfarna
tíS. Má búast við engu minni fagn-
að: en áður hefir verið, og sýnir
stavfsskráin, sem seld verður á göt-
unum á morgun, að svo er. Hefir
Vísir fengið leyfi til að birta helstu
atriði hennar. — Eins og áður byrj-
ar hátíðin með því að menn safnast
saman í Barnaskólagarðinum kl.
3!/2, og eru börnin beðin að taka
fána sína með. pá er gengið þaðan
með hljóðfæraslætti og fánum að
Austurvelli, þar sem ræða verður
flutt af svölum Alþingishússins. Að
lokinni ræðu verður um tvent að
velja. Annað er það, að fara í
Nýja Bíó og hlusta á söng og sjá
skuggamyndir frá Indlandi. Hitt er
að fylgja straumnum, er fer suður á
íþróttavöll til að hlusta á ræður, sjá
ungar meyjar sýna leikfimi, stíga
dans á pallinum og síðast en ekki síst,
að fá sér hressingu í gráa tjaldinu,
þar sem ungar stúlkur í hvítum
: hjúkrunarbúningi ganga um beina.
Inni í bænum heldur fagnaðurinn
áfram. Kl. 6 verður hlutavelta opn-
úð í Báruhúsinu og Gamla Bíó sýn-
ir ágæta mynd. Síðar um kvöldið
gefst mönnum færi á að hlusta á lög
eftir Mozart, leikin af þrem ungum
snillingum, sjá teikningar af fyrir-
huguðum lansspítala og heyra skýr-
ingar á fyrirkomulagi hans, og unga
stúlku kveða rímnalög. — En í Iðn-
aðarmannahúsinu verða Spánskar
nætur sýndar með fullúm krafti.
Geta má þess, að inngangseyrir
að flestum skemtistöðum dagsins
verður nokkru ódýrari en áður, en
að öðru leyti gerir starfsskráin á
morgun grein fyrir öllu því, er menn
þurfa að vita um tilhögunina.
A!þM. o£ sMtarsir.
„Alþýðublaðið“ var eitthvað
að finna að því á föstudaginn,
að „Vísir“ væri farinn að búa
sig undir kosningarnar, með þvi
að hef ja umræður um skatamál-
in, alveg tilefnislaust, og halda
fram kenningum „Alþýðu-
flokksins“ um bcinu skattana!
„Alþýðublaðið“ mun nú eldra
en tvævett, en svo gamalt er
það þó auðvitað ekki, að það
geti munað það, að Vísir var
farinn að andæfa tollum og
lialda fram beinum sköttum,
áður eu „Alþýðuflokkurinn“
varð til. það má vel vera, að
flokkur þessi vilji heldur beina
skatta en tolla, en svo hefir
mömium nú slcilist á Alþbl., sem
hann vildi helst enga skatta
hafa, en láta rikið fá þær tekj-
ur, sem það þarf, af verslim og
öðrum atvinnurekstri. Og víst
er um það, að það eru ekki jafn-
aðarmenn, sem eru upphafs-
menn að beinu sköttunum, og
þvi ekkert frá þeim teldð, þó
að aðrir fylgi því skattafyrir-
komulagi.
— Annars má hka vel vera,
að „Alþýðublaðið“ hafi elcki
meint riéitt slíkt, hcldur að eins
verið að vekja atliygli flokks-
inanna sinna á því, að þeir gætu
alveg eins kosið ritstjóra Vísis
á þing, eins og Jón eða Héðinn!
Ffá bæjargialðkera.
Samkvæmt auglýsingu bæjar-
fógeta x febrúarmánuöi síöastliön-
um, veröa öll ógreidd aukaútsvör
frá 1922 og elxki, tekin lögtaki.
Lögtökin byrja semiilega næst-
lcomandi þriðjudag. Og þar sem
innheimtumenn bæjarins munu
þegar oftsinnis hafa krafið hvern
cinstakan gjaldanda, verður lög-
takið framkvæmt án frekari að-
vörunar.
Borgþór Jósefsson.
Syartbaksegg.
*■■■ «*•*—*
pað greip mig ómótstæðileg löng-
un til að bragða egg. Eg hafði ekki
séð þau innan húss hjá mér í marga
mánuði, eða heilt ár; hafði séð þau
í búðarglugga en aldrei freistast ,til
að kaupa þau, að minsta kosti ekki
til matar.—
Hvað var nu þetta á Lækjar-
torginu, eitthvert slys? pama grúfðu
sig allir niður að einum manni, er
var að sjá hálfur niðri í kassa. Eg
þangað í spretti. Hó! egg. Fallegai
freknótt, nei dröfnótt svartbaksegg.:
Hvað er verðið? spurði eg. 40 aura
var svarað. Eru þau ný? pau eru
úr fyrstu göngu segir seljandi, er reis
upp um leið til hálfs, því áður hafði
hanri verið hálfur niðri í kassanum.
petta var ungur piltur laglegur, er
virtist vera sakleysið eintómt, og sem.
mundi aldrei hafa sagt ósatt um æf-
ina. pað fóru að renna á mig tvær
grímur að kaupa.
í sömu svifum kemur þangað vin-
ur minn Frímann, sem eg hugði aS
fremur hefði lært í skólanum a8
„snuða“ aðra en láta „snuða“ sig.
„Sjö“ segir hann hiklaust, og lét
þau sitt í hvern vasa og fór. Hafi
eitthvert þeirra brotnað :. vasa hans,
má hamingjan vita hvaða dýr hefir
skapast í vasanum. Eg herti nú upp
hugann og kalla þrjú, fæ þau og
fer beint til hennar Imbu minnar,
og bið hana að selja mér þrjú hænu-*
egg. pað verð eg að segja að aldrei
hefi eg orðið eins „skotinn“ í henni
eins og þá fyrir það hve fljót hún
var að afgreiða mig, og gera annað
meira fyrir mig, sem var það að
rannsaka vísindalega með mér hlut-
fallsþunga eggjanna. Á hárfínu
vigtina í búðinni, sem vigta mætti
á minsta hárið á skallanum á mér,
vigtum við svo eggin. Nákvæmlega
þrjú hænueggin móti tveimur svajrt-a
bakseggjunum það skulum við bæði
votta, eins og við værum nýtrúlofuð.
Hér hafið þið vísindalega stað-
reynd. Eg var áður fyr allgóður
reikningsmaður og sá því strax verð-
muninn. Nákvæmlega 10 aurum of-
■dýr svartbakseggin.
Vísindalegar rannsóknir eru
sjaldnast gróðavegur, og þó eg sæi
eftir að hafa tapað þarart 30 aurum,
fór eg glaður heim, hlakkaði til
eggjaveislu heima og flýtti mér því
í miðdagsmatinn. Svartbakseggin,
voru náttúrlega soðin sitt handa
I VAEGAKLÓM.
Hún gekk niður í klefann og settist þar með
‘blað fyrir framan sig og fór að hugsa um, hverj-
um hún ætti að skrifa, og hvað hún ætti að segja.
Loksins staðréð hún að skrifa Debóru og Elíot,
— hann átti það þó skilið að minsta kosti. Bréfið
til Debóru var stutt, en hitt þó enri styttra. pað
var á þessa leið:
„Kæri herra Graham:-—“ hún velti fyrir sér
ofurlitla stund, hvort hún ætti að ávarpa hann
þannig, eða „Kæri £líot“, en það varð úr, að
hún iét sitja við fyrra ávarpið. — „Eg vona að
þér hafið heyrt, löngu áður en yður berst þetta
bréf, að rnér var bjargað þegar siglt var á Happy
Lucy, og eg vona, að þér hafið líka heyrt, að
Marks skipstjóra hafi verið bjargað. En eg ætla
að fara til Londonar og reyna að leita mér atvinnu
þar —“. Hún hætti að skrifa og studdi hendi undir
kinn og hniklaði brýnnar. Hana langaði til að
spyrja hann, hvort Marks skipstjóri hefði bjarg-
ast, en þorði það ekki, því að efhúnhefðibeðiðhann
að svare. sér, þá hefði hún orðið að senda honum
utanáskrift sína, og ef hún teldi sér heimili hjá Mr.
Benson. manninum, sem hún ætlaði til, þá yrði
EHot hægðarleikur að spyrja hana uppi. Hún
stundi við og sló botninn í bréfið á þessa leið:
„Eg vona, að þér hafið ekki óttast um mig. Mér
leiS ágætlega í eynni og mun aldrei gleyraa henni
æða vinum mínum þar.. — Yðar einlægur
Cyril Merton.“
Hana lanpiði til að skrifa: „Yðar alúðar vin-
ur“, en lét það ekki eftir sér. Ujh kveldiS skýrði
skipstjóri eigendum skipsins bréflega frá því, að
hann hefði bjargað drengnum Cyril Merton. Ann-
að bréf skrifaði hann og, og lýsti þar, hvernig
hann hefði fundið drenginn, og ætlaði að flytja
hann til Londonar og ætlaði þar að koma honum
á framfæri við vini hans., petta bréf sendi hann
„Herra Merton, Lonaway ey, Norður-Devon/‘ og
var talsvert upp með sér yfir þeirri kænsku sinni.
„Ef drengurinn skyldi engum skrifa,“ hugsaði hann
með sjálfum sér, „þá vita þó ættingjar hans, hvað
um hann er oröið, og honum líður vel. Hann er
eitthvað undarlegur og vel til að hann hafi strokið
að heiman. En hvað sem því líður, þá hefi eg
gert skyldu mína.“
. ■ ...
.. ' • * **#»&L*3 '■ .
XXV. KAFLl.
Eirt í London.
Næsta dag lagðist Araminta við landfestar í
skipakvínni. Butler skipstjóri vildi ekki leyfa Nóru
að fara frá borði fyrr en hann gæta sjálfur fylgt
henni og vísað henni á leið til vina hennar. Og þeg-
ar hann hafði gengið frá skipinu og Nóra hafði
kvatt stýrimann og skipverja, þá fylgdi hann henni
á næstu járnbrautarstöð.
„Pú ert sannfærður um, að þér sé nú óhætt,
drengur minn,“ sagði hann eitthvað áhyggjufullur.
„Eg vildi feginn fara með þér og koma þér þang-
að, sem þú ætlar, en eg má ekki skilja við skipið
í dag eða á morgun og þess vegna kem eg því
ekki við. Farmurinn liggur reiðubúinn, og eg verð,
að taka við honum. En eg mintist á fimm punda
seðilinn —“
Nóra fulljrrti, að hún þyfti ekki á honum aS’
halda og þakkaði honum innilega alla góðvild
hans.
„Ekkert að þakka,“ sagði hann og bandaði'
hendinni. „Mér hefði þótt gott að ráða þig hjá
mér, en það yrði þér of erfitt. pú ert gervilegur
piltur og munt komast vel áfram, en sjóferðir eru
léleg atvinna. Tókstu bréfin? Hérna er póstkassi,
við skulum láta þau í hann.“
l?egar kom að skilnaðarstundinni, var honuut
svo erfitt að skilja við hana, að Nóra átti fult L
fangi að verjast tárum. Og þegar hann hafði kom-
ið henni inn í brautarlestina, staðnæmdist hann
við vagndyrnar og mælti nokkur hughreystingar-
og árnaðarorð til hennar. Nóru fanst hún mjög
einmana, þegar hún misti sjónar af honum; henni*
fanst það forlög sín, að missa alla vini sína. Henni
kom alt undarlega og nýstárlega fyrir sjónir, og
jók það á einstæðingsskap hennar, og vildi hún
sem fyrst komast til skrifstofu hr. Bensons, þess
manns, sem hún hafði ætlað sér að leita athvarfs
hjá. Skrifstofan var í fjölfarnasta hluta borgarinn-
ar, og þegar hún kom út úr lestinni, varð hún ráða-
laus og utan við sig í öllu því fjölmenni, sem fyrir
var á stöðinni. petta voru fyrstu kynni hennar af
London og hafði hún aidrei gert sér í hugarlund,
að borgin væri svo mikilfengleg sem raun gáf vitnf
um, og eins undraðist hún mannmergðina og all-
an þann ys og þys er var alt umhverfis hana^
Hún spurði lögregluþjón ráða, en hariú réð henni