Vísir - 19.06.1923, Blaðsíða 2

Vísir - 19.06.1923, Blaðsíða 2
vtsm a CðlmiMi SiKiep Colmans vörnr ern heimsfragar. „Unitis viribus". t —o— Ræða síra Ólafs Ólafssonar flutt af svölum Alþingishússins 17. júní 1923. —o— Iiattvirtir samborgarar! GóSir menn og konur! Það er, eins og mönnum er kunnugt, fæðingardagur Jóns Sig- urðssonar í dag. Hann er síðasta áratuginn orðinn nokkurs konar þjóðhátíðardagur hjá okkur ís- lendingum, og ber mest á því hér 3 Reykjavík; það er náttúrlegt, Reykjavík er hjartastaður lands- ins, hér er flest sem minniná Jón Sigurðsson, og hér liggja bein bans í jörðu. Það eru nú komin frek 110 ár síðan Jón forseti var í heiminn borinn. Hinn líðandi straumur tím- ans er nú sem óðast að þurka hina sönnu mynd Jóns Sigurðssonar úr bugum núlifandi manna; það er ekki orðin nema elsta kynslóðin. sem man Jón Sigurðsson og hafði persónuleg kynni af honum; okk- ur, sem elstir erum, fellur því að sjálfsögðu léttast að muna Jón Sigurðsson og minnast hans. Við hinir eldri höfum það fram yfir hina yngri, að við sáum Jón Sigurðsson; við sáum hann á heimili hans, sáum hann í forseta- stól Alþingis, sáum liann á þing- mannaliekkjum, þar sem ræðan streymdi af vörum honum sætari en hunang, sáum hann á mann- fundum og viða annarstaðar. Mynd hans þurkast aldrei út úr hugum þeirra, sem sáu hann ; hann var öðruvísi en allir aðrir, hann var höfði hærri en alt fólkið. — F.n minnisstæðastur mun okkur þó liklega öllum dagur sá fyrir 43 árum síðan, þegar Jón SigurðssoJi og kona hans voru bæði borin andvana á land, dagurinn, þegar sungið var vfir Jóni Sigurðssyni látnum hið fagra kvæði eftir Matth.. Jochumssoii: ,,Beyg kné þin, fólk vors föðurlands, | þinn íjötur Drottinn leysti.“ — Þá festu surnir ungir menn það heit, að reyna að starfa urn æfina í anda Jóns Sigurðssonar, leggja eftir mætti sina krafta fram til að koma hugsjónum lians í fram- kvæmd. Það hefir komið fyrir, að á þvi hefir bólað, að einstakir flokkar eða stéttir hafa eins og viljað kasta eignarheimild á minning Jóns Sigurðssonar, tileinka sér hana einum, og þá jafnframt að taka hana-frá öðrum. Engin hugsun hefði lionum sjálf- um verið fjarlægai'i en þessi. Jón Sigurðsson lifði og starfaðí fyrir alla þjóðina; minning hans er alþjóðareign, og á jafnframt áð vera alþjóðarhvöt. Sumum þykir það nú geta orkað tvímælis, hvað mikið eða að hve miklu leyti andi Jóns Sigurðssonar livíli eða • svífi nú yfir landi og þjóð, og þá sérstaklega yfir þeirri 1 stofnun, sem æðst á að vera í með-_ J vitund þjóðarinnar, stofnuninni. < sem nafn hans er oftast tengt við. i —• En út í það mál ætla eg ekki að ! fara i dag. — Hitt er vist, að hug- sjónir Jóns Sigurðssonar lifa enn \ með þjóðinni, og að altaf eru ein- . . . . . , » hverjir, sem vilja beita ser fyrir ; liær, koma- þeim i framkvæmd, í- ; klæða þær holdi og blóði. En hug- j sjónir Jóns Sigurðssonar voru : víðfeðmar, snertu allan hag þjó.ð- arinnar, andlegan og líkamlegan. i Jón Sigurðsson átti í þeim skiln- ■ ingi engin olnbogabörn, vildi enga ; atvinnugrein og enga stétt hafa út undan. Við íslendingar eigum nú eina ; tinga stofnun, sem reist hefir ver- ií í anda og krafti Jóns Sigurðs- sonar, enda að vissu leyti tengd við nafn hans. — Það er háskól- inn íslenski, æðsta mentastofnun- in í skólakerfi landsins. — En sú stofnun er enn að ýmsu leyti skamt á legg kornin. Hvorki há- skólinn né háskólanemendurnir eiga enn þak yfir höfuð á sér; má líkt um þetta tvent segja, eins og Jónas Hallgrímsson sagði um okkur íslendinga hér á árunurn við endurreisn Alþingis: „Ekkert þinghús eiga þeir. Nalia — naha — naha. Sitja á hrosshaus tveir og tveir. Naha — naha — naha.“ Þessi íslenski tvímenningur horfir auðvitað í áttina til niðurdreps. fyrir íslenskt víáindalíf, og má því ekki svo búið standa. Nú hafa háskólamennimir ís- lensku hafist handa — og hafi þeir þökk allra góðra manna fyrir til- vikið — til að koma upp sérstök- um bústað handa háskólanemend- um, koma á fót íslenskum stú- dentagafði. — Eg staðhæfi, að það sé fyrirtæki í anda Jóns Sigurðs- §onar. Hefði það mál verið borið undir hann, þá hygg eg, að hann hefði verið þess hvetjandi, en ekki letjandi', hefði sagt, að það væri oss alls ekki ofurefli, ef vér ynn- másoiuverð á tóbaM má ekki vera hœrra en hér gegir: Vindlar: C A R M E N . 50 stk. kassi á kr. 10.60 BHOENIX A. ......-—-16.25 PHOENIXB......... —---18.50 PHOENIX C. ...... — —-19.75 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutningskostnaði frá Reykjavik tíl sölústaðar, þó ekki yfír 2 Landsverslu um að því „unitis viribus“, það er: Með sameinuðum kröftum. — Há- skólamennirnir hafa líka valið íæðingar- og minningardag Jóns Sigurðssonar þessari hugsjón til iramkvæmdar, til að ganga fyrir kné mönnum og bjóða þeim og biðja þá að kaupa happdrættis- miða stúdentagarðsins. Við skonmi nú á alla góða menn og konur, að taka þessu máli vel, heiðra með þeim hætti fæð- ingardag og minningardag þess manns, sem í lifanda lífi var nefnd- ur „óskabarn íslands, sórni þess, sverð og skjöldur.“ — Vér mæl- umst til, að hver maður kaupi í dag að rninsta kosti cinn happ- drættismiða stúdentagarðsins ís- j lenska, og leggi þannig þó' ekki ■ sé nema eitt lítið laufblað í óvisn- \ anlegan krans á leiði Jóns Sig- j urðssonar og frú Ingibjai'gar Ein- > arsdóttur, konunnar, sem eftir , mann sinn látinn gaf allar eigur f þeirra hjóna landinu og þjóðinni. ) Vér þurfum öll i sambandi viö þetta mál að gera oss ljóst hlut- j verk liáskólans íslenska. Frá háskólanum á að koma j ljósið yfir landið ; frá háskólanum * eiga að reniia lifandi vatnsstraum- | ar, sem flytja andlegt líf og gróð- ; urmagn inn i instu afdali og út til l ystu annesja. Frá háskólanum eiga að koma j mennirnir, sem, _skipa fylkingar- j hrjóstið í allri framsókn þjóðar- j innar i framtíðinni. Frá háskólanum eiga að koma mennirnir, sem með vísindalegri starfsemi vinna þjóðinni bæði gagn og sóma, sem á vísindaleg- um grundvelli reisa höll islenskra 1'ræða og bókmenta. Frá háskólanum eiga að koma mennirnir, sem ganga á undan í ])vi, að grafa dalakútana gömlu upp úr íslensku frjómoldinni, og festa hendur á og lúka upp gull- kistunum, sem geymdar eru að sogn þjóðsagnanna frá þvi „ár var akla“ undir hverjum íslensk- um fossi. Háttvirtir höfuðstaðarbúar, og góðir menn og konur! Látið nú liggja vel á ykkur í dag, og leggið með ljúfu geði marga steina í stúdentagarðinn væntanlega! Eg segi ykkur satt, að þeir steinar munu á sínum tíma tala, tala um fórnfýsi ísiendinga góðu Botnfarli á Járnskip tllbáinn af Intern.ationaI CoxapoBÍtion & Farvefabrik a/s Bergen ®r besta tegund aem hægt er að fá. Fyrirllggjanði. 5>ðBBUlS SVEEtrSðOH & 00, máli til styrktar, til að skapa nýj- an og liæfilegan, bjartan og hlýj- an bústað fyrir nýja lærða og mentaða kynslóð, alt íslensku j’jóðinni til hagsælda og bless- unar. Lifi svo mynd og minning Jóns Siigurðssonar bæði vel og lengi í hjörtum allra íslendinga; svífiandi lians yfir landi og þjóð; íklæðist liugsjónir hans holdi og blóði og komist með líðandi tirna til raun- verulegra framkvæmda. Island blómgist og bléssist! Allsherjarleikmót !. S. I. í gær var fyrst þreytt kapp- ganga 5000 metra. Voru keppend- ur 4, en 3 höfðu gengið úr, Fljót- astur varð Óskar Bjarnason (í. R.) 28 mín. 43,4 sek., 2. Otto Mar- teinsson (Á.) 28 mín. 45 sek., 3. Magnús Stefánsson (Á.) 28 mín. 45;4 sek. Gengu þeir allir rösk- lcga og laglega. Metið var áður 29 mín. 38,8 sek. (Qtto Mart- 1922). í langstökki keptu 6. í því var einnig sett nýtt *met, og gerði þaíí Kristján Gestsson (K. R.). Hann stöklc 6,28 metra. Ösvaldur Knud- sen (í. R.) stökk 6,19 metra og; Karl Guðmundsson 5,43 m. MetiS var 6,20 (Kr. G. 1922). Stangarstökk þreyttu 2, Otto- Marteinsson og Axel Grímsson (I- K.) A. G. stökk hærra, en náði hvergi nærri metinu, sem Otto setti í fyrra, 2,73 m. í 1500 metra hlaupi varð Guð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.