Vísir - 11.08.1923, Síða 3

Vísir - 11.08.1923, Síða 3
VlSIR Ekki get eg stilt mig um að geta eins manns, sem mér hefir þótt glima best þeirra, er eg hefi séð. Það er Jóhannes Jósefsson. Hann er einn af þeim fáu, sem alláþessa kosti virtist.hafa til að bera (Hall- rgrím Benecliktsson hefi eg ekki séð glíma, en mikið hefir veriS látið af leikni hans og gæti eg hugsað að maklegu). Jóhannes er stevkur, en þó gætti þess ekki í leik hans, svo vel fór hann með afl sitt; fimur er hann líka og sá eg hann aldrei misbeita kröftum sínum og drengilegur var leikur hans jafnan. Það var ávalt ein- huga mál allra áhorfenda hans, að hann væri vel að sigrinum kominn, — nema ef til vill leikbræðra hans •sumra stundum. — Hvernig verður nú fundinn sá 'dómari, sem réttast dæmir í þessu? Er það ekki einmitt alþýðan — áhorfendumir — ? Mundi hún ekki einmitt vera rétti dómarinn? Að sjálfsögðu ætti hún að velja þann mann. sem hefir í fylstum mæli alla áðurnefnda hæfileika til að bera. Hún á að fá að kjósa sér glímukonung sinn. Það mundi mörgum glímumann- inum verða hált á að bolast, standa cins og staur eða níða mótstöðu- mann sinn, þegar áhorfendur hans ailir ættu að dæma. Mundu ekki aðvaranir alþýðunnar einmitt hafa þau áhrif á glímumanninn, sem hann daufheyrist við frá nokkrum útvöldum dómurum? Þetta mundi líka verða til þess. að auka áhuga ctlþýðunnar á íþróttinni. Þegar hún fyndi, að hennar væri dóms- valdið, mundi hún og einnig finna, að henni bæri að hafa þekk- inguna. Hversu tíðar og háværar eru ekki oft og eiuatt óánægju- raddirnar með úrslitin að loknum leik ? . Þegar næst verður glímt um glímukonungstign íslands, ætti að haga því eitthvað á þessa leið: Aðgöngumiðarnir ættu að vera með nöfnum allra þátttakenda og í umslagi. Áhorfandi hver merkir svo við nöfn þeirra glímumanna, eins eða fleiri, sem honum þykir glíma best. Því næst lokar hann umslaginu og stingur því svo í kassa — sem þurfa að vera á íþróttavellinum, eða þar sem glíma er háð með þessu fyrír- komulagi. — Yrðu síðan atkvæð- in talin saman og úrslitin birt, sem ætti aö geta orðið strax næsta dag. Þetta mætti reyna, og sjá livern- ig það gæfist. Arngrímur ólafsson. , Fyrirlestur Aeot tHDHl Y' *■ s;*"' liíICDT sigarettus*. WD&H.O.Wilis. BrisIoI&London si 5SF^g5SSS=S SmásöluYerð 75 anra taffii, 10 st. W. D. & H. O. WILLS, BRISTOL & LONDON. urn Ruhr-hertökuna og viðburði siðustu mánaða þar flytur hr. O. B. J. Sökjær, danskur blaðamaður við „Politiken" í kvöld í Bárubúð kl. 9. Enginn atburður síðustu ára | hefi.r dregið að sér jafn mikla at- j hygli heims og þessir síðustu við- j burðir og almannamál er, að stjórnarbylting sé í aðsigi í Þýska- j iandi vegna þess, að hungursneyð j er nú yfirvofandi í þessum her- j teknu héruðum. Frakkar þóttust knúðir til þess að taka Ruhr-hér- aðið. blómlegasta iðnaðarhérað Þýskalands með mörgum miljón- um íbúa, herskildi, til tryggingar hernaðarskaðabótum frá Þjóð- verjum. Framferði þeirra og mót- sp}’rna Þjóðverja er daglegt um- talsefni um alla Evrópu og enginn j má enn sjá, hvernig málum þess- j um Ivktar. Eitt atriði skal að eins • minst á. Laugardag fvrir páska , réðst franskur herforingi ásamt 11 mönnum inn í verksmiðjur i Krupps til að heimta bíla fyrir : hönd sinnar stjórnar. Söfnuðust 1 Barnastráhattar verða ailr seldir EKeð hálfvirði næitu daga. Verslunin „QDLLFOSS'* % Sími 599. Austurstræti 12. þá á svipstundu 25000 þýskir verkamenn og er þeir neituðu af- hendingu bílanna lét franski her- foringinn skjóta á verkamanna- fjöldann og drápust þá sumir, en aðrir særðust. Verkamennirnir voru vopnlausir, en hinir höfðu vélbyssur og notuðu þær, þótt að eins væru 12 gegn 25000. Síðar var Krupp von Bohlen og aðrir forstjórar teknir liöndum. Frá öllu þessu segir hinn danski blaða- maður, er dvaldist á þessum slóð- um frá því í janúar og fram í maí og hefir því verið sjónarvottur að mörgum þessum atburðum. Sýnir hann um leið nál. 100 skugga- myndir af atburðum þessum og má Farieðlar með S)GQllfoss“ tilútlanda sæki&t á mánudag. því \vænta, að margir noti þetta tækifæri til að kynnast þess\un stórfeldu viðburðum af sögusögjn sjónarvotts, er auk þess sannar frásögu sína með úrvali ágætra mynda. Aðgöngumiðar munu fást í bókaverslununum. ENGINN VEIT SÍNA ÆFINA — það verður þeim verst. peir koma hingað, auð- vitað, og einn okkar eða tveir verða að taka í móti þeim.“ „Gott og vel, Rafe, svaraði faðir hans. „Pin- cher er bjáni, ekki síst þegar hann reiðist og fær sér ofmikið í staupinu. Hvernig sækist gullgröft- urinn?“ Rafe ypti öxlum. „Eg var ekki matvinnung- ur í dag,“ sagði hann. Jim hallaðist fram á borðið og virti son sinn fyrir sér með hálflokuð augun. „Reynist líklega ekki vel, Rafe?“ sagði hann. „Mér hefir stundum dottið í hug, hvort þessi at- vinna öll væri þér ekki illa fallin.“ „petta er fullgott handa þér og mér, pabbi,“ svaraði hann og settist á tunnu, sem stóð við borð- ið, og rétti frá sér fæturna. „pú og eg erum sinn af hvoru sauðahúsi,“ sagði jjim, „það er að segja, mikill munur er á ungum manni, sem er í broddi lífsins, og gömlum manni, sem skamt kann að eiga eftir ólifað.“ Drengurinn leit upp brosandi. „pú ert ekki gamall, pabbi. pú hefir ekki iokið •dagsverki þínu enn.“ „Svo má það nú heita, Rafe,“ svaraði Jim og hristi höfuðið og ypti öxlum. „Eg hefi séð nógu margt til þess að vita, að fátt er eftirsóknarvert, jafnv.el ekki gullsorinn. — Eg hefi verið að hugsa um þig að undanförnu. Eins og eg sagði, þá er þetta starf ekki hent ungum mönnum. Hvernig lit- ist þér á að hverfa frá því og fara eitthvað út í heim, til þess að freista hamingjunnar þar, við «itthvað annað?" „Æ, ef þú ert þreyttur á þessu, pabbi —“ Faðir hans greip fram í fyrir honum og mælti: „Eg fer ekki að breyta um, Rafe. Eg er kominn hingað og verð hér áð vera. Eg er orðinn ofgam- all til þess að fara úr þessu bæli. Eg hefi freistað hamingjunnóir og það fór alt út um þúfur. Eji nú er ekki nema sjálfsagt, að þú fáir að reyna þig. pað er lítill frami að slæpast í námuveri, — nei, þú mátt njóta sannmælis; þú slæpist ekki. pú ert duglegur verkamaður. En athugaðu, okkar í milli, þætti þér ekki gaman að sjá þig eitthvað um í veröldinni, leggja eitthvert viðfeldnara starf fyrir þig, verða eitthvað annað en óbreyttur námu- maður?" „Æ, eg veit varla,“ sveiraði Rafe og hló við. „Alt leikur mér í lyndi hér og nógar skemtanir. Eg býst ekki við að alt fljóti í mjólk og hunangi úti í heimi. En, ef þú hugsar þér til hreyfings, þá fer eg auðvitað með þér, hvert sem vera skal. En ef þú ætlar að vera hér, þá verð eg hér hjá þér. Eg býst ekki við, að þér liggi neitt á að losna við mig, pabbi.“ „Síður en svo,“ svaraði faðir hans. „Nei, Rafe, það verður mér þungbært að þurfa að skilja við þig; en hver faðir verður að gera skyldu sína. Og ætli þú vildir taka við þessu starfi af mér, þegar eg fell frá?“ „Nú, eg veit varla, hvað segja skal um þenna veitingaskála,“ svaraði hann dræmt. „Eins og þú veitst,“ flýtti hann sér að segja, til þess að særa ekki tilfinningar gamla mannsins, „þá væri mér það ekki lægið. Og auk þess gæti eg það ekki. Eg hefði ekki lag á því. Eg gæti ekki ráðið við þessa stráka eins og þú. En, heyrðu pabbi, mér hefir stundum, — já oft — dottið í hug, hvað þú hefðir orðið ágætur hershöfðingi. pú hefðir getað haft aga á hermönnunum." Jim roðnaði við, sneri sér undan og hló. „pú slærð mér ekki oft gullhamra, Rafe. pess vegna er eg þér þakklátur fyrir þetta lof. Gott og vel. pú hefir heyrt mínar tillögur. Ef þú vilt vexa kyr, þá er það heimilt. Okkur hefir altaf komið vel saman. pú hefir verið mér góður sonur.“ Rafe roðnaði, því að drengjum á hans aldri er óþægilegt að heyra slík tilfinningaorð, einkum af vörum föður síns. „Okkur er óhætt, pabbi,“ sagði Rafe. „Vertu ekki hugsjúkur. Eg rekst bráðum á gullmola, og þá förum við báðir að skemta okkur saman." „1 il Londonar?“ sagði faðir hans hykandi og hnyklaði brýnnar. „Já, ef þú vilt, en mér datt í hug San Franciscó." „Æ, já, San Franciscó!“ sagði faðir hans og hýrnaði yfir honum. „Gott og vel, Rafe!“ En hann hristi höfuðið, svo að Rafe sá ekki, og varð undar- lega alvarlegur á svip. „Eg verð að fara og þvo mér,“ sagði Rafe, stóð á fætur og rétti úr sér. „Hérna, hvar er frakk- •vu ínn? „Snotur stúlka, hún F.ennie litla,“ sagði faðir hans og ýtti frakkanum yfir borðið, en gaf syni sínum auga. „Já, hún er besta stúlka,“ svaraði Rafe um- hugsunarlítið og gekk út með frakkann á hand- leggnum. , Jim stóð hugsi og alvarlegur og horfði á segl- dúkinn, sem lagðist fyrir dyrnar, þegar hinn þrek- legi sonur hans gekk út. pví næst sneri hann sér

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.