Vísir - 15.10.1923, Blaðsíða 2
VÍSIR
Höfum fyrirliggjandi:
Kristalsápu,
Sultane stangasápu,
Handsápur,
Blegsóda,
Sóda mulinn,
* Colmans Stívelsl,
Ví-To Skúrepúlver-
Sextugsafmæli
Bjarna Jónssonar frá Vogi
var hátíðlegt haldið í fyrrakvöld
meS kveldveislu á Hótel ísland, og
sátu veisluna um ioo manns. AtS-
alræðuna fyrir minni Bjarna flutti
dr. Guðm. Finnbogason, prófessor,
en fyrir minni konu hans talaði
dr. Alexander Jóhannesson. Kvæði
til Bjarna, eftir Jakob Jóh. Smára,
var sungið á eftir ræðu dr. G. F.
Auk þess töluðu þeir Indriði Ein-
arsson, Jón Jónsson læknir, Rík-
arður Jónsson og Sigurður Eggerz
einnig fyrir minni Bjarna, en
Matthías Þórðarson las upp langa
drápu til hans, eftir ónafngreind-
an höfund og Ríkarður Jónsson
kvað kvæði það, er Þorsteinn Er-
lingsson orti á fimtíu ára afmæli
hans. — Bjarni þakkaði ræðurnar
og talaði fyrir minni Islands og
fyrir minni kvenna. — Fjölmörg
Eeillaóskaskeyti bárust Bjama,
sem upp voru lesin undir borðum.
Málverk fagurt var honum gefið
: afmæljsgjöf.
Maunamunur.
Ýmsir hyggja, að mest kapp
muni verða um það, nú í kosning-
unni hér í Reykjavík, hvor þeirra
fái hærri atkvæðatölu, fjórði mað-
urinn á B-listanum, Lárus Jóhann-
esson, lögfræðingur, eða annar
maður á A-listanum, Héðinn
Valdemarsson. Lárus hefir í grein
j „Verði“ gert nokkra grein fyrir
því, hver sé munurinn á þeim
tveimur, óg játar hann ýmsa „yfir-
burði“ Héðins. Fer hér á eftir sá
kafli greinar hans, sem harm kall-
ar Mannamun:
Héðinn kallar mig „Lárus litla“
í grein sinni, að sjálfsögðu í niðr-
unarskyni. En eg læt mér viður-
nefnið vel líka, sérstaklega í munni
annars eins andans Goliats, eins
og hann er. Eg hefi heldur ekki
af miklu að miklast, samanborið
við hann. —
Eg get t. d. ekki miklast ar
því, að mér hafi verið hreykt uþþ
í forstjórasæti ríkisverslunar og
orðið að hröklast aftur ofan í
venjulegt skrifarastarf með
,.stjóra“-nafnbót, eftir ótal axar-
sköft og salcir almennra áskorana.
Eg get heldur ekki miklast af
þvi, að hafa fært upp verð á sykri,
er birgðir kaupmanna voru að
þrotum komnar, svo að mótmæla-
fundir vom haldnir víða um land,
og orðið að færa verðið niður, eftir
að hafa þolað það á almennum
borgarfundi, að vera lýstur ósann-
indamaður á framburði sínum.
Eg get heldur ekki miklast af
því, að hafa verið formaður kaup-
félags, sem seldi til Englands sem
„prima“ manneldisvöru fleiri ára
gámian og stækan labradorfisk,
sem að eins var nothæfur til á-
burðar, er til viðtökustaðar kom.
Eg get ekki heldur miklast af
því, að hafa sem skrifstofustjóri
landsverslunarinnar keypt af kaup-
félagi því, sem hann var sjálfur
formaður fyrir, haframjöl, þannig,
að kaupfélagið eða kaupfélags-
stjórinn fékk mun meiri hagnað
af kaupunum en nemur venjulegri
heildsölu-provxsion.
Eg get ekki heldur miklast af
því, að hafa farið ferð til útlanda
fyrir ríkisstofnun og sent rikís-
sjóði ferðakostnaðar-reiknimg, sem
var hærri en nokkur ferðakostn-
aðarreikningur ráðherra.
Eg get heldur ekki miklast af
því, að hafa kjörið sjálfan mig
sem yfirdómara hæstaréttar í dálk-
um Alþýðublaðsins, og að vera
formaður þess félags, sem kallar
hæstaréttardóm stéttardóm, og til
þess fallinn, að drepa niður réttar-
meðvitund landsmanna.
Eg get ekki miklast af þvi, að
hafa staðið dögum saman með
sveittan skallann niður á alþýðu-
lóðinni, við að leggja með eigin
hendi stein í grunn hinnar kom-
andi alþýðuhallar (sbr. Alþýðu-
blaðið).
Ekki get eg lieldur miklast af
því, að hafa gengið í brjósti fylk-
ingar nokkurra maniia hér í
Reykjavík, blóðrauður sem karfi
í framan, berhausaður og með
landsverslunarvindil í munninum
undir tónum International-söngs-
ins, en bornar uppi spítur með
áletrunum og bar mest á kröfum
um rannsókn á íslandsbanka og
Blömdahls brjóstsykur.
Og því síður get eg miklast af
því, að hafa — cftir að vera út-
slitinn af líkamlegu púli, — verið
kosinn formaður verkmannafélags
og sitja þar á fundum í formanns-
sæti og stritast við að fela ýstruna
á sjálfum sér.
Nei, Héðimn sæll! Það verður
ekki mikið úr mér í þessum sam-
anburði.
Gölfvax
sérlega ódýrt, höínm við fyrirliggjftndi.
Jöh. Olafssom & Co.
w
Odýr kvenstígvél.
Fyrst um sinn seljum við öll okkar kvenstígvél
með 25°|0 afslætti.
Notið tækifærið, og kaupið vetrarstígvélin, meðan nógu er úr
að velja.
Hvannbergsbræður.
□ EDDA 592310167 — 1
Dánarfregn.
Hjónin Gróa og Óli Kærnested
hafa orðið fyrir þeirri sorg að
missa son sinn Aðalstein.
Magnús Pétursson
bæjarlæknir hefir legið að und-
anförnu, en er nú kominn á fætur
og farinn að taka á móti sjúkling-
um.
Conrad Holmboe,
norskt rannsóknaskip, sem ver-
ið hefir norður i íshafi í sumar,
og talið var að hefði farist, er ný-
komið fram á ísafirði. Komst
þangað hriplekt og við illan leik.
Góð skemtun.
Bæjarbúar eiga kost á góðri
skemtun annað kveld 5 „Iðnó“.
Þar flytur prófessor Sigurður
Nordal erindi, og er það eitt ærið
til þess að tryggja góða skemtun.
Þá syngur ungfrú Ingibjörg Bene-
diktsdóttir frá Hafnarfirði. Hún
hefir lokið söngnámi í Kaup-
mannahöfn með ágætum vitnis-
burði og syngur mjög vel. Þriðja
atriðið á skemtiskránni er gaman-
vísur, sem Guðm. Thorsteinsson
syngur. Hann hefir verið sjúkur
að undanförnu og ekki látið til sín
heyra lengi, en vert væri nú að
minnast þess, að oft og mörgum
sinnum hefir hann skemt bæjar-
búum. En nú er hann á förum til
útlanda, til að leita sér heilsubót-
ar, og verður þess langt að bíða,
að menn heyri til hans öðru sinni.
Siðast á skemtiskránni er gaman-
leikur og eru leikendurnir góð-
j kunnir, sem sjá má af skemti-
j skránni.
i
|
Nr. 2822!
! Sá, sem dregið hefir nr. 2822 á
híutaveltu Lúðrasveitarinnar í gær,
hefir eignast kúna, sem þar var
dregið um, og á hann að vitja
hennar til einhvers úr stjórn fé-
lagsins.
HiIleDDinm hveití
i 7 Ibs. pokum
Lakkrls
SoltDtaa. '
ÞÖKBDR 8VEIN880N & CO.
Kvikmyndahúsin. ,.
Gamla Bíó sýnir nú mjög skraut-
Iega mynd, sem heitir Eiginkotia
Faraós, en Nýja Bíó sýnir Kleþ-
pötru, sjónleik í 8 þáttum, um
hina frægu drotningu Egiftalands.
Veðrið í morgun.
Hiti i Reykjavík 1 st., Vest-
mannaeyjum 4, ísafirði o, Akur-
eyri -j- 1, Grindavík -f-. 2, Stykkis-
hólmi 2, Kaupmannahöfn 7, Tynp-
mouth 8, Leirvík 5, Jan Mayen
o st. Loftvog næstum jafnhá. Ky'rt
veður. Horfur: Svipað veður.
G vendarhrunnavatnið
er nú komið í bæinn, eins og
áður er sagt, en það er ekki svo
að skilja,. að vatnsveitan sé full-
gerð. Frá Elliðaánum er að eins
ein leiðsla, en þær eiga að verða
tvær, pípurnar í þá nýju ókomnar
enn. Vatnsmagnið, sem nú kemur
til bæjarins, er því ekki mcira en
áður.
Félag Vestur-fslendinga
heldur fund annað kveld (þriðju-
dag), kl. 8)4, í Bárubúð. Allir
Vestur-íslendingar velkomnir a
fundinn. — Stjórnin.'
Kosningafregnir »
berast úr ýmsum áttum til bæj-
arins, en yfirleitt er lítið á þeim
að byggja. T. d. hafa jafnaðar-
menn látið það berast út, að Ólaf-
ur Friðriksson hefði afarmikið
fylgi í(Vestmannaeyjum, en sann-
leikurinn er sá, að það mun nú
helst í ráði, að hann hætti við
framboðið. Baráttan er þar að eins
milli þeirra, gömlu samherjanna,