Vísir - 27.10.1923, Side 2

Vísir - 27.10.1923, Side 2
VlSIR ÍMI ÖLSEiNi (( Höfum fyrirliggjandi: Matarkex „Snowflake" Rúgmjöl Hveiti Kartöflumjöl , Hrísmjöl Pappírspoka. — Sveskjur Rúsínur Döðlur „Consum“ súkkulaði „ísafold“ súkkulaði. Umbúðapappír. — Seglgam. M AGGI’8 tenÍDgar og lögnr á flösknm, fyrirliggjaEdL Jób. Olafssoxi & Co. Ljótasta bragð ' Alþýðu-leiðtoganna. Öllum kemur saman um það, að margt hafi mátt finna a"ð bar- dagaaðferð þeirra Alþýðu-„leið- toganna'* í þessari kosnipgahríð, seni nú er að enda. Persónulegar árásir hafa verið þeirra aðal-vopn. En ljótasta bragð þeirra i þess- ari baráttu þeirra um þingsætin er þó það, að þeir skyldu ekki hika við að gera mesta liagsmuna- mál þeirra stétta, sem þeir þykjast vera að vinna fyrir, að æsinga- tnáli, einmitt um kosningarnar. Er hér átt við kaupgjaldsmálið. Kaupgjaldsmálið er viðkvæmt mál. Það varðar því miklu, að ura það fjalli gætnir menn og ráð- vandir, þegar til samninga kemur. Öllum er fj'rir bestu, að samkomu- lag náist á friðsamlegan liátt. En hitt vita allir, og ])arf ekki lengi að leita að dæmum þess, að. kaup- gjaldsdeilur geta leitt til mestu vandræða, ef með stífni og æsing er gengið til samningatilrauna. Og þeir tnenn, sem kjörið hafa sjálfa sig til að fara með umboð verkamanna í þeim samningum, hafa undanfarið gert sig bera að þvi, að þeim er einmitt meira um það hugað, að vekja æsingar ixt áf þeim málum, en að komast að samningum. Það sýndu þeir í sum- ar, er þeir beinlínis gerðu uppreisn gegn lögreglustjórn bæjarins; það sýndu þeir yfirleitt i allri með- ferð sinni á kaupsamningum sjó- manna; það sýna þeir enn, er þeir nú eru að hefja æsingar út af kaupgjaldi verkamanna i landi. Verkamenn hér í bænum þurfa að losa sig við þessa æsingaseggi. Það skal játað, að þeim er ekki hægt um Vik í því efni; því að hver einstakur maður í félögum þeirra, sem gerði sig beran að and- róðri gegn þessum sjálfkjörnu leiðtogunx, nxundi mega vænta heiftarlegra ofsókna af þeirra hálfu, ef það mistækist. Nægir í því sambandi að minna á viðskifti þeirra Ólafs Friðrikssonar og Guð- leifs sáluga Iijörleifssonar, sem vafalaust var einhver hinn vitrasti og vandaðasti maður, sem verka- menn hér í bæ hafa falið trúnaðar- störf. — En verkamenn verða að minnást þess, að með hverju at- kvæði, sem þeir greiða þetssum Mlfgerðu bolshvikingum, sem lirifsað hafa völdin í félögum þeirra, með hverju slíku atkvæði kynda þeir undir ofstopa þeirra. Þess vegna ættu þau atkvæði að verða sem fæst. Þeir eiga ekki skilið að fá þau, en verkamenn eiga skilið að fá betri forystu- menn. Yfirlýsingin i Alþýðnbíaðinu. Alþýðublaðið í dag birtir yfir- lýsingu frá hr. Eyj. Kristjánssyni um að hann hafi aldrei sagt neitt við mig um það, hve lengi Magn- ús Kristjánsson forstjóri hafi unn- ið daglega í Landsversluninni um þingtímann. Eg get þó mint hr. E. K. á það, að þessi ummæli hans féllu i samræðu við mig og marga aðra uppi í reykskála á e.s. Esju í næstsíðustu hringferð. Væri það eigi vegna brottferðar minnar úr bænum, myndi ekkert auðveldara en að staðfesta með vottum hvern- ig orð háns féllu. Menn sem ein- hver kynni hafa af mér haft, hvori heldur ]>eir eru úr Alþýðu- eða Bórgaraflokknum, vita það ve], að cg myndi ekki hafa borið hr. E. K. eða nokkurn annan fvrir þessu ef það væri ekki rétt. Það er létt verk að segja aðra fara með ó- sannindi, og freistandi ef það gæti gefið viðkomanda nokkra stunda tímavinnu í Landsversluninni og tnn meira freistandi, ef synjun yf- irlýsingarinnar liefði svift fóstra hr. E. K. atvinnu við Landsversl- unina, en hafi svo mikið legið við, átti E. K. að hafa vit á því að þegja við mig yfir sannleikanum. Var miklu heiðarlegfa en að koma síðar með ranga yfirlýsingu. Hitt get eg skilið, að E. K. hefði aldrei látið þessi orð falla við mig um húslxónda sinn, ef hann hefði bú- ist við því. að þau yrðu notuð Landsversluninni í óhag. En satt að segja bað hann mig ekkert fyr- ir það. Annars reynir blaðið ekk- ert xið sanna það, að forstjórinn \ hafi unnið daglega meira en klukkustund, enda hélt Héðinn því fram á fundinum, að vinna hans hefði verið þar mest að næt- urlagi. Það þarf i raun og veru ekki djúphyggni til að sjá það, að ef mætt er á þingfundum alla daga og nefndarfundum sem ým- ist eru haldnir árdegis eða eftir þingfundi á kvöldin, fyrir utan ])ann tíma sem fer í að kynna sér rnálin, að þá er ekki mikið eftir af starfstíma fyrir Landsverslun- ina. Eða hve marga dag og nætur- Málverkasýning Brynjólfs Þóröarsouar i húsi K. F. U M. Opin dag’ega frá kl. 11 — 6. tima hefir forstjórinn unnið í Landsversluninni síðustu tvo mán- uði ? Og hve mikið af lauiium for- stjórans sparast við kosninga- ,,agitationir“ hans á Akureyri? Reykjavík 25. okt. 1923. Gísli Jónsson, vélstjóri. Kveðja frá Agli Skallagrímssyni. —0— ? Farnir til Englands. Góð líðan. Kær kveðja. Hásetar á Agli Skallagrímssyni. Eitt hálmstrá 4. barst þeim í hendur, alþýðu-„leið - togunum“, í gær, sem þeir urðu nxeira en fegnir. Það var níðrit um Landsbankann, eftir Árna Árnason frá Höfðahólunx, sem byrjað var að selja á götunum. Alþbl. segir, að rit þetta sé gefið út að tilhlutun frambjóðenda á B-listanum, eða stuðningsmanna þeirra. Gat það raunar tæplega fundið ferlegri og auðsæilegri kosninga-flugu en þetta, því að kunnugt er, aö tveir bankastjórar Landsbankans að minsta kosti eru stuðningsmenn B-listans (M. S. og L. K.) og allir fylgismenn lxans. Þá er það líka hlálegt, að eitt að- alárásarefni þeirra A-listamann- anna á Jakob Möller var á fyrstu kosningafundunum einmitt það. að liann hefði stutt að því á síð- asta þingi, að laun bankastjóranna yrðxx hækkuð. Og nú heldxxr blað- ið, að það geti talið’ mönnum'trú um, að sarni maður sé að stuðla að útgáfu níðrits um þessa sömu bankastjóra! Þetta var lélegt hálmstrá! Og lítil von til þess, að þeir haldi sér lengi uppi á þvi, A-listamennirnir. En það sýnir lika, betur en nokk- uð annað, hvé vonleysið er orðið ríkt i herbúðum þeirra, að þeir yfirleitt skuli láta sér detta í hug, að gripa þetta strá. Því að allir hljóta þegar í stað að sjá, að fram- bjóðendur B-listans geta engan þátt átt í útgáfu þessa níðrits. Stórfeld blekking. Alþbl. hyggst að breiða yfir guðsafneitunarstefnu bolshvikinga og eyða umtali um hana með því að halda þvi fram, að trúarbrögð- in séu algert einkamál (Alþbl. 24. og 25. þ. m.). En þetta er stórfeld blekking og ekkert annað. Vist lxafa flestir talið hlýða, að halda’ trúarbrögðunum utan við alt stjórnmálaþras. En hvernig verður ætlast til þess nú, eftir að yfirstjórn háværasta stjórnmála- flokksins, bolshvíkinga, hefir sett útrýmingu trúarbragðanna á sina stefnuskrá? Með því að halda því fram, að „trúarbrögðin séu algert einka- mál“ — en hafa þó útrýmingo .þeirra á stefnuski'á sinni — hyggj- ast bolshvíkingar að afla sér næð- is til að koma í kring þessu stefnu- skrár-atriði sínu. Þeir menn, er láta sér ant um ti'úarbrögðin, eiga að þegja, meðan bolshvíkingar eru að útrýma þeim. Stjórnarskráin segir, að evange- lisk hitersk kirkja skuli vera þjóð- kirkja á íslandi „og skal hið op- inbera að því leyti styðja hana og vernda.“ Er það ekki fjarstæða, að ríkið „styðji og verndi“ kirkjuna, ef „trúarbrögðin eru algert einka- mál“ ? Jú, óneitanlega. En eimnitt af þvi að trúarbrögðin eru ekki að eins einkamál einstaklingsins, heldur og hið mesta almenna vel- ferðarmál þjóðarinnar, þá njóta þau þessa sérstaklega stuðnings og verndar ríkisins. Látum ekki blekkjast. Þetta er fyrsta skref bolshvík- inganna á braut xitrýmingarinnar: að riema trúarbrögðin úr tölu opin- berra velferðarmála þjóðarinnar. Lánist þeim það, telja þeir sér auð~ unnari sigur á einstaklingunum. Kjósandi. Alþýðublaðið og verslunarmenn. Alþýðubiaðinu hefir gramist það mjög, að því hefir ekki tekist að tæla verslunarmennina í hiö svonefnda alþýðusamband íslands. Reynir það öðru hvoru, fyrir hverja kosningu, að vekja óvild verslunarmanna til húsbændanna út af launakjörum þeirra, en þess á milli sést ekki rnikill áhugi hjá blaðinu fyrir verslunarstéttinni. f

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.