Vísir - 27.10.1923, Side 3

Vísir - 27.10.1923, Side 3
ViSiR E nýkomnar. P. Dnns A-deild. 'hlaöinu í gær er ein af þessum 'kosningagreinum, full af ósann- indum og blekkingum. I eitt skifti fyrir öll vil eg segja blaSinu ettir- íarandi og þaö veit eg, aö þar tala cg fyrir munn flestra ef ekki allra verslunarmanna þessa bæjar. Verslunarmenn fylkja sér allir undir merki frjálsrar verslunar. Þeir vilja hafa óbundnar hendur meö framtíö sína. Þeir vilja skapa mentaöa og dugandi verslunar- stétt og vita, aö kjör þeirra fara batnandi meö vaxandi dugnaöi og elju. Þeir vilja vinna með hús- bændum sínum á friösamlegar, hátt, jafnt um launakjör sem ann- að, er stéttinni er til heilla. Alþvðusamband íslands berst á móti frjálsri verslun og hefir margþvætta þjóðnýtingu á sinni stefnuskrá. Alþýöusamband íslands vekur hatur og ósamlyndi milli vinnu- veitenda og vinnuþiggjenda, í staö sanngirni og samúðar. Vegna þessa mun hvorki Verslunar- mannafélag Reykjavíkur né Mer- kúr nokkru sinni ganga í Alþýöu- samband íslands, Vegna þessa standa nú bæöi fjlögin sem einn maður um B-listann, — lista frjálsrar verslunar og friösamra borgara. Það eru hrein ósannindi, að eng- in stéttamál verslunarmanna kom ist á dagskrá í Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur, vegna ofríki kaupmanna. Sannleikurinn er sá, að félagiö er nú fyrir nokkru byrj- að að undirbúa þaö mál, sem A1 þýðublaðið fyllist / svo miklum vígamóði yfir, sem sé þaö, að fullkomið nám og reynslutími þurfi til að ná verslunarmanns- nafni og þar af leiðandi meira tak- mörkuð t^la verslunarmanna og ■ áhuga í þessu máli hafa kaup- mennirnir sjálfir ekki síöur en verslunarmennirnir. Og eg er þess fullviss, að það nær sínum fram- gangi án Alþýöusambandsins! „Verslunarmaðurinn" í Alþýðu- blaðinu, (sem eg er viss um, að er enginn verslunarmaður) segir: „hagsmunir þessara manna (þ. e. kaupmannanna) eru öndverðir okkar hag (verslunarmanna)." Eg segi nei! Hagsmunir kaupmanna eru ekki öndverðir hag verslunar- mannanna, vegna þess, að undir iipurð og dugnaði þjóna sinna eiga karpmen sinn mesta hag. Og flestir þeirra kunna að meta þaö, þó auðvitað geti verið einhver undantekning, eins og ávalt vill ~vecða um alt. Vér verslunarmenn þurfum ekki aö láta neinn legáta i Alþýöublaö- inu segja hvað oss er fyrir bestu, vér vitum það sjalfir og höfun. svo heilbrigða hugsun, að e'kkerí er oss fjær en Alþýðusamband Is- lands. Verslunarmenn vita, um hvaö er barist í dag.. Þeirra eigið hug- sjónamál, frjálsa verslun og fram- þróun íslensku þjóöarinnar á friö- samlegum grundvelli. Þess vegna kýs enginn verslunarmaður rauða listann, A-listann. Heldur fylkja þeir sér, eins og þúsundir annara friðsamra borgara, um B-listann. Erlendur Pétursson. og aö eg taia hér af heilagri sann- færingu. Samúel Eggertsson. Til athngnnar. Örlagaþrungnar og svæsnar al- þingiskosningar standa nú fyrir dj-rum hjá oss vesalings Islend- ingum. Ný stefna er að gjósa inn í landið, byltingastefna, sem fæðst hefir upp úr tryllingi hinnar óguð- iegu og heimskulegu heimsstyrj- aldar. Ungir hugsjónamenn hafa gleypt í sig vel mikiö af þessu góðgæti, komið rykaðir heim og spýtt þvi í fólkiö. Nú standa þess- ir brautryðjendur með vímu í höfði, ismeygilegir og valdasækn- ir upp undir hátindi vitleysunnar og æpa til lýðsins: Fallið fram og tilbiðjið oss og vér skulum gefa yður öll ríki veraldar og þeirra dýrð. En þeir sjá það máske ekki, ógæfumennirnir, að um leið og þeir rogast með þessa guðlausu stefnu til vor í bak og fyrir, þá er drepið einstaklingssjálfstæðið, e. frelsið í landinu og því kom- ið á vonarvöl, og vér jafnharðan læstir í klær erlends valds. Sauðsvört er samvinnustefnan, eins og henni nú er komið og margt er bágborið hjá oss, sem laga þarf og laga má, ef vel er á haldið, en enga bliku hefir lagt upp á hinn pólitíska himinn eins skelfilega og kommúnismann,hann á ekki við okkar hugsunarhátt og staðháttu. f dag á að lieyja orustuna, úr- slitaglímuna um það hverri stefn- unni fylgja skal. Eg þykist ætíð hafa verið alþýðuvinur, rétt eins og hver hinna, en eg hika ekki við að eggja til framgöngu móti þess- um ófögnuði, kommúnismanun). í dag riður á að fvlkja sér. Allir góðir ættjarðarvinir veröa að sækja upp brattann, þar sem hinir nýju boðberar standa þétt uppi undir Tryllingstindi, og hætta ekki fyrri en þeir verða hrakiir á hæðir sannrar jafnaðarmensku og hófsemi. Allar stjórnmálastefnur eru aö mínu viti hjóm hjá þessari meinvillu Til aö forðast þennan háska verður maður því að kjósa B- listann. Til vara leyfi eg mér að taka fram, vegna þeirra sem ekki þekkja skoðanir mínar, að eg er engum pólitískum flokki bundinn Héðinn vinnuveitandi. Nýiega kom skip frá útlönd- uin meö nokkur hundruð tunn- ur af steinoliu. Uppskipun á steinoliunni átti að fara fram á sunnudegi. En það er haft eft- ir Hjeðni Valdimarssyni, að hann hafi með öllu afsagt að láta „vinna fyrir 2 kr. um tím- ann.“ Sleinolíutunnurnar voru síðan lagðai* upp á hafnarbakk- ann, en þaðan voru þær ekki fluttar fyrr en á mánudag. - Héðinn var spurður um það ný- lega á fundi, hvort þetta væri satt. Hann játaði það, en sagði að verkamenn vildu eltki vinna á sunndögum, þeim veitti ekki af að hvíla sig þá daga. Er htið um atvinnu hér í bæn- um, eða er nóg atvinna? Finst verkamönnum þeir vinna sér svo mikið inn alla aðra daga vik- unnar, að þeir gætu ekki þegið vinnu á sunnudegi stöku sinn- um fyrir hærra kaup----Nei, það liefir áreiðanlega ekki ver- ið af umhyggju fyrir sunnudaga- hvíld verkamanna, að Héðinn vildi ekki láta vinna fyrir 2 kr. um tímann. jþað eru cinhverj- ar aðrar ástæður til þessa. pó varla umhyggja fyrir hag Lands- verslunar. pví að ekkert upp- skipunargjald hefði þurft að greiða til afgreiðslu sldpsins, ef steinolían hefði verið tekin strax á flutningavagnana á skipshlið. beinir. í báðum hellunum séu frs sama tíma. Sunnudaginn 16. þ. m. fóru 2 menn frá P.eykholti, Páll Einars- son prests Pálssonar og Eggert V, Briem, aö skoða þessa hella og um leið að leita að fleirum á þessu svæði. Fundu þeir þá litla hoitt undir hraunkletti mitt á milli heS-« anna; þar á litlum stalli, hér ntn bil r meter niður, fundu þeir lær~ legg af manni. Fyrir neðan stalU inn er heJlisskúti og þröngur' gangur niður. Fundu þeir haus— kúpu og litlar leifar af öðrum beinum. Eftir tilmælmn síra Einars £ Reykholti fórum við 3 að rann- saka þetta og fundum ekkert fleira af beinum nema 1 handleggr 1 rif og nokkrar tennur. Þetta alt var látið í kassa og grafið í Reyk- holtskirkjugarði 25. þ. m. Ekkx er hægt að segja með vissu, frá hvaða tíma þessi bein eru, sennilega frá 14. eða 15. öld, eða hver maður þessi var. Manni verður fyrst fyr- ir að geta sér þess til, að þetta sé maðurinn, sem bjó í nefndum helf- um, og hafi verið veginn undii klettinum, sem holan er við og svo skotið þarna niður á höfuSib dauðum og rutt að grjóti sem er á gjáarbotninum. í öðru lagi er það hugsanlegt, að þetta hafi ver- ið einn af Surtshellisbúum; þess skal getið, að höfuðkúpan var af stórum manni og jaxlar mjög sterklegir; lærleggurinn var 18 þumlungar á Iengd. Fljótstungu, 30. sept. 1923. Jón Pálsson. Mannabein ínndin. í dagblaðinu Vísi var fyrir skömmu getið um, að fundist hefðu í sumar bein af manni^ í Hall- mundarhrauni, skamt frá hellin- um Víðgelmi. Bóndinn í Fljóts- tungu hefir nú sent fornminja- verði svolátandi skýrslu um fund- inn, og óskað eftir, að hún yrði einnig birt í Morgunblaðinu og Lögréttu: í hrauninu örskamt frá Fljóts- tungu í Hvítársíðu, er að alira á- liti, sem séð hafa, fegursti hellir- inn á landi hér, „Viðgelmir". Eg ætla mér ekki, í stuttri blaðagrein að endurtaka lýsingu af honum; það hefir áður verið gert af hr. fornminjaverði Matthíasi Þórðar- syni í Reykjavík, og af undirrit- uðum. Skal það eitt tekið fram, að þar eru bein af stórgripum og sauðkindum (þó að eins lítill vott- ur), sem sýnir að þar hefir mað- ur búið og fundist hefir bæli hans. Á síðastl. vetri fann Bergþór sonur minn, nú bóndi í Fljóts- tungu, annan helli, her um bil 200 föðmum vestar í hrauninu. Þar hefir einnig búið maður, og er þar nokkuð af beinum og litlar leifar af skógarberki. Líkindi eru til, ,að Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, sira Frið- rik Friðriksson (altarisganga); kl. 5, síra Bjarni Jónsson (75 ára minning). I fríkirkjunni kl. 12, síra Árcr Sigurðsson (ferming). í Landakotskirkju kl. 9 árd. há- messa, og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með prédikun. Hlutavelta Prentarafélagsins verður annað kveld kl. 5—7 og eftir 8 í Bár- unni. Margir góðir munir. Engi.n núll. Sumir munirnir verða tií sýnis í dag í gluggum Fálkans. B-lista skrifstofan verður i Iðnaðarmannahúsinu í dag. Þeir sem vilja leita aðstoðar eða upplýsinga hjá slcrifstofunni, geta beðið um bifreiðar til flutnings á kjörstað í þessum símum: 1000, 1001, 1019, 1211, 1285. — Upplýsingar viðvíkjandi kjörskrá o. fl. verða gefnar í 'þessum sím- um: 117, 160, 260, 262, 327, 430, 4si, 590, 596, 640, 7Ú0. Síðustu fundir B-Iistans, sem haldnir voru' í

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.