Vísir


Vísir - 29.10.1923, Qupperneq 2

Vísir - 29.10.1923, Qupperneq 2
V i 31 K )) i Qlseim (( Höfurn fyrirliggjandi: „Consnm,' Sukkulaði. „ísaiold“ sukkulaði. Raffi, brent og óbrent. Exportkiiffi. Cacao. Tbe. Kosninga-úrslitin. —0— • Hyar sem til spyrst, hafa kosn- íngar veriö ágætlega sóttar ah þessu siuni, enda var ve'ður svo liagstætt sem veröa mátti um land alt. í íjórum kaupstöðum lands- ins var talið á sunnudagsnótt, og þar uröu úfslitin þessi: Á SeySisíirði var kosinn: Jóh. Jóhannesson, bæjarfógeti, með 197 atkv. Karl Finnhogason-, kcnnari, fékk 17B atkv. Á Ísafirði var kosinn: Sigurjón Jónsson með 440 atkv. Haraldur Guðmundsson fékk 439 atkv. Á Akureyri var kosinn: Björn Líndal með 656 atkv. Magnús Kristjánsson fékk 6x3 atkv. 1 Vestmannaeyjum var kosinn: Jóhann Þ. Jósefsson með 652 atkv. Karl Einarsson fékk 354 atkv. Hér í bænum var þátttakan meiri en dæmi eru til áður, —• kusu 73/3 kjósendur, og var kosn- ingaathöfninni ekki lokið íyrr en eftir miðnætti. Talning atkvæða átti að hefjast kl. 10 í morgun, en fram yfir hádegi var ekki ann- að gert, en athuga vafaseöla þeirra, sem heima kusu. Símskeyti Khöfn 26. okt. Sundurlimun Bayern. Símað er frá Berlín, að stjórnin í Múnchen hafi lýst yfir því, að ríkisstofnun Pfalz-búa sé brot á 6tjórnskipunarlögunum og ákærir þá sem staðið hafa fyrir þessu, fyrir landráð. Ástæðan fyrir Iand- ráðaákærunni er sú, að franski yfirherforinginn í Rínarlöndum hafi mútað forgöngumönnum skilnaðarhreyfingarinnar. MAGGI’S teningar og lögar á flöskam, fyrirliggjaadi. JóJi. Olafsson & Co. Lýðveldishreyfingin í Rínarlöndum. Skilnaðarhreyfingin í Rínfylkj- tinum heldur áfram, en áhugi j virðist vera að réna fyrir henni. Frakkar viðurkenna, að slcilnað- ur’Rínfylkjanna sé löglegur í alla staði. Frá Ruhr. Símað er frá Essen, að for- j stjórar Kruppsverksmiðjanna, sem teknir voru höndum af Frökkum, hafi verið látnir lausir um viku- i tíma, til þess 'að reka ýms kaup- j sýslumálefni sín. Er litið svo á, i að þetta sé byrjun til væntanlegra j samninga um, að pólitískir fang- í ar verði látnir lausir aftur úr fangelsunum. Thyssen-verksmiðjurnar í Ruhr Og ýmsar aðrar hafa orðið að hætta vinnu vegna fjárhagsörðug- leika. Læknaverðlaun Nobels. Símað er frá Stokkhólmi, að læknaverðlaun Nobelsjóðsins fyr- ir árið 1922 hafi verið veitt Hf- eðlisfræðingnum prófessor Hill í London og prófessor Meyerhofer i Kiel, fyrir störf þeirra að rann- ; sóknum lífeðlisfræði vöðvanna. — • En fyrir árið 1923 hafa lækna- verðlaunin verið veitt læknum þeim, sem fundu upp sykursýki- j lyfið „Insulin“, Banting og Mac- leod í Toronto. Khöfn 27. okt. Verndartollastefnan í Bretlandi. Sirnað er frá Londón, að Bald- win forsætisráðherra hafi lýst því yfir í ræðu í Plymouth í fyrradag. að verndartollarnir væru eina úr- ræðið til að bæta úr atvinnuleys- inu í Englandi. Búist er við, að enska þingið verði leyst upp með vorinu, til þess .að láta kosningar skera úr því, hvort verndartollarn- ir skuli teknir upp. Ný skaðabótanefnd. Baldwin hefir skorað á Poincaré að leggjast ekki á móti því, að bandamenn haldi ráðstefnur með íulltrúum frá Bandaríkjunum, til þess að rannsaka gjaldþol Þýska- lands og ákveða endanlega skaða- bætur Þjóðverja. Frá París er símað, að Poincaré hafi skýrt Coolidge forseta frá þ.ví, að hann geti fallist á, að skipuð verði nefnd sérfróðra manna í þessu skyni. ef núverandi skaöabótanefnd verði látin tilnefna mennina í þessa fyr- irhuguðu ný.ju nefnd. Skilnaðarhreyfingin í Rínarlöndum. Frá Berlín er símað, að í-Rínar- löndum sé alt við það sama og stjórnarvöldin belgisku og frönsku vejti skílnaðarmönnum stuðning. Seðlaprentun Þjóðverja. Ríkisbankinn þýski hefir ekki getað greitt laun síðustu dagana, vegna þess að prentsmiðjurnar hafa ekki við að prenta peninga- seðlana. Leikhnsið. Leikfélagið hefir á ný hafist handa og byrjað göngu sína á nýju leikári með „Fjalla-Eyvindi“ Jóhanns Sigurjónssonar. Leikrit þetta er svo gamalkunnugt, að ó- þarfi er að fjölyrða um það, enda eru flestir leikendur þeir sömu, nema Arnes, er nú er leikinn af hr. Óskari Borg, er fer vel með hlutverk sitt, einkum í fyrstu þátt- unum. Frú Guðrún Indriðadóttir leikur Höllu jafnvel og áður, enda mundi leikrit þetta missa þrótt sinn, ef aðalhlutverkið misheppn- aðist. Jóhann var sjálfur öfgamað- ur og hlaut því að geta samið leik- rit, er færu vel á leiksviði og hefðu sterk áhrif, en ósýnna var honum urn ýms smáatriði og finst þeim, er þetta ritar, að holdsveiki mað- urinn varpi heldur skugga á feg- urðaráhrif þessa leikrits. Ásýnd holdsveiks manns er altaf ógeð- feld og ófagurt er að sjá brenni- vínspytluna ganga frá munni holdsveika mannsins til annara. þótt þetta kunni að hafa tíðkast hér á landi. Ekki er unt að sýna allan veruleika á leiksviöi, heldur ber að velja það úr, sem eingöngu er nauðsynlegt fyrir bygging leik- ritsins. Jóhann sýnir í leikriti þessu staka 'ást, er býður öllu byrginn : hvötin ein drotnar xbrjóstumþeirra Höllu og Kára. en að lokum fer svo eftir 19 ára sambúð uppi í óbygðum, þegar sulturinn ber að dyrurn, að sjálfsástin og sjálfs- bjargarviðleitnin verður sterkasta aflið og er þctta atriði í 4. þætti merkilegast i þessu leikriti, sem fyrir ýrnsra hluta sakir er og verð- ur sígilt i íslenskum bókmentum. Á þessu ári hafa birtst óvenju- mörg íslensk leikrit: „Dómar“ eft- BiKaðar norskar 3% og 4 punda. Öngultanmar fyrirliggjandi ÞÚRBDR SVBINSStíN & CO. ir Andrés G. Þormar, „Hilmar Foss“ eftir Kristján Albertsson, „Smaladrengurinn“ eftir Freymóð Jóhannsson, „Stormar“ eftir Stein Sigurðsson og „Tengdamamma“ eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Mun Leikfélagið næst sýna „Tengdamömmu“, er leikin hefir verið á Akureyri og góður rómur verið gerður að. Hlutverk leikfé- lagsins hlýtur að vera að sýna þau leikrit, er best eru samin hér. heima, og þau erlend leikrit, er erindi eiga til íslendinga. A’æri ]tá vel athugunarvert, hvort eklri. bæri að sýna eitinig eitthvert hinna áðurnefndu leikrita einnig, því að þó þau séu að ýmsu leyti gölluð og sum ekki stórvægileg eins og t. d. „Hilmar Foss“, sem er skemti- legt til lestrar, en gallað í aðal- atriðum, eru sumir þessara höf- unda líklegir til að geta orðið sæmilegir leikritahöfundar og tæplega eignumst við hreín lista- v.erk í þessari grein skáldskapar, nema miðlungsleikritin.séu einnig leikin og afklædd öllum sínum göllum frammi fyrir alþjóð. Kjör Leikfélagsins hafa víst aldrei verið jafn bágborin og nú og er það stórra þakka vert, ab félagið hefir ekki gefist upp fyrir löngu. Vonin blasir í framtíðinní, þjóðleikhús eftir örfá ár, en þang- að til verða leikhússgestir að haf» hugann eingöngu við leiklistina sjálfa, en gleyma öllum ytra að- búnaði. Leikvinur. Skólar Ásgríms MagnúSsonar. í haust eru Iiðin 20 ár síðan Ásgrimur heit. Magnússon kenn- ari byrjaði kenslu sína hér í bæ og setti á fót barnaskóla. Skóli j hans var strax mjög vel sóttur, 1 kennarinn var vel látinn, og var , sjálfur einkar góður kennari, og hafði auk þess góða starfskrafta við skólann. Það var því ekki á¥

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.