Vísir - 01.11.1923, Qupperneq 3
VÍSIR
nafmagnsperur
fáið þið bestar og ódýrastar hjá
Helga Magnússyni &. Co.
Ef þlO viljlö vernlega góO, ósvlkin vín, blOjlO þ& um hiO
heimsþektu Bodega-vin.
Einar Jónsson
listamaíSur, er staddur í Kaup-
mannahöfn um þessar mundir,
meiS þvi ah nú er veriö að leggja
síhustu hönd á eirsteypu af hinu
fagra líkneski lians af Tngólfi
Amarsyni; verSur þa?S sent til
Reykjavíkur innatí fárra daga,
segir í tilkynningu frá sendiherra
Bana.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík -f- i st., Vest-
smannaeyjum 2, ísafirði -f- 1, Ak-
ureyri -f- 1, Seyðisfiröi o, Grinda-
vík 1, Stykkishólmi -f- 2, Rauf-
arhöfn -f- 1, Hólum í HornafirSi .
3, Þórshöfn'i Færeyjum 8, Björg-
vin 9, Tynemouth 4, Jan Mayen
4 st. Loftvog lægst (734) milli Jan
Mayen og Noregs. Norðlæg átt.
Horfur: Hæg norSlæg átt.
Dr. Kort Kortsen
er lasinn og" falla niður háskóla-
fyrirlestrar hans á meðan.
Betnía '■
var á Seyðisfirði i morgun, á
útleið.
island
fór i fyrradag frá Leith, áleið-
is til Austfjarða; kemur hingaS
6. þ. m.
Verslunarmannafél. Rvíkur
heldur fund í kveld kl* 8þú í
Kaupþingssalnum í Eimskipafé-
lagshúsinu. (Spilakveld).
Ari
fór til Englands i fyrradag. Far-
þegi var Ásgeir Ólafsson kaup-
maður.
Mínerva.
Fundur í kveld.
Bæjarstjórnarfundur
verSur haldinn í dag kl. 5.
N ótnaverslun
hefir Helgi Hallgrímsson opn-
aö í Lækjargötu 4.
Fjölbreytt skemtun
vcröur haldin í Bárunni annað
kvöld til styrktar efnalausum
manni, sem nýfarinn er til dvalar
á berklahæli í Noregi. Hafa ýms-
ir gó'öir menn heitiö a'ðstoð sinni,
m. a. prófessor Guðmundur Finn-
bogason, Sigurður Skagfeldt og
Páll ísólfsson o. fl. Mun'Skagfeldt
þá sem _endranær syngja sig inn
í hjörtu Reykvíkinga með sínum
bjarta, þróttmikla og háfleyga
tenór! — Ennfremur verður tví-
leikur á fiðlu og pianó, upplestur
o. fl. — Er vonandi að menn sæki
skemtun þessa vel, þar sem um
góða skemtun er að ræða — og
auk þess hreint manngæskuverk.
— Maður sá sem hér er verið að
bjarga, hafði eigi annað en „sveit-
ina“ og dauðann framundan sér, j
uns þessi „leið til lífsins“ opnað- j
ist honum. — Því verður auðvitað
tekið með þökkum, ef góðir menn
skyldu vilja leggja eitthvað meira
af mörkum en sjálfan inngangs-
eyrinn. b.
Nýja Bíó
sýnir í kvöld ásamt fleira, mynd
af hinum heimsfræga skopleikara
Buster Keaton, sem talinn er lang-
besti skopleikari Amerikumanna.
Buster Keaton er lítt þektur hér,
en nú gefst tækifæri að sjá hann
með því að fara í Nýja Bíó í kveld.
Hann getur komið fólki óspart til
að hlæja þótt hann hlæi adrei
sjálfur. Z.
\
Abraham Lincoln
og minnisvarði hans.
Nú eru bráðum liðin 60 ár, síð-
an Abraham Lincoln var myrtur.
En nú fyrir skemstu hafa Ame-
ríkumenn reist honum samboðinn
minnisvarða. Sá minnisvarði var
vigður i fyrra i höfuðborginni,
Washington.
Minnisvarða þessum er svo hátí-
að, að hann er nýstárlegur hverj-
um Ameríkumanni og enginn út-
lendingur ferðast svo um Banda-
ríkin, að hann fari fram hjá þess-
um „minnisvarða Lincolns".
Hver var Abraham Lincoln?
Það er saga hans í fæstum orð-
um, að haníi var fæddur í ríkinu
Kentucky árið 1809; þar bjó faðir
hans búi sinu. Hann ólst upp í
fátækt og menningarleysi hjá föð-
ur sínum, og fór því á ungum aldri
frá honum, til að spila á eigin spít-
tir. Gerðist hann fyrst skógar-
höggsmaður, síðan kaupmaður og
bréfhirðingamaður. Þegar hann
var nálægt þritugu, fór hann að
lesa lög og tók að flytja ínál fjrrir
kviðdómi; þarf eigi langan tíma
til þess i Ameríku að ná þeirri
stöðu. Maðurinn var skýr og setti
sér hátt stefnumið og varð brátt
hinn snjallasti málaflutningsmað-
ur. Nú lá honum opin leið að öðru
meira. Hann tók nú að gefa sig
að stjórnmálum og varö brátt
hinn rökfimasti kappræðumaður
á stjórnmálafundum. Var þess þá
ekki langt aö bíða, að hann vaeri
kosinn til forseta Bandaríkjanna.
í þeirri stöðu barðist hann af
lcappi gegn þrælahaldinu, og sér-
staklega þvi, að þrælahaldið 1
Suðurríkjunum næði að festa ræt-
ur í Noröurríkjunum.
Út af afnámi þrælahaJdsins, sem
hann markaði á skjöld sinn, urðu
margir hinir bitrustu fjandmenn
hans • en sú varð raunin á, að
fleiri voru með honum en mót i,
Árið 1860 var hann vaíinn til
forseta Bandarikjanna. Af þeirri
kosningu leiddi það, að Suðurríkin
sögðu sig úr bandalagi við Norð-
urríkin, og hófst þá borgarastyrj-
öld hin ægilegasta. Eins og kunn-
ugt er, báru Norðurríkin hærri
ENGINN VEIT SÍNA ÆFINA —
Skotlands. Ráðsmaðurinn segir mér, að það
séu mijrg mál, sem bíði úrskurðar hans. Þér
eruð stórvoldugur maður í Skotlandi, Stan-
fyre lávarður, og leiguliðum yðar er áhugamál
að votta yður virðingu sína sem allra fyrst.“
„Hvað er margra daga ferð þangað?“
spurði Rafe.
St. Ives sagði hlæjandi, að það lægi ágæt
járnbraut þangað og væri ekki nema átta
klukkustunda ferð.
„Það er svo,“ sagði Rafe. „Mér finst erfitt
að átta mig á því, hvað þetta land er lítið
og þó er allur heimurinn að æðrast út af því.
Þegar eg kom hingað, hftti eg Bandaríkja-
mann, sem sagði mér, að hann þyrði aldrei að
ganga langt, þegar hann væri í Englandi, af
þvi aö hann mundi þá detta út af landinu.
Átta klukkustundir eru ekki langur tími. Vib
förum þangað bráðum; en mig langar til að
sjá eitthvað meira af þessari borg áður. Það
er fallegasta borg, sem eg hefi séð, — en eg
hefi auðvitað ekki víða verið.“
Gurdon fór með þeim Rafe og Travers í
bankann og var jarlinum af Stranfyre tekið
mjög virðulega, eins og vænta mátti um svo
auðugajt mann. Hinn ritaði nafn sitt í hina
stóru bók bankans, sem geymir eiginhandar-
skrift allra viðskiftavina hans, og að því búnu
var honum fengin löng og mjó ávísanabók.
„Við skulum nú fara að kaupa okkur eitt-
hvað, úr því að við höfum eignast alla þessa
peninga,“ sagði Rafe. „Eg finn nú til sömu
tilfinninga, eins og félagar mínir í námubæn-
um, þegar þeir urðu íyrir heppni. Þegar svo
bar undir, voru þeir vanir að gera sér glaðan
dag. Og eg hefi nú ekki annað að gera, en
að létta mér upp. Við skulum svipast um hérna
í búðunum."
Hann tók Travers undir hönd sér og þeir
héldu til Bondstrætis. Rafe 'gerði sér enga
grein fyrir því, að menn voru að líta við og
horfa á eftir þeim, en talaði hátt og látlaust
um alt, sem fyrir augu bar, áhyggjulaus, eins
og þeir væru í Jóruveri.
„Þetta er nógu sjáleg búð,“ sagði Rafe og
staðnæmdist yið búðarglugga gimsteinasala.
„Mig langar til að kaupa eitthvað snoturt
handa bafninu — eg á við lafði Evu, eins og
þér vitið. Nú, hvað segið þér um þetta?“
Hann benti á gimsteinadjásn, sem hefði sómt
sér vel á brjósti hvaða jarlsfrúar sem vera
vildi. Travers hló ekki, en lét sem hann væri
að virða gripina fyrir sér.
„Full stórt hanla bami, er ekki svo,“ sagði
hann hykandi. „Við skulum ganga inn.“
Búðarmaðurinn hneigði sig hæversklega
fyrir þeim og þó enn dýpra þegar Travers
hafði sagt:
„Stranfyre lávarður óskar að kaupa skraut-
grip handa lítilli stúlku."
Þegar Travers hafði nefnt þetta göfuga
nafn, kom einn af eigendum verslunarinnar
og bauð þeim sæti, en gimsteinar og skart-
gripir voru breiddir á borðið fyrir framan þá.
Rafe var alt af að svipast að einhverju stór-
feldu skarti, en Travers tókst með lægni að
telja hann á að kaupa íburðarlausa perlufesti.
Ilún kostaði 250 sterlingspund. Þegar Rafe
vissi, hvað það voru margir dollarar, varð
hann hálfvegis undrandi, en sagði:
„Nú, eg hefi víst ekki nóga peninga á mér.
Æ, það er satt! Eg hefi ávísanabók! Viljið
þér taka ávísun?“
„Ó, þess gerist engin þörf,“ svaraði yfir-
maðurinn brosandi. „Þér þurfið ekki að gera
yður þá fyrirhöfn.“
„Þér segið vel um það,“ svaraði Rafe.
„Jæja, viljið þér þá senda þetta til Clarendon
House, Belgrave Squar.e?"
„Já, herra lávarður, eg veit hvar þér eigið
heima,“ svaraði gimsteinsalinn, og það var
satt, því að blöðin höfðu svo oft minst á þenna
nýkomna auðmann, að gimsteinasalarnir vorn
farnir að vonast eftir að sjá hann.
„En eitt er enn!“ sagði Rafe. „Setjið þér
með gyltu letri á kassann : Til Öskubusku frá
Grámanni. Það eru gælunöfn, sem við höfum
orðið ásátt um, litla telpan og eg,“ sagði harm
við Travers. „Og sjáið þér til, herra,“ sagði
hann við gimsteinasalann, „mig langar til að
fá einhvern smágrip handa félaga mínum og
skrifara. Við höfum gert samning með okkur
í dag og mig langar til að gefa honum eir-
livern menjagrip."