Vísir - 13.11.1923, Side 3
VÍSIR
Álaíoss afgreidslan er flutt í Nýhöfn
Haínarstræti 18. Simi 404. Kaupnm ull hæsta verði.
ílkskk. Þó þykir.heldur ósennilegt,
að til þess komi. Ef Ford yrði í
kjöri utan flokka, þykir líklegt
aS hann drægi sVo mikiö írá
jþeim flokki, sem nú situr aö völd-
wm. aö hinum væri sigurinn vís.
Hvaö sem ööru líöur, veröur
Síapppsamlega barist fyrir útnefn-
smgti Fords á flokksþingi Demó-
krata, en aö honum frágengnum
^ykir líklegt, aö McAdoo, tengda-
sonur Wilsons forseta, muni veröa
-yatinu til þess aö vera í kjöri.
□ EDDA 592311137 V2
FyrirlV St .\ M .•
Dánarfregn. '
Frú Svanfriöur og Pétur Þ. J.
Gunnarsson hafa oröiö fyrir þeirri
sorg aö missa yngsta barn sitt,
Þorbjörgu, á fyrsta ári.
Veðrið í morgun.
Frost um land alt (mesta, sem
komiö hefir á vetrinum). I Rvík
IO st., Vestmannaeyjum 6, ísafiröi
% Akureyri 9, Seyðisfirði 6,
Grindavík 9, Stykkishólmi 9. Eng-
in skeyti frá Grímsstöðum, Rauf-
arhöfn, né Hólum í Hornafirði. —
Siiti í Björgvin 5, Tynemouth 7,
Leirvík 3, Jan Mayen -4- 10 st. -r-
Loftvog lægst fyrir sunnan land
og austan. Norölæg átt. Horfur:
Svipáö veður.
I Hellismenn
| verða leiknir í Iðnaðarmanna-
húsinu kl. 8 í kveld. Grein um
sjónleikinn biður næsta blaös.
i
! Sirius
j kom frá Noregi um hádegisbilið
í dag.
Dansæfing
I i dansskóla Ástu Norðmann og
Lillu Möller i kvöld í Ungmenna-
I félagshúsinu. Kl. 5 fyrir börn og
i kl. g fvrir fullorðna.
; isfiskssala.
] í gær seldu þessir botnvörpung-
✓ar afla sinn í Englandi: Austri
; íyrir rúm £ 800, Otur um £ 1200
og Maí um £ 1000.
M.b. Svanur strandar.
I fyrrinótt strandaði Breiða-
tjarðarbáturinn Svanur í Ólafsvík,
‘ — rak hann þar á land, en mun
' ekki hafa brotnað til muna. Hann
var nýkominn úr Stykkishólmi og
var hlaðinn vörum. Björgunar-
skipið Geir fór vestur i morgun
til þess að reyna að ná skipinu á
flot.
Rafljósin sloknuðu
i gærkveldi á niundu stundu, en
kviknuðu laust eftir miðnætti.
Háskólafræðsla.
I kveld kl. 6—7. Prófessor Guð-
mundur Finnbogason: Um þjóð-
stjórn og þjóðlýgi.
Esja
mun koma hingað seinni hluta
vikunnar; hefir seinkað vegna of-
viðra.
Ritdómar.
Komið hefir það i Ijós með oss
íslendingum, að margir þykjast
færir um aö skrifa ritdóma. Og
mér finst alls ekki þurfa að kvarta
um vöntun strangra ritdóma. Svo
mikið hefir mér fundist kveða að
strangleikanum stundum, að í
mínum augum hefir hann orðið
undarlegur og hálf broslegur. Satt
er það að visu, að oft er hún lé-
leg, hin bókmentalega fram-
leiðsla. En að oss sé meiri voði
búinn af þeirri lélegu framleiðslu
en annari lélegri framleiðslu, fæ eg
ekki skilið. Prestur fer með lé-
lega ræðu upp í stólinn. Hann er,
ef til vill, „poki“. Samt er ekki
verið að fárast yfir slíku opinber-
lega. Smiðnum bregst stundum
bogalistin. Og sumir eru altaf
mestu „klamphöggvarax-“. Samt fá
þeir að vera i friði i blöðum og
timaritum. Sumir skrifa svo illa,
að rithönd þeirra er lítt læsileg.
Og svona mætti lengi telja. Hér er
um ósamræmi að ræða. En eng-
inn skilji orð min svo, að ekki eigi
að dæma, t. d. bækur. Dæmdar
skulu þær, en hógværlega og lát-
laust, með fullri kurteisi. Hættan
er ekki svo mikil. Reynslan sýnir,
að það heldur velli, sem hæfast er,
svo á þessu sviði sem öðrum. Gott
skáld, t. d., syngur sig, fyrr eða
síðar, inn í hug og hjörtu manna,
hvað sem öllum dómum liður. En
lélegt skáld hverfur fljótt inn í
þögnina og gleymskuna, án þess
að nokkurn gauragang þurfi til.
Eg álít, að menn hafi ekki meiri
rétt til að kasta hnútum að náung-
anum fyrir mistök í skáldskap en
fyrir mistök i öðrum efnum. Og
að segja við ungt skáld: Þú átt
að hætta! -— er illa gert og þar
að auki vitleysa. Að hinu er aldrei
of mikið gert, að brýna fyrir
mönnurn vandvirkni. „Enginn veií
að hvei-ju barni gagn má verða“
segir máltækið, og mönnum er
lengi að fara fram,-ekki sist á sviði
bókmentanna. Og jafnvel það, að
fást við að setja saman eina bögu
er þroskandi, eiixkanlega ef vand-
að er til þess. Skerpir iðja sú eft
irtektina og glæðir fegurðartil-
finninguna. Góðir og vandvirkir
hagyrðingar eru stundum með
sömu vísuna dögum saman. Má af
þessu sjá, að skáldskapariðjan er
ekki lítil æfing fyrir hugann.
Vandvirk skáld hafa mikið fyrir.
og eiga því annað skilið, en litt
hugsaða og gleiðgosalega sleggju
dóma. Og vesalings „leirskáldin“
eru heldur ekki réttlaus. Dr. John-
■ son nokkur kemst svo að orði:
„Menn hafa ekki meiri rétt til að
vera ókurteisir í orðum en verkum.
Menn hafa ekki meiri rétt til að
vera ósvífnir gagnvart öðrum í
orðum en til að gefa á kjaftinn!“
Lögmál velsæmisins eiga að gikla
á öllum sviðum. En mjög vantar
á, að svo sé. Menn leyfa sér oft á
prenti að hálf ærumeiða náunganr
og niðra honum á allar lundir. Við-
skifti þjóðanna (sín á milli) eiu
ekki látin vera sömu lögum háð og-
viðskifti einstaklinga (sbr. hem-
aðinn) o. s. frv. Það er oft eins og
menn sjái ekki ósamræmið í þessu,
og þó er það mjög auðsætt.
ENGINN VEIT SÍNA ÆFINA —
En það er af Rafe að segja, að hann gekk
rakleitt til herbergis síns, kveikti sér i pípti
*og íæykti ákaflega. Rödd hennar hljómaði
hotium enn fyrir eyrum og gekk honum til
hjarta, en þrá hans til hennar var nú orðin
að sárri kvöl, því að nú virtist hún honúrn
enn fjarri en áður. Stjarna hans ljómaði ofar
skýjatjöldum og var vonlaust að hann næði
henni. Hann vissi, að hann hefði átt að þakka
henni fyrir að syngja fyrir sig, en honum var
um megn að tala, svo gagntekinn var hann
af undrun og aðdáun. Hann dirfðist ekki að
líta til hennar meðan hann stóð við arinhell-
una, því að hann óttaðist, að þrá sín til að
þakka henni, yrði svo rík, að hann fengi ekki
stilt sig um að taka hana í faðm sér og þrýsta
henni að brjósti sér.
Hann hugsaði sér að afsaka að rnorgni ó-
nærgætni sína og kunnáttuleysi í góðri hegð-
un, en þó að hann hefði oi-ðin á hraðbergi,
þá gaf Maude honum aldrtei tækifæri til þess
að segja þau. Hún heilsaði honum af venju-
legri hæversku og var mjög vingjarnleg, en
nú bar meira en nokkru sinni áður á því, að
Ixún vildi forðast hann. Hún bægði honum frá
sér með viðmóti sínu, eins og ungár stúlkur
eru vanar að gera við þá menn, sem þær eru
farnar að — óttast.
Þegar þau voru að standa upp frá borð-
um, rétti Maude bréf að föður sinum.
„Hvað er J>etta?“ spurði St. Ives. „Ó, sjáið
Jxér, Straixfyre, hér er bréf frá gamalli vin-
konu okkar, lafði Quantok, sem Ixýður okkur
í troðning í kveld og biður okkur að fá yður
til að koma með okkur.“
Rafe hélt annari hendi um dyrasnerilinn og
leit til Maude, en sagði því næst, eins o^hún
hefði þegar látið sína skoðun í ljós: —
„Gott og vel! Ekki er mér það á móti skapi.
En hvaða troðningur er þetta? Hvað gerið
þið?“
„Nú, við dönsum oftast," svaraði Maude
brosandi, „en ]>að er ævinlega svo mannmargt
í heimboðum hjá lafði Quantock, að pabbi ei
vanur að kalla það „troðning“.“
„Mér líkar það vel,“ sagði Rafe. „Eg hefi
gaman af að dansa. Við voram vanir að rýma
til í gildaskálanum, þegar einhver drengjanna
varð fyrir heppni, eða við fengum nýtt
whisky-kvartil."
Þegar dvrnar lukust aftur, leit St. Ives til
Maude, hristi höfuðið og ypti öxlum.
„Eg vona að Stranfyre fari ekki að dansa
í kveld," sagði hann. „En hann verður ein-'
hvern tírna að hlaupa af sér hornin. Þú verð-
ur að hafa auga á honum, — eða, heyrðu,
hvernig væri að fá —“
í sama vetfangi var hurðinni lokið upp og
Rafe rak inn höfuðið.
„Hvernig væri að taka Travers með okk-
ur?“ spurði hann, en St. Ives tók að hlæja.
„Eg ætlaði einmitt að fara að stinga upp 5
því,“ sagði hann. „Þér nefnið það við Tra-
vers, eg skal jafna það við lafði Quantock:
við erum svo góðir og gamlir vinir. — Han»
hefir gætur á Stranfyre," sagði St. Ives við
Maude, þegar Rafe var genginn út.
Rafe færði Travers þessa orðsendingu síð
ar um daginn, og Travers leit snögt upp úx'
skriftunum og roðnaði lítið eitt, en forvitnis-
glarnpi skein úr augunum. En svo vel viklí
til, að nýju fötin hans höfðu komið þá um
morguninn, því að hann hafði rekið á eftir
]>eim, ekki siður en Rafe. Þetta boð var freist-
andi. Travers var fíkinn x samneyti við göf-
ugt fólk, því að hann táldi sig eiga fullan rétt
á að komast í tölu tiginborinna manna. Hann
hugsaði sig að eins um augnablik, en sagði
siðan:
„Gott og vel; mér þvkir vænt um það.“
Þeir Rafe og hann föru út síðara lxluta dags-
ins til þess að reyna nýju bifreiðina. Þeir
höfðu Jackson með sér, en Rafe vildi bratt
fá að stýra. Honum tókst það mætavel nokkr-
ar mílur, pn einu sinni, þegar hann sveigði
fyrir hom, gerði hann beygjuna of krappa:
annað framhjólið rann fast að gangstéttinm