Vísir - 25.03.1924, Blaðsíða 4

Vísir - 25.03.1924, Blaðsíða 4
VISIR Líkkistur fást ávalt hjá Ey- vindi Árnasyni, Laufásveg 52* Sér um jarðarfarir ef óskað er. (499 Veggfoður fjðlbreytt úrval — lágt verða MyndLabiiðir>t Laugav. 1. Siml 555. TILKYNNING | Norölenskt kynbótanaut, frá Svínanesi í Þingeyjarsýslu er til í Austurhlíö. (412 Hestahár óskast til kaups. UppL í sima 404. (388 Tilboð óskast í 3—4 hesta olíu- e8a bensínmótor meö rafkveikju. Bræöurnir Ormsson, Óöinsgötu 25 og Baldursgötu 13. Sími 867. (408 Kjólklæðnaöur, alveg nýr, og nokkrir jakkaklæönir til sölu meö tækifærisveröi. Reinh. Andersson, Laugaveg 2. (4J4 SIRIUS SlTRÓN. SlMI 1303, NÐiÐ i Gleraugu hafa tapasí. Skilist á Bergstaðastræti 64, uppi. (40/ Þakkarávarp. í»egar eg, í síiSastliðnum janúar- mánuði, varö fyrir því þungbæra mótlæti, aS missa minn ástkæra eiginmann í sjóinn, þá sýndu mér nokkrir göfuglyndir menn á Es. „Gnllfoss“ hjartnæma hluttekn- ingu, sem meSal annars kom fram í höfðinglegri peningagjöf, sem safnaö var saman á skipinu til okk- ar allra. Sömuleiðis þakka eg jirim Stykkishólmsbúum, sem bæði sýndu mér innilega hluttekningu og gáfu okkur peninga. Fyrir ]>essa velvild allra þátttakenda vil r.g færa öllum hlutaöeigendum mitt besta hjartans þakklæti, og ékki sist forgöngumönnunum, sem uunu hafa verið konsúll Ó. Jó- hannesson á Patreksfirði og Brynj- íifur Bjarnason. Eg vona að guð launi öllum jæssum gefendum og þátttakend- tun í raunum okkar velvild sína, þegar þeim mest á liggur. Stykkishólmi 16. mars 1924. GuSlaug H. Jóhannsd. og dætur. Grábröndóttur köttur með perlu- bandi um hálsinn hefir tapast. Ger- ið svo vel að skila honum á Öldu- j götu 8. (398 í 2 herbergi og eldhús óskast til íeigu 14. maí. Skilvís greiðsla. A. v. á. (409 2 herbergi og eldhús óskast 14. j mai. Tilboð sendist Vísi, auðkent: „14 maí“. (404 2—3 herbergi og eldhús óskast til leigu (engin börn). Tilboð * jnerkt: „7“ sendist Vísi. (402 2 stúlkur óska eftir herbergi 1. eða 14. maí. Tilboð merkt: „1924“ leggist inn á afgr. Vísis fyrir 31. þ. m. (401 2—3 herbergi, eldhús og geymsla óskast 1. eða 14. maí. Áreiðanleg borgun. Tilboð auðkent: „Engin j böm“ sendist afgreiðslu Vísis fyr- | ir 1. apríl. (400 | Stúlka óskast í vist. Uppl. Laugaveg 36. (415 Atvinna. Vanur skósmiður get- ur fengiö atvinnu yfir lengri eða slcemmri tíma. A. v. á. (403 Siðprúö og vönduð ung stúlka, 12—13 ára gömul, óskast 1. maí. A. v. á. (394 Smíða falleg reiðstigvél. Sann- gjarnt verð. Sími 1089. Jón Þor- steinsson, Aðalstræti 14. (367 Af sérstökum ástæðum eru til sölu vönduð svefnherbergishús- gögn (hvít-lakkeruð), borðstofu- húsgögn og fleira, — með lágu verði. Ingólfsstræti 21 A. (416 Stokkabelti til sölu á Skóla- vörðustíg 25, neðstu hæð. (392 Rósir til sölu á Þórsgötu 21, silfurpalliettur og kanteliur. (391 Ágæt skermskerra til sölu á I'rakkastíg 19. - (390 Kynbótanaut af ágætu norð- lensku kyni, til sölu í Austurhlíö, (4t3 Islensk frímerki (notuð) keypt háu verði Njálsgötu 19, kl. 4—9. Að eins næstu daga. (411 Útsala á löberum. ljósadúkum, púðum og fleira. Selst mjög ódýrt i nokkra daga. Jóhanna Andersson, Þingholtsstræti 24. Sími 1223. (4io- Ágætt kúa og hestahey til sölu. Uppl. í síma 1317. (406 ' Ný barnakerra til sölu nreð góðu verði. A. v. á. (405 Rúm til sölu Laugaveg 27 B, kjallaranum. (399 Notaður þvottapottur óskast. A. v. á. ( 397 Steðji, 40—50 kg., og frítt sta'nd- andi smiðja, vel nothæf, óskast tii kaups. A. v. á. (39(5 - Fúchsia og nokkrar rósir til sölu Lokastíg 19, uppi, kl. 5—7. (395 Fermingarkjóll til sölu meft tækifærisverði á Hverfisgötu 58 A (393- Félagsprentsmiðjan. SVARTI ÖLMUSUMAÐURINN. 6 jj hsettu, þegar Napóieon kom aftur frá Eíba og hrifsaði undir sig völdin þessa 100 daga, og síðan þykir honum svo óskiljanlega vænt um hann.“ „pað var nú töluvert lakara," sagði Carral. „pegetr eg sendi boðin hingað til yðar,“ hélt frúin áfram, „hafði eg ráðið ráðum mínum, og skal skýra yður frá helstu atriðunum. En eg er hætt við hið fyrra áform mitt; þér skuluð ekkert hugsa um það.“ „pað er nú gott og blessað,“ sagði Catral, „því það, að teyma ungan mann inn á braut lastanna til þess að steypa honum smám saman í glötun —.“ „Haldið þér yður saman,“ sagði frú Rum- bry, „og hlustið á, hvað eg segi.“ Hún skýrði Ijóst og hiklaust frá ráðabruggi því, sem hún hafði nú á prjónunum, sem þykja mun ærið sviksamlegt, er það kemur í Ijós, en sýnir, að frúin var greind og ráðsnjöll. Carral hlustaði fyrst með auðmýkt og athygli á frúna, og við og við lét hann í Ijósi aðdáun yfir snjallræði hennar; en þegar frú Rumbry hafði lokið máli sínu, gugnaði hann fljótt, fór að hugsa um afleiðingarnar af að eiga að fram- kvæma þelta áform hennar, og leist ekki á blik- una, því að enn átti hann eitthvað eftir af manngöfgi. „Var hlutverk mitt þá ekki nógu grimmúðugt áður?“ sagði hann, „yður þykir hæfa að hæð- ast að mér þar á ofan —. Jæja þá, þótt þér gerið mér alt það ilt sem þér getið, þá neita >g aS fíamkvæma áform yðar;“ „pessi náungi fer að verða mér býsna erf- iður,“ tautaði frúin og reis upp úr stólnum, eins og ekkert væri um að vera. „Verið þér sælir, vesalings vinur minn,“ sagði hún * *» eg fæ mér þá annan mann til þess að gera þetta.“ Hún gekk að speglinum og hagræddi ind- verska sjalinu um herðar sér. „Ætlið þér ekki að koma heim til okkar í kveld, herra Carral?" sagði hún; „við eigum von á gestum, nokkurum kunningjum." Carral svaraði ekki, en leit þungbúinn niður fyrir sig. „pér iðrist varla eftir að koma,“ sagði frú- in. „Eg ætla a€ segja gestum mínum söguna af Jonkille kynblendingi." „Nei, það farið þér ekki að gera,“ hrópaði Carral. „Jú! eg er staðráðin í því.“ „Verið miskunnsamar, frú!“ Kynblendingurinn fleygði sér á kné fyrir framan frú Rumbry, en hún, sem var að enda við að hagræða sjali sínu, leit ekki við honum, en gekk hægt og kæruleysislega út úr her- berginu. Kynblendingurinn reis á fætur. Hann var blár og þrútinn í andliti og augun blóðhlaupin. y„Kemur þá aldrei til minna kasta?“ sagði hann méð dimmri röddu. „Ef einhvemtíma gæf- ist færi, skyldi eg hefna mín grimmilega.“ I sama bili sem frú Rumbry gekk út úr dyr- um hússins, kom ölmusumaðurinn, sem hafði beðið hennar með þolinmæði, aftur til hennar, og rétti fram höndina. „Aftur þessi svertingi!“ sagði hún fyrirlit- lega. Hún leit af honum og steig inn í vagn sinn. t En svertinginn lét ekki hugfallast. Hann gekk að vagninum og horfði inn í hann. Götu ljósker var þar í nánd, og varpaði birtu á and- lit frúarinnar, svo það sást glögt. pegar hún varð vör við þessa ósvífni svert- ingjans, dró hún tjald fyrir vagngluggann. Ert ölmusumaðurinn gekk þá að hinum vagnglugg- anum. „Farðu burtu!" kallaði frú Rumbry, „eg gef aldrei svertingjum neitt.“ Ekillinn kom og spuiði, hvert aka ætti; svert- inginn reyndi að heyra svarið. „Heim í hús mitt,“ sagði frúin. Hún dró - tjald fyrir hinn gluggann, og vagninn þaut af' stað. „Heim í hús hennar,“ sagði svarti ölmusu- maðurinn, sem stóð þarna- einn eftir — ,.ert hvaða hús? Hún er hk honum, það er sami svip- urinn, en hár hans er öðruvísi litt. Og hún er Kreolkona, sem ekki vill gefa svertingjum neitt. Guð minn góður! Ef það væri hún!“ pegar hann var að leggja af stað heim til sín, kom hann auga á eitthvað hvítt undir svöl- pnum. pað var afar smágjör kvenvasaklútur. Olmusumaðurinn tók hann upp og fór með hann að götuljóskerinu til j; ess að athuga hann. „pað er vasaklútur hennar," sagði hann og reyndi að sjá, hvernig hann var merktur. „Lát- um okkur sjá — F. A. — Guð minn góSur! Svona margar líkur geta ekki veriS eintóm tii- viljun. pað er hún! pað eru liðin 20 ár, en hún hlýtur að muna —. Eg verð að fínna hana.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.