Vísir - 04.04.1924, Blaðsíða 3

Vísir - 04.04.1924, Blaðsíða 3
VTSIR Fyrirlestrar sira Jafeobs Krlstinssonar. Síra Jakob Kristinsson hefir :rlutt tvo fyrirlestra, annan um Ijóshvolf manna, en hinn um hugs- jt.nagérvi. Aösókn hefir verið svo mikil aö erindum þessum, aS hann hefir orSiö aö endurtaka þá báöa, og hafa þó margir oröiö frá aö liverfa. Auk ]>ess flutti hann báöa ];cssa fyrirlestra í Hafnarfirði. Er sagt, aö nokkrir Reykvikingar hafi fariö þangaö, til þess aö geta heyrt l>á- Næsta fyrirlestur flytur síra J. K, á sunnudaginn, er kemur. Er þaö fyrsti fyrirlesturinn, er fjallar um skapgeröarlist. Hann hefir lýst hugsunum manna, eöa hugsana- gervum, en ekki gert ítarlega grein fyrir notagildi þeirra, en í erind- unum um skapgeröarlistina, ætlar hann sér aö skýra frá, hvernig inönnum er kleift aö taka hugsan- irnar í þjónustu sina, beisla þær ■og temja, ef svo má aö oröi kveöa, -ýna hvernig hugurinn cöa hugs- -anirnar fá l)oriö menn hálfa leiö aö því takmarki, er þeir hafa sett sér. Það segja þeir, er kunnugir eru sr. j. K., og séö hafa erindi þessi um skapgeröarlist, aö hvergi hafi honum tekist lætur, og er ]já mikiö sagt, því að þaö cr kunnugt, aö leitun er á slikum ræöumanni. KjöttoUorinn og liskiveiðalöggjolin. --O—""*■ I. Kjöttollsmálið. Framh. Stórþingið. Hljóðið í þinginu norska hefir einnig frá upphafi verið mjög gott í vorn garð. „Allir Norðmenn sem eg hefi talað við, viðurkenna að tollur- inn á ísl. kjötinu sé ósanngjarn, samanborið við verðmætið, og að það mál hafi eigi verið rannsakað eða athugað þá er tollurinn var iagður á,“ segir búnaðarmálastjóri í áðurnefndri skýrslu sinni. Mun þar átt við þingmenn þá og aðra stjórn- málamer.n o. íl., er hann átti tal við í för sinni. Seint í sumar sagði merkur þing- maður, fulltrúi sjómanna og bænda í Vestur-Noregi, við landskunnan og áhrifamikinn blaðamann, ritstj. „Gula Tidend“, — að um það leyti mundi „enginn kjaftur“ í þing- inu hafa greitt atkvæði gegn af- námi þjöttollsins, ef tillaga um þaS hefði oerið borin fram t þinginu. Og um þetta leyti í sumar (ágúst— september) hefði óefað mátt ráða málinu til lykta, ef vér hefðum þá haft sæmilega færan mann á vett- vangi, mann sem hefði kunnað að nota sér byrinn í fylgi blaðanna og almenningsálitið í Noregi. Með því að rita um málið í norskum blöðum, ræða það við þingmenn og aðra málsmetandi menn, halda fyr- irlestra um málið þar sem það gæti komið að haldi, hefði 'hæglega mátt sigla því í höfn með einfaldri þings- ályktun til bráðabirgða, því óefað hefði þá mátt fá fylgi fleiri merkra þingmanna í þessa átt. En þá var ekkert aðhafst hér heima. Og tækifærið fór fram hjá, eins og síðar mun verða sýnt. Eg talfærði þetta við ritstjóra „Tím- ans“ um þetta Ieyti í haust, og var hann fyllilega sammála um það, að vér hefðúm átt að hafa mann í Noregi um þær mundir. LeiSirnar ivœr. Kjöttollsmálið hefir frá upphafi snúið sérstaklega við. pví þurfti að jlýia óvenju mikið, og til þess var að eins ein leið greiðfær og stutt, beint að markinu. Hefir verið bent á hana hér að framan. En þótt furðulegt megi virðast, var valin hin langa leiðin um þrjú lönd og ótal stjórnarvöld, með öllum þeim tor- færum og farartálma, sem á þeirri leið eru. Með allri þeirri skriffinsku cg málalengingum, athugasemdum cg tillögum, er formið krefur. Með öllu því umstangi, er tekur langan tíma og tefur framkvæmdir! I stuttu máli: Farin var „den tungvinie traþtalvei“, sem „Tidens Tegn“ varaði við fyrir nær ári síðan! Hinn mikli dráttur og óhæfilegi á máli þessu er aðallega vegalengd- inni að kenna. Eiga stjórnir beggja landanna sök á því. Og eins og við mátti búast, gat færðin spilst á skemri leið, enda hefir hún gert það. Stórspilst, svo nú þefir horft til vandræða um hríð. Eg fjölyrði eigi frekar um þetta atriði, nema þess gerist sérstök þörf síðar. I „Kröfur NorSmanna“. }7ví hefir verið hreyft frá hálfu beggja aðilja, að tilslökun um kjöt- tollinn í Noregi mundi að líkmdum verða að mæta með álíka tilslökun í fiskiveiðalöggjöf vorri. En þó hef- ir það atriði legið fremur í láginni og var lítið hreyft af nokkrum krafti fyrr en síðastl. haust. Kröfur norsku stjórnarinnar f þessa átt eru eigi opinberlega kunnar enn, og er því of snemt að byggja umræður sínar á þeim grundvelli, eins og þeg- ar hefir gert verið hér heima. Og áður en Alþingi tekur afstöðu til þessa atriðis, verðum við að gæta þess vandlega, hvort eigi hafi verið bent á einhver líkindi í þessa átt frá íslendinga hálfu í undanförnum samningaumleitunum. Alþingi verð- ur að gera sér fyllilega ljóst og kynna sér alt sem frarn hefir farið milli íslensku og norsku stjórnanna í þessu máli, svo eigi verði stigið neitt það fet, sem vansæmd geti orðið að. — Eg leyfi mér að benda á þetta, þar eð eg hefi ástæðu til að ætla, að þetta atriði hafi komið til mála ef til vill allsnemma í kjöttollsmálinu. I r Kœrur norsþra sjómanna. Um það Ieyti sem síldveiðar voru að hætta hér við land síðasti. haust, fór að kvisast í Noregi, að kurr mikill væri meðal norskra síldveiða- manna út af harðsækni og óbilgirni í þeirra garð frá hálfu íslenskra Iög- gæslu. Höfðu þeir m. a. sent áskor- anir frá Siglufirði til stjómar sinn- ar og þingsins að „slaka til í engu“ um kjöttolíÍnn við íslendinga. pessu virtist enginn gaumur gef- inn hér heima. Man eg eigi til, að eg sæi þess getið í biöðum hér. Mér var þegar kunnugt uin áskoranirnar frá Siglufirði og eins um hitt, að fyrstu síldveiðamennirnir sem komu heim til Noregs báru oss illa söguna. Var hún send fréttastofum blað- anna og breiddist skjótt út um allan Noreg, og var bersýnilegt, að hér var unnið af kappi að ákveðnu marki frá hálfu útgerðarmanna. Er sem þeim hafi virst eina ráðið: hart á móti hörðu! Vinur minn, ritstjóri „Gula fid- end“, sem áður er nefndur, tók óð- ar málsstað vorum gegn Iöndum sínum. Benti hann á, að lög væri lög, og þeim bæri að hlýða, meðan þau væru í gildi, og eigi væri nema rétt og sjálfsagt, að íslendingar fylgdu lögum sínum fast fram. — En þar eð hann þóttist vanta ýms gögn í málinu, skrifaði hann mér og bað mig senda sér hið bráðasta ná- kvæmar fregnír af viðureign norskra sjómanna og strandgæslunnar ís- lensku. Segir hann, að æsing sú, sem hafin sé af sjómanna hálfu sé líkleg til að spilla hinu góða gengi, sem komið var á kjöttollsmálið o. fí. Grunaði hann, að frásögn sjómanna mundi mjög orðum aukin og viídi því vita hið rétta. Bað mig um full gögn í máli þessu, sem hann svo gæti notað í blaði sínu, og einnig að tjaldabaki í þinginu. Mér varð hægt um vik. Fáeininn dögum áður hafði eg einmitt sent blaði hans all-Iangt og rækilegt bréf um þetta mál, í því skyni að hnekkja söguburði síldveiðamami- anna í norskum blöðum. Birti eg þar nákvæma skýrslu um strandvarnim ar nyrðra í fyrrasumar, og sýndi eg þar með tölum, hve lítil ástæða væri fyrir þessu mikla hrópi síld- veiðamanna. Flestöll höfðu norsku skipin, sem tekin voru, að eins feng- ið áminningu, og þau 10 sem sekt- uð voru, hefðii 'öll til samans eigi fengið hærri sekt en eitm ísl. botn- vörpungur hafði fengið um sömu mundir. Benti eg sjómönnum á, eins cg eg einnig hafði gert árið áður, er raddir heyrðust í sömu átt, að í þessu máli dygði eigi stóryrði og hótanir. „Hart á móti hörðu“ mundi að eins flýta fyrir því, að íslandi yrði algerlega Iokað fjnrir Norð mönnum, eftir því sem. írekast væri tök á. Hér væri að eins um eina sæmilega leið að ræða fyrir þjóð ir, sem hafa svo mikið saman að sælda sem Ncrðmenn og Islending- ar, — samningaleiSm. Nefnd manna írá beggja hálfu, sem fjallaði um þessi mál og önnur fíeíri, er snerta viðskifti þjóðanna! Nýskeð hefir bændablaðið „Na- tionen“ mælt með samskonar tillögu um norsk—íslenska nefnd til að ráða fram úr deilumálunum. Hefir þetta frétst hingað heim, og þykja ný- mæli. Nú ætti áð vera sæmílega Ijóst, hvemig á „norsku kröfunum** stend- ur, og hvenær þær fóru að Iáta á sér bæra fyrir alvöru. Parf engan að furða, þótt afturkippur nokkor kæmi í kjötfollsmálið, og dálrtið hiE kæmi á afturhaldsstjómina norsku, er situr á völtum stóli og á í vök aðr verjast með öll sfn vandamál. Og um þessar mundir létu íslendingar ekkert til sín heyra! Héðan af vac því loku fyrir það skotið, að málið >nrði útkljáð á „óvenjulegan hátt“, eíns og nauðsyn bar til, og áður héfir verið bent á. Nú varð að halda áfram leiSina löngu, um Danmörku, með Öllum sínum krók- um og keldum. Og megum vér Is— Iendingar oss sjálfum um kenna að. mestu leyti. Nú er það eitt sennilegast, að> kröfur norskra sjómamia muni verða, harðari og ákveðnari eftir því sem á tímann Iíður. Er því brýn nauð- syn að reyna til að ná samningum nú þegar, með fullri sanngimi og, drengskap á báðar hliðar, og mun þá vel fara. Frb. Helgi Valtýsson. Utan af landi. FB.) Umsóknarfrestur unxi H'ofsósliéraS er útranninn. Eimr cmsælcjandi er nm embættiö, Jóix. Benedlktsson, settur hératSsfæknir; í Nauteyrarliéraöi. SeyöisfirSi 3. april. FB. Ágætur afli hefir veriö undan~ fama daga á Djúpavogi og Horna- firöí, aðallega á lóöjr, en síöur £, handfæri. KLiA—4< tit ,.U» .»1« iJU *lr tJr .»!< .ttr. tC ji -3 Messað Bœjarfréttir. b b n vertiur s fríkirkjttnni í Haftrar— firöi á simrmdaginn kt. .2 e. h. Síra. Clafur Ölafsson. , "Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 4 st., Vest— mannaeyjum 4, ísafirBi 9, Akur— eyri 4, Scyöisfiröi 6, Grindavík. 5„ Stykkishóltni 4, Grímsstööum 3, Raufarhöfn 6, Hólum í Homafiröt 6, Þórshöfn í Færeyjum 6, Kaup- mannahöín 1, Utsire 2, Tynemooth 4, Leirvík 7, Jan Mayen 1 sU - Loftvoglægst fyrir vestari land. Allhvass subvestan á suSvestur— landi; suSlægur annaTs staSar. All— hvöss suðvestlæg átt. Östööugt. Fundur i Heilsahælisfélaginu kl. 5 síScT., á morgun, í Kaupþingssalnum ií Eimskipafélagshúsinu. „Hvítá felur sig“. í fyrra mánuöi fréttíst hingaök. aö 'Hvílá heföi horfiö úr fanrcgf. sinum, og fór ýmsum sögum um hetta fyrirbrigöi. Vísir hefir mi. Fengiö greinilega fregn um þemKt viöburS, frá sira Magnúsi Helga- syni, skólastjöra, sem er marma kunnugastur þar eystra, og haffc hefir tal af mörgnm skilrikumr riiönmnn eystra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.