Vísir - 26.06.1924, Blaðsíða 3

Vísir - 26.06.1924, Blaðsíða 3
*!*!■ heimsókn sem á sunnudaginn, sem vafalaust verður oftar. pennan sunnudag var messudag- ur á Akranesi. Áður en gengið var í kirkju lék Lúðrasveitin nokkur sálmalög fyrir utan kirkjuna. Marg- ír af j?eim, er í förinni voru, gengu í kirkju, og finst mér — og þar tala eg fyrir munn flestra þeirra er þarna voru framandi, — eg ekki hafa fyrr hlýtt á áhrifadýpri prédikun en þarna í kirkjunni hjá presti Akur- nesinga, síra porsteini Briern. Einn- íg var söngurinn í kirkjunni góður, mátti þar sérstaklega heyra hreinar og fagrar kvenraddir. Yfirleitt hvíldi yfir allri messuathöfninni sjaldgæfur helgi- og friðarblær, er hafði áhrif á alla er hana voru við- staddir. — Seinna um daginn lék Lúðrasveitin mörg lög á blettinum fyrir framan skólahúsið, fyrir alla sem á það vildu hlusta. Allra seinast urn daginn lék hún svo fyrir dansi, sem haldinn var í Báruhúsinu þar, og fór hann prýði- lega fram. Höfðu þar allir ókeypis aðgang, eins Akurnesingar og þeir, er voru með í skemtiferðinni, sem kostaði 5 krónur fram og til baka fyrir manninn. Er það ódýrt slopp- ið fyrir jafn góða og mikla skemt- un, sem ferðin og Lúðrasveitin veitti. Um kveldið kl. 10 var Suðurlandið lagst við hafnarbakkann hér, og ferðínni lokið. Síðasta lagið sem Lúðrasvéitin lék, var „Ó, fögur er vor fósturjörð.“ Allir voru glaðir eftir góða ferð. Og hafi Lúðrasveit- in þökk fyrir daginn. K. Ó. Athugasemd. i Vísi 19. þ. tn. er skýrsla um nðaltund í Bókmentafélaginu, eft- ir ..fundarmann". Segir þar, að sú ályktun hafi þar veriö gerö, aö -'kora á f járveitingarvaldiö, aö veita 1000 kr. til fornbréfasafns- ns. Þetta er rangt. Fornbréfasafn- íö hefir lengi haft — og hefir enn 5 ár, — iftoo kr. úr ríkissjóöi, en '■ þingí í vetur var sá styrkur á fjárlögum næsta árs færöur niöur í íooo kr. A Bókmentafélagsfund- inum 17. júní gérðist einmitt þaö, aö skoraö var á stjórn og þing, að kippa þessu í sama horf, þ. e. veita á fjáraukalögum næst mismuninn, en síðan jafna fjárhæö árlega, þ. e. 1600 kr. í sömu grein er og gefiö í skyn, aö styrkur hafi veriö aukinn til ÞjóÖvinafélagsins á þingi t vetur, en lækkaöur viö önnur fræöaíélög, ’Mrangt einneginn. Sannleikurinn er sá, að á þingi i fyrra fékk Þjóö- vinafélagiö 5000 kr. til fræðirita- útgáfu í ár, og héldu þá hin fé- Ugin sínum venjulegu fjárveiting- unt eöa jafnvel hærri í sumum greinum (t. d. Bókmentafélagið). En á þingi í vetur var Þjóðvina- félagið svift þessunt st.yrk og þá jatnfranit gengið á hin félögin. Annar fundarmaður. Fyrirspirn. Eg vildi vinsamlega beina þeirri fyrirspum til réttra hlutaðeigenda, hvort ekki var upphaflega ætlast til, að Islendingar einir rituðu nöfn sin í hina svokölluöu íslendinga- bók. Ef þaö er enguni skilyrðum bundiö, hverrar þjóöar menn riti nöfn sín í hana, álit eg ástæðulaust, að nefna hana íslendingabók. Rvík, 24. júní 1924. Þorst. GuÖjónsson. Þjórsár-mótið fara allir i írá Stemdóri. iIj li. U. »1. U. Bæjarfréttir. □ EDDA. Þingv. íoriri ákveSin laugard. 28. þ. m., sjá listi í □ Dánarjregn. Nýlátinn er í Eyjarkoti í Húna- vatnssýslu Páll bóndi Finnsson, aldraður maður, bróðir Finns Finns- sonar, skipstjóra hér í bænum. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 10 st.( Vest- mannaeyjum 9, ísafiröi 5, Akur- eyri 6, Seyöisfirði 8, Grindavik 9, Stykkishólmi 8, Raufarhöfn 4, Hólum í Hornafirði 8, Þórshöfn í Færeyjum 11, Kaupmannahöfn 14, Utsire ri, Tyneinouth 17, Leir- vík 12, Jan Mayen 4 st. — Lofl- vog Iægst fyrir sunnan land og austan. Kyrt veður á Suðaustur- landi. Norölæg átt annars staöar. Ilorfur : Hæg norölæg átt. Síra Bjarni Jónsson flytur erindi í dómkirkjunni í kvöld kl. 8y2: Dr. John Mott — eitt lilaö úr kirkjusögu vorra tíma. Allir velkomnir. Mikil laxoeiði. í fyrradag veiddust 100 laxar í Grafarvogi og eru slík uppgrip rnjög óvenjuleg. Iánsýnmgin. Til þess að sexn flestir geti átt kost á að sjá Iðnsýninguna, hefir aðgangseyrir verið Iækkaður niður í 50 aura, og aðgöngumiðar fyrir sýningartímabilið sem eftir er, 2 kr. íshmd fer héðan, vestur og norður um land til útlanda, kl. 12 í nótt. Hjúsfyapur. 24. þ. m. voru gefin saman í hjóna- band af prófessor Haraldi Níels- syni ungfrú Gunnfríður Jónsdóttir frá Kirkjubæ í Húnavatnssýslu og Asmundur Sveinsson, myndhöggv- ari, frá Kolsstöðum í Dalasýslu. Timarii lögfræðinga og hagfræðinga (1. hefti annars árgangs,) er nýkomið út. í því eru þessar ritgerðir: Grá- gás og lögbækumar, eftir prófessor Olaf Lárusson, B-deild stjómartíð- indanna eftir Bjöm pórðarson, hæstaréttarritara, Minningarorð eft- ir Ó. L. um prófessor Friedrich Karl Neubecker, Dr. juris, er Iétst í Heidelberg á gamlársdag í vetur. Sig. Magnásson læknir hefur flutt tannlækningasUfu aína á Laugaveg 18 uppi. ViStalstími 10l * * * 5/a—12 og 4—6. Simt 1097. Hann var frægur vísindamaður og mjög vinveittur Isiandi. Alþjóða- talfræðifélagið eftir J7. J?.. Frá Hæstarétti eftir prófessor L. H. Bjamason, og bókafregnir eftir O. L. og L. H. B. Synodusgestir jtessir eru komnir til bæjarins: Prófastarnir Páll Jónsson á Sval- baröi, Einar Thorlacíus, Saurbæ, Árni Björnsson, Göröum, Magnús Björnsson, Prestbakka, og prest- arnir síra Jón N. Jóhanuessen, Breiðabólsstað, sr. Sigurður Lár- usson Stykkishólmi, sr. Jósef Jóns- son, Setbergi, sr. Magnús Þor- steinsson, Patreksfirði, sr. Friörik Rafnar, Útskálum, sr. Brjmjóífur Magnússon, Grindavík, sr. Guðm. Einarsson, Þingvöllum, sr. Gísli Skúlason, Stóra-Hrauni, sr. Hall- dór Jónsson, Reynivöllum, sr. Pét- ur Jónsson, Kálfafellsstaö. Góðir gripir. Meöal góðra gripa á iönsýning- unni, sem ekki heíir verið g-etiö í Vísi, vildi eg mega vekja athygli á stóru skákboröi, í stofu nr. 5. Þaö er eftir Gunnar trésmiö Ste- fánsson á Laugaveg 60, og er það rnjög haglega gert, og hiun besti gripur. í sömu stofu er og annar gripur, sem menn ættu aS gefa gatun að, svo vel og nákvæmlega er hann smíöaöur. Það er kassi eft- ir Jónas Sólmundarson, trésmiöa- nema hjá Jóni ITalIdórssyni. Sýningargestur. Frú Signe Liljequist hélt fyrstu söngskemtun sina í gærkveldi, svo sem atiglýst haföi verið. Söngkonunni var forkitnnar vel fagnaö af áheyröndttm og óspart klappað lof í lófa. Surrv lög- in varö hún aö cudurtka. Islensku tcxtana fór hún þanriig meö, aö unun var á aö hlýöa. —• Visir von- ar, aö gela sagt nánara frá söng hcnnar rnnan skamms. Sigfús Blöndal, l>ókavöröur, ér nvkommv: hing- MMWIWÍ.II..I. ... . . ..... . l Tilkynning. Saftaö dilkakjöt úr Daíasýslu^. Riklingur úr Súgandafirði, Freö-r ýsá undan Jökli, íslenskt smjör^ Sauöatólg, Sauöskinn og ísl. Kar- töflur. VERSLTJN HARlfESAR ÓLAFSSONAR, Grettfegötu r. Sími 871, Bekksmitor 6 hestafla, ágætan til aö setja f samband viö dekkspil, á sildveiöa- skiptnri, vil eg selja. O. DUÍBgseu. 4f íérstökmn ástæðom er tií sölu méð tækifterisver5ír Skósntíðaverkfæri með saumavéf, aðeíns brúkaðri í 3 má:u)ði. Vinnu- stefan fæst leigð, iág leiga, og er á aibesta stað i :bættum. &. V. á. ~ 'wiwiiiiiiiiiiiiiiiiifniiiiiiiiiii 1 iiiiiiinmi.i [ji. 1i.11, wmé !M Eimskipafél.húsinu 3. hæð. Tekur vi5 reiknktgutn, víxl- «cn og öðrumskuídakröfum tií innheimtu, ki. 1*0—1 á dagina — fiitni 1 KíO. — aö frá Kaupmannaliöfn, eins o,g getiö befir verið liér í biaðímu Hann dvelst hér fram eftir sumr- ínu, ttl þess aö leggja síöustu böncl á útgáfu hinnar iniklu oröabók- ;ir simtar, með því aö Jón Öfeigs- son, adjunkt, ætlaT innan skams. til útkmda, en hann hefir séð rat prentun orðabóknrinr.ar fyrir höf- undínn. Txótofuo. Nýlega Iiafa opmberaö trúlofim sína: Ungfrú Sigrsður A. Gísfet- dóttir og SigurÖur Sveinbjarnar- son, bæöi til beimilis á Vaínsstíg*; í 10B. Ennfremur ungfrú Lilja Krist- jánsdóuir og Karí Gislaso-n, Afera- ifBSPhúTt axðiz tir.fiH liddfid dorip

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.