Vísir - 23.07.1924, Blaðsíða 2

Vísir - 23.07.1924, Blaðsíða 2
V5SIR Höíam íyrlrliggjandi: „Vi-to“ skúripúlver, Kristalsápu Sóda Blegsóda, Handsápur, Sápuspæni. Marseillesápu. Símskeyti Khöfn 22. júlí. FB. Samningar Breta og Rússa. SímaS er frá London, að einasti árangurinn af samningafundi Breta og Rússa, sem staðið hefir í London síðan snemma í vor, hafi orðið sá, að nýr verslunarsamningur hefir verið gerður. Ensku blöðin telja samninginn gagnslausan Bretum. Eitt atrði samningsins er það, að Rússum er gefið leyfi til að taka út 10 miljónir sterlingspunda, sem rúss- ^ neska keisarastjórnin gamla átti inni í enskum bö.nkum. Samningar Norðmanna og Islend'tnga. Símað er frá Kristjaníu: Fyrir- spurn hefir komið fram í norska ]pinginu um ]?að, hvort stjórnin vilji ekki gefa nánari upplýsingar en orðið er, um verslunarsamninginn milii Norðmanna og íslendinga. Eru norskir útgerðarmenn og bænd- ur óánægðir yfir samningnum, með ]rví að ]?eir fyrrnefndu fá engar íviln- anir og hvað hina síðarnefndu snert- ir, er hörð samkepni á kjötmarkað- inum. Ffolmboe ráðherra hrakti djarflega árásir ]?ær, sem komu fram á samninginn. Kvað hann ís- lendingum ómögulegt að veita Norðmönnum sérívilnanir, sökum samninga þeirra um hagstæðustu tollkjör, sem þeir hefðu við önnur ríki. Utan af landi. Siglufirði 22. júlí. FB. Afar mikil síld hefir verið hér síð- asta sólarhringinn. Berst svo mikið að, að stöðvarnar hafa ekki við að salta. Sumir, t. d. Asgeir Pétursson, bafa látið nokkur af skipum sínum salta síldina í Iestina, og sent þau síðan út aftur til að fylla sig, en að Ipví búnu hafa ]?au verið send til verksmiðjunnar í Krossanesi. Verk- smiðja Sören Goos ei enn í smíðum og getur ekkí tekið til starfa fyrr en í ágúst. Henriksen hefir hér stórt geymsluskip, sem tekur bræðslusíld og flytur hana til stöðvarinnar á Hesteyri. Síðasta sólarhring hafa komið inn vélbátarnir Höskuldur og Bruni með 500 tunnur hvor, en margir bátar hafa verið með litlu minna. Hefir tiltölulega h'tið verið saltað, því síld- in er svo slæm og átumikil, að hafi skipin mikla síld, má búast við því, að % eða meira verði óhæft til sölí- unar. Síldin er tekin hér rétt við fjarðarmýnnið. Diana er væntanleg hingað kl. 2 í dag. Seyðisfirði 22. júlí. FB. Auk Einars Mikkelsen voru á skipinu „Grönland" Bjering Peter- sen náttúrufræðingur, Hagerup grasafræðingur, Petersen dýrafræð- ingur og Aage Nielsen stjörnufræð- ingur. Annar stýrimaður á skipinu var Ingwersen, sá er var formaður á bátnum „Shanghai" á för hans frá Kína til Kaupmannahafnar. Pósthnsið. Úr því að farið er að gera af- greiðsluna hér í pósthúsinu að um- talsefni (Morgunbl. í gær og oftar), vildi eg leyfa mér að biðja Vísi fyrir fáeinar línur, með ]?ví að mér virðist sem benda megi á haganlegri leiðir til umbóta, en gert hefir verið í ]?eim greinum, sem eg hefi séð um málið. pað mun satt vera, að nokkur umkvörtun eigi sér stað um það meðal almennings, að pósthúsið sé opnað of seint á morgnana og lok- að of snemma á kvöldin. Bæjar- stjórnin bar sig upp undan J?essu í íyrra við ríkisstjórnina, en fékk enga áheyrn. Eg hefi sjálfur Jrráfaldlega rekið mig á, að þetta er mjög baga- legt. Og eg hefi séð fólk bíða hóp- um saman eftir J?ví að pósthúsið yrði opnað, ]?á morgna sem póstar eða skip eru að fara. Landpóstarnir fara oftast nær um kl. 9 árd., og Esja fer að jafnaði í strandferð kl. 10, en þá er póstur tekinn einni stundu fyrr en skipið lætur úr höfn. Á ]?essum tíma dagsins lið- sinnir pósthúsið engum manni um frímerkjakaup og kemur ]?að sér oft mjög bagalega. Nú kann vel að vera, að frímerki sé til sölu einhvers staðar úti um bæinn, ]?ó að allur almenningur gangi ]?ess dulinn, }?ví að póststjórnin feiur }?á sölustaði sína vandlega, ef nokkurir eru. — Að minsta kosti minnist eg }?ess ekki, að hafa séð ]?ess neins staðar getið að tilhlútan póslstjórnarinnar, að frímerki væri fáanleg hér í bænum utan pósthússins. — J?að mætti þó ekki minna vera, en að póststjórnin léti almenningi í té vitneskju um J?að, hvert reynandi væri að snúa sér um frímerkjákaup J?ær 16 stund- ir sólarhringsins, sem hún Iokar að sér og hefir ekki tal af neinum. — Sumum finst sem nægilega mundi séð fyrir frímerkjaj?örf almennings, ef lyfjabúðir og tóbaksbúðir hefði J?au til sölu. En J?etta er alveg ófull- nægjandi. pessum verslunum er Jok- að kl. 7 að kveldi, en eftir ]ann tíma er J?örfin oft einna brýnust. Hitt væri ráðlegra, að gera samn- mg við veitingahúsin hér í bænum, einhver þeirra, um að hafa sölu frí- merkja á hendi fyrir pósthúsið, J?ann tíma, sem J?au eru opin, en pósthús- ið lokað. — Með J?ví fyrirkomu- lagi gæti fólk náð sér í frímerki til kl. II —12 á kvöldin og ennfrem- ur snemma að morgninum. — Yrði að J?essu undið og J?að auglýst ræki- lega mætti segja, að vel væri séð fyrir J?örfum almennings í þessum efnum. En vilji póststjórnin síður, ein- hverra orsaka vegna, að frímerkja- salan hverfi til muna út úr póst- húsinu, J?á er líka önnur leið fyrir hendi, bæði greið og fullnægjandi. Hún er umstangsminni og að ýmsu leiti betri og eðlilegri en hin tillagan og má að vísu furðulegt heita, að hún skuli ekki hafa verið viðhöfð í mörg ár undanfarin. pví er nefni- lega svo háttað, að pósthúsið hefir haft síðan 1915 sérstakan dyravörð, sem býr í i?ósthúsinu. Ekki ]?ykir mönnum líklegt, að hann geti verið svo önnum kafinn við dyragæsluna, að óvarlegt gæti talist að leggja á hann einhver ofurlítil störf önnur. — Mörgum manni fyndist J?að ekki nema sjálfsagður . hlutur, að dyra- vörðurinn annaðist frímerkjasölu í pósthúsinu, ón nol(}(urrar sérstalfrar aukaþóknunar kvöld og morgna, J?egar pósthúsið er lokað. — Sjálf- sagt væri að setja dyraverðinum fastar reglur, sem eigi væri hvikað frá, í J?essari starfsemi hans. Hánn ætti ekki að taka við ábyrgðar- sendingum né afhenda ]?ær. Hann ætti ekki að afgreiða póstávísanir, hvork: inn eða út, og ekki að taka við blöðum og tímaritum, sem flutt eru ófrímerkt í pósti. — Hann ætti einungis að selja frímerki, taka á rnóti almennum bréfum og kross- böndum og leiðbeina fóiki, er til hans leitaði um upplýsingar um póstgöngur o. fl. — Mætti vel hafa J?essa ÍTÍmerkjasöIu í pósthólfa-her- berginu, J?ar sem nií er hurðin við austurenda pósthólfanna. Á J?eirri hurð mun vera hleri í miðjunni og J?yrfti }?ví engu að breyta. Kostnað- ur yrði ]?etta enginn, J?ví að ekki J?yrfti annað en opna hlerann og afgreiða fólkið í gegnum gatið. - Bota- nálning fyrir járnskip besta tegund fyrirliggjandi. J»ÓE»CK SVEIN880K & €©. parna ætti dyravörðurinn að vera til taks, eða maður í hans stað, er póststjómin metur gildan, alla virka daga ársins, að morgninum kl. 8—t 10 og að kvöldinu frá kl. 6—9^ Gæti }?á sjálfsagt flestir fengið af-> greiðslu að kveldinu, en hinum vor- kunnarlaust, er eftir yrði, að bíða til kl. 8 næsta morgun. Stundum hefði dyravörðurinn sjálfsagt lítið að gera, en hinir dagamir yrðu J?ó sjálfsagt miklu fleiri, er töluverð verslun færi fram. Astandið, eins og }?að er nú, er, alveg óviðunandi. pað er ekki sæmandi höfuðstað landsins, að borgararnir skuli hvergi, svo að vit- anlegt sé, geta fengið keypt frímerkí á bréf sín 16 stundir í sólarhring hverjum og að afgreiðslan }?essar 8 stundir á dag, sem pósthúsið eri opið, skuli vera með J?eim hætti, að fólk verði að bíða tímunum saman eða hverfa frá við svo búið. Osin mundi minka tii muna, ef fólk ætti J?að víst, að geta fengið frímerki á. pósthúsinu (eða annars staðar) t. d. frá kl. 8 að morgni til 9 að kveldi* eins og stungið hefir verið upp á hér að framan. — Að Ieggja meiri vinnu en nú er gert á starfsmenri pósthússins, getur ekki komið til neinna mála. Afgreiðslumennimir hafa oftast meira en nóg að starfa og ábyrgðarmikla og slitsama vinnu. Ymsir kunna ef til vill aS halda, að vinnunni sé lokið daglega. J?egar pósthúsinu er lokað, en J?ví fer mjög fjærri. — Að kveldinu er oft eftir margra rtunda vinna kh 6 og að morgninum J?urfa póstmenn iðulega að fara til vinnu fyrir allar aldir. Loks má geta J?ess, að J?eir einir allra starfsmanna ríkisins erti látnir vinna endurgjaídslaust alla helgidaga ársins, }?egar nauðsyrr krefur. pað ætti að vera vandalítið fyrir póststjómina, að beita dyraverðin- um til starfa eins og öðra Iiði póst- hússins, ef hún vill síður að frí- merkjasalan fari til mikilla muna út úr pósthúsinu, en J?að hlýtur hún að? gera, ef horfið yrði að J?ví ráði, að láta veitmgahúsin og J?á staði aðra, sem lengst eru opnir að kvöldinu, hafa frimerki til sölu. En verði J?aS ráð tekið, J?arf að auglýsa fyrir al- menningi hverjir sölustaðimir eru. 21. júlí 1924. X. &• Z.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.