Vísir - 19.08.1924, Side 3

Vísir - 19.08.1924, Side 3
VÍSIR ■vegg aS vestanverSu og gafli að , aorðan, og sýnast dyrnar hafa ver- ið nyrst á vesturveggnum. Kofinn virðist hafa verið nær ferhyrndur, um faðmur á hvern veg. En rústin er að innan óslétt af gijóti, sem vel -gæti verið úr hrundum veggjunum. Einn fugl sá Haukur í dalnum, á graslendinu; hann var spakurmjög, •og hyggur Haukur það helst verið ihafa keldusvín, eftir því sem hann hefir heyrt þeim fugli lýst. Haukur hlóð vörðu í dalnum, á 'jjrðarbungu austan við grasblettinn; <jkom hann þar í flösku með nafni sínu og dagsettri frásögn í fám orð- mm um för sína og fund dalsins. Eru þau verksummerki þar til jarteikna. Haukur fór syðra skarðið upp úr •dalnum, í landsuður, og var þó ■næsta bratt, svo að hann varð að spora fyrir með broddstaf sínum, þó að hann gengi á mann- broddum; en nyrðra skarðið leist honum þó enn torsóttara. Skarðið er klukkustundargangur. Lækkar þá :skýndilega niður að jökulvatni litlu, ;sem þar er, og var það á hellugaddi; :gengur jökullinn, að því er virtist, niður í það að norðan, að austan er snjólægð, en að sunnan eru háir hamrar með jökli fram á ystu brún- ir. Stallur er í hamrana, og þótti Hauki álitlegast að ganga stallinn. Er hann hafði gengið hamrastall- inn um hríð, kemur fram á snoppu -eina, og tekur þá við vatn, stærra •-en hið fyrra, og sunnanvert við snoppuna annað vatn, ámóta stórt, en milli vatnanna tveggja er mel- hólahryggur; virðast vötnin hafa samrensli milli hólanna, en nú var þetta enn alt í krapi og snjó og vötn- in á gaddi, en sjálfir hólarnir auðir. Haukur gekk hólarimann milli vatn- • anna, og er feiknabratt og allilt ofan • af rananum, grjótskriða fyrst, en þá snjór. pegar hér er komið, virðist alveg lokast fyrir af jökulhrygg, sem gengur úr Bláfellsjökli, til útsuð- nrs. pegar austur af melhólunum kom, stefndi Haukur upp á jökul- hrygginn, suður með syðra vatninu, og var þar harður jökull; gerðist þar brátt afskaplega torvelt upp að sækja vegna bratta. En þegar upp ,á jökulhrygginn kemur, þá sér Lambahlíðar og Hlöðufell, en næst • er vatn eitt við suðvesturhornið á , Bláfellsjökli, allstórt vatn; það var j autt, og gaf Haukur því ,nafn og * kallaði Djúpavatn, því að honum I virtist vatnið afar djúpt. Fram í j -vatnið gengur hrikalegur skriðjökull úr Bláfellsjökli, og voru í því borg- í arjakar á stangli, smáir þó. Haukur gekk norðaustur fyrir vatnið, eftir jöklinum, og á jökulspöng yfir kvísl, sem úr því fellur suðaustur með jökl- inúm; fellur það afrensli vatn úr ■ vatni alt austur í Hagavatn, og eru þetta í rauninni fjarstu upptök 1 ungufljóts. En úr Elagavatni fell- ur Farið í Sandvatn, en úr Sand- "vatni Árbrandsá, en þá heitir I ungufljót, er hún kemur niður und- ■ 'ir bygð. Haukur hafði með sér uppdrátt íslands eftir Daníel Bruun og fór <eftir honum svo sem til vanst. • Frásögn þessa skráði eg eftir eig- in orðum Hauks og lýsingu í bað- stofunni á Gýgjarhóli 8. f. m.; las eg honum síðan frásögnina og færði þá enn sumt til réttari vegar, og bár- um við alt vandlega saman.. J?ótti mér frásögn hans öll þess verð að koma fyrir almenningssjónir, og fekk eg leyfi hans til að birta söguna. En sjálfur mun hann gefa út nánari lýs- ingu um för sína alla, því að hún er lengri miklu en hér segir frá. Hann hafði gengið á Eiríksjökul áður en hann lagði í austurförina, en síðan fór hann úr Biskupstungum norður Kjöl og fyrir norðan Langjökul og Eiríksjökul til Borgarfjaðar, einn síns liðs, með staf sinn og mal. Hér hefi eg aðeins tilfært frásögn Hauks um pórisdal. Sjálf verður sagan að bera sjálfri sér vitni. En mér virtist maðurinn svo, að hann væri athugall og glöggskygn og vel viti borinn, þjóðlegur í málfari og allri hyggju sinni, og gagntekinn var hann af tískulausri aðdáun á fegurð og hátign fjallanna. Svo sem kunnugt er, þá gengu ungir Reykvíkingar. í pórisdal fyr- ir nokkrum árum, og hefir einn þeirra, Björn Ólafsson, lýst daln- um í Eimr. 1918. Engin tiltök eru að efa þá Iýsingu. En þó er sá J?ór- isdalur alls ólíkur pórisdal Grettis, og enn ólíkur þeim dal, sem Hauk- ur Eyjólfsson lýsir; því að Haukur fann þar gröen grös, en Reykvík- ingar sáu ekki stingandi strá. pað kvisaðist þegar um ferð Hauks, og brugðu Reykvíkingar þá við, þrír úr Nafnlausafélaginu, og gengu enn í pórisdal sinn. par var alt eins og þeir höfðu við það skilið, ekkert gras, ekkert lífsmark. Og enga aðra dali neinsstaðar að finna. En engan þarf að furða á þessu, því að ekki er alt með feldu um pórisdal, og vita það allir menn. Enginn veit, sem þangað gengur, hvað við muni taka. Hvernig ætli pórisdalur líti út, ef einhver anar þangað með Eversharp-blýant til þess að krota landabréf? pað hent- ar ekki, að vera að sparka um pór- isdal á dönskum skóm og með dósa- mat í nesti. peir menn, sem vísir eru til að rengja fornheilagar sögur og káfa vilja á hverjum hlut, þeim mun ekki auðnast að koma með ilmandi grös úr pórisdal. Grettir gekk á Geitlandsjökul „ok hafði með sér ketil ok eldsvirki,*4 segir í Grettlu. Níu öldum síðar gekk borgfirskur bóndason á jökulinn, einn sér, á íslenskum skóm og mann- broddum og í silfurhneptum sel- skinnsbol og þjóðlegum klæðum, með broddstaf sinn, þriggja álna, og lítinn mal um öxl. pórisdalur blasli við honum, vaxinn grænu grasi, og skáli Grettis er þar enn. Og þar eru ókendir fuglar. — Haukur Eyjólfsson hefir gert sitt til að bjarga aftur ævintýrinu um pórisdal, sem Nafnlausafélagið var búið að eyðileggja fyrir okkur með kortagerð og röksemdafærslu. 17. ágúst. Helgi Hjörvar. afe tle -Wa th ,ntm-s* «*■• «4* W Bejarfréttir. | ’ Embœtíi. 4. þessa mánaðar var Kr. Linnet sýslumaður í Skagaf jarðarsýslu skip- aður bæjarfógeti í Vestmannaeyj- um. Sama dag var settur læknir í Flateyjarhéraði, Katrín Thorodd- sen, skipuð héraðslæknir í því hér- aði. Og ennfremur var sama dag settur héraðslæknir í pistilfjarðar- héraði, Eggert Briem, skipaður hér- aðslæknir þar. Kappakslur hjólamanna verður á sunnudaginn. Keppend- ur gefi sig fram fyrir kl. 12 á föstu- dag hjá Agli Guttormssyni., VeðriS í morgun. Hiti í Reykjavík 7 st., Vestm,- eyjum 8, Isafirði 6, Akureyri 6. Seyðisfirði 9, Grindavík 7, Stykk- ishólmi 6, Grímsstöðum 4, Raufar- höfn 7, Hólum í Homafirði 10, pórshöfn 9, Kaupmh. 14, Utsire 16, Tynemouth 12, Leirvík 12 st. — Djúp loftvægislægð yfir Norður- sjónum. Veðurspá: AJIhvöss norð- læg átt. Bjartviðri á suðausturlandi. Urkoma víða annars staðar, eink- um á Norðurlandi. Áhát á Strandarkirkju 10 kr. frá ó- nefndum, afhent Vísi. Botnvörpus!(ipin liggja hér flest og er verið að hreinsa þau og mála. Hafa þau aldrei áður verið svo Iengi að þork- veiðum fram eftir sumri, er og afl- inn orðinn meiri en dæmi eru til áður. Major Camrvell, sem hingað kom á Iystiskipinu Boudja, hélt heimleiðis á sunnudag- inn. Hann ferðaðist austur um sveit- ir, og með honum Helgi H. Zoega. Lét hann ágælega yfir komu sinni og raðgerði að koma að sumri, og þá á stærra skipi en að jþessu sinni. Nœíurlœl(nar. Svo sem kunnugt er, skiftaSt íæknar bæjarins á um að gegna læknisstörf- um um nætur, samkvæmt áætlun, sem gerð er fyrirfram um þrjá mán- uði. En stundum ber það við, að sá læknir er fjarstaddur, sem á að vaka, og setur hann þá annan í sinn stað, og veit miðstöð og slökkvistöð jafnan, hver hinn setti læknir er. — pess vegna þurfa menn ekki að kvíða því, að enginn næturlæknir sé við látinn, þó að sá sé fjarver- andi, sem á að réttu lagi að vera á verði. Er þessa getið hér til þess að girða fyrir óþarfa kvíða í þcssu Sindri (IV. árg. III. hefti). er nýkominn út og eru í honum þessar ritgerðir: Um járnvinslu eftir Trausta Ólafsson. Innlendur iðn- aður eftir Gísla Guðmundss. Verk- smiðjufélagið á Akureyri 25 ára eftir ritstjórann Ottó B. Araar. Hljóðvarpstæki. Hvenær rafmagn- ið drepur (O. B. A.). Smávegis og Bækur og rit. Nokkurar myndír errg í heftinu til skýringar. Sltfirda um Gagnfræðaskólann í Flens* horg er nýkomin út. par vóru í vet-« ur 19 nemendur í I. bekk, 26 í IL, <og 22 í ÍII. bekk. Einn nemand-. anna tók gagnfræðapróf upp í 4- hekk Mentaskólans í vor. Leiðrétting. Vegna þess að Vísir hefir undan- farið flutt rangar frásagnir um aL menningssalerni í bænum, leyfi eg mér að skýra frá því, að þegar verkamcuinaskýlið við Tryggvagötuf var bygt veturinn 1922—23 lét bæj-< arstjórain gera almenningssalemi í vesturenda hússins og hafa þau ver- ið til afnota fyrir almenning síðau 24. febrúar 1923.’ Eru þar 5 vatns- salerni og fyrir afnotin eru greiddir 10 aurar í hvert skifti. pessutan era þar 2 þvagklefar fyrir karlmenn,. 6 í senn, og 2 handlaugar til frjálsra, ókeypis afnota, en þóknun greidd fyrir sápu og handklæði, sem fæst hjá umsjónarmanni. Salemin Hafa verið fremur lítið notuð. pannig komu: Arið 1923: fébr. (frá 24.) 90 í marts 800 á april 1517 í maí 1736 # •/ / i jum 1688 í júlí 1617 í ágúst 1081 í sept. 1800 í okt. 1500 í nóv. 1405 á des. 1380 Árið 1924: í jan. 1298 í febr. 1460 4 marts 1704 í apríl 1799 í maí 1820 í júní 1521 i júlí 1304. Alls hafa almenningssalemin til Ioka júlímánaðar verið notuð af 25420 mönnum og sé ekki taldir með febrúar og marsmánuði 1923, með- an fólk var að venjast þessu nýmæll, eru það að meðaltali 1527 menn, sem hafa notað salemin á mánuði, eða tim 50 á dag. K. Zimsen. ffitt og þetta. Ungfrú Olive Caroice, dóftír Charles Gcirvice, hins aikunua sagnaskálds, sem allir lesendur þessa blaðs þekkja, datt út úr glugga á sjúkráhúsi í Englandi 8. þ. m. og beið bana af. Hún hafði átt vanda tíl svima-yfirliða, og þykir Iíklegt, að hún hafi þess vegna orðið fyrir þessu slysi. Husnœðisekla t Mosfyva. Svo segir í Daily Mail nýlega, að 465 þúsundir manna í Moskva sé húsnæðislausar. pegar ráðstjórnin aftók alla húsáleigu og leigði verka- fólki hús auðmanna, tók fyrir alla húsagerð, en síðan hafa húsin mjög gengið úr sér og verið herfilega út- leikin af leigjendum, svo að þau eru nú sum óhæf með öllu til íbúðar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.