Vísir - 25.08.1924, Blaðsíða 3
ivasxif
'íiieS góða veiði t. d. Sjöfn með
400 tunnur. Gissur hvíti með 400
og Þórir með 300. Mörg skip
höfðu svipað Jjessu en heldur
minna. Er útlitið talið heldur golt
nó með veiði. Þessi síld hefur
tnéstöll verið tekin austan Eyja-
fjarðar, en í morgun sá msk.
Þórir þrjár síldartorfur hér inni á
firði er Iiann kom með afla sinn.
Agætt veður hér í gær og í dag,
en i dag er ])oka. I nótt og í
morgun hafa komið hér inn um
■5000 tunnur. Reknetasíldin er
minni en áður og verð á henni
‘íaiiandi vegna aflans í nólt.
Karlakúr K.F.U.M.
Hann söng á föstudaginn var í
Barnaskólaportinu fyrir fjölda
ímanns. Var staSurinn ágætlega val-
rnn og hljómaSi vel og ættu söng-
félagiS og hljómsveitir eftirleiSis að
nota hann, þá er þau láta til sín
Jieyra undir berum himni.
Um langt skeið hefir karlakór-
söngurinn verið iðkaður hér á landi.
Hann hefir verið meginþátturinn í
sönglífi bæjarins um Iangan tíma og
minnist maSur ósjálfrátt söngfélag-
■anna ,,Harpan“, „14. janúar",
„Kátir piltar“ og „17. júní“, sem
rnikið orS fer af, og nú höfum við
,.K.F.U.M.-kórinn“ og væri veru-
legt skarS höggiS í sönglíf bæjarins,
‘®f hann væri ekki til, eins og hann
•er nú orðinn.
Karlakórsöngurinn er sú grein
sönglistarinnar, sem hefir góð skil-
yröi til þess að geta náS ]?ví aS jafn-
ast á viS þaS besta, sem til er af
f>ví tagi hjá öSrum meS tímanum.
Við íslendingar erum raddmenn,
f>aS er mikiS urn gcSar raddir hér
í landi, og svo erum viS sönghneigS-
ir að eSlisfari. ViS erum syngjandi
þjóS! Ef úrval góSra raddmanna,
sem jafnframt eru smekkvísir og
næmir söngmenn, en þess verSur
jafnframt aS gæta, eru í flokki í
nöndum góSs stjórnanda, ]>á má fá
mikiS út úr þeim, að minsa kosti
eru öll skilyrði til þess.
Jón Hafldórsson, dóttursonur Pét-
urs Guðjohnsen, stýrir söngflokk
K.F.U.M. Mér er enn í fersku
minni, er söngflokkurinn söng í fyrsta
sinni opinberlega. paS eru ekki mörg
ár síSan. pá fanst mér söngur hans
standa að baki því, sem eg var van-
ur að heyra hjá.1 7. júní“ og hefir
hann vafalaust gert það. En síðan
hefir söngfélagiS tekið miklum og
auðsæum framförum og verSur það
þakkaS alúð cg vandvirkni hins
góSa söngstjóra. Nú er söngfélagið
feomið á þaS stig, aS það á viSur-
kenningu skilið og er söngur þess til
sóma.
í K.F-U.M.-kórnum eru yfirleitt
góðar raddir, hvellar og frískar,
enda er hann nær eingöngu skipaS-
ur ungum mönnum. Yfir söng þeirra
er æska og djörfung og tekst kórn-
um best með lög, þá er því þarf að
beita, svo sem „Heyrið morgun söng
á sænum“, sem hann syngur mjög
vel. Yfirleitt syngur kórinn best
stærri og þróttmeiri lögin og eru sum.
með afbrigðum vel sungin, svo sem
„Ólafur Tryggvason“, eftir Reis-
siger. En aftur á móti tekst honum
síður þá er hann syngur fíngerð
„stemningslög“. pá virðist svo sem
söngmennirnir leggi of lítið til frá
eigin brjósti, syngi að eins veikt og
sterkt af því þeim hefir verið kent
það, án þess að leiða nægilega í
ljós það sem í laginu felst.
Við höfum þarna mikið að læra
af norsku söngmönnunum, sem
hérna voru á dögunum.
Nokkur íslensk lög voru sungin
á föstudaginn var. Var eitt þeirra
„Móðurmálið“ eftir Sv. Svein-
björnsson, frískt og hressandi lag,
samið af mikilli kunnáttu, og tókst
það ágætlega. Ennfremur „Eg man
þig ennþá,“ eftir Sigfús Einarsson,
sem er orðið fastur Iiður á söngskrám
heima, og „Eg veit eina baugalínu"
og „Bára blá“ í raddsetningu Sig-
fúsar. peir Óskar NorSmann og
Símon pórðarson sungu einsöngva
í þessum lögum og eru þeir báðir
alkunnir fyrir fagrar raddir og
smekkíega og Iátlausa meðferð á
viðfangsefnunum.
„Karlakór K-F.U.M.“ á þakk-
.ir skilið fyrir þá ræktarsemi við ís-
Ienska tónlist, að syngja lög eftir
tónskáldin okkar og ætti hann að
halda svo áfram. Ef til vill er það
sterkasta hlið tónskáldanna okkar
að semja kórsönglög og varla verð-
ur annað sagt en að þessi fáu ís-
lensku lög, sem á söngskránni voru,
hafi sómt sér vel innan um úrval af
því besta, sem til er áf útlendum
kórsönglögum. B. A.
Álafosshlaupið.
ASe'ms tveir menn (úr K. R) laka
þátt í lengsta og veglegasta
hlaupi landsins.
Hvílík hneisa! pað lá við að
Alafosshlaupið færist fyrir vegna
þátttökuleysis íþróttamanna. Flvað
er að ske? Eru íþrótlamennirnir að
leggja árar í bát? A að sannast á
þeim, eins og svo mörgum öðrum,
að þeir séu að eins góðir fyrsta
sprettinn? Ætla þeir, sem eiga að
vera fyrirmynd annara í þoli og
þrautseigju, að gefast upp á fjórða
ári?
pað er engin furða, þó margir
spyrji nú svo, þegar að eins 2 þátt-
takendur voru í þessu Alafosshlaupi.
Hér er mest frægðin að vera þátt-
takandi og geta hlaupið sprettinn
á enda, því vegalengdin er um 18
km., og er því lengsta hlaupið, sem
frám fer á landinu. pað eru engir
heiglar, sem þar komast «ð marki.
pað ætti því að vera mesta áhuga-
mál allra sannra íþróttamanna að
taka þátt í hlaupinu og ættu þeir
að skifta tugum, sem væru með í
þessu hlaupi. En hvað dvelur þá?
Nokkrir hafa ef til vill löglega af-
sökun, en flestir hafa enga nema
áhugaleysi. En þó hafa íþróttamenn
eina gilda afsökun þegar þeir eru
ávítaðir fyrir áhugaleysi og það er
hinn sorglegi skilningsskortur bæjar-
stjórnarínnar á höguin íþróttamanna.
Hún vírðist ekkert vilja gera til að
hlynna að þeim og má nefna þess
mörg dæmi, sem sleppa verður þó
í þetta sinn. Má aðeins benda á eitt,
að það er ekki síður nauðsynlegt að
byggja fyrir íþróttamennina nýjan
íþróttavöll, vistlegan með góðum
húsakynnum, en að byggja nýjan
barnaskóla. Hvorttveggja er jafn
nauðsynlegt.
Bæjarbúar sjálfir sýna heldur ekki
íþróttamönnunum nasga ræktarsemi
né athygli. peir virðast flestir meta
meira ýmsar andlega snauðar skemt-
anir, en horfa á góða drengi sýna
hreysti og lyfta upp fornum frægð-
arljóma.
En hvað sem veldur deyfð íþrótta-
manna í þessu Alafosshlaupi, vona
eg samt að slíkt komi ekki fyrir aft-
ur, og því ber eigi að neita, að á
mörgum sviðum íþróttanna er starf-
að af áhuga, þegar tekið er tillit til
þeirra erfiðleika, sem þeir oft á tíð-
um eiga við að búa. Og allir góð-
ir íþróttamenn verða að muna það,
að svo göfugt uppeldismál sem j
íþróttimar eru, verður ekki drepið, og
sú kemur tíð, að bæjarstjórn og bæj-
arbúar geta ekki hugsað sér þennan
bæ án fullkomins íþróttavallar og
íþróttaskála og þá verða hraustir
drengir í hávegum hafðir og fram-
tíð gömlu Reykjavíkur bjartari en
nú.
íþróttamenn! pað er að mestu
undir ykkur sjálfum fcomið, hvort
mesta þjóðþrifamálið vinnur sigur í
landi voru. Vegna þess má hvergi
hörfa. Vegna þess er skylda ykkar
að fjölmenna næsta Álafosshlaup.
Mér sárnaði svo þátttökuleysið í
hlaupinu í gær, að mér fanst.nauð-
synlegt að hafa þennan formála, og
vík eg því nú að sjálfu hlaupinu í
gær. peir sem þá héldu uppi heiðri
íþróttamanna voru þeir Magnús
Guðbjörnsson og Sigurjón Jömnds-
son, báðir úr Knattspyrnufélagi R-
víkur. Magnús vann Hafnarfjarð-
arbikarinn í sumar, en Sigurjón fekk
þá önnur verðlaun. Hlauparamir
fóru frá Álafossi kl. rúmlega 2. Vax
þá rigning töluverð og slæm færð.
Að Elliðaánum vom ‘þeir jafnir
báðir, en þar fór Magnús nokkuð
fram úr Sigurjóni og hélst svo alla
leið síðan. Hlaupið endaði á
íþróttavellinum og kóm Magnús að
markinu eftir 1 tíma og 12 mín., en
Sigurjón litlu síðar og var hann I
tíma og 13 /4: mín. Báðir voru hin-
ir bröttustu. l íminn var góður eftir
því, sem veður og færð var. Magnús
Guðbjörasson hlaut því Álafoss-
bikarinn að þessu sínn. A. V. Tuíin-
ius, form. í. S. í, afhenti bikarinn
með stuttri hvatningarræðu til
íþróttamanna að fjölmenna betur
næst. Einnig afhenti hann Sig-
urjóni heiðurspening fyrir hlaupið
(2. verðlaun). Sigurjón er ungur, en
mjög efnilegur hlaupari.
Alafossbikarinn er gefinn af
bræðrunum Sigurjóni og Einari Pét-
urssonum fyrir 4 árum. Fyxst yann
hann porkell Sigurðsson, svo Guð-
jón Júlíusson og í Fyrra Magnús
Eiríksson og hefir hann sett met í
: hlauplnu, sem er I tími 5 mín. 40
sek.
Allir sannir íþróttavinir þakka nú
Magnúsi og Sigurjóni fyrir að hafa
stuðlað að þvl að Álafosshlaupið
fórst þó ekki fyrir að þessu sinni og
eiga nú allir íþróttamenn, sem ekfei
vilja vera það að eins að nafninu tiE
að taka þá sér til fyrinnyndar og’
mæta á næsta Átafosshlaupi. Og öll
íþróttafélög bæjarins verða að sýna
þessu hlaupi meiri athygli en hing-»
að tíL J
Grettir,
22. þ. m. andaðist á Landakots-,
spítala frú Margrét Egilsdótttiri
kona Hjálmars kaupmanns por-!
steinssonar. Hún hafði lengi legið*
þungt haldin.
Yeðrið í morgun.
Hífci i Reykjavik 9 st., Vest-
mannaeyjum 9, fsafirði 8, Ákur*<-
eyri 9, Seyðisfirði 8, Grindavík lö^
Stykkishótmi 8, Grimsstöðúm 8,
Raufarhöfn 5, Hólum í HornafirSi
8, Þórshöfn í Færeyjum 9, Kaup—
raannahöfn 15, Utsire 15, Tyne«
mouth 12, Jan Mayen 6 stig. —-
(Mestur hiti í gær 10 st.). Loftvog
lægst yfir suðausturlandi. Norðlæg
átt á Vesturlandi. Breytileg á-Aust-
urlandi. Lítiisháttar úrkoma víða.
Guðrún Einarsdóttir,
Bergstaðastræti 10, systir frú Ing-
unnar á Bjarmalandi, er 75 ára £
dag.
Hjólreiðaa’.
í gær fór fram kapþakstur á
venjulegum reiðhjólum á vega**
lengdinni frá Árbæ til Þingvalla
og tif haka aftur a5 Tungu. Vega«
lengdin mun vera um 90 km„
Keppendur voru 11, en aðeins 3
komust alla Iei5. Fyrstur varð
Þorsteinn Ásbjörnssón á 4 klsfe»
21 mín. 40sek„ annar AxelGrims-
son á 4 klst. 35 min. 24 sek., og
þriðji Jón Kjartansson á 4 klst„
55 mín. 25 sek. — Veður var
ótiagsíælt, regn allan timann og
ekki nægilega hlýtt í veðri. Veg-
urinn á Mostellsheiði er mjög
slætuur viða, ósléttur og grýttur.
Esja
koni úr hringferð í fyrrakveld.
Meðal farþega vóru: Glafur lækn-
ir Jónsson og fjöLskylda hans,
Bjðrn latknir Jósefsson i Ilúsavík,
Krislinn Jónsson. Kr. Linnet, sýstu-
maður, rneð fjölskyldu sina á leið
fctl Vestmannaeyja, Karl ölgeirs-
son kaupm. Isafirði, Guðmundur
Svetusson kaupm. í Hnifsdal.
Ilalidúr Hansen
iæknir, veiktist tiýlega af blóð-
eitrun og iiggur enn. Hann stakk
sig í fingtir á skærum, en bólga
hljóp i höudina samdægurs. Hantt
var heldur á batavegi í gær. Öt-
afttr tæknir Jónsson gegnir fæíar-
isstörfum hans á meðan Itann er
veikur.
BústaðasIíiftL
Frú Jóhanna «®g Wilhj. Gfgeir-