Vísir - 16.09.1924, Blaðsíða 2

Vísir - 16.09.1924, Blaðsíða 2
▼ 1818 „Vi-To“ Kraitskúripúlver. Qreinsar alt. Qreinsar best. ErTódýrt, Skóiatnaðnr. ;Með e. s. Botníu ígær,komu: Kvenskór snotrir, góðir en ódýrir. Strigaskór með gúmmíbotnum, fyrir börn og futiorðnc. Gúmmistígvéi fyrir kvenfólk og börn. Barnaskóiatnaðnr margar góðar tegundir. Inniskór fyrir karlmenn og kvenfólk. Qvannbergsbræðnr. Símskeyti Khöfn 15. sept. FB. Hrakfarir Spánverja í Marokkó. Simfregnir frá Barcelona segja, að afstaSa spanska hersins í Mar- okkó fari hríSversnandi meö degi hverjum. Líður varla svo dagur, aö lierinn veröi ekki aö hörfa undan jeinhversstaðar á vígstöðvunufn, og er mannfall mikið Spánverja meg- án. Herinn er orðinn algerlega á- jhugalaus fyrir úrslitum styrjald- arinnar, með því að allir telja vist, að Marokkó-herferðin verði ger- samlega árangurslaus. Primo de Rivera reynir að hug- .fireysta herinn og lofar öllu fögru, «f sigur náist. En hins vegar hefir upprei'snarforingi Marokkómanna, Abd-el-Krim, komið fram með þau sáttatilboð, að spánski herinn verði tafarlaust burt úr Marokkó, að Spánverjar viðurkenni skiilyrð'is- laust yfirráð Kabyla yfir Rif-hér- aðinu og að verndarrétti Spánverja yfir Marokkó sé lokið nú þegar. Kolalög í Yorkshire. Rannsókn á kolalögum hefir far- ið fram í Yorkshire undanfarið og hefir árangurinn orðið sá, að fund- ist hefir ágætt kolasvæði, sem tal- ið er að muni reynast nægiiegt fyrir næstu 400 ár. Utanför Eftir Indriða Einarsson. (Framh.) Danmörk. Eyðilagt hreiður. Geðblær milli íslendinga og Dana. „Flyv, Fugl, flyv“. Eg var kominn til Danmerkur, og hafði verið þar síðast 1904. Eg hafði lofað konunni minni að sýna henni hvar eg hefði búið á Garði, jog við fórum þar inn. Hún kann- aðist við linditréð, þegar hún sá J>að, en af herberginu, sem eg hafði búið í, var ekkert eftir nema rusla- kompa, því það hafði, eins og öll sú hliðin á Garði, sem snýr á móti Sívalaturni, verið tekið undir gangstétt við Köbmagergade. Af veggnum að 'stofunni var ekkert cftir nema ferkantaðar múrstoðir, sem halda uppi veggnum á fyrsta sal. Eg fyltist söknuði yfir gamla hreiðrinu mínu. Hvar sem maður hefir verið árum saman, þar verð- ur eitthvað eftir af manni sjálfum, og mér fanst sem einhver hluti úr minninga og méðvitundarlífi mínu iiefði verið rifinn hurtu, og Iægi grafinn þar undir gangstéttinni. Geðblær íslendinga til Dana var fremur úfinn sjór, þegar eg var við nám í Höfn. Á undan mér og mínum samtiðarmönnum hafði verið mikil kraftamanna og bjór- ökl. Forfeður þessara kraftamanna höfðu fengið hálfan pela af sjálf- runnu lýsi á morgnana, og það hafði gert þá jötnaaðburðum. Syn- irnir höfðu fengið kraftana í arf. íslendingar þá þóttu berserkir cða jötnar í handtökum, sem jjessi saga sýnir. Síra Friðrik Friðriksson var á gangi á götunni í Höfn, nokkru eftir aldamótin. Þar stöðva hann tveir menn, og heimta af hon- i.im peningana hans. Hann kross- leggur hendurnar á brjóstinu, og segir: „Þetta hefir enginn gert mér fyrri, síðan eg kom frá Is- j landi," en mennirnir tóku til fót- : anna og flýöu burt; því olli undir- aldan frá kraftamanna-öldinni, hún vakti enn. Þegar eg var í Höfn, þá hrukk- tim við stundum dálitið við, ef Is- land var nefnt. Svo mátti heita, sem við yrðum að vera við því húnir á hverri stundu, að kreppa hnefana fyrir föðurlandið. Við vorum líkt settir og sagt var um íra í London, að þeir stæðu upp, ef eitthvað írskt bæri á góma, og spyrðu: „Hver talar um mína þjóð?“ Gagnvart mér voru Danir afar gestrisnir og þýðir, þegar eg var stúdent. En íslendingar þóttu mér heldur taka það illa upp, ef einhver okkar umgekst þá til muna. Nú sýnist þetta vera svo alger- lega breytt. óvildin milli þjóðanna er horfin báðu megin; nú er kom- inn á friður og góðvilji í staðinn. Eg bjó úti í Sölfarjóðri (Sölle- t öd) 20 kílómetra fyrir utan Höfn. Sveitin þar í kring brosti og var vndisleg í sumarblíðunni. Þar þo'skast viltar rósir á víðavangi. Kona sýndi mér beitilyng, sem hún hélt á, og sagði að þetta væri þjóð- arblóm Dana. Lyngið er alveg hið sama sem vex á Mosfellsheiði fyr- ir ofan Kárastaði. Hún sagði mér að þetta lyng væri ekki unt að gróðursetja, en það héidi lit og blóma langalengi, þó það væri ekki látið í vatn. Sama gerir béiti Jyng- ið okkar. Kirkjugarðurinn í Sölfa- rjóðri cr utan í brekku, og er frá- munafagur. Nokkuð frá læknis- setrinu blasa við skógivaxnar hæð- ir, sem eru kallaðar hið danska Sviss, og svo vel féll mér við út- sýnið, að þó eg hefði farið eftir Qafið þið heyrt það? Rafamagns látúns dráttar- lampar^ með stórum kögur- kúplum á kr. 20,25. Versl. B, H. BJARN4S0N. Bergensbrautinni fyrir viku lið- inni, þá kom mér ekki til hugar að brosa að nafninu. Mér sýndust hæðirnar vera skógi vaxin flöt. Nálægt Sölfarjóðri er vatna- klasi, og aðalvatnið er Furesö. Þegar eg var í skóla, heyrði eg fyrst kvæði Christians Winters: „Flyv Fugl, f'lyv over Furesö- ens Vove“; þá söng hver ungmey í Reykjavík vísurnar frá upphafi ti! enda, og þær sem léku á liljóð- færi, léku lagið. Frá þeim tíma hefir kvæðið „Flyv Fugl, flyv“ ávalt vakið hjá mér rómanskan geðblæ, sem aldrei firnist, aldrei bliknar, og aldrei deyr. (Frh.) Frá Hæstarétti í gær. Hæstirjettur tók til starfa í gær eftir sumarhléið, og var þá tekið fyrir málið: Rátvísin og Valdstjómin gegn Sigurði Berndsen og Réttvísin gegn Guðmundi porkelssyni. Upptök þessa máls vóru þau, að lögreglan tók tvo unga menn á götu hér í bænum að kveldi dags 8. mars- mánaðar s.1. og leiddi þá á lögreglu- stöðina. Höfðu þeir í fórum sínum glas með áfengi í, er þeir Iétu þar góðfúslega af hendi og kváðust hafa keypt það af Sigurði Berndsen, kaupm. á Bergstaðastræti 10. Menn þessir heita Bárður Lárusson og Sigurgeir Tómasson. peir kváðust báðir hafa verið inni hjá Sigurði, er hann afhenti áfengið, og greiddi annar honum 5 kr. fyrir það. — Næsta dag var Sigurður kvaddur á lögreglustöðina og þvemeitaði að hafa selt þetta áfengi; kvað fram- burð beggja vitnanna tilhæfulausan. Að kveldi 12. marsmánaðar kom ókunnur maður heim til Bárð- ar og heimti hann út á tal við sig- Kvaðst hann vera heildsali hér í bæ. H'ann heitir Guðmundur por- kelsson. Hann hóf máls á því við Bárð, hvort hann hefði atvinno. Bárður kvað það ekki vera. Hann kvaðst þá geta útvegað honum skip- rúm a botnvörpuskipinu Ásu. Bárð- Cement fyrlrligglaadi irá Christlaaia Porl- land Oementíabrik. í*OE»UK SVKIK8803S * €0. Effax g ólídúkaábnrður er sá besti. — Lét^vinna. Endingargóður gljáandi, */« kg„ dós á kr. 2,55. Einkasala f Verslan B. H. Bjtrnason. ur lók þessu með þökkura, en þ£ sagði maðurinn, að hann yrði að gera sér greiða í móti: að gefa sér skriflega yfirlýsingu um, aS skýrsla Bárðar til lögreglunnar, um vínsoiu Sigurðar, væri röng. Taldi hana mjög um fyrir Bárði að gera þetta- sagði Sigurður ætti bágt og gaetí ekki haft ofan af fyrir sér raeð öðm en vínsölu, en væri hins vegar hættu- legur andstæðingur, og nefndi hon- um dæmi þess. Fór svo, að Bárður ritaði imdir yfirlýsing, sem Guð- mundur samdi. Að skilnaði fekfe hann 5 kr. lán hjá Guðm. og vil- yrði lyrir öðrum greiða. BaS Guðm. hann þá að ná í Sigurgeir félaga sinn, svo að hann gæti fengið samr, konar yfirlýsing hjá honum. —- Nokkuru síðar kom Sigurgeir tii Guðmundar, en gaf honum aldreí neina yfirlýsingu, því að þeir urðu ekki á eitt sáttir. — Bárður ritaðá hins vegar undir aðra yfirlýsingu síðar hjá Guðmundi, Hka hinni fyrxL mJr iM Nýkomið Prjúnagaro f margir fallegir litir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.