Vísir - 19.09.1924, Blaðsíða 2
flBIR
aölnm fyrlrllggjandl:
Sardínur,
Skófatnadur fyrir alla.
Stóít úrval. lágt verð! — Komið og sannfsrtetf
Hvannbergsbræðnr.
aiar ódýrar.
Símskeyti
Khöfn 18. sept. FB.
Herriot og MacDonald.
Sagt er í símskeytum frá Genf,
at5 Herriot og Ramsay MacDonald
muni koma aftur á alþjóöafundinn
5 byrjun októbermánaöar.
Frá Þjóðverjum.
Frá Berlín er símaö, aÖ alvar-
legur kurr hafi verið síöustu dag-
ana milli þeirra Stresemann og
Marx kanslara út-af utanríkismál-
tinum. Hefir Stresemann haldiö
því fram, að réttast sé aö senda
bandamönnum orösendingu þá,
sem áöur hefir veriö getiö, um af-
meitun Þjóöverja á því, aö þeir eigi
sök á upptökum ófriðarins, en
Marx er mótfallinn því, aö þessi
prðsending sé látin fara. Sam-
komulag hefir náöst um, að fresta
sendingunni fyrst um sinn.
Ennfremur hefir verið ákveðið
að fresta ákvöröun um, hvort Þjóð-
verjar óski inntöku í alþjóðasam-
bandiö, þangað til ríkisþingið kem-
ttr saman, 15. október.
Yfirgangur Bolshvikinga.
Sendimenn frá Georgiu eru ný-
lega komnir til París, til að biðja
stórveldin ásjár gegn bolshvíking-
um. Er fyrv. forsætisráðherra í
Jordanía formælandi þeirra. En
óhugsanlegt er taliö, aö senda her
til hjálpar. Hins vegar hafa stór-
veldin reynt að miðla málum, en
'bolshvikingar, daufheyrast við
slíku. Beita þeir hinni mestu grimd
og drepa alla uppreisnarmenn, sem
|>eir ná í. Uppreisnarmenn eru víð-
ast hvar á flótta.
Símaö er frá Odessa, að mikill
uppreisnarandi sé einnig í Kauka-
sus, og sömuleiðis i Suður-Rúss-
1andi.
Frá Spánverjum.
Frá Madríd er simað, að Rivera
rnuni fara frá völdum undir eins
og hann kemur heim úr sneypu-
för sinni til Marokkó, og nýtt
|>ingræðisráðuneyti verði þá mynd-
Að.
Frá Danmörku.
(Tilk. frá sendiherra Dana).
Kosning kjörmanna til lands-
|;ingskosninga fór fram á þriðju-
<laginn var, í Kaupmannahafnar,
Fjóns- og Norður-Jótlands kjör-
dæmum. Úrslitin urðu þau, aö
jafnaðarmenn fengu 678 kjörmenn,
móti 528 i sömu kjördæmum 1920,
gerbótamenn 171, eða jafnmarga
og 1920, vinstrimenn 443, en höfðu
492 1920, og íhaldsmenn 375, í stað
357 1920. Kosning hinna 28 land-
þingsmanna fer því næst fram í
næstu viku. Sennilegt er, að jafn-
aðarmenn bæti þá viö sig 2—3
þingmönnum.
Utanför
Eftir Indriða Einarsson.
(Niðurl.)
Þórshöfn í Færeyjum. Danir gera
boð í Færeyjar. Mynd
Sverris konungs.
Frá Leith var haldið til Færeyja.
Aöur en þangað kæmi, féll þétt
þoka yfir skip okkar; það blés
með eimpípunni á hverri mínútu,
lagðist fyrir akkeri úti á hafi og
lét mann hringja klukku við og
við til að forða skipinu frá ásigl-
ing. Eftir 10 tíma töf komum við
á höfnina í Þórshöfn, og þar mátti
sjá, að byrjað var á hafnargarði
hægra megin, þegar horft var til
bæjarins. Hann var stutt kominn.
1872 voru 600 íbúar i Þórshöfn,
og Færeyingar voru þá, stóð í
landafræðinni, sem við lærðum í
iatínuskólanum, 8000 manns, ef eg
man rétt. Nú eru Færeyingar
22.000 manns. Húsin í Þórshöfn
1872 voru flest undir stráþaki, göt-
ur voru þar til, sem voru líkar
Reykjavikurgötum á sama tíma, en
i flestum götum, sem farið var um
á þeim dögum, var gengið á hraun-
bungum, sem voru eins og þær
hö-fðu komið frá náttúrunnar hendi
þegar hún haföi lokið við að
hraunsteypa Færeyjar.
Nú hefir Þórshöfn ferfaldað i-
búatöluna 1872. Þar eru nú eitt-
hvað 2500 íbúar, eða 9. hver mað-
ur í Færeyjum. Stráþökin eru nú
alveg úr sögunni, og munu vá-
trj'ggingarfélögin hafa stutt að
þvi. Mörg hús eru þar undir grænu
torfþaki, sem sómir sér vel í kaup-
stað, eins og í sveit. Margar opin-
berar byggingar eru nú í bænum,
sem ekki voru þar áður. Þar er
amtmannssetrið, sem nú er úr
steini, þar er skólahús og stórt
sjúkrahús, auk kirkjunnar, sem
var þar þegar 1872. Þórshöfn er
r.ú bær með sæmilega góðum göt-
um, og í hröðum framförum. Bær-
inn hefir góða framtíð fyrir hönd-
um, svo framarlega, sem fiskiveið-
arnar ekki bregðast heima fyrir, og
þar er saltfiskur verkaður svo vel,
að hann er sagður eins góður það-
an og frá íslandi. Færeyingar eru
hinir röskustu sjómenn, og mjög
sparneytnir. Til þess að styðja at-
vinnuvegina, hafa Færeyingar um
nokkurt árabil haft banka, sem
hefir stutt fiskveiðar þeirra af öll-
um mætti.
Svo er að sjá, sem Danir uggi
nokkuð um, hvort þeir muni halda
Færeyjum eða ekki. Hafa þeir þess
vegna nýlega gert hátt boð í Fær-
eyjar, — var mér sagt, — og veitt
5 miljónir króna tii hafnargerða
í Færeyjum; þaðan kemur hafnar-
garðurinn, sem nú er verið að byrja
á í Þórshöfn. í öðru lagi munu
Danir greiða til Færeyja hálfa
miljón króna á ári, tii þess að bæta
það upp, að þeir hafa ekki ferigið
eins hagfeldan samning við Spán
um innfiutnings á fiski, eins og
ísland fékk með Spánarsamningn-
um. Alt er það allmikill kostnaður
fyrir danska ríkið. Jafnframt þessu
álasa blöðin í Höfn dönsku stjórn-
inni fyrir, að Færeyjum sé stjórnað
eins og íslandi var áður. Stjórnin
haldi þar aftur af öllu, sem þeir
vilja, og endirinn geti þess vegna
crðið hinn sami. Hér er sérstak-
lega átt við grein, sem nýlega hefir
verið í „Politiken".
Norskur auðmaður sendi Lag-
þingi Færeyinga málverk af Sverri
konungi, sem var að miklu leyti
alinn upp á Kirkjubæ í Færeyjum,
fór þaðan til Noregs og barðist
■ þar til konungstignar. Lagþingið
hefir ekki enn komið sér saman
um, hvar mynd Sverris konungs
skuli hanga í salnum. Yfir forseta-
stólnum hangir mynd af Kristjáni
konungi hinum X. Sverrir getu^
ekki þar verið, en hvar hann eigi
að vera, um það deila Lag]>ingis-
mennirnir, og geta ekki orðið á
eitt sáttir, að mér er sagt.
frá BæjðrstjUui
18. þ. m.
Sumarbústaðir. — Samþykt var
tillaga frá fasteignanefnd um, að
landspildu austan í Laugarásnum
sunnanvert við Kleppsveginn, sé
skift í 10 reiti, sem næst 0,5 ha.
hvern, og sé borgarstjóra falið að
útvisa reitum þessum til sumar-
bústaða, jafnóðum og umsækjend-
ur gefa sig fram.
Kleppur. — Samjiykt var að láta
geðveikrahælið fá 2200 ferfaðma
landspillu til viðbótar við erfða-
festuland hælisins. Jafnframt sé
gerður uppdráttur af öllu því
landi, sem geðveikrahælið á Kleppi
hefir nú afnot af.
íslendingur. — Eigandi íslend—
ings sótti um niðurfelling á gjöld—
um til hafnarinnar, meðan hamc
veiðir eingöngu til matar íyrir bæj-
armenn. Hafnarnefnd var þessts
mótfallin, og var talið að gjaldið
væri svo lágt, að það mundi engin
áhrif hafa á fiskverðið. — Tillaga.
um eftirgjöf á gjaldinu var feltL
Nýja Hafnarbryggjan. — Sam-
þykt var að fela hafnarnefnd, ab
láta byggja nýja bryggju fyrirtog-
ara, og að heimila borgarstjóra aS
taka alt að 60 þús. kr. lán tii
bryggj ugerðar mnar.
Mjólkurbúðir. — Samþykt var
að löggilda tvær nýjar mjólkur-
búðir, aðra í húsinu nr. 29 vi&
Bræðraborgarstíg og hina í húsirnn
nr. r6 við Frakkastig.
Himdamir enn. — Hundaeig-
endur í bænum sendu bæjarstjóm
erindi um frestun á framkvæmd
reglugerðar þeirrar, sem samþykt
var á síðasta fundi, og staðfest he£~
ir verið af stjómarráðinu. Kom
fram tillaga um að fresta íram-
kvæmdinni um c>ákveðinn tíma, ea
sú tillaga var feld með 6 gegn §
atkv.
Skipun lögregluþjóna. — Sam-
]>ykt var að skipa þá Karl Gn8-
mundsson, Margrím Gíslason og
Sæmund Gíslason lögregluþjónai,
með Iaunum eftir þjónnsþualdri,
en jþeír hafa allir verið settir áður.
Alvörnorð.
Herra ritstjóri!
Eg skal ekki verða f jölorSur.
enda er eg óvanur blaðaskrifl-
um, en mig langar þó til að biðja
yður fyrir fáeinar línur, „fyrst
allir aðrir þegja.“
Mig Iangar til að vckja máls
á þeirri hættu, sem okkur al-
þýðumönnum og eflaust mörg-
um öðrum, finst vofa yfir þessn
bæjarfélagi, ef ekki er tekið aí-