Vísir - 27.09.1924, Síða 3
VÍSIR
'27. sept. 1924.
Varahluti til reidhjóla,
sel eg með mikluna afslætti tii næstu mánaðamóta.
JÚN SIGORÐSSON
Austurstræti 7. Simi 836.
Verðlækkun á Linoleum.
Ltnoleam-66)!dúkar Iskkoða i verðl á
belmsmarkaðinom þ. 1. þ m. t tilelni
af því hijfam við frá og með deginam i
dag lækkað verðlð nm 15% á þelm
birgðam er við htjfam fyrirliggJandL
Reykjavík 17. sept. 1924.
Helgi Magnússon & Co.
Efnalang Reykjaviknr
Kemisk fatahreinsnn og litnn
Langaveg 32 B. — Simi 1300. — Stmnefni: Eínaiang.
Hreinsar með nýtísku áhftldum og aðferðum allan óhreinan fatnað
og dúka, úr hvaða efni sem er.
Litar uppiituð föt og breytir um fit eftir óskum
Eykur þægladl. Sparar tá
80 ára minning
K. F. U. M.
„Kristel. Dagblad“ í Khöfn
flutti nýlega grein, skrifaða í Lon-
■ don, um þessa 80 ára minningu,
og er hún hér lauslega þýdd:
„Föstudaginn 6. júní síftastl.
voru 80 ár liðin frá þvi, er fyrsta
K. F. U. M.-félagið var stofnað
Kér í London.
Við ]>essa hátíð var í raun og
veru ekkert óvenjulegt hér innan
K. F. U. M., annað en hátíðlegur
dagverður og guðsþjónusta í St.
Pauls dómkirkjunni, sem er í greml
■við dvalarstað stofnanda K. F. U.
M., sir George Williams
— og svo óvænt heimsókn vinar
vors, síra Friðriks Friðrikssonar
írá Islandi, er kom til London
vegna minningardagsins.
En víst mun dagsins hafa verið
ininst af ungum og gömlum í hin-
um mörgu félögum úti um allan
heim, er vita sig vera í þakkar-
skuld við hinn ágæta brautryðj-
-anda æskulýðsstarfseminnar, sem
fyrir 80 árum gekk sjálfur Guði
á hönd og hóf sitt mikla og göf-
suga æfistarf: að leiða unga menn
til Jesú Krists.
Einkuimarorð George Williams
var alla æfi þetta: í,Það, sem um
er að gera, er ekki hve lítið —
íieldur h v e m i k i ð við getum
gert fyrir aðra.“ Sjálfur lifði
íiann bænarlífi með Guði. Og
-stöðugt minti hann vini sína í K.
F. U. M. á það, að í öllu starfinu
íyrir æskulýðinn ætti bæn og bibl-
íulestur að vera fyrsta atriðið. G.
W. var ekki fræðari eingöngu;
tiann fylgdi Meistara sínum, sem
um var sagt: „Hann gekk í kring
og gerði gott“. Og það gerir K. E.
U. M. enn í dag.
„K. F. U. M. er ekki skemtifé-
lag, heldur starfshreyfing“, sagði
'G. W. — „ekki að eins heimili fyr-
ir unga menn, heldur krossferð" —
og þannig er það nú um allan heim.
Upptök hreyfingarinnar urðu í
Bj-idgewater í London, er 16 ára
piltur kraup á kné bak við búðar-
horð, þar sem hann var lærisveinn,
og gaf Guði hjarta sitt. Þetta var
1837. En 6. júní 1844 var fyrsta
íólagið stofnað í London, og
skömmu seinna i öðrum borgum
og úti um land. Aðalstöðin var í
Aldersgötu, þar sem fyrsta félagið
varð til.
í Ástralíu og Nýja-Sjálandi festi
K. F. U. M. rætur 1853. Árið 1855
var fyrsta alþjóðaþingið haldið í
Paris. Voru meðlimir þá orðnir
28.800. — Til Rússlands og Noregs
kom K. F. U. M. 1865, til Indlands
>870, Austurríkis 1873, Danmerk-
ur 1878, Japan 1880, Kína 1895.
(íslands 1899) o. s. frv. Til hreyf-
ingarinnar teljast nú full 9000 fé-
lög með meira en 1.500.000 með-
lima.
I aðalfélagshúsi K. F. U. M. í
London hangir stór mynd af Ge-
orge Williams og undír henni letr-
uð hjartfólgnasta óskin hans:
„Þér ungu rnenn, gefið Guði hjörtu
yðar meðan þér eruð á unga aldri“.
Og á öðrum stað eru letruð ein
síðustu ummæli hans: „Nú er ekki
timi til hvíldar, heldur til baráttu."
Og emífremur: „Eg fæ yður i
hendur arfleiðsluskrá mína —
Kristilegt félag ungra manna.“
Ilvernig förum vér nú með þessa
arfleiðsluskrá? Er það vor heitasta
ósk og einasta takmark starfs vors,
að fá unga menn til að gefa Guði
hjörtu sín? Er K. F. U. M. í stöð-
ugri framsókn að takmarkinu —
eða er það aðeins skemtifélag, þar
sem nokkrir menn koma ’saman til
gleðskapar? — Eg fór út til sS
sjá, hvernig þessu væri háttað hér
í London nú að 80 árunum' liðnum.
Ýmsir höfðu sagt mér það heima
(í Danmörku), að sitthvað væri að
K. F. U. M. að finna; mig langaði
mest að leita hins góða. Eg leitaði
uppi nokkra af leiötogunum, —
hugði það ráð best til að kynnast
starfinu fyrir Guðs riki. Og eg
komst að raun um, að trú þeirra
var heit og óskin einlæg, að fá
unga menn til að ganga á Guðs
vegum.
Eg fór út i borgina, til að kynn-
ast starfinu. Kom eg þá einmitt í
]iað félagið, er fyrst var stofnað
og hefir aðsetur sitt í fjölfarnasta
viðskiftahverfi Lundúna, þar sem
]iúsundir ungra manna vinna dag-
lega. Það var rétt i miðdagstíman-
um, er margir þeirra höfðu stund-
ar frí. Stórar götu-auglýsingar
voru úti fyrir húsinu og ungir
verslunarmenn, með smárit og
fundaboð, sögðu þeim er fram hjá
gengu, að kl. x—2 ætti að vera
samkoma og bænafundur í „stóra
salnum“. Eg fór þangað, ásamt
mörgum öðrum. Margir þeirra
voru vanir að vera þar, aðrir höfðu
aldrei komið þar áður. Allir fengu
hvatningu að skilnaði og vinsam-
legt tilhoð, að koma á kvöldfund-'
inn.
Eg fór yfir á aðra götu. Þar
rakst eg á stóra K. F. U. M. bygg-
ð HEILLAGIMSTELNNINN. 89
sé kominn yfir þau í óleyfi. Eg heiti Vane og
hefi leigt veiðirétt í Prynness landareign. Eg
er nýkominn, og hefi ekki glöggvað mig að
fullu á' landamerkjunum.""'
„Landamerkin ery hér rétt utan við skóg-
inn. Það var girðing þar áður, en hún er nú
horfin."
„Er eg þá kominn í landareign Sir Regin-
alds Desboroirgh?" mælti Vane og roðnaði og
varð vandræðalegur. „Eg ætla að flýta mér
héðan alt hvað af tekur, og skrifa Sir Regin-
ald ög biðja hann afsökunar á þessu.“
„Ó, veri þér ekki að fara!“ sagði Evelyn
tafarlaust og roðnaði við. „Faðir minn mundi
ekkj amast við yður, — honum mundi í raun
og veni þykja vænt um, að skógarsnípumar
"væri skotnar, því að hann er að mestu hættur
að skjóta sjálfur."
„Þér segið vel um það, ungfrú Desborough,"
mælti Vane. „Ef satt skal segja, þá vissi eg
ekki fyrr en í morgun, að Sir Reginald ætti
3and að Prynnes. Umboðsmaður minn útvegaði
mér veiðiréttinn —.“
ILann þagnaði alt í einu og varð vandræðá-
legur. — Þetta var þá Evelyn Desborough,
■isystir Ronalds! Ilvað átti hann nú til bragðs
að taka? Ronald hafði farið úr landi vegna
einhverra vandræða, — og hafði tekið sér
dularnafn. Ætti hann nú að segja henni, að
hann hefði verið með Ronald um stundar-
sakir? Eða skyldi Ronald ætlast til þess, að
hann þegði yfir því? Hann var kominn í ljóta
klípu og gekk nú við hlið Evelyn, á rneðan
hann var að ráða við sig, hvað gera skyldi.
Margt gæti hann sagt henni og niörgu yrði
hann að leyna. En ef hann hitti hana oft, sem
líklegt var að yrði, þá fanst honum nálega
ógerningur að leyna hana því, að hann þekti
bróðúr hennar.
„Búi þér í Veiðimannahúsinu ?“ spurði
. Evelyn.
Veiðimannahúsið var orðlagt skógarhús, er
Pryness-fjölskyldan hafði látið reisa og not-
aði á meðan veiðar voru stundaðar. En ættin
var félaus og hafði nú leigt ættar-setrið, sem
lá hinum megin á landareigninni. En leigjand-
inn, öldruð heíðarfrú, leigði ekki vei'ðiréttinn.
— Þó að veiðimannahúsið væri lítið, þá var
það vandað og þægilegt, t>g meir tn nógu
stórt handa einhleypum -nianni.
„Já,“ svaraði Vane.
;,Föður mínum þykir gaman að heyra, að
það hafi verið leigt,“ mælti Evelyn. „Hann
mun koma til þess að heilsa yður. Eg vona
að vel fari um yður J»ar.“
„Þakka yður fyrrr. Já, já! það fer ágætlega
um mig. Eg er einhleypur og vanur misjafnri
aðbúð, — og satt að segja geðjast mér hún
vel. Mér mundi þykja mjög gaman að sjá Sir
Reginakl og afsaka sjálfur vlB hann yfirsjón
mína.“
I*egaT hér var komið, hafði Vane fastráðrð,
hvað hann ætlaði að segja Evelyn um Ronald,
og áður en hann vissi af, hafði honum orðið
aö segja:
„Eg þekki bróður yðar, ungfrú Ðcs-
borough." ij! j
Evelyn brá og roðnaði, en því næst varS'
hún fölari en hún átti að sér.
„Bróður minn — Ronald,“ mælti hún í hálf-
um hljóðum.
„Já,“ sagði hann. Þau höfðu alt í einu num-
ið staðar, og Evelyn, sem varð mjög órótt i
skapi, lét fallast niður á skorningsbakka. Vane
stóð uppi yfir henni þegjandi litla stund og
furðaði sig þá á því, hve sviplík hún var bróð-
ur sínura og fanst honum mjög mikið til um
fegurð hennar. Hann fann, að henni hafði orð-
ið mikið um oið hans og þess vegna sagK
hann enn fremurr
„Honum leið ágætlöga, þcgar eg skildi xið
hann.“