Vísir - 27.09.1924, Síða 4
27, sept. 19241.
VÍSIR
I
Gærur og I
Kindagarnir
kaoplr hæsta verði
HeiYeíslin Oarfiars Gíslasonar. |
(M6 taka í S&jaldborg víð SknlagÖtö),
.........................II llllll.
Veggfóður
íjölbreytt úrval — lágt verð.
Myr dabúðin Laugav. l.
Sími 555.
iagu, er á var letrað: „K. F. U.
M.-heimili indverskra stúdenta".
Samfeldur straumur ungra, brún-
leitra Indverja, gekk þar út og inrt.
l*rír indverskir framkvæmdastjór-
«r stjórnuðu starfinu. Og undir
«ins voru þeir boðnir og búnir að
sýna mér bygginguna, en fyrst
varð eg þó að borða með þessuni
brúnleitu herrum indversk hrís-
grjón með lcarrí og mangó-ávöxt-
«m. í þessu félagi voru 500 með-
limir, alt Indverjar. Fáir þeirra
iroru kristnir, flestir Múhameds-
Irúar og Hindúar. En heimilis-
bragurinn er kristinn. Síðan félag-
58 var stofnað, fyrir fjórum árum,
bafa 1600 stúdentar verið meðlimir
|»ess og verið þar daglegir gestir.
Af þeim era nú 800 horfnir heim
til Indlands aftur. Kristnum mönn-
um höfðu þeir ef til vill aldrei
lcynst, fyr en þeir hittu K. F. U.
M.-féIagana í London. Og nokkrir
þeirra gengu Kristi á hönd. —
Mver fær nú metið þýðingu þess-
arar útréttu handar K F. U. M.
SLondon til indversku bræðranna?
Ársskýrsla þessarar starfsemi
byrjar þannig: „Þegar vér lítum
td baka yfir liðna árið, fyllast
björtu vor þakklæti til Guðs fyrir
}»að, hve rtkulega hann hefir bless-
að alt vort starf", — og endar á
þessa leið: „Mesta hnoss lífsins
cr að þjóna og hjálpa öðram. Lát-
um oss biðja Guð, að ljós þjónusí-
annar og bræðralagsins, sem hér
var tendrað fyrir fjóram árum,
megi lýsa enn skærar á komandi
<ári.“ — Ársreikningur félagsins
1923 hljóp upp á 800.000 kr.
Þessu næst fór eg að grenslast
um það, hvað K. F. U. M. í Eng-
landi gerir fyrir heiðingjatrúboðið.
Fann eg framkvæmdastjóra trú-
boðsins önnum kafinn að undirbúa
■aáðstefnu, þar sem gefa átti skýrsl-
ur og ræða nýjar framkvæmdir.
Um 50 K. F. U. M.-framkvæmda-
stjórar og formenn komu saman,
ásamt trúboðs-framkv.stjóram og
trúboðum frá ýmsum trúboðsfélög-
um og trúboðsstöðvum. Ráðstefn-
an var haldin í aðalfélagi K. F. U.
M., og hófst og endaði með kné-
falls-bænagerð. Skýrslurnar báru
það með sér, að K. F. U. M. heíir
framkv.stjóra á 10 trúboðsstöðv-
um, sem sé í Indlandi, Birma, Gyð-
ingaíandi, Egiftalandi, Vestur-
heimseyjum, Serbíu og ýmsum
smá-eyjum.
Eg spurði aðalframkv.stjórann á
Englandi, hvort þeir hefðu í huga
nokkrar sérstakar fyrirætlanir um
starfsemina í náinni framtíð. Hann
svaraði: „Já, við ætlum — eins og
þið hafið þegar gert i Danmprku,
— að leggja meiri áherslu á starf-
iö meðal drengjanna. Heimsstyrj-
öldin kollvarpaði svo miklu fyrir
okkur í starfinu. Okkur vantar
góða leiðtoga, og við horfum með
von og eftirvæntingu til ungu kyn-
slóðarinnar. Takmark okkar er, að
íeiða unga menn til Jesú Krists, og
í því starfi viljum við reyna að
duga sem best.“ — Áttatíu ár era
liðin; nvir tímar era komnir og
nýir leiðtogar i K. F. U. M., — og
að vísu einnig ýms ný ráð til að
ná til unglinganna, — en takmark-
ið er óbreytt. Auðvitað era mörg
íéleg félög, þar sem engin „hreyt-
ing“ er, eða hún stefnir í öfuga
átt, en slíkt á sér stað víðar en
i K. F. U. M. á Englandi.
Eg skil nú betur en áður ummæli
John Motts, að K. F. U. M. í Dan-
mörku megi hrósa happi, að vera
tengt aðeins einni kirkjuíeild og
» nánu samfélagi innan vébanda
hennar. I Englandi era margar
kirkjudeildir, sem taka verður af-
stöðu og tillit til, þar sem K. F. U.
M.-meðlimirnir tilheyra þeim öl!-
um. Ekki verður því neitað, að hér
er starfað. Jafnvel á Wembley-sýn-
ingunni miklu hefir K. F. U. M.
sitt sérstaka hús, þar sem gefnar
eru upplýsingar um starfið, smá-
ritum útbýtt og samkomur haldn-
ar.
Áttatíu ár, — eg leit yfir þau
í huganum, eftir að hafa fengið
þessi litlu kynni af starfi K. F. U.
M. Hve margir ungir menn hafa
þó ekki, þrátt fyrir alt, sem sagt
er um K. F. U. M., hlotið þar bless-
un Drottins og þegar í æsku fundið
hann sjálfan, sem frelsara siniu..
Sem einn hinna mörgu, er þetta
hafa fengið að revna, gekk eg upp
2 herbergið, þar sem framstoín-
andi K. F. U. M. kallaði sam.m
hina fyrstu ungu menn til bænar-
og biblíulesturs, kraup á kné þar
sem þeir höfðu ki-opið og þakkaði
Guði af hug og hjarta fyrir þánáð-
arriku blessun/ sem hann hetir
veitt ungum mÖnnum og veitir
íramvegis í og með Kristilegurfi >
félögum ungra manna. — J. Jen-
sen.“ Á. Jóh.
„Ó, hvað mér þykir vænt um það,“ sagði
hún fegins-rómi, og var auðheyrt, að þung-
vtm áhyggjum var létt af henni. Fanst Vane,
að hann hefði aldrei séð neitt fegurra en gleð-
ina, sem skein úr augum henni, þegar hún leit
upp til lians.
„En hvað þetta er skrýtið I Þér komið hing-
að og vitið ekki, að við séum nágrannar yð-
ar. Þér hittið mig Iiérna af henditigu í skóg-
inum, og þér eruð vinur Ronalds!“
„Já, þetta«er skrýtin veröld og ósköp Iítil,“
mælti Vane svo> ástúðlega, að Evelyn fanst
ekki minna til um umrnæli hans en fegurð
4ians og kurteisi. „Við erdm trúnaðarvinir,
bróðir yðar og eg. Við liöfum verið samtíða
nokkura mánuði; hann hefir siglt ineð mér á
skemtiskipi mínu.“
Hann var kominn að viðkvæmu efni, þar
sem var ólukkans horfni fjársjóðurinn, og
J»ess vegna þagnaði hann alt í einu.
„Þið hafið verið saman svo að mánuðum
skiftir!“' mælti Eyelyn af nokkurri undrun.
„Ó, hvað mér þykir vænt um I Og vorað á
skemtisiglingu I Ronald hefir þótt gaman að
|»ví, hann er hneigður til sjóferða. Viti þér
bvar hann er nú?“ spurði hún af ákefð.
„Ekki beint," svaraði Vane. „Hann gerði
mér þann greiða að taka við stjórn á skipínu,
|»egar eg fór til Englands, og hann er nú að
sigla um Miðjarðarhafið.**
„Þér hafið Iánað Iionum skipið,“ mæíti Eve-
iyn í lágum rómt og augu fiennar tindruðu af
þakklátssemi. „Það var vel gert af yður, hr.
Vane“
„Nei, alls ekki,“ flýtti hann sér að segja.
„Mín var þágan öll. Desborough var svo hug-
ulsamur að taka við skipinu fyrir mig. Eg
hefði annars orðið að leggja þvi að vetrinum.
En skip fara betur með sig, ef þau eru á sigl-
ingu.“
„Geti þér sagt mér eitthvað fleira frá hon-
um, eða hvar þið hafið verið?“ spurði Evelyn
eftir stutta þögn.
„Við höfum siglt um hér og þar,“ svaraði
Vane, „rétt til jiess að skemta okkur.“ Hann
hefði getað veinað upp yfir sig, þegar hann
mintist „skemtunarinnar“, er þeir fundu, að
fjársjóðnum hafði verið stolið.nóttina ógleym-
anlegu. En hann sneri veininu í hlátur, því að
Vane var að eðlisfari heimspekingur og var
fyrir löngu hættur að harma skaða sinn, þó
að honum liefði fallið hann allþungt í svip.
Iþróttamenn eins og Vane eru aldrei Mamm-
ons-þrælar. „Þcgar a!Is cr gætt, þá hefir okk-
ur ekki vegnað sem verst. Bróðir yðar og eg
erum fóstbræður, — hann er í rann og vera
besti maður, sem eg hefi kynst, ágætis mað-
ur, sem reynist vinuni sínum eins og bróðir,
glaðlyndur og tekur öllu vel, sem að höndum
her. Já, Desltorough á ekki marga sína líka!
En þér jrnrfið ekki að láta mig segja yður
þetta, ungfrú Desborough.“
„Nei,“ svaraði hún og hið fagra andlit henní
ar varð Ijómandi af fagnaðarbrosi, sem gekk
Vane til hjarta, „en mér þykir gaman að heyra
yðúr segja það. Ronald er mér alt í öllu; eg
á engan bróður nenta hann, og enga systir.
-Við vorum hvort öðru alt í öllu. Okkur varð
aldrei simdurorða —.“ Augu hennar fyltust
tárum; hún jjagnaði og leit undan.
„Það hefði veriö erfitt að láta sér ekki:
semja við Deshorough,“ svaraði Vane, ,,ham .
er svo geðgóður maður —
Þessi vandræða urnmæli tvistruðu allri
feimni; Evelyn fór að hlæja og Vane lílca, og
j»au virtust dragast uær hvort öðru. þegar
Vatie hafði talað jietta af sér.
„Þér megið trúa því, að eg er ekki mjög-
nöldrunarsöm,“ mælti Evelyn. „En þetta er
hverju orði sannara, sem þér segið um Ron-
ald. Búist þér við, að hann muni þráölega
koma heim?“
Vane hristi höfuðið.
„Eg veit ekki,“ svaraði hann dræmt. ,,Eg
býst við, að hann sé óráðinn í því. En þér
juirfið ekki að kvíða hans vegna, ungfrú Des-
borough. líonum er óhætt; hann sér um sig."
Evelyn skildist alt í einu, að Vane talaði
einhvernveginn á huldu, og flaug í hug, að
hann drægi dul á eitthvað. sem hann — og
jafnvel Ronald lika — vildi leyna fyrir hetmi.
Hún stóð á fætur og rétti honum hönditta.
„Eg verð að fara. Eg ætla að biðja yöur að
fara ekki úr skóginum fyrr en yður langar til.
Mér jtykir mjög vænt um að hafa kynst yð-
ur, hr. Vane. Þér trúið ekki, hvað þunguni
J