Vísir - 20.10.1924, Síða 2
VlSIK
DMannnn
Ohe vrolet
Iðfom fyrirllggfandi:
Þrjár tegnndir af
Eldspytu
Símskeyti
Khöfn 18. okt. FB
Zepp e li ns- v e rk s m iðj u r n a r.
Loftfarasmiðjum Zeppelins í
lYiedrichshaven verður ef til vill
bjargað frá niðurrifi, enda ])ótt
pær, samkvæmt friðarsamningun-
um ættu að hverfa úr sögunni.
Ástæðan til þess, að verksmiðjun-
um verður máske leyft að halda
áfram er sú, að frakkneskt félag
hefir beðið Vkaðabótanefndina um
leyfi til að smíða í Friedrichshafen
risavaxin loftskip, sem notuð eiga
að verða til samgangna, og renni
andvirði loftskipanna í skaðabóta-
sjóðinn.
Kosniiigarnar í Brctlandi.
Kosningasamvinna stjórnarand-
stæðinga i Bretlandi er orðin mjög
víðtæk. Á kauphöllinni í London
virðast menn gera ráð fyrir, að
ihaldsmenn sigri.
Khöfn, 19. okt. FB.
Jarðarför Anatolc France.
Símað er frá Párís: Utför skálds-
ins Anatole France fór fram í gær
(laugardag). Hefir franska þjóðin
sjaldan sýnt stórmennum sínum
meiri hluttekning en við þetta
tækifæri. Hundruð þúsunda af
"fólki myndaði fylkingar ú báða
vegu meðfram strætunum, sem lík-
fylgdin fór um.
Ný stjórn í Svíþjóð.
Símað er í'rá Stokkhólmi, að
Hjalmar Branting hafi myndað
stjórn, og er það í þriðja skifti,
sem hann verður forsætisráð-
herra í Sviþ jóð. Að þessu sinni
fer hann ekki sjálfur með utan-
rikisráðherrastörfin, eins og i
tpö undanfarin skifti, en Esben
Undin prófessor er utanríkis-
ráðherra. Dómsmálaráðlierra er
Nathin aðalforstj., Albin Hans-
son ritstjóri er hermálaráð-
heiTa eins og í síðasta ráðu-
neyti Brantings, fjármálaráð-
herra er Thorson, sem einnig
var ráðherra í sljóniinni hjá
Branting 1921—1923 og versl-
unarmálaráðherra er Samdler
rektor, sem var ráðherra án sér-
staks hlutverks í siðustu stjórn
Brantings.
Varhagavert mat
í sfðustu skýrslu gagnfræSaskóI-
ans á Akureyri (1923—1924) er
lítill kafli undir „Ymislegt", sem
heitir: „Meðaleinkunnir kaupstaða-
og sveitanemanda í íslenskri ritgerð
og skriflegri stærðfræði við gagn-
fræðapróf 1921—’23 og árspróf 2.
bekkjar 1923—’24.“
Segist skólastjóra svo frá, að
skýrsla þessi sé samin eftir tilmæl-
um sínum, og bætir því við, að
margt megi af slíkum skýrslum
nema.
Skýrsla þessi sýnir, að meðaleink-
unnir sveitanemenda eru nokkru
hærri en kaupstaða-nemenda.
Eg hefi orðið þess var, að ýms-
ir nemendur skólans, gamlir jafnt
sem ungir, og raunar margir fleiri
menn, furða sig á þessari skýrslu-
gerð og fá eigi glögglega séð, hvert
gagn skólanum eða öðrum megi að
henni verða.
Ollum kemur saman um, að birt-
ing skýrslunnar muni vera í ein-
hverju ákveðnu skyni ger, og margir
segja sem svo, að skólastjóri vilji
með þessu aðskilja sauði og hafra,
svo að landslýð öllum megi það ljóst
vera, hversu mannvit sveitamanná
og námsdugur standi miklu ofar því,
sem í kaupstöðunum gerist.
En skýrslan sannar ekkert um
þetta, þó að hún kunni, ef til vill,
að vera ánægjulegt skjal fyrir ein-
hverja menn, sem skólastjóra lang-
ar til að eiga að góðum vinum sín-
um.
pað er vitanlegt, að sveitanem-
endur koma að jafnaði eldri og
þroskaðri í skóla en bæjarnemend-
ur. í öðru lagi er það, að úr sveit-
unum kemur yfiileitt ekki annað en
úrval unglinganna, þeir einir, sem
góða hæfileika og verulego Iöngun
hafa til bóknáms. Hinir, f/em enga
mentunarlöngun hafa, sitja heima
og fara hvergi.
I kaupstöðunum horfir þetta
öðruvísi við. par er þc.ð ekki ein-
ungis úrvalið, sem skólana sækir,
heldur. unglingar upp og ofan, eins
og þeir gerast, greindir eða miður
vel gefnir. Mikill fjöldi af æskulýð
Akureyrar sækir skólann þar. bæði
þeir, sem gáfaðir eru og námfúsir,
og eins ýmsir hinna, sem engan hug
hafa á mentun, en eru látnir fara
í gegn um skólann eigi að síður.
Hinir lakari kaupstaða-nemend-
ur mundu reynast sambærilegir við
það ungviði úr sveitunum, sem enga
skóla sækir vegna áhugaleysis á
bóknámi, en úrvali kaupstaða-nem-
CHEVKOLET flatningabtfreiðin hefir nýlega verið endur-
bætt mjög mikið. MeSal hinna nýju endurbóta er: Að burðarmagn-
ið hefir verið aukið upp i ll/2 tonn.
Það hefir víst engan mann dreymt um að hægt væri á árinu 1924
að fá góðan vörubíl, sem ber l1/* tonn fyrir kr. 4600.00 upppsett&a
i Reykjavík.
Varapartar koma í hverjum mánuði og eru ódýrari eo t flestar
aðrar bifreiðar.
Aðalumboðsmenn á íslandi:
Jóh. Olafsson & Go.
Reykjavik.
enda ætti að réttu lagi að jafna til
sveitanemendanna allra eða flestra,
ef menn vilja fara út í matning á
annað borð.
pá er það og mjög hæpið, að
reisa nokkrar fullyrðingar umgáfna-
far nemenda yfirleitt á frammistöðu
þeirra í einstökum prófgreinum. pað
er kunnugt, að mestu skynsemdar-
menn geta verið erki-klaufar í ein-
stökurn námsgreinum, svo sem stærð-
fræði, og þyrfti ekki langt að leita
sannana í þá átt. Og eins er með
íslenskuna. Mestu greindarmönnum
getur verið mjög ósýnt um að skrifa
móðurmál sitt lýtalaust, þó að þeir
sé ágætir í ýmsum öðrum greinum.
En í íslenskri ritgerð ætti sveitapilt-
ar einmitt að bera mjög af kaup-
staða-unglingum, því að þeir alast
upp við fegurra tungutak og rétt-
ara.
Yfirleitt eru námsgáfur og frammi-
staða í einstökum prófgreinum harla
óviss kvarði á gildi manna. Eji sum-
ir menn eru svo hégómlyndir, að
þeim finst góð prófs-einkunn öllu
máli skifta. Kveður svo ramt að
þessu, að svo er að sjá, sem þeir
einblíni á próf sín alla ævi og láti
sér ekki annað skiljast en að þeir
hljóti að vera vitringar, þó að reynsl-
an mæli gegn því ár eftir ár. — En
ekki skal meira um það rætt að svo
komnu.
Að lokum skal á það bent, að alt
mat og matningur milli sveitafólks
og kaupstaðamanna, svo sem til
er stofnað- í skýrslu Akureyrarskól-
ans, getur orðið og verður til tjóns,
bæði skólunum og þeim mönnum,
sem fyrir þeim hégóma standa, en
það verður aldrei neinum til gagns
eða góðs.
Stéttarígurinn í landinu getur orð-
ið nógu magnaður fyrir því, þó að
skólarnir veiti honum ekki stuðning
með heimskulegum matningi eða
öðrum barnaskap. NámsmaSur.
il
V
i
.M* ..tlrW—fá
B»j«rfréUiv.
□ EDDA. 592410217 — 1 i
Veðrið í morgun.
Frost um land alt, nema í Vest-
mannaeyjum. í Reykjavík 2 st.„
Vestmannaeyjum -f- i, ísafirði 2,.
Akureyri 5, Seyðisfiröi 3, Grinda-
vík 1, Stykkishólmi 2, GrimsstöC-
um 10, Raufarhöfn 3, Hólum í
Hornafiröi 3, Þórshöfn í Færeyj-
um 4 st. hiti. Loftvægishæð yfir
Norðurlandi. Veðttrspá: Austlæg
átt, hæg á Norðurlandi. Úrkoma
sumstaðar á norðausturlandi.
Bjartviðri á Vesturlandi.
Bifreiðaslys.
I morgun varð aldraður maðttr
fvrir flutningabifreið á horrii Týs-
götu og Þórsgötu og meiddist eitt-
hvað, cn óvíst, hve mikið j>:ið var.
Ilann beitir Jón Hannesson. — Á
laugardaginn varð kona fyrir hif-
reið í Bankastræti og meidclist
talsvert á höfði og baki.
Frií Í*órdís Runólfsdóttir,
Laugaveg 15, á sjötugsafmaeli
«
Silfurbrúðkaup
eiga í dag hjónin Guðrún Gróa.
Jónsdóttir og Pétur SigurSssön,
trésmiður, Vesturgötu 51 A.
Esja
fer héðan kl. 8 i kveld, vestur
um land i hringferð.
Es. Botnia
fór frá Iæith á lugardagsmorg-
nn. áleiðis hingað. Áætlunardagar
hér er 23. þ. m.
Thorvaldsensfélagið
heldur fyrsta fund sinn á morg-
un kl. 8}4 i Hafnarstræti 20.