Vísir - 14.11.1924, Blaðsíða 2

Vísir - 14.11.1924, Blaðsíða 2
VlSIK DMhtmm Stormvax er komið aitnr. Stnika vön matreiðslu getur fengið at vinnu á Hotel Island nú þegar. Uppl. á skrifstotunni milli ki. 3-4. Khöfn, 13. nóv. í1924. FB. Audurríska járnbraularverltfallinu er lckið. Jámbrautarverkfallinu, sem hófst í Vínarborg nýlega og leiddi til J>ess, að Seipelráðuneytið beiddist lausnar, er nú lokið. Mótdöðumerm Mussolini fœrast í aukana. Daglega berast fregnir um það frá Rómaborg, að útlit verði ískyggi- legra, æsingafundir eru daglega haldnir á lorgum og gatnamótum og slær oft í ryskingar miklar og þóf. Er mikil æsing í mönnum. ping hefst bráðlega og eykur það æsinguna, sem þegar er mikil fyrir. Mussolini hefir tilkynt, að hann muni fara sínu fram hverju sem tautar cg kveðst munu knésetja mót- stöðumenn sína. Segist hann mupi rjúfa ]?ing, ef nauðsyn krefji, og lýsa því yfir, að einvaldsstjórn verði á komið í landinu. Einn ráðherra. (Niðurl.) VI. J7ví verður ekki haldið fram með rckum, að núverandi skipulag, jniggja ráðherra stjórnin, hafi gefist svo vel, sem ýmsir er trúðu á „deil- ing valdsins“, kunna að hafa gfrt sér vonir um. Stjórnin hefir löngum ]?ctt hugkvæmdalaus, úrræðalítil og værukær, sýtingssöm í smámunum, en ráðleysingi og eyðslukló í ríkís- búinu eigi að síður. — Meðan þref- að er um krónuna, síast þúsundirn- ar út, cg hverfa í sandinn. — I löggjafarstarfinu befir stjórninni tckist báglega, þrátt fyrir aðfengna hjálp. Frumvörpum hennar hefir verið hrundið hverju á fætur öðru, en stjórnin löngum svarað því einu, að henni væri alveg sama. Eftirlitið með embættismönnum landsins og fyrirtækjum ríkisins hefir verið í Iak- asta lagi, og margt gengið á tréfót- um cg í sukki. Stjórnin hefir dansað eftir reik- ulum þingviljanum og talið sig sæla, ef hún fengi að hanga við völdin í friði. Um hugsjónir eða stefnumál hefir ekki verið að ræða. pað er álitamál, hvort taka skal upp gamla fyrirkomulagið óbreytt, einn ráðherra og landritara, eða hvort mönnum sýndist réttara að sleppa landritaranum og Iáta skrif- stoíustjórana annast störf hans. í fjarveru ráðherrans eða forföllum gæti þá t. d. skrifstofustjóri dóms- máladeildarinnar gegnt störfum ráð- herra á hans ábyrgð, eða annar skrifstcfustjóri, er væri ráðherra sam- hentari og hann treysti betur. -— En ]>að skiftir engu verulegu máli hvað cfan á yrði í ]>essu efni. Hitt er aðal- atriðið, a.3 einn maður beri aíla ábyrgð á stjórnaiathöfninni. — pá væri ekki um það að villast, hver sökina ætti að bera, þegar illa tæk- ist til, eða heiðurinn, þegar svo bæri undir, að eitthvað væri sæmilega ráðið. Eins og nú er ástatt, ýtir hver af sér, eða reynir að koma félaga sínum í skömmina með sér, sbr. svar atvinnumálaráðherrans í Krossa- nesmálinu: „Eg er ekki dómsmáia- ráðherra“. n Ráðherrann œtti ekk’t að vera þingmaður. — pað er ekki óhugs- andi, að flokkamir gæti orðið ásátt- ir um að velja hæfan utanþingsmann til ráðherradóms, þó að þeir geti ekki komið sér saman um besta mann innan þingsins. ! annan stað yrði ráðherrann frjálsari og ó- háðari, er hann þyrfti ekki að gæta hagsmuna neins sérstaks kjördæmis, en það verður mörgum manninum á, að elta dutlunga kjósendanna meira en góðu hófi gegnir, og hugsa stöð- ugt um „næstu kosningar". — í þriðja lagi væri með þingsetubanni ráðberrans fyrir það girt, að ýmsir þingmenn váeri stöðugt að „speku- Iera“ í ráðherrasessinum, er þeir ættu þess engan kost að komast í hann, meðan þeir væru þingmenn. — En ems og dæmin sýna, getur nú hver þing-skussi átt von á að verða ráðherra, ef hann er sæmilega laginn og ber sig nógu kappsamlega eftir björginni. Kúðuale einfalt og tvöfalt nýkomið í járnvörEverslim Jóns Zoegaf Bankastræti 14. Almenna listsýningin. ii. I miðsalnum kennir margra grasa. A veggnum andspænis gluggum hafa verið hengdar upp myndir eíl- ir marga og get eg ekkí nefnt alla: par eru laglega málaðar andlits- myndir eftir Ásgeir Bjarnþórsson (Jcn Pálsson) og Freymóð Jóhann- esson (móðir hans). Mynd Ásg. af Olafi Friðrikssyni líkist að vísu tals- vert, en er ekki eins góð, er öll svip- minni. Eyjólfur Eyfellsáþar3mynd- ir og eru þær með hans bestu mynd- um. Arreboe Clausen á 3 myndir Iitlar, og þó að ýmsu sé ábótavant í þeim, er þó yfir þeim einkennilega fínlegur blær. Tvær Iitlar myndir eftir Vigdísi Kristjánsdóttur eru að vísu nokkuð þungar og stirðlegar, en einkennilega sterkar og þó gagn- sæjar á Iit og einlægar í útfærslu. A austurvegg eru 6 málverk eftir Jón Jónsson og 3 eftir Ólaf Túbals, alt virðingarverðar myndir eftir unga og efnilega málara. Seljaland og litla myndin af Kirkjubóli eftir Jón gefa sérstaklega góð fyrirheit. Upp á milli mynda Túbals vil eg ekki gera, en allar eru þær það besta, sem eg hefi séð eftir hann. Á vesturvegg eru 4 nokkuð stórar myndir eftir Júlíönu Sveinsdóttur, og er ein af þeim and- litsmynd (frú Elín Magnúsdóttir). Allar þessar myndir eru listamann- inum til stórmikils sóma og sýning- unni mikill fengur. pær e.ru verk fullþroska listamanns — sem þó náttúrlega má fara fram! — Á þess- um sama vegg eru nokkrar smá- teikningar (flest af hestum á hlaup- um) eftir Kjarval, auðvitað prýði- kga gerðar. En gaman hefði verið að hafa eittbvað veigaroeira eftir þennan listamnn. pessar teikningar gera lítið annað en æra ypp í manní sult. (frh.). M. h Jarðcaidr Sesselju ijósmóður Ólafsdóttur fór fram í gær og var mjög fjölmenn. Síra Bjarní Jónsson flutti húskveðju, og líkræðu. Vinir og vandamems báru kistuna í kirkju, en kamar báru: hana úr kirkjunni. jfíýkomfð: Léieít a,,ar teKun<*'r °k pþtá Brodenagar Mest úr val í borginni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.