Vísir


Vísir - 16.12.1924, Qupperneq 4

Vísir - 16.12.1924, Qupperneq 4
i6. des. 1924. VlSIR Goodrich skóhlífarnar eru viðurkendar sterkastar allra skóhlífa. Fást nú í öllum stærðum hjá jOla Thorsteinsen, Herkastalanum. Sýning Kjarvals í Bárnhúsinn verður opin i siðasta sinn á fimtudaginn Hangikjöt ágætt, fæst i verslun Ámunda Árnasonar. Nýkomið: Kven-næföt, mikið úrval. Náttkjólar frá kr. 10,00. Skyrtur frá kr. 4,75. Skyrtubolir. ; Samfestingar. j Greiðslusloppar. I Svuntur í'rá kr. 2,65. i Barnasokkar, bleikir, bláir og livítir. Kvensokkar úr ull, ísgarni og bómull. Vasaklútakassar frá kr. 2,00. Lakaléreft, livergi eins ódýrt. Upphlutasilki, afar fallegt. Hárbönd. Blúndur og margt fleira. Alt vandaðar vörur. i lUldnfMi öiu 14 Nýkomið: þér getid ef til vill enn þá saumað föt á drenginn yðar fyrir jólin. — Tauin fallegu eru nú komin. Guðm. B. Vikar Laugaveg 5. Verðlækkun. Frá deginum í dag er verS á mælitækjum og vogaráhöldum mik- ið lækkaS. Löggildingarstofan. Júlaskraut og allar aSrar íslenskt smjör fæst i verslun Ámunda Áruasonar. Stunguskóflur, Sementsskóflur, Kvíslar, Ristuspaðar, 0. fl. o. fl. JÁRNVÖRUDEILD JES ZIMSEN. jólavörur, fást meS lægsta verði í verslun Kristjáns Guðmtindssonar BergstaSastræti 35. Wo'ksm Sirins hf Gosdrykkja-pantanir síaar til jðlaana crn menn beðnir að tilíynna t manlega Simi 1303 Fyrir drengi: Smíðatól, Útsögunaráhöld, Tréskurðaráhöld, Sagir, Hamrar, Sagarbiöð, Borar, Útsögunarefni, Skautar, o. m. fl. JÁRN V ÖRUDEILD JES ZIMSEN. Bláu írakkarnir eru t otnn MmÉii B Yiiai Lauga</eg 5 >HEILLAGIMSTEINNINN. „Barniö mitt, þú veist, aö hér ertu heima hjá þér, og viö erum af sömu ætt? Guö blessi þig, góða mín!“ Þá, í fyrsta sinni, fyltust augu hennar tár- um, og þegar Sir Reginald sá það, klöknaði hann og dró hana aö sér og kysti hana. Ronald og hún gengu um kveldið út í horn á blómaskálanum og settust þar. Þau töluðu eins og elskendum er títt, en talið barst' líka að sögunni, sem Evelyn hafði sagt henni. En Cara mintist þá ekkert á fólgna fjársjóðinn, og aldrei, fyrr en Lexham braut upp á því þegar hann, einu sinni sem oftar, til þess að tala um ráðstöfun búsins. „Eg þarf að segja yður frá mikilsverðum tíðindum, ungfrú Desborough. Eg hefi verið að rannsaka það, sem Lemuel Raven lét eftir sig, og komist að raun um, að hann hefir átt mikil auðæfi. Þau voru geymd í ítölskum banka, og nema rösklega hundrað þúsundum sterlingspunda." ,,Eg veit það,“ sagði hún stillilega, en Sir Reginald brá, og hann starði á hana. Vane og Ronald létu sér hvergi bregða. „Viti þér um það?“ spurði Lexham. „Já, eg þóttist vita það,“ svaraði hún. „Eg vissi, hvaðan féð var komið.“ Hún leit á Vane 0g Ronald og brosti alvarlega. „Er það orðið mín eign.“ „Já, vissulega!" svaraði Lexham. „Má eg þá ráðstafa því eins 0g eg vil?“ „Vissulega!“ svaraði liann og furðaði sig nokkuð á þessari spurningu. „Vilji þér þá fá hr. Vane helminginn, og gefa híun helminginn," — hún leit á Ronald, en hann kinkaði kolli brosandi, — „en hinn helminginn til liknarstarfa?" Lexham hrökk við, roðnaði og ætlaði að segja eitthvað, en Vane varð fyrri til og mælti: „Eg þigg það með þökkum.“ Cara leit til hans. „Það er yðar eign!“ sagði hún. „Þér ætlið að segja hr. Lexham hvernig þessu víkur við, — en ekki á meðan eg er hér,“ bætti hún við og varð niðurlút. Ronald og Cara héldust i hendur og horfðu á lík Lemuels Ravens; þau höfðu staðið yfir moldum hans, 0g fortíð Cöru, var gleymd og grafin með honum. Þau höfðu vorkent honum og fyrirgefið, því að þau fundu, að illverk hans var sprottið af rangsleitni, sem honum hafði verið sýnd. Cara lét síðar reisa'honum óbrotinn legstein, og voru þessi orð letruð á hann: „Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum.“ * * * * * * * Þeir Vane og Ronald héldu ekki brúðkaup sín sama dag, eins og ráðgert hafði verið, því að Evelyn vildi vera brúðarmær Cöru, og fékk Vane til þess að fresta brúðkaupi sínu þangað til Cara og Ronald kæmi heim úr brúðkaups- ferð sinni. Ekki er ofmælt, þó að sagt sé, að brúðkaup Cöru og Ronalds hafi vakið athygli og eftir- tekt. Brúðkaupsveislan var afar fjölmenn, svo að salurinn mikli í Thorden Hall var fullskip- aður. Heilir dálkar voru skrifaðir í blöðin, þar sem vikið var óljóst að ævintýrum brúðhjón- anna, en einkanlega fjölyrt um skart brúðar- innar og brúðkaupsgjafirnar. Þegar Sir Reginald leiddi brúðina upp að altarinu, varð dauðaþögn, en allir horfðu hug- fangnir á Cöru, og undruðust bæði fegurð hennar og ljómann, sem lýsti af gimsteinin- um mikla, er hún bar á brjóstinu, ásamt perl- um og demöntum. Ronald hafði viljað að hún bæri hann, og lét hún það eftir ihonum, þó að henni væri um og ó. Hún hefir aldrei borið hann síðan, en hann er geymdur í peninga- skápnum í Thorden Ilall og stöku sinnum sýndur vinum og gimsteinafræðingum. Ronald og Cara vildu láta Smithers og Nítu njóta hvíldar, á nieðan þau færi brúðkaups- ferðina, en Smithers bar sig aumkúnarlega og sagði: „í hamingju bænum, lofið mér með yður, herra. Eg tek ekki á heilum mér, ef eg verð eftir. Eg verð altaf að hugsa um, að þér lend- ið í einhverjum vandræðum og hafið engan til að hjálpa yður. Þetta. kann að þykja

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.