Vísir - 11.02.1925, Page 2
VtSIR
8ö!nm fnlrUggjanði:
UmMðapappír í rúllum 20, 40 og 57 cm.
Uiubaðapoka allar stærðir,
Skrifpappir i möppum, ýmsar gerðir,
SPIL — Holmblaás —
t
Frú Björg Jðnsdóttir
•ekkja Markúsar heitins Bjarna-
sonar, skólastjóra, andaðjst í gær-
morgun á heimili sonar síns, Sig-
urjóns stjómarráðsfulltrúa. Hún
var á 83. aldursárí, fædd 6. nóv-
ember 1842. Ilún var orðlögB gæða
og sæmdarkona.
Slysíarir enn.
Vestan af Snæfellsnesí hefir bor-
ist sú raunalega slysáfregn, að síö-
astliðinn sunnud.ig hafi fvö börn
orðið úfi frá Flysjudöðum í Kof-
beinsstaðahreppi. Þau liöfðu verið
send til þess að gæta. að hesturn.
Eldra barnið mun hafa verið urn
10 ára garnalt. Náuara er eigi
fréft enn þá af sly.si þessu vegna
þess, að siminn er vart komiun i
lág enn þá. .
Póstúrinn, sem fer milli Ölfusár-
brúar og pingvalla, lagSi af staS
frá pingvöllum á sunnudag, rétt áð-
ur en veðrið skall á, og ætlaði að
Heiðarbæ. Hann kcmst þar að tún-
garðinum, en hralcti þá út með ping-
vallavatni og lá úti á mánudags-
nóttina. En um kl. 7 á mánudags-
morgun komst hann með naumind-
um að Nesjum og var þá skað-kal-
inn. Sent var þegar eftir lækni, en
ekki hefir frést af póstinum síðan.
Ufldrnn ibaldsins.
„Morgunblaðið,, sendir í gær
„svo kölluðum“ sjálfstæðismönnum
á Alþingi kvfðiu sína. og þar á
meðal eða jafnvel fyrst og fremst
mér. — Segir blaðið, að það hafi
vakið undrun manna um endilangt
ísland, þegar sú frétt barst með
símanum, að við hefðum gengið í
kosningabandalag með Tímamönn-
um. — pað virðist eiga hér við, að
„flýgur fiskisaga", því að hæpið er,
að fregn þessi hafi getað borist um
endilangt Island „með símanum",
því að hann er nú sagður allmjög
bilaður um alt land- En hvað sem
nú um það er, þá er auo.'ætt, að
ritstjórn Morgunblaðsins er mjög
undrandi út af þessu „nýja banda-
Iagi.“
Ritstjórar Mbl. virðast hinsvegar
vera tilfinnanlega illa að sér í þing-
sögu síðustu ára. pað vekur þó
væntanlega ekki neina undrun um
endilangt landið, þó að það verSi
uppvíst. En öllum almenningi er þaS
vel kunnugt, að sjálfstæðisflökks-
menn þeir, sem nú sitja á þingi, aS
einum undanskildum, sem þá átti
þar ekki sæti, gerðu á þingi 1922
„bandalag" til þess að koma fram
stjórnarskiftum og mynda nýja
stjórn. pað er því, þegar af þess-
ari ástæðu, heldur ólíklegt, að þetta
„nýja bandalag", eða fregnin um
það, hafi vakið svo afskaplega
undrun „um endilangt ísland“.
Bandalag um nefndarkosningar hef-
ir og áður verið milli Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknar. — pess
má líka geta, að á einu þinginu
; (1921), voru þeir Jón porláksson
og Jón Baldvinsson í slíku kosninga-
sambandi, og vakti það ekki, mér
vitanlega, nokkra verulega undrun,
hvorki fjær eða nær.
Um þáttöku mína í þessu nýja
bandalagi, geiur blaðið þess, að hún
hafi vakið alveg sérstaka undrun
„hér í Reykjavík“. Kjósendur eigi
bágt með að samrýma þetta sam-
band mitt við „fyrri" stefnu mína
og stefnu blaðs míns í aðalstefnu-
málinu, verslunarmálunum, sem nú
liggi fyrir Alþingi, að taka hreina
afstöðu til. — Já —— hrema —; er
það ekki gullvægt!
Eg ætla nú að vona, að mín af-
staða til þessa stefnumáls, hafi ver-
ið, sé og verði eins hrein og hreinni,
en afstaða Morgunbl. og íhalds-
flokksíns. Eg hefi enga „fyrri“ og
„sí3ari“ stefnu í þeim málum, þó
að Mbl. virðist ætla það. En blað-
ið hefir þá afsökun] auk fávísku
sinnar, að alfeunnugt er, að íhalds-
mennimir hafa stefnurkifti í þess-
um málum eftir því sem vindurinn
blæs og hver við þá talar. -r- Og
blaðið. veit þetta Iíka og finnur;
þess vegna talar það um að taka
hreir.a afstöðu til þesara mála, það
veit að hún hefir verið óhrein hjá
íhaldinu hingað til.
En eg sé engin mót á því ennþá,
að íhaldsflokkurinn ætli að taka
hreina afstöðu til verslunarmálanna
á þessu þingi. Hinsvegar er þaS
kunnugt, að það eru einmitt íhalds-
menn, sem hafa í upphafi stofnað tll
og síðan haldið við og barist fyrit*
einoktmar- og hafta-farganinu hér
Ef þ ð þurfið aS kaupa vðruflutmingabifreið þá kaupið Cbevrofet
þvi það er sú hifreiS, sem íullnægir þeiru kröfuos, setn gerðar eratt
lutningabifreiða.
Otevroiet hefur heppilegri BtnurmngsátbúnaU en fíestsr aör&r-
hifreiðar.
Chevi olet eyðir minna bensini en flestar aörar kifreiðar.
Chevro!et flutningabifreiðin er gefin upp aí verksmiSjuEmt-
fyrir 3638 kg.
Chevrolet flutniagabifreiðin kostar ekki nema kr.
I*' oppsett i Reykjavik.
AUar upplýsingar viðvíkjandi Chevrolet veifá:
AðalamboðsmcDn á íslandi.
Reylija ík.
á landi. — Og Morgunblaðið hef-
ir þó stutt þá „gegnum þykt og
jþunt!“
Mér þykir það mjög leitt, ef
Morgunblaðið hefir mín vegna orð-
íð fyrir mjög miklu ónæði af fyr-
irspumum út af þessu máli. En það
er einkennilegt, að eg skuli ekki
hafa orðið fyrir nokkru ónæði! pað
lægi þó nær, að beina slíkum fyrir-
spurnum til mín, heldur en Morgun-
blaðsins. — pví að eg held ekki,
að Reykvíkingar hafi nokkra á-
stæðu til þess að ætla, að eg hafi
fengið Morgunblaðið til þess að
„svara fyrir bamið**, og mér þætti
vænt um, ef blaðið vildi framvegis
vísa slíkum fyrirspurnum til min!
Býður nokkur betur? — Svo
spyrja þeir Morgunblaðsritstjór-
amir, án þess að Ijóst sé, við hvað
þeir eiga. Á það að vera opinbert
uppboð á þeim, eða hvað? Eg býst
nú ekki við, að þeir hafi hækkað til
muna í verði við þessa grein. peir
geta þó reynt að spyrja húsbænd-
uma.
En eg segi fyrir mig, eg býð ekk-
ert í þá.
Jakab Möller.
Frá Alþingf.
w*. '
Fjármálaráðhcrrarm leggur fjár-
lagafrumocsrpið fyrr árið 1926
fyr'r neSri-dcild.
f gær' fór fram fyrsta umræða
um nokkur stjórnarfrumvörpin, 5 í
Ed. og 4 í Nd. par á meðal var
fjáriagafrv. fyrir árið 1926, og
fylgdi fjármálaráðherra því úr hlaði
með klukkutrma raéðu. Kvað hann
gjaldahlið frv. um 4Ö0 þús. kr.
hærri en fjárlaganna 1925, en það
stafaði af því tvennu, að gert væri
ráð fyiir nokkm meira fjárframlagi
tií verklegra framkvæmda og
leiðréttar væri of fágar áæthutMr
fjárL fyrir árið 1925 fyrir íögmæt-
um eða bundnum útgjöklnm. Fekjj-
itmar eru, samkv. frumvarpinu.
áætiaðar svo að segja jafnar gjÖkF-
unum, kr. 8747100.00, en gjöláin
kr. 8730979.63. ;
Viðvíkjandi afkomu áðasta árs»
skýrði ráðh. frá því, aS tékjur rík-
issjóðs hefðu orðið 11194 þús.. em
gjöldin mundi mega gera ráð fyrnr
að yrðu 9694 þús. Tekjuáfgangas'
yrði því um 1% milj. kr., er svar-
aði nákvæmíega til þeina auka-
tekna sem síðasta þing hefði séð rík-
issjóði fyrir, með 25% gengisvíS-
auka á ýmsum tollum og gjolthrna
og verðtollinum. AIs voru tefejur rít-
issjóðs á árinu áætlaðar 816240®
kr. ’og hafa þannig farið utú. 3 milj.
kr. fram úr áætlun. — Af iekjuaf-
ganginum hefir 6—700 þús. kir.
yerið varið tii grdðslu upp * lausa-
skuldir ríkissjóðs.
pá fór ráðherrann nokferum orð-
um um fjárhagslega afkomu lancfe
og landsmanna í heild á síðastliðmi
ári. Gat þess, að banfearnir hefðst
greitt 8 milj. kr. skuldir, er þeir hefðu
verið í erlendis um siðustu áramót
og auk þess safnað 8 milj. krón*
inneign erlendis. Utflutningurinni
hefði numið 80 milj. krqna, og orSið
að vörumagni 62% meira en 1914
og 45% meira á hvem mann í land-
inu. Hin glæsilega afkoma stafaðí
eingöngu af frarnleiðsluaukninguiuú.
því að verð afurðanna væri Uu£-
fallslega Iægra nú en 1914. J?aS
væri sjónhverfingar lággengisins, sem
gerðu það að verkum, að mönnma
fyndist verðið á afurðunura hátL
Vísir getur ekki stilt sig run, a3
lýsa ánægju sinni yfir því, að rá3-
herrann virðist nú kominn á lík*
skoðun og hann, qm þessar sjótt-
hverfingar Iággengisins..
pá skýrði ráðherránn frá seSLa-