Vísir - 18.04.1925, Blaðsíða 3

Vísir - 18.04.1925, Blaðsíða 3
Laugardaginn 18. apríl. VlSIR Nýkomið: LINOLEUM ffliklar birgðir. Lágt verð. Á Einarsson & Fnnk Pósthússtræti 9. Sírni 982. litill stuSningur, hvað þá hinir, sem hingað til hafa verið nokkurnveginn réttsýnir á nauðsynlegar fjárveit- ingar. Eins og nú er komið fyrir Grind- víkingum, eru þeir varnarlausir fyrir sjávargangi, hvað lítið sem út af ber; malarkampurinn, sem áður varði þorpið, er nú dreyfður upp um öll tún. pví er J?að lífsnauðsyn fyrir ]?á að undinn sé bráður bug- ur að bygging sjóvarnargarðsins. — Sjálfsagt finst þeim ekki ein báran stök, ef Alþingi hleypur ekki mynd- arlegar undir bagga með ]?eim. H.H. Simi 1498. Hefi ávalt fyrirliggjandi 'flestar - málningarvörur, Einnig fyrir listmálara. „Málarinn" Bankastræti 7. Sími 1498. Vlsiskaffið gerir alkglað*. I Efnalaag Reykjavikur Kemisk fatabreinsnn og litnn Langaveg 32 B. — Simi 1300. — Simnefni: Efnalang, Hreinsar með nýtisku áhöldum og aðferðum allan óhreinan fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er. Litar upplituð föt og breytir um lit eftir óskum Eyknr þægindi. Sparar fé. SLOAN’S er langútbreiddasta „LINIM E N T“ I heimi, og þús- undir manna reiða sig á hann. Hit- ar strax og linar verki. Er borinn á án núnings. Seldur í öllum lyfja- búðum. — Ná- Linoleum hefur verið, „er og verður ðdýrast hjá okkur, Mikiar birgðir nýkomuar. Helgi Maguússon ft.Co.” GRlMUMAÐURINN. „Vildir þú ... „Þú, herra!“ kallaöi hún upp yfir sig. „Eg vildi gera hvað sem vera skyldi, til þess aö veröa viö óskum þínum, frú mín. Og ferð til Brússel er ekki nema lítilræöi.“ „Þér finst það,“ sagði hún í hálfum hljóð- um, því að svo fljótt skifta konur skapi stund- um, að Lenóra var alt i einu horfin frá þvi að fara. Öllum hugsunum hennar um upp- reisn og samsæri hafði skyndilega og óskilj- anlega verið þokað á braut og .... hana langaði ekki til þess að fara .... „Ekkert liggur á,“ mælti hún feimnislega. „Eg vildi síst af öllu verða þér til óþæginda.“ „Þau óþægindi eru ekki til, sem eg vildi ekki taka á mig þinna vegna.“ „Eg þyrfti þá að taka sarnan farangur minn „Jeanne gæti hjálpað Inez til þess, og það er ekki lengi verið að búa um fáeina hluti. Farangurinn kemur á öxnavagni á eftir þér; hann verður tvo daga á leiðinni. En þú gerir svo vel að taka það með þér, sem þú mátt síst án vera og vel má binda við söðulboga, ef þörf krefur. Við þurfum að leggja snemma af stað, ef þú vilt ná til Brússel annað kveld.“ „En ekkert liggur á,“ svaraði hún. „Jæja, ef svo er, þá gæti eg fylgt þér til Alost, og sent þaðan hraðboða til föður þíns, og beðið hann að koma þangað á móti þér.“ Hún beit á vörina og hefði getað grátið út úr vandræðum. Henni gramdist við Mark í svip vegna þess, hve bersýnilega hann vildi losna við hana. Hún hafði steingleymt því, að hana hefði sjálfa langað til að fara. „Eg verð of þreytt í fyrramálið til þess að leggja snemma af stað,“ sagði hun og bar sig aumkunarlega. „Það er þegar komið fram yfir miðnætti.“ Hún hallaðist áfram til þess að hlusta, því að rétt í þessu voru klukkurnar í St. Bavon að slá hálf-eitt. Hún var gröm, föl og vofu- leg, eins og áður, og féll skuggi á hálft and- litið, en dauf birta að utan á aðra kinnina. Hún var svo vandræðaleg á svipinn (jg óráð- in, að hann hefði annað hvort verið skilnings- sljór eða enga athygli veitt henni, ef hann hefði ekki getað lesið hugsanir hennar. En hvað sem þvi hefir liðið, þá sagði hann glað- lega eins og áður: „Nokkurra stunda svefn hressir þig,frúmín. Og ef við förum ekki lengra en til Alost á morgun, þá þurfum við ekki að leggja af staö fyrir miðdegi." Nú var stærilæti hennar misboöið. Nú var kæruteysi hans orðið lítilsvirðandi! Hún harlc- aði af sér og kingdi tárunum, sem ætluðu að koma fram í augun, og síðan stóð hún skyndi- lega á fætur, með drottningarfasi og leit fyrir- litlega niður á Niðurlendinginn, sem hún hafði aldrei áður fyrirlitið meir en þá. „Eg þakka þér fyrir, herra,“ mælti hún kuldalega. „Eg bið þig þá aö sjá svo um, að öllum undirbúningi verði lokið svo fljótt sem verða má. Eg vildi komast til Brússel annað kveld og óttast ekki, þó að eg þurfi að fara nokkuð langan áfanga.“ Hún reis tígulega úr sæti sínu, eins og henni var eiginlegt, og vel sómdi tignarlegu fasi hennar og glæsilegum vexti. Iiún hneigði sig örlítið fyrir honum, eins og hann væri þjón- ustumaður hennar. Hann stóð líka á fætur og reyndi ekki að aftra för hennar, heldur tók hann til að tendra eld og kveikja aftur á lampanum. Að því búnu gekk hann að hurð- inni, lauk henni upp og hélt i hana á meðan Lenóra gekk út. 1 sama bili tók hún við lampanum af hon- um og þá komu hendur þeirra saman eitt augnablik. Hendur hans voru brennheitar, en hennar káldar, — fingur hans lögðust augna- blik að dúnmjúkri hendi hennar. En hún flýtti sér fram hjá honum, án þess að líta til hans öðru sinni og bar höfuðið hátt, en leit hvorki til hægri né vinstri. Hún hélt á lampanum í annari hendi, en með hinni hélt hún upp hinum síðu fellingum kjólfalds- ins, en fótatak hennar heyrðist ekki, þegar hún gekk yfir forstofugólfið, því að hún var á flosskóm. Áður en varði, sýndist hún eins og skuggamynd við glætuna af týrunni, sem var svo lítil, að vottaði að eins fyrir höfði hennar og öxlum og einum eða tveim felling- um á kjólnum. Hún gekk hægt upp stigann, eins og hún væri mjög lúin. Marlc horfði á eftir hinni fögru, tigulegu veru, uns hún hvarf eins og vofa inn í myrkrið. Þá sneri hann aftur inn í stoíuna. §7- Þegar Mark var einn orðinn, varð honum fyrst fyrir, að læsa að sér. Þá tendraði hann ljós og kveikti á kerti, gekk með það inn í litla gestaherbergið, og — þegar hann hafði skimað vandlega í hvern krók og kyma, eins og hann ætti þar von á einhverjum ræningja, — lét hann kertið á borðið, dró lyklakippu upp úr vestisvása sínum, gekk að skápnum og bjóst til að opna hann, eins og Lenóra hafði gert. Að því búnu stóð hann grafkyr nokkur augnablik, hallaðist áfram, huldi hökuna í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.