Vísir - 06.05.1925, Blaðsíða 2
VlSIR
Nýkomið:
Sáðhafrar,
Superfosfat,
Ghilesaltpétur
og Noregssaltpétur
væntanlegur næstn daga.
Terálækkun.
Með siðustu skipum fengum við nýjar birgðir af hinl|
ágæta DUNLOP bifreiðagúmmíi, sem við seljum með hinœ
afar lága eftirtalda verði:
Dekk: Slöngurí
30X3% ....................... kr. 68.00 9.25
31X4 ........................ — 82.00 11.50
33X4 ........................ — 108.00 13.00
32x4y2 ....................... — 123.00 15.00
34X4% ................;.7.... — 130.00 16.25
33x5 ........................ — 162.00 17.40
35X5 ........................ — 170.00 18.50
815X120...................... —117.00 15.00
880x120 ..................... — 130.00 16.25
AÐALUMBOÐSMENN A ÍSLANDI.
Símskeyti
Khöfn 5. maí. FB.
Frá Rússlandi.
Síma'ö er frá Moskva, að á al-
rússneskum sovietfundi, sem halda
á brá'Slega, leggi stjórnin fram
frumvarp um breytingu á stjórn-
arskránni, er fer í þá átt aö leyfa
einstökum mönnum, útlendum sem
innlendum, aö starfrækja hvers-
konar fyrirtæki til þrifnaöar íram-
leiöslu landsins. Stjórnin hefir
vegna fjárskorts veitt amerískum
og breskum félögum víötæk sér-
leyfi til námareksturs.
Bankamál í Noregi.
Símaö er frá Osló, að hingað til
liáfi Noregsbanki reynt til að
koma fótum undir nauðstadda
banka. Rygg aðalbankastjóri til-
kynnir, að þessu verði hætt, þar eð
ógerningur sé að vekja aftur upp
traust almennings á bönkum þeim
sem um er að ræða.
Frá Alþingi
í gaer.
Efri deild samþ. til 3. umr. frv.
um afnám laga nr. 30, 20. júní
1923 um breyting á 1. nr. 56, 10.
nóv. 1913 (herpinótaveiði).
I^rv. til laga um mannanöfn var
og samþ. til 2. umr. og i allsherj-
arnefnd.
Síðan tók við 3. umr. fjárlaga
fyrir 1926 og stóð til kvelds og var
citkvæðagreiðslu lokið kl. 9% síð-
degis og lögin þá samþ. og endur-
send til neðri deildar.
Neðri deild samþ. og afgreiddi
þingsályktun til stjórnarinnar um
endurskoðun laga um skipströnd.
Síðan var byrjað á 2. umr. um
» frv. um varalögreglu, en var eigi
rætt nema skamma stund, er það
var tekið út af dagskrá og umr.
frestað vegna einhverra nefnda-
funda i fastanefndum Nd.
Þá var og ákveðin ein umræða
um tillögu til þingsályktunar um
einkasölu ríkisins á steinoliu.
u Bæjarfréttir I
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 5 st., Vest-
mannaeyjum 5, ísafirði 4, Akureyri
5, Seyðisfirði 3, Stykkishólmi 7,
Grímsstöðum o, Raufarhöfn 2,
Hólum í Hornafirði 4, Þórshöfn
5 Færeyjum 3, Kaupmannahöfn 10,
Utsire 10, Tynemouth 7, Wick 8 st.
— Loftvog lægst (745) yfir suð-
austur írlandi. Veðurspá: Breyti-
leg vindstaða, hægur.
Síra Guttormur Vigfússon,
prestur i Stöð í Stöðvarfirði, var
meðal farþega á. Esju síðast og
mun dveljast hér fram eftir mán-
uðinum.
Páll Magnússon,
lögfræðingur frá Eskifirði, kom
hingað á Esju og hefir í hyggju
að dveljast hér hálfs mánaðar
thna.
E.s. Annaho
kom í morgun með cementsfarm
til H. Benediktsson & Co.
Grettir Algarsson,
sem nú er að leggja af stað í
leiðangur til norðurheimskautsins,
er Islendingur í báðar ættir, en
fæddur i Vancouver B. C. í Can-
ada. Hann er 24 ára gamall og
mun hafa komið hingað og dval-
ist eitthvað í Norðurlandi. I fyrra
ætlaði hann á smáskipi til Jan
Mayen og Svalbarða, en skipinu
hlektist á milli Skotlands og Nor-
egs. Skipið, sem hann fer nú á
norður í höf, heitir Iceland (= ís-
land) og er briggskip með hjálp-
■arvél, 114 smálesta. Skipstjórinn
er Commander Worsley, sem fræg-
ttr varð af suðurför sinni með
Shackleton, og margir Reykvík-
ingar muna, síðan hann kom hing-
að fyrir nokkurum árum. — Grett-
ir ætlar að fljúga í loftfari frá
skipinu norður yfir heimskaut til
Alaska, en gerir ráð fyrir að stíga
úr loftfarinu norður á heimskauti.
— Amundsen er nú og á leið norð-
ur, sem kunnugt er; hann ætlar í
flugvél og mun nokkurt kapp vera
í milli þeirra félaga.
Gengi erl. myntar í morgun.
Sterlingspund ........ kr. 26.85
100 kr. danskar.......— 104.23
JÚ9. ÓLAFSSON & CO.
REYKJAVlK.
K.F.U.M.
Vatar!
Æfing í kvöid kl. S* 1/^.
tJ-D. fundur í kvöld kl. 872.
Fermingardrengir allir boönir.
Merkismenn U-D. fjölmennið.
IOO — sænskar ...... — 148.27
100 — norslcar...........— 93-9r
Dollar...................— 5.54
Glímuflokkur sá,
sem Jón íþróttakennari Þor-
steinsson frá Hofstöðum ætlar
með til Noregs í lok þessa mán-
aðar, hélt glímusýningu í gær í
Iðnaðarmannahúsinu fyrir stjórn
, I. S. í. og nokkura aðra gesti. —
j Glímumennirnir voru 9 og tókst
{ ágætlega. Vonandi sýnir þessi
< glímuflokkur sig áður en hann fer
af landi burt. íþ.
í Frú Kirstín Pétursdóttir,
( að Hofi hér í bæ, ekkja Lárus-
l ar heit. Halldórssonar fríkirkju-
prests, verður 75 ára í dag.
Áheit á Elliheimilið,
afhent Vísi: 5 kr. frá S. Þ.
ffitt og- þetta.
Fomminjar á Krít.
Breskur háskólakennari, A. B.
Cook, hélt seint í vetur fyrirlestur í
norsk-enska félaginu í Osló um
„Höll Minos konungs“ á eynni Krít.
— Fyrir fjórðungi aldar byrjaði
enskur fornminjafræðingur, Evans
að nafni, að grafa í rústir borgar-
innar Knosos þar í eynni. Vann
hann að þessu árum saman og leiddi
rannsókn hans í ljós marga merki-
lega hluti, er þóttu sanna til fullrar
hlítar, að munnmælasögurnar um
Mínas konung hinn volduga og
menningu Kríteyinga hinna fornu,
væru að mörgu leyti réttar.
Visiskaffíd
garir alia glada,
Ræðumaður hafði meðferðis
skuggamyndir, er hann sýndi til
skýringar erindi sínu. Voru þar,
meðal annars, teikningar af höll
Minos’s konungs, súlnasalir, veggir
fagurlega skreyttir, svalir, gangar
j og tröppur, freskomyndir og annað
: skraut. par voru og myndir af postu-
línsmunum o. s. frv., alt skreytt fögr-
um litum og hin mestu listaverk. —
• A mótuðum peningum og ýmsum
1 öðrum hlutum hefir fundist letur af
1 einni og sömu gerð, og þykir það
sanna til fulls, að Kríteyingar hafi
i þekt prentlistina að minsta kosti
1600 árum fyrir Krists burð. — f
fyrirlestrinum mintist ræðumaður
einnig á klæðaburð manna á þess-
um tímum, og um íþróttirnar lét hann
þess getið, að þær mundu hafa verið
miklu tilkomumeiri þá en nú á vor-
um dögum.
„Á báti yfir opið haf.“
I í þessum mánuði ætlar Norðmað-
urinn Andreas Grimsö að leggja af
stað yfir Atlantshafið, frá Noregi til
Vesturheims, á lítilli seglskútu. —
Grimsö er vaskleikamaður hinn
mesti og byrjaði sjósókn 14 vetra
gamall. — Hann er nú 39 ára og
hefir verið hafnsögumaður síðustu
12 árin. — Grimsö er af sjómönnum
kominn fram í ættir og nýtur mikils
trausts og vinsælda sem hafnsögu-
maður.
Skip hans verður hið vandaðasta
að allri gerð, smíðað af kunnum
skipasmið, Niels Gabrielsen. pað er
46 fet á lengd og hefir að eins segl-
búnað. Skipið átti að vera tilbúið í
lok fyrra mánaðar. Grimsö hefir ráð-
ið til farar með sér tvo þaulvana sjó-
menn, og býst við að Ieggja í haf úr
Brenneyjarsundi síðast í maí. — Er
svo til ætlast, að hann verði kominn
til New York fyrir hundrað ára af-
mæli norskra innflytjenda til Vest-
urheims, en það afmæli er í næsta
mánuði.