Vísir - 24.07.1925, Side 2

Vísir - 24.07.1925, Side 2
I VfSIK Höfam fyrlrllggfandi Blandað hænsnafúðnr, Hais heilan, Mais mjöl, Hænsnabygg. AQ Khöfn, 23. júlí. FB. Frá Kínverjum. Síma’ð er frá Shanghaiy aö kín- verska verslunarráðið mæli með því, að allar breskar og japansk- ar vörur í vörslum kínverskra kaupmanna verði gerðar upptæk- ar. Sektir verði lagðar á þá, er ekki vilja taka þátt i að einangra (boycott) útlendinga frá viðskift- v.m. Frakkar og Þjóðverjar. Símað er frá Berlín, að i svar- inu, sem um var getið i skeyti x gær, sé það t. d. talið ónauðsyn- legt, að ganga í Alþjóðabandalag- ið, þó gerð yrði samþykt um ör- yggisbandalag. Simað er frá París, að Fi'akkar áliti nauðsynlegt, að Þýskaland gangi í Alþjóðabandalagið, því þá verði þeir bundnari við efndir og loforð. Bókarlregn --X-- H e s t a r. Eftir Daníel Daníelsson og Einar E. Sæmundsen. KostnaS- arm.: Steindór Gunn- arsson. Það var þarft verk og gott, að taka bók þessa saman. — Hefir litiö sem ekkert verið skrifað um rétta meðferð hesta á vora tungu, : Munið eftir að hafa Notið aðeins Kodak-filmnr (gulu pakkana) Þær verða altaf áreiðanlegastðr HANS PETERSEN Blýmenja löguð og þur, aSeins bestu tegundir Málarinn. Sími 1498. Bankastræti 7. en í bók þessari er samankominn margvíslegur fróðleikur, sem betra er að hafa en rnissa, og flest til tínt, er verulegu máli skiftir um hesta vora, tamning þeirra og meðferð alla yfír höfuð, og þó einkum reiðhesta. Höfundai'nir hafa skift með sér verkum, og er þess getið í efnik- yfirliti aftan við bókina, hvaðhvor um sig hefir af rnörkum lagt. Bókin hefst á formálsorðum eft- ir D. D. — Segir þar svo frá til- drögurn bókarinnar, að höf. hafi fundist að „rnikil þörf væri á bók, sem gæti bent á, hvernig laga bæri galla þá, sem hafa verið á tamn- ingu og meðferð hesta hér á landi.“ .... „Upphaflega var svo til ætlast, að bók þessi f jallaði ein- göngu um tamningu og meðferð reiðhesta, en ýmislegt fleira hefir til spunnist....“ Þá kernur „inngangur“ eftir E. E, S. — Er hann fjörlega ritaður og hinn snjallasti. — Þar er meðal annars bent á hið mikla og góða starf, senx hesturinn hefir látið þjóðinni í té frá upphafi vega, en jafnframt er og vikiðað hinnihrak- legu meðíerð, semhestarvorirhafa löngum orðið að sæta, og verður slíkt aldrei vítt um of. — Flöf. hefir sýnilega mikla ást og að- dáun á góðum hestum. — Þeim rnanni hlýtur og að vera undar- lega farið, sem er ekki fullkominn vinúr reiðhestsins síns. —■ Og víst er um það, að oft hafa íslending- ar átt hesturn sínum fjör að launa. — Margur hesturinn hefir skilað húsbónda sínum heilum heim í hríðum og rnyrkri, er hann var ramviltur orðinn. — Margur gá- laus maðurinn hefir beitt hesti sín- um í ófær vatnsföll og hann hef- ir borgið lífi þeirra beggja. — Og enn er ótalinn sá mikli un- aður, sem góður hestur er ávalt reiðubúinn að láta í té hverjum þeim, sem á honum situr og með hann kann að fara. — Það er ekki góðhestinum að kenna, þó að mennirnir kunni ekki að meta kosti hans eða fari þannig með hann, að hið besta, sem hann á til, fái ekki notið sín. Svo sem að líkindum lætur, verður ekki frá bók þessari sagt til hlítar í lítilli blaðagrein. — Eg verð því að láta mér nægja, að skýra frá efni hennar í sem allra stystu máli. Flöf. skifta efni bókarinnar í fiokka. Kemur fyrst kafli í tvennu lagi, sem heitir „Tamning hesta“ og „Gangur hesta“. — Eru kaflar þessir vel samdir og skipulega og svo stuttir að engum er ofraun að lesa. Ættu menn að hugfesta þær leiðbeiningar, sem þar eru í té látn- ar. — Mun mörgum þykja gaman að kaflanum um ganglag hesta (brokk, tölt, valhopp, stökk.skeið) og rifjast við þann lestur sitthvað upp í hugum þeirra, sem í æsku voru öllum dögum á hestbaki meira og minna, frá vori til haust- S nátta. Kafla þessa hefir D. p. samið. Næsti kafli er um reiðtýgi o. fl., éítir E. E. S. — Þá kernur Rafli, sem heitir „Meðferð hesta“, og er þar rætt unx hús og hirðingu, eldi reiðhesta o. s. frv. — Hafa báðir höf. samið þennan kaíla. — „Að þekkja aldur hesta“ er næsti kafli (E. E. S.), en þá „Æfingar“ eftir D. D. — Er þar einkum rætt um æfingar undir kappreiðar. — Loks er „Markaður og kynbætur“ og „Viðbætir“, hvorttveggja eítir D. D. Höf. hafa að nokkuru leyti stuðst við erlend rit, en lagt þó til mikið frá sjálfum sér. — Bókin er yfir- HVÍTA sápanmeð RAUBA bandinu er þekt um alt land og fæ3t í öllum verslunum. Fæst hjá okkur í helldsölu. J?ór8ur Sveinwoa & Co. leitt vel rituð og ber vott um mik- inn og lofsverðan áhuga höfund- anna, enda eru þeir báðir miklir hestamenn, og annar þeirra (D. D.) hefir lengi verið talinn einn hinn snjallasti reiðmaður hér uin slóðir. Búast má við, að ekki ver'ði all- ir á eitt sáttir um sum atriði bók- arinnar, og væri þá vel, ef aðrir gæti gefið betri leiðbeiningar, en eg hygg að það muni ekki verða„ svo að neinu nemi. — Bók þessi ætti að komast inn á sem allra flest sveitaheimili lands- ins, og víst er um það, að flestir geta eitthvað af henni lært, og engu síður þeir, sem haft hafa mikið saman við hesta að sælda alla ævi. — Gæti svo farið aíf loknum lestri bókarinnar, að augu nianna opnuðust fyrir því, að hesturinn verðskuldar beti'a at- læti og hetra fóður og yfirleitt skynsamlegri meðferS og notkun, en hann hefir löngum orðið aS, sæta hjá okkur íslendingum. Hestavinur. I. O. O. F. 107724854. Veðrið í morgun. Hiti í Reylcjavík 9 st., Vestm.- eyjum 9, ísafirði 15, Akureyri 11, Seyðisfirði 8, Grindavík 10, Stykk- ishólmi 10, Grímsstöðum 7, Rauf- arhöfn 9, Hólum í Hornafirði 8, Þórshöfn í Færeyjum 11, Angmag- salik (í gærkveldi) 12, Khöfn 22, Utsire 18, Tynemouth 14, Leirvík 12, Jan Mayen 4 st. (Mestur hiti i Rvík í gær 12 st., minstur 8). Loftvægislægð (767) fyrir sunnan Færeyjar. — Veðurspá: Austlæg átt, hæg á Norðurlandi og Vest- urlandi. Úrkoma sumstaðar á Suð- urlandi og Austurlandi. Miinchen, þýska ferðamannaskipið, fór héðan í nótt áleiðis norður i höf. Margir feröamannanna fóru til Þingvalla og annara staða í gær. Gunnlaugur læknir Einarsson sá um viðtökurnar á Þingvöllum, en. þeir Guðbr. Jónsson og Halldór Jónasson leiðlieindu fcrðamönnum. Voru þeir hinir ánægðustu, enda var veður gott í gær, og þvi feg- urra, er lengur leið á daginn. KI. 3—4 var glímusýning á Austur- velli og þótti hún vel takast. KL

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.