Vísir


Vísir - 29.08.1925, Qupperneq 2

Vísir - 29.08.1925, Qupperneq 2
VI3IR Vlsis-kaífið gerir alla glaða. Höfam ávalt fyrirliggjandi: Umbnðapappir í rúllum 20-40 og 57 cm. Pappirspoka, aUar stærðlr. Seglgarn. Eitt herbergi með sérinngangi óskast strax. A. v. á. Símskeyti —o— Khöfn, 28. ágúst. FB. Skuldaskifd Breta og Frakka. Símað er frá London, a'ð stjórn- in hafi gefið Churchill umboð til þess að leggja fram uppástungu um 1234 milj. sterlingspunda ár- lega afborgun af skuldum Frakka í 62 ár. Caillaux leggur uppástung- una fyrir stjórn Frakklands. Bresk-franska orðsendingin og Þjóðverjar. Símað er frá Berlín, að bresk- franska orðsendingin hafi fengið góðar undirtektir þar. Meðal und- irstöðuatriða er, að Þýskaland gangi i Alþjóðabandalagið. Enn fremur er stungið upp á því, að að- iljar ræði málið framvegis munn- lega. Níðingsverk. Símað er frá Brússel, að belgisk- ur trúboði i Congo hafi brent inni 50 negra.í hefndar skyni fyrir það, að þeir sýndu honum mótþróa í starfi hans. Jón Þorbergsson og ruslakistan. —o— Það vissi eg fyrir löngu, að ekki eru allar greinar mínar áhrifa- lausar, og ný sönnun fyrir þvi er grein Jóns Þorbergssonar í Vísi 13. þ. m. Hann hefir bersýnilega fengið uppsölu og niðurgang af grein minni: Landsins mikla ruslakista. Þetta er ekki að undra, því flest af því, sem ekki fer þjóð- lyginnar alfaraveg hlýtur að hneyksla marga, ekki síst mont- rassa, fáfróða og atkvæðasnápa. Eg held, að J. Þ. hefði gott af að lesa „ruslakistuna" aftur og einn- ig grein mína um vöxt bæjanna, þó honum kunni að þykja það hrossalækning. Annars er það ekki á hans færi að fræða mig neitt um íslenska alþýðu. E.s..Lyra, 15. ágúst. Guðm. Hannesson. Póstafgreiðsla. —o-- Nú hafa sum póstskipin tekið upp þann sið að fara héðan kl. 12 á miðnætti. Er þetta mikil breyting frá eldri venju, þegar fiest skip fóru um miðaftan, en eg hefi hvergi séð auglýst, hve- nær láta má bréf i bréfkassa póst- hússins i síðasta lagi, svo að víst sé, að þeim verði komið með skipi því, sem á að fara samdægurs. Þetta væri þó „útlátalitið" og er alveg nauðsynlegt. Eg skal ekk- ert um það segja, hvort rétt sé að krefjast þess af póstmönnum, að þeir sé viðlátnir að tæma kassann á pógthúsinu á síðustu stundu, t. d. stundarfjórðung eða tíu mín- útum áður en skip fer, en það hygg eg þó stundum gert. Að vísu eru það undantekningar, að bréf sé látin i póst svo seint, en það eru þó þær undantekningar, sem vafalaust eiga sér stað í hvert einasta sinni, sem póstskip fer héð- an og hlýtur svo jafnan að verða. En hvað sem beinni skyldu póst- manna líður, að ’koma bréfunum á skip fram á siðustu stund, þá er hitt víst, að mönnum er alveg nauðsynlegt að vita, hve lengi þeir mega setja bréfin í kassann, svo að þau komist, eða hvort þeir eiga sjálfir að fara með þau í skipið. Eg þurfti að koma bréfum á „ísland“ í gærkveldi þegar það fór norður. Kom eg að pósthúsinu með síðustu bréfin kl. 11, sá þá ljós i pósthúsinu og heyrði umgang. Taldi þvi örugt að setja bréfin i kassann. En þá heyri eg kallað fyrir innan: „Manni, manni, póst- urinn er farinn um borð.“ Komu svo fjórar hendur, sem réttu mér bréfin til baka, samkvæmt beiðni minni. Það var nú góðra gjalda vert, að þarna voru í þetta sinn staddir menn við kassann til þess að vara menn við, en svo mun varla vera að staðaldri, enda ólíklegt, að sú varðmenska heila klukkustund eða lengur þyki auðveldari eða hag- kvæmari, heldur en að mennirnir taki bréfin hæfilegri stund fyrir brottför skipsins og komi þeim á skip. Eg geri því ráð fyrir, að þetta hafi verið hending, og að einhverj- ir hafi orðið óheppnari en eg, og ekki hitt fyrir sér varðmennina, en bréfin þá orðið eftir í kassan- um. Eg hefi bent á þetta einungis i því skyni að komið verði í veg IiiiIUIi^.^4rgw^4UUmieiniitli^.ry^uiuiíJiiuiiUiiiiiLs^jjJ.i^jUnn 100 króna miðar. Dregið verður 1. september TOBLERONE fæst alstaðar, einnig aðrar tegnndir af TOBLER. Vit W: é W- fyrir mistök og óþægindi, en eigi til þess að áfellast neinn. Vænti eg þess, að viðurkent verði, að eg fari með rétt mál og orð mín verði tekin til greina. 2y. ágúst. „Manni“. Óðinn (i.—6. blað 1925) er nýlega kom- inn út (í einu hefti). Er heftið mjög fjölbreytt að efni og hefst á langri grein um dr. phil. Valtý Guðmundáson, prófessor, eftir Þ. G. — Greinin er einkar hlýlega rit- uð og sanngjarnlega og dr. Valtýr látinn njóta sannmælis. — Svo sem kunnugt er, var um eitt skeið mik- ið um dr. V. G. talað og ritað hér á landi, og ekki alt sem góðgjarn- legast, svo sem einatt vill verða um þá menn, sem framsæknir eru og láta mikið til sín taka. — Þvx er ekki að leyna, að dr. V. G. var árum saman af miklum fjölda manna illa þokkaður hér á landi, sem stjórnmálamaður, og oft grimmilega svívirtur í blöðum andstæðinga sinna. En vinir hans báru jafnan hið mesta traust til hans og töldu hann óhvikulan og cinlægan vin lands og þjóðar. — Dr. Valtýr er nú tekinn að reskjast (fæddur n. mars 1860) og opin- berum afskiftum hans af íslands- málum er lokið fyrir mörgum ár- um. I þessu hefti óðins eru tvö kvæði merkileg. Hið fyrra er „Vilhjálmur Shakespeare“ eftir Matthías Jochumsson, orkt á 300 ára dánarafmæli hins mikla Breta- skálds 1916. Var síra Matthías þá rúmlega áttræður, og mundi víða mega leita að slíku kvæði eftir jafn háaldrað skáld. Hitt kvæðið er um Björn heitinn Jórisson, ritstjóra og ráðherra, eftir Guðmund Friðjóns- son, mikið kvæði og snjalt, svo sem best gerist hjá þeim orðslynga höfundi. Mikill fjöldi mynda, einkum mannamynda, er í þessu hefti Óð- ins, og skulu þær taldar hér: Dr. Valtýr Guðmundsson, Georg Bran- des, prófessor, Harald Höffding, prófessor, Egilsstaðahjónin (Jón Bergsson og Margrét Pétursdfitt- ir), Egilsstaðir á Völlum, Holger Drachmann, skáld, P. E. Lange- Múller, tónskáld, Júlíus Halldórs- son, læknir, Ólafur Briem, alþm.» Noregsför íslenskra glímumanna (hópmynd af glímumönnunum)j Henrilc Ibsen, skáld, Sören Kierke- gaard, heimspekingur, Gunnar B. Björnsson, riststjóri (x Vestur- heimi), Páll Briem, amtmaður, Björn Jónsson, hreppstjóri á Veðramóti, August Strindberg og Gustaf af Geijerstam, sænsk skáld, Kristján Þorláksson og Valgerður Jónsdóttir í Múla í ísafjarðarsýslu* Þorsteinn Guðbrandsson, bóndi í Kaldrananesi og Svanborg Guð- brandsdóttir kona hans, Adam Poulsen, leikhússtjóri, Magnús Blöndahl, framkvæmdastjóri, og stöðin í Haga, síra Friðrik Hall- grímsson og frú hans, Lárus Páls- son, læknir, og kona hans Guðrúit Þórðardóttir, Pétur M. Bjarnason, kaupmaður, Sigurður Kristófer Pétursson, rithöfundur, Jón Guð- mundsson, fyrv. hreppstjóri á Sauðárkróki, Davíð Snæbjamar- son á Skeiði í Selárdal, Björm Jónsson, ritstjóri og ráðherra, Jón fyrv. alþm. Jónsson frá Sleðbrjót Sigmundur Jónsson og Guðrún Sigfúsdóttir í Gixnnhildargerði. Flestar era myndirnar ágætlega prentaðar og mörgum þeirra fylgja greinastúfar eða æviminningar. — Enn er þess að geta, að í heftinu , er mikið af kveðskap ýmiskonar i o. fl., svo sem venja er í Óðni, og I verður þess ekki getið sérstaklega. ; Óðinn er að mörgu Ieyti gott rit og einstakt í sinni röð hér á Iandi, enn sem komið er. Hann verð- skuldar að vera keyptur og Ies- inn sem víðast. Jk'wfdu^flinaéon

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.