Vísir - 24.09.1925, Blaðsíða 5

Vísir - 24.09.1925, Blaðsíða 5
VÍSIR Fimtudaginn 24. sept. 1925. Síra Ölafir ðlafsson fríkirkjuprestur sjötugur. MatSurinn, sem nefndur er í fyr- irsögninni og Vísir flytur hér mynd af, síra Ólafur Ólafsson, frí- kirkjuprestur, er fyrir löngu þjó'ö- kunnur maöur, sem mikið starf liggur eftir, áhugamaöur, sem margt hefir látiö til sín taka og um þaö ritað, og viöa komiö viö. Það er því ekki auöiö að lýsa þessu aö neinu ráði í stuttri blaðagrein. Enda er þaö ekki tilgangurinn með þessum línum, heldur aö eins að minna stuttlega á nokkur helstu íufiatriöi hans nú, þá er hann í dag veröur 70 ára gamall, þvi að eg hygg, aö margir veröi þeir, sem á þessum timamótum vilja láta til hans hverfa hlýjar hugsanir vel- vildar og þakklætis, fyrir langa mannúðarstarfsemi hans, og virö- ingar fyrir þjóðnýt störf hans; Séra Ólafur er fæddur í Viðey 24. sept. 1855, sonur Ólafs Ólafs- sonar i Lækjarkoti, er Iengi var merkur og mætur borgari og bæj- arfulltrúi hér í bænum, og konu hans, Ragnheiöar Þorkelsdóttur. Séra Ólafur útskrifaöist úr lat- inuskólanum áriö 1877 meö fyrstu einkunn, og af prestaskólanum ár- iö 1880, sömuleiðis meö ,góöri fyrstu einkunn. Aö loknu prófi tók liann þegar prestvígslu, 22. ágúst 1880, og átti þvi á þessu sumri fyrir rúmum mánuði, 45 ára prests- skaparafmæli. Gerðist hann fyrst prestur í Vogsósum í Selvogi og var þar í 4 ár. Sama ár og hann vígðist, kvæntist hann Guðríði Guðmundsdóttur, prófasts Einars- sonar í Arnarbæli. Eiga þau einn son, Guðmund Ólafsson, hæsta- réttarlögmann. Árið 1884 voru honum veitt Efri Holtaþing, og var prestssetrið í Guttonnshaga. Þar var hann 9 ár, og hálfan þann tima gegndi hann einnig Land- prestakalli. Árið 1893 fékk hann Arnarbælisprestakall í Ölfusi, og var þar i 10 ár, en fékk þá lausn frá prestsskap 1903, vegna fótar- meins, er háði honum á ferðalög- um. Fluttist hann þá til Reykja víkur, og hefir síðan verið hér Gerðist hann fyrst ritstjóri blaðs ins „Fjallkonunnar", en síðar á sama ári, 18. des. 1903, tók hann að sér prestsþjónustu fyrir frí- kirkjusöfnuðinn í Reykjavík, og var prestur hans í nær því 19 ár, til 31. ág. 1922. Var hann þá tek- inn allmjög að lýjast og treystist því ekki', að halda lengur áfram starfinu, enda hafði söfnuðurinn a þessum tíma vaxið mjög, og störfin margfaldast, svo að vart mundi veita af tveim mönnum til að gegna þeim, svo vel væri. Fékk hann þá lausn hjá söfnuðinum, og hafði, svo sem alkunnugt er, áunn- iS sér niikla hylli hans og þakk- læti,fyrir mikið og vel unniðstarf; enda hefir hann þótt vera jafnan í röð fremstu kennimanna, hinn skörulegasti ræðumaður og skyldu- rækinn og áhugasamur að vera sqfnuðum sínum til hverrar ann- arar nytsemdar, engu síður en til uppbyggingar í andlegum efnum. Jafnframt prestsstarfi sinu i Reykjavík hefir hann og, síðan Í9I3, gegnt prestsstörfum fyrir fri- kirkjusöfnuöinn, sem þá var stofn- aður í Hafnarfirði, og hefir áunn- iö sér engu síður traust og ást- sæld þess safnaðar. Ennfremur ’.efir hann frá upphafi verið prest ur geðveikrahadisins á Kleppi. Þessi tvö siðastnefndu störf hefir hann enn á hendi, meö því að hann hefir fram að þessu notið all- ærilegrar heilsu, þótt öll hin erf- iðu og umfangsmiklu störf, er hann áður hafði, væru eðlilega orð- in honum ofætlun. Og enn mun hans vera leitað til ýmsra prests- verka, likræðuhalds o. fl., þótt lát- ið hafi hann af embætti, og má búast við, að svo verði enn um sinn, því að enn er hann allvel ern, þótt að sjálfsögðu taki annmark- ar aldursins að sækja á hann. Fyrir utan prestsstörfin hefir séra Ólafur haft ótal önnur störf á hendi, að sjálfsögðu flest trún- aðarstörf i héraði sinu, meðan hann var prestur í sveit, og á al- þingi hefir hann setið þrívegis, fyrir Rangárvallasýslu 1891, fyrir Austur-Skaftafelíssýslu árið 1901 og fyrir Árnessýslu 1903—7. Hafa nú verið rakin aðalatriðin úr æfiferli séra Ólafs, þótt stutt- lcga sé að eins og næsta ónákvæmt. Prestsstarfið hefir auðvitað ver- iö aöalstarf hans, en þó væri vart hálfsögð saga hans, með því að gcta þess eins. Um svo margt ann- sð hefir liann hugasð, og látið til sín taka líklega flest mál, sem nokkru skifta, og komið hafa á cíagskrá þjóðarinnar um hans daga. Á prestsskap hans hefir þegar verið minst. Munu prestsverk, sem hann hefir unnið, messugerðir og aukaverk, vera komin töluvert á annan tug þúsunda, og er það ekki litið verk. En hitt er þó eigi minna, sem unnið er í kyrþey á heimilun- úm, öll hluttaka í sjúkdómum og sorgum, sem líklega lætur eftir sig fiestar hlýju minningarnar um góðan prest. í trúmáladeilum, þótt fyrir hafi komið, man eg ekki til að hann hafi tekið þátt, eða sinnt nýjungum í guðfræði eða nýjum trúarstefnum, en ekki efast jeg um eftir öllu skaplyndi hans, að hann sé í þeim efnum frjálslyndur, og mundi íagna hverju því, er lyíta mætti kristni landsins 0g glæða trú og siðgæði þjóðarinnar. Barnaskóli Reykjavíknr. Börn, sem ganga eiga í skólann í vetur, komi þangað svo sem hér segir: Laugardag 26. sept.: Börn, sem voru í skólanum síðastliðið ár; þau sem voru í 6., 7. eða 8. bekk komi kl. 9, þau sem voru i 5. bekk ki. ioj4, í 4. bekk kl. 1, í 3. bekk kk 3, i 2. eða 1. bekk kl. 5. Mánudag 28. sept.: Börn, sem eru orðin 10 ára eða verða það íyrir næsta nýár, og voru ekki i skólanum síðastliðið ár. Drengirnir komi kl. 9, stúlkurnar kl. 1. Þriðjudag 29. sept.: Börn, yngri en 10 ára, sem ekki voru í skólanum síðastli'ðið ár. Drengirnir komi kl. 9, stúlk- urnar klukkan 1. Áríöandi er, að þessa sömu daga og á sama tíma sé sagt til þeirra barna, sem einhverra orsaka vegna geta ekki mætt sjálf. Barnaskóla Reykjavlkur, 23. sept. 1925. Sig. Jónsson. 15-30“« afslátt gef ég af öllu veggfóðri til 1. okt. n. k. — 120 tegundum úr a5 velja. : : — : : — Gaðmundnr Ásbjðrnsson l| Sími 1700. Laugaveg 1. urkend, þó að enn sé ef til vill ekki Þó að málin, sem séra Ólafur hefir haft afskifti af, hafi verið mörg og Verði ekki talin í fljótu bragði, þá má telja þar íremst mannúðarmálin, og þar næst þjóð-' málin, einkum sambandsmál vort við Dani á ýmsum stigum þess. Hefir hann ritaö mikiö um þessi áhugamál sín, bæði í blöðum og sérstökum ritlingum, bæði meðan hann var ritstjóri sjálfur og á und- an og eftir. Var hvorttveggja, að hann hefir verið fús til að beitast fyrir nauðsynjamálum, enda margt komið fyrir á lífsleið hans, sem hefir knúð hann til starfa, svo sem mislingarnir 1882, landskjálftarn- ir eystra 1896, þá er öll hús féllu á prestssetri hans.jArnarbæli, nema kirkjan, mannskaðinn í Reykjavik 1906—7, og spanska veikin 1918. Öll þau tækifæri fengu séra Ólafi ærinn starfa og lá hann þá ekki á liði sinu, þótt hér sé eigi unt, rúms vegna né annars, að lýsa þvi nán- ara. En* einkum mun ávalt verða minnisstæð þátttaka hans í holds- veikismálinu. Ritaði hann um það niargar greinar og skörulegar, hélt því fram að véikin væri smitandi og einangra þyrfti sjúklingana. Kom hann með því á s'tað þeirri hreyfing, sem endaði, svo sem kunnugt er, á því, að Oddfélaga- reglan danska gaf landinu Laugar- nesspítala, enda hafði Petrus Bey- er, foringi Oddfélaga, nefnt hann „Manden, som reiste hele Bevæ- gelsen'". Um Lanclsspítalamálið ritaði séra Ólafur einnig skorinort marg- ar greinar, mig minnir í „Fjall- konuna“, meöaji hann var ritstjóri hennar, og er mér enn minnísstætt efni þeirra greina, ]mtt ekk'i hafi eg lesið þær siðan, og mun liann hafa verið þar á réttri leið, að ekki sæmdi að láta kaþólska trú- boðið leggja landinu til sjúkrahús, landinu beri sjálfu skylda til þess. Mun sú skoðun nú vera orðin við- Iullljóst orðið, að landið verður að leggja fram féð, til að reisa spi- talann, með lántöku til langs tíma, sem fleiri en ein kynslóð verður að greiða, því að svo lengi á hann að endast, en ekki með fjárveiting, sem ein kynslóð greiðir, þvi að hver kynslóðin mun hafa nóg með reksturskostnað hússsins um sinri tíma auk sins hluta af stofnkostn- aðinum. Mörg fleiri ritstörf liggja eftir sira Ólaf, eu blaðagreinar um ýms áhugamál hans. Hefir hann þýtt ýmsar nytsemdarbækur. Man eg nú í svip eftir þjóðmenningarsögu ljans, allstór bók og mjög fróðleg, „Hjálpaðu þér sjálfur" eftir Sam- uel Smiles og „Foreldrar og börn“, alt nytsamar alþýðubækur og mjög vinsælar. Auk þessa líggja eftir hann ýmsir frum- samdir ritlingar, og mun af þeim hafa vakið einna mesta eftirtekt og haft mikil áhrif ritlingur, er harin nefndi „Þarfasti þjónninn", skorinorð ádrepa um illa meðferð á hestum. Af því, sem hér hefir sagt verið, þótt fljótt hafi orðið yfir sögu að fara, má ráða, að mannúð og liðsinni við lítilmagna og sjúka hefir verið síra Ólafi rík- ast í hug og það sem hann mest hefir beint að starfsemi sinni. í meðferð landsmála hefir hann ávalt tekið mikirin þátt og jafnan þótt þar mikið að honum kveða. Á Alþingi var hann, sem annars staðar, hinn skörulegasti ræðu- maður, og vann ósleitilega að áhugamálum sínum, og jafnan með hinum fremstu í flokki í bar- áttunni fyrir sjálfstæðismálumvor- um. Að endingu vil eg ásamt „Vísi“ í dag flytja síra Ólafi hinar bestu árnaðaróskir á þessu 70 ára af- mæli hans, að æfikveldið megi verða honum heiðskírt og rólegt og ánægjulegt. K.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.