Vísir


Vísir - 26.09.1925, Qupperneq 3

Vísir - 26.09.1925, Qupperneq 3
VIS18 Khöfn. 25. sept. FB. Skuldaskifti Frakka og Bandaríkjamanna. $ímaö .er, frá Washington, aö frahska .skuldasamninganefndin sé komin til Bandaríkjanna. Blö'öin eru nú framúrskarandi vinveitt Frökkum. En senator Borah, for- majiSur utanríkismálanefndar Sen- atsiiis, heldur þvi fram, af tals- verðri hörku, aí> Frakkar veröi aS greiöa skuldir sínar að fullu. .. * Fjárhagur ítala batnandi. ■Símnö er frá Rómaborg, a'ö tals- verÖur tekjuafgangur hafi oröiö síðastliðiö fjárhagsár. Flest blööin eru sannnála um, aö þakka þetta dugnaði Mussolini’s. Þýskir þjóðernissinnar rólegri. Símað er frá Berlín, aö. þýskir þjóöernissinnar séu hættir and- róðri sínum gegn fyrirhuguðum öryggismálafundi, sumpart vegna þess, að Luther ríkiskanslari lof- aði að fara með Stresemann. Kynflokkahatrið í Ameríku. Símað.,er. frá New York, að hvit- ir menn r ríkinu Missisippi hafi tekið negra tvo og brent á báli. Höfðu negrar þessir gerst djarf- tækir til hvítra kvenna. Mosul-málin. Símaö er frá Genf, að Bretar hafi stungið upp á því, að Frið- þjófur Nansen „veröi gerður for-, maður nefndar 'þéirrár, sem ráö- gert er að skipa til þess að rann- saka framkomu Tyrkja í garð kristinná manna í Mosuk Béinar flugferðir milli Berlínar og Tokió. Símað er frá Tokio, að næsta ár verði fastar flugferðir milli Ber- línar og Tokíó, um Moskva og Peking. Nýstárlegir hljðmleikar. Mönnum niun vera orðið kunn- ugt, áö aðsókn að hljómleikum hér í bæ, er enginn mælikvarði á gildi þeirrar listar, sem boðin er. Þetta er sennilega orsök þess, að Annie og Jón Leifs hafa ekki fast- ráðið að halda hljómleika hér fyrr en góð aðsókn væri trygð. — Þeir, sem 'vita í hve niiklum metum þessi listahjóii eru i Þýskalahdi,. skilja vel, að þau munu ekki óska að flytja list sína fyrir ekki full- skipuðu húsi. Þeir, sem kynst hafa störfum Jóns Leifs á seinustu ár- um, vita líká, að íslendingar kunna ekki enn að meta þennan lista- mánn. T. d. munu fáir vita það hér, að Jón Leifs er frægastur listamaðtir allra íslendinga í hin- um þýskumælandi musikheimi. Það ætti ekki að þurfa að þylja yfir mönnum þá mörgu ágætu blaðadómá, sem Jón Leifs hefir h.lotið erlendis, svo að tugum eða jafnvel hundruðum skiftir, eða rifja upp gr.einar þær, sem erlend- ir listdómarar hafa ritað um list- gildi hans. Það ætti að nægja, að minna á álit stjórnar þýska tón- hstardómarafélagsins (í því eru a 11 i r musik-dómarar þýskra l)!aða)., sem fylgdi ávarpi til Al- þingis 1923, en þar er sagt, að Jón Leifs hafi sannað listgildi sin á frækilegasta hátt. Því má treysta, að engir tónlistardómar í heimi hafa slíkt gildi sem hinir þýsku. Um allan heim er fyrst og fremst farið eftir þeim. Það er ekki einungis syo, að hér komi fram nierkur íslenskur lista- | maður, heldur er hér einnig um viðr.eisn íslenskrar þjóðlegrar tón- listar að ræða. Jón Leifs gerir til- raun, sem allir, er henni hafa kynst, álíta merkilega, en með henni endurreisir hann þjóðlög vor, sem hafa átt við niðurlæging a'ö. búa í heilan mannsaldur. Sú þjóð, sem ekki kann að meta slík't, þekkir ekki sinn vitjunartíma. — Auk þess er Jón Leifs fyrsti ís- lendingurinn, er sernur tónsmíðar hins stóra stíls og byggir á þjóð- legum grundvelli. Pianoleikur Annie Leifs mun vera mörgum minnisstæður síðan hún lét til sín heyra fyrir 4 árum. Hún hefir lialdið hljómleika víða í Mið-Evrópu við hinn besta. orðs- tír og hafa merkustu dómarar í pianoleik lokið miklu lofsorði á leik hennar. Við hljómléika sína á síðasta ári lék hún meðal ann- ars lög þau eftir Jón Leifs, sem hún. mun leika á komandi hljóm- leikum og vöktu þau mikla eftir- tekt. — Annars hefir hún mikiö orð á sér sem Chopin-leikari og mun hún einnig leika mörg lög eítir harin. Að hljómleikum þeirra hjóna er þegar búið að panta hátt á annað hundrað aðgöngumiöa, en slík að- sókn stendur auðvitað í öfugu hlutfalli við listgildi þau, sem boð- in eru. Það er ekki eingöngu sjálí- sagt, að allir musikviriir sæki hljómleika þessa, heldur er það og skylda hvers ísleridings, að veita þjóðlögum vorum þá eftirtekt að hlýða á þau, þegar færi gefst. Þjóðlaga-vinur. Málverkasýning Jóns Þorleíissonar. •—x— Þeir sem ánægju hafa af því, að sjá fallegar myndir og vel gerðar, ættu ekki að láta hjá líða, að skoða málverkasýningu Jóns Þor- leifssonar í Listvinafélagshúsinu. Þar hanga nú uppi 31 málverk, hér unr bil öll frá þ.ví í sumar, flest fráVestmannaeyjum og Þing- völlum. Jón Þorleifsson er mjög góður landslagsmálari, gott listamanns- upplag, eins og fyrstu myndir hans sýndu, og nú orðinn þjálfað- ur í skólum og starfi. Myndir þær Laugardaginn 26. sept. 1925. Verð hér á staðnnm kr. 3700.00. Einkasalar: JÓH. ÓLAFSSON & CO. Reykjarík. Tekjurnar af vörubifreið yðar fara beinlínis eftir þvi, hve mikið má bjóða henni, og hversu ódýr hún er i rekstri. Forðist því umfram alt að velja yður vörubif- reið af handahóíi. Clievrolet vörubifreiðin er ódýr. Það má^bjóða^henni alt, og hún er ódýrari í rekstri en aðrar vörubifreiðar. Hún er sterkbygð og vönduð, hvar sem á hana er litið. Hina frábæru Chevrolet vél þekkja allir og diskkúpling- una sem aldrei bregst. Hver sá sem þarf á ódýru, spar- neytnu og hentugu flutningatæki að halda, ver vel þeim peningum, sem hann borgar fyrir dievrolet]vörubifreið. Nýtt Appelsínur, epli, vínber, laukur, bananar, hvitkál, gufrófur, rúsín- ur, sveskjur, apricósur, þurkuð biáber, þurkuð epli, döðlur og blandaðir ávextir. Altaf ódýrast í Von og Brekkustig 1. sem hann sýnir nú, eru sérstaklega fagrar í litum, bæði heitir og kald- ir litir þeirra eru prýðilega hrein- i;- og fagrir. Það er löng'u af sem áður var, að Jón noti nálega ein- göngu bláa liti. Sumar myndirnar á þessari sýningu beiiilínis stafa frá sér hlýju og sólskini, og ef eg hefði ráð á slíku, þá mundi eg nota mér tækifærið að fá mér fallega rnynd í stofuna rnína, þvi aö verð myndanna er ekki hátt. Eg hefi ekki skoðað sýninguna svo vel, að eg treysti mér til að telja upp einstakar myndir. En við fyrstu viðkynningu, tók eg sérstaklega eftir myndunum nr. 25: Vestmannaeyjar, nr. 20: Vet- ur i Hornafirði, nr. 14: Helgafell í Vestmannaeyjum, og þó veit eg varla, hvort eg á að nefna þessar frekar en sumar aðrar. \ Fjölmepnið á sýninguna og lát- ið ekki jafnmikið af fegurð og þarna er, standa ónotað þessa fáu daga. Og Jón ætti það rneira en skilið, að allar þessar 30 myndir, sem þarna hanga til sölu, væru keyptar af honum'. Mér reiknast :svo, að þær kosti n 550 krónur, og væri andvirðið mjög vel til þess fallið, að listamaðurinn gæti sótt sér þékkingu, þrek og reynsiu til þess að skapa eun meiri fegurö. M. T. Kristján K. konungur vor, er 55 ára í dag. Georg ólafsson, bankastjóri, er skipaður sátta- semjari í kaupgj aldsdeilum, sam- kvæmt einróma tillögum fulltrúa verkamanna og vinnuvéitanda. Magister Karl Bjarnason, sem hér var á ferð sumarið 1922, ásamt konu sinni Guðrúnu Tóm- asdóttúr, skáldkonu, — er ritar undir höfundarnafninu Arnrún frá Felli, — hefir nýlega fengið veit- ingu fyrir prófessorsembætti í frakkneski tungu í Waynesburg College í Waynesburg i Pensyl- vaníu i Bandaríkjunum. Hann er Reykvikingur að ætt og uppruna og einn þeirra gáfu- og dugnaðar- manna, sem sjálfur hefir rutt sér braut til metorða og menta í fram- andi landi. Hann á marga virii og kunningja hér i bæ, seni- fagna munu yfir þessum frairia hans.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.