Vísir


Vísir - 24.10.1925, Qupperneq 3

Vísir - 24.10.1925, Qupperneq 3
 VlSIR Laugardaginn 24. október 1925 Viðtal við Jón Leifs ‘ —o— (Framh.) pað er leiSinlegt, aS viS íslend- ingar getum ekki fylgst meS störf- um ySar. GetiS þér ekki fengiS því á einhvern hátt breytt? Líklega hefir eitthvaS veriS sent hingaS af blöSum meS greinum um mig og eftir mig, því eg lét ýmsa blaSaútgefendur eftir’ beiSni þeirra fá áskrift ýmsra bókasafna og fé- laga hér, en þaS var Iagt þannig út hér, aS eg baS um aS því 'yrði heett. Hvernig hefir þaS veriS lagt út? Á ýmsan hátt, eftir því sem eg frekast hefi fengiS séS. Menn hafa nú veriS misjafnir hér í minn garS, en hámark fjandskaparins var þaS víst, er félag eitt hér í bæ skrifaSi bréf til ritstjórnar einnar, sem hafSi birt greinar mínar, en í bréfinu var þaS fullyrt, aS eg væri svikari o. s. frv., og því til sönnunar var þess getiS, aS eg héti ekki einu sinni Leifs heldur Pottleifsson(U) Ritstjórnin sendi mér. strax bréfið. Eg fekk þaS sama daginn og eg stjórnaði hljóm- leikum í Leipzig. Um sama leyti var eg nýbúinn aS ganga frá ávarpi mínu til Alþingis um tónlistará- standið á Islandi. Eg sendi ritstjórn- inni ýms plögg ávarpsins m. a. álit merkra Iistamanna. En ritstjórnin þrefaldaði ritlaun mín eftir þaS og birtir enn allar greinar, sem eg get látiS henni í té. pér megið þá aS eins gleðjast yfir rógbréfinu. En hvaðan kom það ? Eg álít ekki vert að nefna félag það sem kallaðist sendandi, því aS upptök bréfsins átti Mohr þýski. Hann reiddist mér af því, aS eg vildi ekki ráða hann sem músik- kennara til Akureyrar um haustiS 1922, og af því að eg vildi yfir- höfuð ekki styðja að því aS hann kæmist til íslands. Hér tekur enginn mark á Mohr lengur. pví get eg nú trúað, en samt gat hann haft slík áhrif í þá daga og má þar eflaust sjá upptök rógsagna um mig, sem reynt hefir verið að breiða hér út. Nú má segja að almannahugur fylgi yður. pjóðlög sín metur hver þjóð. Vér höfum frétt, að þér hafið í huga að koma hér með stóran hljóðfæraflokk að ári. Hvernig er því varið? pví er svo varið, að eg stjórnaði í vetur hljómsveit einni í Berlín, sem heitir „Akademisches Orchester" og hefir aðsétur sitt við Berlínarhá- skóla. Meðlimir hljómsveitarinnar eru bæði yngri sem eldri akademisk- ir borgarar ýmissa starfsgreina. Létu þeir oftsinnis í ljós við mig, að ,þá langaði til þess að koma til Reykja- víkur og halda þar hljómleika. Gátu þeir þess um leið, að slíka ferð mundu þeir engan veginn gera til fjár, en þó mundi ferðakostnaður þurfa að borgast með tekjum af hljómleikunum. par sem ekki verð- ur um það sagt fyrirfram, hvort tekjur af hljómleikum hljómsveitar- innar mundu verða svo miklar, að ferðakostnaður borgaðist, þá hefi jeg farið þess á leit, að bæjarstjórn Reykjavíkur gangi í ábyrgð fyrir halla alt að 10.000 krónum. Er hjer um fullkomna hljómsveit að ræða? Hljómsveit þessi er alveg full- komin symfoniuhljómsveit, sem hefir leikið symfoniur og önnur mestu verk tónlistarinnar opinberlega við besta oxðstír, bæði innan pýskalands og utan, eins og t. d. í Svíþjóð, þar sem kcnungshjónin veittu þeim mót- töku og í London, þar sem háskól- inn veitti þeim móttöku. Hljómsveit þessi er vafalaust besta hljómsveit áhugamanna í heimi og mun flytja list þá, sem aldrei hefir heyrst hér fyr, og um ófyrirsjáanlegan tíma ekki mun heyrast hér. Hvaða þýðingu mundi nú slík heimsókn geta haft fyrir tónlistar- líf vcr Islendinga? Fullkomnar symfoniuhljómsveitir eru og hafa ætíð verið miðstöð í öllu listfengu tónlistarlífi. pessvegna má vænta þess, að heimsókn slíkr- ar hljómsveitar, sem hér ræðir um, muni verða meiri framförum vald- andi í tónlistarlífi íslendinga, en orðið hafa um langan tíma áður. pað er einnig trú mín, að vor þjóð- lega tónlist komist áldrei á þann enduneisnargrundvöll, sem þarf, fyr ■ en alt vort tónlistarlíf er orðið mjög listfengt. Hve mannmörg yrði hljómsveitin í ferðinni? Hljómsveitin mundi verða skip- uð 40—45 mönnum, þar á meðal flestum bestu hljómleikurunum úr hljómsveitarfélaginu, en í því eru um 120 menn. pað er gert ráð fyrir að halda 10 hljómleika, flesta með mismunandi efnisskrám, til þess að kynna áheyrendunum aðalverk tón- listarinnar frá ýmsum tímum. Ef ástæður leyfa mun einnig verða reynt að flytja ýmsan einleik (pi- ano, orgel, fiðlu og cello) og ein- söng eða kórsöng, alt með undirleik hljómsveitarinnar. Er það nauðsynlegt að hljóm- sveitin verði svona mannmörg? Já, þetta er minsta hljómsveit, sem kemur til greina, ef tónverkin eiga að flytjast óskemd. Menn virð- ast hafa hér enn mjög ófullkomnar hugmyndir um skipulag hljómsveita. í venjulegu symfoniuorkestri eru tveir þriðju hlutar hljóðfæranna strok- hljóðfæri. Hitt eru ýms blásturs- og sláttarhljóðfæri af vissum tegund- um. pað væri alveg tilgangslaust, að koma hingað með fámennari flokk en 40 menn, þó að ýms verk eftir Haydn og Mozart megi flytja með 30—35 manna hljómsveit. Hafið þér starfað mikið að or- kesterstjórn? Töluvert. Eg stjórnaði symfoniu- hljómleikum í ýmsum þýskum borg- um, veturinn 1922—1923. Vetur- inn þar á eftir var eg hljómsveitar- stjóri félags þess í Leipzig, er heitir „Leipziger VoIksakademie“. Sein- asta vetur stjórnaði eg svo áður- nefndri hljómsveit í Berlín. Niðurl. Nýkomið: Pappi alskonar Timbur alskonar, nnnið, Stiftaisaumur allar teg. Þaksaumur, Skrúfur allskonar, Smurningsolmr og Koppafeiti, SfÓlar margskonar og borð, Gfólfdúkar og borðvaxdúkar, Ferðatöskur, o. m. tl. Lægsta verð eins og vant er. Jónatan þorsteinsson. Sfmar: 464, 864 & 1664 Vatnsstfg 3 & Laugaveg 31. SLOANS er laágátbreiddasta „LINIMENT“ í heimi, og þúsund- ir manna reiöa sig á það. Hitar strax og linar verki. Er borið á én núnings Selt í öllum lyfja- búðum. Nákvœmar notkunarreglur fylgja hverri flösku. FAKSIMfLE PAKKE 15-30% afslátt gef eg af öllu veggfóðri. — — 120 tegundum úr að velja. Gaðmnndnr Ásbjörnsson Sími 1700. Laugaveg 1. Trolle & Rothe hf. Rvík. Elsta vátryggingarskrifstofa landsins. Stofnuð ,1910. Annast vátryggingar gegn Sjó og brunatjóni með bestu fáanlegu kjörum hjá ábyggilegum fyysía Ookks vá- tryggingarfélögum. Margar miljónir króna greiddar innlendum vátryggj- endum í skaðabætuffs Látið því að eins okkur annast allar yðar vátrygging- ar, þá er yður áreiðanlega borgið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.