Vísir - 26.10.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 26.10.1925, Blaðsíða 2
VÍSIR Nýkominn Lankur Símskeyti Khöfn 24. okt. (FB. Hermdarverk Tyrkja í Mosul. Ábyggilegar fregnir herma, aö í hefndarskyni 'vi'ö Breta hafi Tyrkir rænt 800 kristnum mönn- um í Mosulhéruöum og strádrep- ið flesta. Sumt af fólkinu var selt í ánauö, konur svívirtar og seldar 200 eigendum kvennabúra. Alþjóðabandalagið og Balkanmálin Símað er frá London, aö Búlg- aría hafi skoraö á Alþjóðabanda- lagiö að skerast í leikinn. Fram- kvæmdaráösfundur kemur saman á mánudag. Grikkjum og Búlgur- jum hefir verið boöið að senda þangað fulltrúa. Grikkir hætta árásum í bráð. Símað er frá Aþenuborg, að stjórnin hafi bannað hernum að halda áfram árás sinni fyrst um sinn. Frá Balkan. Símað er frá Berlín, að þýskir fréttaritarar áliti ástandið suður á Balkanskaga mjög ískyggilegt. Ráðstjórnarsinnar handteknir. Símáð er frá London, að yfir- heyrsla sé byrjuð á 12 ráðstjórn- arsinnum. Þeir eru handsamaðir fyrir nokkru siðan. Rikisákær- andi benti stjórninni á, að heim- ilt væri að handsama hvern þann, er útbreiðir kenningar kommún- ismans. Khöfn 26. okt. (FB. yopnaviðskifti GrikkjaogBúlgara Símað er frá Sofía, áð Grikkir haldi samt sem áður áfram innrás sinni. Þrjátíu þúsundir griskra hermaqna eru innan landamaðra Búlgaríu. Búlgarska stjórnin hefir skipað her sinum svo fyrir, að hann skuli hopa fyrir Grikkjum fyrst um sinn. Þúsundir manna flýja undan Grikkjum og leita hæl- is inni í landinu. Fellibylur verður 7000 manns að bana. Símaö er frá Konstantínópel, að fe.llibylur hafi skollið á í Persa- ^ flóunum og hafi 7000 perlufiskar- 5 ar druknað á skamri stundu. Chamberlain um Locarnofundinn. ! Simað er frá London, að Cham- { berlain hafi sagt, að sú þjóð, er geri tilraun til þess að eyða árangr- inum af Locarnofundinum, verð- skuldi fyrirlitning alls heimsins. Mannfall Frakka í Marokkó. Símað er frá París, að á 9 mán- uðum hafi fallið í Marokkó yfir 2000 manns og særst meira en 1 8000. Á sama tima varð herkostn- j aöur 1300 miljónir franka. PRESERTENE þvottaa'öferðin er óðum að ryðja sér til rúms viða um heim. Þegar að er gætt, er það ekkert undrunarefni. Hversvegna ættu konurnar að bogra yfir þvottabalanum í stað þess að gera önnur heimilisverk meðan Preservene þvær þvott- inn hjálparlaust. Það er mjög fábrotið. Skerið sápustykkið í þunna spæni og látið x 25 til 35 litra af köldu vatni. Látið hinn óhreina þvott í vatnið og sjóðið í 20 mínútur. í venjulegan þvott eins heimilis þarf varla meira en ,$4 hluta af einu sápustykki, jafnvel ekki meira en hálft. Hér um ræður að vísu mestu hversu mikill þvotturinn er. Þa'ð, sem afgangs er af stykkinu, má nota við næsta þvott eða til annara þarfa, því að Preservene hreinsar allrar sápu best allskonar yfirfatnað, hanska, gólfteppi, húsgögn og svo framvegis. (Lesið nœstu auglýsingu). gMSfeSaffiBsesgi G.s. ÍBOTNIA Farþegar til ntlanda sæki farseðla á morgnn. C. Zimsen. í) Bæjarfréttir 8cx=>o □ EDDA 5925102777* — Húsb.\ m.\ I. O. O. F. — H. — 107x0268. f * Yeðrið í morgun. Hiti i Reykjavik 3 st., Vest- mannaejrjum 6, ísafirði 0, Akur- eyri 1, Seyðisfirði 5, Grindavik 2, Stykkishólmi 1, Grímsstöðum -4- 2, Raufarhöfn 0, Hólum í Hornafirði 4, pórshöfn í Fær- eyjum 7, Angmagsalik (í gær) -4- 2, Kaupmannahöfn 9, Utsirc 9, Tynemouth 10, Leirvík 10, Jan Mayen 5 st. (Mestur hiti í Rvik síðan kl. 8 i gærmorgun 5 st., minstur 2 st.). — Loftvægis- lægð fyrir norðaustan land og önnur djúp fyrir sunnan. Veður- spá: Norðaustlæg átt. Úrkoma, einkum á norðausturlandi. Jónas Jónasson lögregluþjónn er sjötugur í dag, og færöu starfsbræður hans hon- um göngustaf að gjöf, útskorinn cg silfurbúinn. — Jónas er vel ern enn og hefir þó ekki legið á liði sínu um dagana, hefir verið iðju- maður mikill og trúr i verkum sínum. Vísir er sex siður í dag. | Ef Jínið viltu fannlivítt fá og forðast strit við þvottinn, þér sem fljotast fádu þá FLIK-FLAK út í pottinn. Sjómannakveðja, send Vísi um pórsliöfn i Fær- eyjum í moi’gun: Á leið til Eng- lands, velliðan, kærar kveðjur heim. Skipshöfnin Snorra goða. Snorri goði er á leið til Englands og ætlar að selja afla sinn 30. þ. m. í Hull. Stór loftsteinn. Frá því er skýrt í tilkynningu frá sendiherra Dana, að „Sökong- en“ hafi komið frá Grænlandi til Kaupmannahafnar 22. þ. m. og haft innan borðs loftstein þann, sem Knud Rasmussen hefir gefið steinasafni Danmerkui\ Steinninn vegur sjö smálestir og reyndist atar örðugt að koma honum út í skipið. Brátt kom það í ljós, þeg- ar skipið var lagt af stað, að Ioft- síeinninn ruglaöi áttavita skipsins svo mjög, að sigla varð að mestu eftir afstöðu himintungla. Silfurbrúðkaupsdag eiga á morgun frú Guðrún Kristinsdóttir og Jafet Sigurðsson skipstjóri, Bræðraborgarstíg 29. Gengi erlendrar myntar. Rvík i morgun. Sterlingspund ........kr. 22.30 100 kr. danskar.......— 113.66 100 — sænskar ........— 123.43 100 —■ norskar........— 93-6o Dollar................ — 4-6ijA Esja fór héðan í strandferð í gær. Skallagrímur kom frá Englandi 1 gær. Villemoes kom í gær með steinolíufarm frá Englandi. Nýkomið fallegt úrval af ensknm húfam. l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.