Vísir - 05.12.1925, Síða 3
VÍSIR
Laugardaginn 5. des. 1925
i
i
Jóíagjafirnar komnar.
I
Barometer með ísienskri áietrun, stórt úrvai, alt með Qjatverði. Á
Mælar allskonar: minfmuni-, maxímum-, stofu- og gluggamælar
frá 95 aura slykkið. CrleraUQQ, afar fjölskrúðugt úrval, fyrir hið
landskunna lága 'verð. — Komið á -meðan nógu er úr að velja.
Á k
r
►
i
Laugavegs Apotek, Sjóntdðkjadeildin. Fullkomnasta gleraugnasérverslun á íslandi.
í leikMsinu.
--O-
María prinsessa Dana sagði
einu sinni: Plus on connait les
hommes, mieux on aime les chi-
ens (þvi betur sem maður þekk-
ir mennina, þess meira iþykir
manni vænt um hundana). Og
þannig fer fyrir mörgum, sem
kemur oft í leikhus: þrátt fyrir
ýms ágæt leikrit margra höf-
unda, þykir manni æ vænna um
Ibsen. Er hér vitanlega átt við
þau leikrit hans, er snúast um
þjóðfclagsmál og lieimspeki.
Ibsen átti vald á hvorttveggja:
samanþjappaðri athafnakeðju,
sem rökfast stefndi'að leikslok-
um, og ríkri. athugunargáfu;
orðaskifti hans og' bituryrði eru
livöss og munast lengi.
Flestir nútíma höfundar
leikrita eiga aðeins annán þess-
ara kosta. pannig er t. d. ástatt
um Bernard Shaw og John Gals-
wortlly, en „Glugga“ hans sýndi
Leikfélagið i fyrrakveld. Maður
hevrir brestina af flugeldum
þcirra, en saknar herkænskunn-
ar. J>eir eru hvorugir sérstakir
leikritahöfundar, en fyndnir og
gamansamir, og fullir heim-
spekilegra athugana. Raunar er
Galsworthy ekki ólíkur Shaw í
„Gluggum“. Athafnir leiksins
eru ekki sérlega merkilegar, en
ýmsar persónur leiksins eru all-
rar athýgli verðar, eins og glugga-
fágarinn Bly, er segir margt
skemtilegt (þó að rriaður raun-
ar muni gleyma mörgu af þvi).
Athafnir leiksins verða við
gluggánn. Brynjólfur Jóbannes-
son lélc þenna hnyttna glugga-
heimspeking ágætlega. Hin bók-
mentahneigða fjölskylda March
vekur elcki mikla athygli, en
sökina eiga leikendurnir ekki.
Frú Guðrún Indriðadóttir skóp
mynduga konu i frú March og
sýndi veraldarþekking hennar
og Indriði Waage lék pabbason-
inn vel (því að Geoffrey March
hlaut að eiga slíkan son). Ann-
ars hafði frú Marta Indriðadótt-
ir einkum tækifæri til að sýna
leiklist sína sem hin margreynda
eldabuska fj ölskyldunnar March.
Hitt var aftur leiðinlegt, að frú
Soffíu Kvai'an veittist elcki tæki-
færi til að sýna ágæta leikhæfi-
léika sina fcem dóttir Bly’s. En
vafalaust þyrfti hún mikla æf-
ingu og athugun til þess að geta
sýnt varfærnina, kænskuna og
um leið kúgunina, sem höf.
leiksins hefir sennilega ætlast
til. Frú Kvaran hefir mikla at-
hyglisgáfu og fær alt af eitthvað
úr hlutverkum sínum, þó að
ýmsir kynnu að óska að sjá liana
i öðru hlutverki en þessu.
Frk. Arndísi Björnsdóttur
gafst ekki kostur á að sýna
milda hæfileika, en leikur henn-
ar bar vott um, að hún er orðin
vön leikhúsgólfinu, og lireyfing-
ar hennar allar eðlilegar.
Oculus.
Kvittnn.
—o---
pað tekur því varla, að eyða
mörgum orðum að vinar-kveðju
þeirri, sem til mín er stefnt í
síðasta blaði „Tímans“.
Eins og kunnugt er, skrifaði
eg í „Vísi“ rökstuddar greinar
um kjötverðið hér í haust, og
sýndi fram á, svo að ekki varð
hrakið, að það væri óeðlilega
hátt, borið saman við það verð,
sem fáanlegt væri fyrir kjötið
annarsstaðar.
Framkvstj. Sláturfél. Suðurl.
leitaðist við aðý svara greinum
þessum oftar en einu sinni, og
verður honum ekki láð það.
Honum stóð næst að reyna að
taka til andmæla, er aðfinslun-
um var beint að stofnun þeirri,
sem liann veitir forstöðu.
En mjög þptti hann standa
Iiöllum fæti í þeirri deilu, svo
sem von var, því að málstaður
hans var slæmur, og féllu svo
umræðurnar niður.
Skömmu síðar fór á kreik
einn rithöfundur „Tímans“ (P)
og vildi fara að leggja orð í belg
um þctta mál. — Vitanlega bafði
maðurinn elcki upp á annað að
bjóða í þessu efni en lélega upp-
suðu af því, sem framkvstj.
Sláturfél. hafði áður sagt, — og
svo slatta af lokleysum, er hann
lagði til sjálfur. — En er á leið
greinina, sló hann út í alt aðra
sálma, og komst þá meðal ann-
ars, að þeirri slcarplegu niður-
stöðu, að fiskverð hér í bænum
væri líka of hátt. — J?ví hafði
nú raunar engum dottið í hug
að neita. — pað er alkunna, að
verð á nýjum fiski hér í Reylcja-
vík er og hefir löngum verið
óþarflega liátt.
Eg svaraði þessu nokkurum
orðum, að því leyti er mér fanst
greinin svara verð. — Að lokum
lagði eg litinn prófstein á veg
höfundarins: Eg gerði ráð fyrir
að hann mundi vera í montn-
ara lagi. — Eg sagði þetta bæði
í gamni og alvöru, og bafði
er best að aka í hinum ’pjoð
Irægu nýju Buick bifreiðum.
Gólfdúkar
bæjarins lang stærsta lirval, með lægsta verði, hjá
SWSr3
Jónstan Þorsteinssym,
Va.tnsstíg 3.
Sími 864.
Hilka
i
hvers manns
munni
ildsilir Iié [irilur Leilsson, ReM
nokkurn hug á að vita, hvernig
hann tæki þessu. — Mér var
ekki alveg grunlaust um, eftir
ýmsum veðurmerkjum að
dæma, að hann mundi stökkva
upp á nef sér og fara að vonsk-
ast. — Og eg verð við það að
kannast, að mig langaði undar-
lega mikið til að vita, hvernig
hann „tæki sig út“ í þeim liamn-
um.
Mér brást þetta ekki. Hr. „P.“
befir nú klambrað saman grein-
arstúf á nýjan leik, auðsjáan-
lega fokvondur. — Mér þótti
verulega gaman að þessu og
mér þykir greinarhöf. öllu við-
kunnanlegri svona. — Drýldnin
er að vísu nokkuð svipuð, en
slepjan heldur minni.
En innan um alla vonskuna
fer hann enn að ldifa á þvi,
þessi yfirlætislausi og geðprúði
maöur, að komið gæti lil mála,
að hann reyndist fáanlegur til
þess, ef eftir yrði leitað, að
kveikja á týrunni sinui og lýsa
upp b.ugskotin á sauðsvörtum
og vanþakklátum almviganum
hér, svo að honum mætti auðn-
ast að botna einhverja vitund
í kjötverðsmálum og kjötversl-
un yfir höfuð. ,
]?etta er náttúrlega ákaflega
fallega boðið, eins og við var að
búast, en gallinn er bara þessi,
að eg er ekki alveg viss um, að
fólkið búist við mikilli birtu úr
þessari átt. — Og því er það, að
mér finst býsna hætt við, að fá-
ir gerist til þess, að setjast við
fætur. meistarans.
Að öðru leyti sé eg ekki á-
stæðu til, að skifta orðum við
mann þenna. —
Borgari.