Vísir - 29.12.1925, Síða 2
VÍSIR
Höfnm fyrirliggjandl:
Hveiti Cream of Many
do. Best Baker.
do. Canadfan Maid,
Rúgmjöl frá Aalborg og
Havnemöllen,
Háifsigtlmjöl do.
Williams & Humbert
SHERRV
Molino
Vino de Pasto
Amontiilado
Walnut Brown.
Símskeytí
Khöín 28. des. FB.
Flóðbylgja eyðir 10 þús. manna
fcygð á eyjunni Yap í Kyrrahafi.
Símað er frá Tokio, að flóð-
bylgja- mikil hafi gengiö yfir
eyjuna Yap, sem er ein af Karo-
linu-eyjunum í suðurhluta Kyrra-
hafsins, 247 ferkílómetrar að
stærð, og sópað burt öllu lifandi
og dauðu. Talið er að allir eyjar-
skeggjar, en þeir voru um 10.000,
hafi druknað. Fregnir óljósar, þar
eð vegna óveðurs er ógerningur að
rannsaka staðinn enn þá.
Marokko-ófriðurinn.
Símað er frá París, að friðsemj-
ari Abd-el-Krims hafi fengið kald-
ar móttökur. Þótti hann kröfu-
'harður. Varð að hverfa aftur við
svo búið.
Frakkar í Sýrlandi.
Símað er frá París, að stjómin
hafi lýst því yfir, að aðstaða
Frakka i Sýrlandi fari stórum
batnandi.
Ný stjómarskifti í Frakklandi.
Símað er frá París, að ekkert
útlit sé til þess, að núverandi'
stjórn takist að semja fjármála-
frumvohp geðþekk þinginu. Er'
búist við því, að stjórnin fari frá
bráðlega.
Tyrkir ræða Mósúlmálið.
Símað er frá Vínarborg, að
tyrkneska herforingjaráðið haldi
fundi þessa dagana og ræði liklega
um Mósúlmálið.
LeikMsiö.
„Dansinn í Hruna“ var leikinn
á annan í jólum fyrir fullu húsi,
og hafði verið vandað mjög til
sýningar þessarar. Emil Thorodd-
sen hafði samið forleik í tónum
og stjórnaði honum sjálfur,en Sig-
valdi Kaldalóns samið lög við leik-
ritið, og allur útbúnaður og tjöld
yoru eins góð og hægt. er að bú-
ast við hér á landi.
„Dansinn í Hruna" er sorgar-
leikur, saminn út af þjóðsögunni
samnefndu í safni Jóns Ámasonar.
Segir þar, að presturinn í Hruna
hafi tíðkað dans og gleðskap með
kirkjufólki sínu á jólanótt, en móð-
ur hans Unu hafi ekki geðjast að
þessu atferli sonarins, og eitt sinn,
er hún gekk út, hafi hún heyrt
kveðið:
Hátt lætur í Hruna,
hirðar þangað bruna,
svo skal dansinn duna,
að drengir megi það muna.
Enn er hún Una
og enn er hún Una.
Sökk síðan kirkjan ásamt kirkju-
fólki, en kölski á að hafa verið
að verki, en gat ekki sökt kirkj-
unni fyr en Una var farin út. Svip-
uð þjóðsaga er um Bakkastað, en
í henni heldur kölski um hurðar-
hring kirkjunnar, og kveðið er:
Fteld eg nú í hurðarhring,
hver sem það vill lasta,
hér hafa kappar kveðið í kring,
kemur til kasta,
kemur til minna kasta.
Önnúr saga er til í þjóðsögun-
um, Brytinn í Skálholti, er sýnir
kölska í mannslíki; ætlar hann
að ná Skálholtskirkju og söfnuði
á sitt vald með svartagaldri, en
það mistekst, af því að gamall
maður, fær í forneskju, kemst að
þessu og leggur biskupi á ráðin,
hvernig hann skuli haga sér.
Loks má minna á söguna úr
biskupaannál Jóns Egilssonar, er
stendur í Árbókum Espólíns um
það, hvernig Ógautan hrekst til
íslands. Er þar saga um útlend-
ing flugríkan, sem átti Kavelskip.
Enn er notuð sagan af Reynar-
kirkju, sem er sama og sagan af
dómirkjunni í Lundi; átti smiður
kirkjunnar að fá annan son prests-
ins að launum, nema getið væri
upp á nafni smiðsins. Hét hann
Finnur og gat prestur upp á nafni
hans, af því að honum varð reik-
að út og heyrði þá kveðið í hól:
Senn kemur hann Finnur faðir
þinn frá Reyn, með þinn litla leik-
svein. I leikritinu er gefið í skyn,
að Ógautan hafi bygt Hrunakirkju
(þá í annari mynd) og hafi ætlað
að fá báða sonu prestsins fyrir.
Ilann kemur síðan aftur og ætlar
að ná þeim báðum og fá kirkju-
húsið í kaupbæti.
Allar þessar þjóðsögur liggja til
grundvallar leikriti Indriða Ein-
arssonar. Leikurinn gerist á 16.
öld, og va,r þá mikið los á kirkj-
unni og ósiðlæti -meðal . kenni-
manna. Sagnirnar um að kirkjan
sökkvi vegna svartagaldurs, munu
hafa myndast af trú manna á refs-
ingu guðs vegna lausungar og gjá-
lííis. Höf. býr Ógautan til í lík-
ingu við Mefistófeles Marlowes og
Mefistófeles Goethes. Hann er
ímynd, tákn hins illa, en móðirin,
Una, verður tákn hins góða. Bar-
áttan stendur milli þeirra, og
ógautan gerir blóðsamning við
Lárens, bróður síra Þorgeirs, og
ætlar að ná báðum bræðrunum á
sitt vald. Láreps getur ei fengið
Fríðar systurdóttur Stefáns bisk-
ups j Skálholti, nema hann eign-
ist alla Bræðratungu, en ógautan
fær honum fé til jarðakaupanna og
á að;fá hann að lapnum, ef kómeta
sést á himni með þrem hölum, og
hann taki í hönd Lárensar fyrir
klukkan tólf þann dag. Ógautan
fær Gottskálk í Berghyl í lið með
sér, gamlan syndasel, og kennir
honum svartagaldur. Leita þeir
fregna um framtíðina og fremja
ódæðisverk.
Síra Þorgeir, bróðir Lárensar, er
lausungarmaður, og hefur dans
með' sóknarfólki sínu í kirkjunni.
Af völdum Ógautans er hann lát-
inn vega Tristan, mann Björns
Guðnasonar, í kirkjunni, en bisk-
úp bannfærir hann. Fær Ógautan
hann þá til að gera uppreist gegn
biskupi, og fer svo að lokum, að
kirkjan sekkur, er prestur hefir
hafið dans og gleðskap með
kirkjufólki sínu, en leikurinn end-
ar á því, að þeir, sem eftir lifa,
hefja upp hendur sínar í bæn til
Maríu meyjar, og leita þar styrks.
Leikurinn er rómantiskur og
saminn að hætti Shakespeares og
annara fornra meistara. Vofur og
sjónhverfingar eru sýndar, og má
líta þannig á, að þær séu tákn
hugóra og hræðslu fólksins, því
að grundvallarhugmyndin snýst
um baráttuna milli hins góða og
illa í mönnum, og hræðslu við
refsing guðs fyrir drýgðar syndir.
Höf. er sérlega sýnt um ,alt, er
íýð leiksviðsútbúnaði lýtur, og ber
leikrit þetta þess órækan vott, að
hann hefir numið leikritagerð af
útlendum meisturum. Honum tekst
l. d. ágætlega að gera blóðsamn-
inginn eðlilegan. Lárens veit ei,
hver ógautan er, en hann hróflar
sig á fingri, er hann ætlar að
undirrita samninginn, blóð vætlar
fram, og hann lætur nokkra dropa
drjúpa niður í fjöðrina. Þegar
Ógautan kemur að sækja Lárens
i 4. þætti, hefir Una móðir hans,
sem grunar, hver Ógautan sé, gefið
svni sínum þau ráð, að halda á
krossmarki í hendi og fara ekki
út fyrir gráturnar fyr en klukkan
er slegin tólf. Ógautan verður frá
að hverfa, en sendir nú með svarta-
galdri Unu, biskupinn og Fríði,
hvert á fætur öðru, til þess að
ná í Lárens, og má hann ei þekkja
mismun á veruleika og sjónhverf-
ing, en hann heldur fast við ráð
Unu og stenst allar þessar
þrautir, uns hálshöggva á Fríði;
stekkur hann þá fram til að bjarga
henni, en á því augnabliki slær
klukkan tólf, og hann hnígur nið-
ur fyrir framan altarið.
Þessi kafli er stórfenglegur og
meistaralega gerður af höfundi, og
á fáa sína líka í erlendum leikrit-
um um leik-stíganda (klimax), en
nokkurn stuðning mun höf. hafa
haft af sveitardrengnum í þjó;ð-
sögunni um tengdason biskups og
kölska, er kom til að sækja hann
inn í kirkju, átti að bergja af
kaleik, en komst ekki inn fyrir
hringinn.
Það mun engum vafa undirorp-
ið, að leiksýning þessi myndi stór-
fengleg, ef leikútbúnaður væri eins
og tíðkast í stórleikhúsum erlend-
is. Leikhúsið er of lítið og leik-
sviðið of þröngt, til þess að gera
sjónhverfingarnar og vofurnar
trúanlegar, og sennilegar fyrir
áhorfendur, meðan á því stendur,
og þó mátti segja, að vel væri
farið með.
Ógautan leikur Ágúst Kvaran
ágætlega, og eins er leikur Unu
mjög góður (frk.«Emilía Indriða-
dóttir) ; henni tókst einkum vel í
4 þætti, er hún kom inn sem sjón-
hverfing og mátti þá kenna óveru-
leikann í fasi hennar 0g tali. Lár-
ens leikur Indriði Waage, og fer
-- —__, Gott úrval af
é<íH Vetrarhúfom
fvrir fulloröna og
drengi
JJaraíduiJhnuAon