Vísir - 13.01.1926, Qupperneq 2
VÍSIR
)) ftem i Öl
Höfnm fyrfrliggjandi:
Dr. Oetkers
Cítronessens,
Möndluessens,
Vanilleessens,
Húsmæðnr,
biðjið kaupmann yðar nm þessa dropa, þá
fáið þér áreiðanlega fyrsta flokks vörur.
14 íarþega
fems.
bifreiðar getum við hér eftir útvegað með ca. 2ja mánaða fyr-
ix*vara. Bifreiðarnar eru fóðraðar að innan með leðri og að öllu
leyti eins útbúnar og vandaðar eins og 5—7 farþega bifreiðar.
Verð kr. 8500.00 uppsett í Reykjavík, eða á hvaða höfn
sem er, sem hefir beinar samgöngur við Kaupmannahöfn.
Allar nánari upplýsingar veita:
Jóh. Ó1 afsson &, Co.
Reykja vík
Simi 584 Simnefni'. „JUWEL"
AÐALUMBOÐSMENN FYRIR CHEVROLET Á ÍSLANDI. —
I
PRESERVENE
Þvottasápan.
er í dag gefin í neðangreindum verslunum, ef eitt stykki
er keypt.
Verslunin Vísir, Laugaveg.
Vérglunin Fíllinn, Laugaveg.
Verslun Halldórs Gunnarssonar, Aðalstræti.
Verslun J?orsteins Sveinbjömssonar, Vesturgötu.
H.f. Þvottahnsiö Mjallhvít.
Sími 1401. - Simi 1401.
Þvær hvitan þvott fyrir
65 anra kilóið.
Sækjum og sendum þvottinn.
Símskeytí
--X—
Khöfn, 12. jan. 1925.
J?ing Svía kvatt á fund.
Símað er frá Stokkhólmi, að
ríkisdagurinn hafi komið sam-
an í gær.
Stórþingið kvatt á fund í gær.
Símað er frá Osló, að Stór-
þingið komi saman i dag.
Sjötugur tónlistarmaður.
Komponistinn Christian Sind-
ing hélt i gær hátiðlegan 70.
afmælisdag sinn. Blöðin hylla
hann og flytja miklar lofgrein-
ar um hann. Fjársöfnun fór
fram og safnaðist stórfé.
Frá jafnaðarmönnum í
Ungverjalandi.
Símað er frá Budapest, að
socialistar liafi sent óskorun til
þjóðarinnar um, að hún krefjist
þess, að Horthy rikisforstjóri
og stjómin fari frá.
Ræningjar í Mexico ráðast á
járnbrautarlest.
Símað er frá Washington, að
ræningjar i Mexico hafi ráðist
á járnbrautarlest og drepið
fjölda ferðamanna. Rændu þeir
og stálu og brerídu öllu lauslegu
og brendu siðan lestina til
kaldra kola.
Pussyfoot Johnson talar um
bannið.
Símað er frá New York, city,
að Pussyfoot Johnson, bindind-
isfrömuðurinn, sé kominn heim
úr Evrópuför sinni og segir
hann, að bannið hafi allsstaðar
borið minni árangur en við var
búist. Ennfremur viðurkennir
hann, að amerisku bannlögin
hafi gert meira tjón en gagn.
Noregsbanki hækkar forvexti.
Símað er frá Oslo, að Noregs-
banki hækki forvexti i dag upp
í 6% úr 5%.
•Tarðarför Margeritu ekkju-
drotningar.
Símað er frá Rómaborg, að
ekkjudrotning Margerita hafi
verið jörðuð í gær með mikilli
viðliöfn.
Post festnm.
Mér hefir stundum virst erfitt
aö koma að nokkrum rólegum at-
hugunum, þegar kosningar eru viö
dyrnar. Stóru oröin og flokksfylg-
iö blinda enn þá mest metin, og
„flokksleysingjar" taldir ýmist
sannfæringarlaus lítilmenni eöa
kjarklausir hræsnarar, sem enginn
þurfi að taka tillit til.
En úr þvi engar alþingiskosn-
ingar eru niú á næstunni, svo kunn-
ugt sé, leyfist mér ef til vill að
taka til máls, án þess að flokks-
betjurnar færi mig í kaf.
Borgarstjóra- og bæjarstjórnar-
kosningar hér í bæ koma ekki
þessu máli við, því að „mínu máli“
er þar vel borgið, hvernig sem þær
fara í þetta sinn.
„Mitt mál“ við kosningar er
bindindis- og bannmáliö, og mig
furðar á því, að ekki skuli bera
meira á því, en oftast er, að það
sé ,„stóra málið“ hjá fjölmörgum
kjósendum þessa lands.
Það hefir verið sótt og varið af
kappi á mannfundum og í ýmsum
blöðum, áratugum saman. Sumir
segjast hata bannlögin, en aðrir
trúa því, að þau mundu koma i
veg fyrir margskonar ógæfu fj,öl-
margra heimila og einstaklinga
með þjóð vorri, ef þau væru sæmi-
lega haldin. Og að áfengisbannlög
geti öllum öðrum lögum fremur
verndað þjóð vora frá viðtæku
framtiðarböli.
Eg veit ekki betur, en að þessi
síðartalda trú eða skoðun sé al-
menn hjá templurum og æði mörg-
um öðrum landsmönnum, og það
hafi litil eða engin áhrif á hana
haft, þótt flestir kannist við, að
álitamál sé um gagnið af þ'eim
„bannlögum", sem illa var gætt
frá upphafi víðast hvar, og síðan
smámsaman fleyguð á ýmsar lund-
ir, uns götin eru svo stór, að nærri
liggur við að heil skip geti komist
heilu og höldnu gegn um þau. —
Séu götin bætt og laganna svo
gætt ekki lakar en annara laga, þá
mun betur fara.
Á þann veg tala svo margir, að
tnig furðar á, hvað lítið ber á, að
þeir setji málið á odd við kosn-
ingar.
Að vísu furðar mig ekki á því,
þótt heitur íhaldsmaður kjósi ekki
jafnaðarmann til þingsetu, eða
jafnaðarmaður ihaldsmann, þótt
báðir séu bannvinir, flokksfylgið
er svo ákveðið, að „flokksleysingj-
amir“ verða líklega einir um að
láta eitt kært mál ráða þar atkvæði
sínu.
En| mér er það undrunarefni, að
bannvinirnir „pólitísku“ skuli ekki
alment segja i fullri alvöru við
undirbúningsnefndirnar á ð u r en
þingmannaefnin eru opinberlega
tilnefnd:
„Ef þið sjáið ekki um að örugg-
ur bannvinur verði í boöi frá
stjórnmálaflokki okkar við næstu
kosningar, þá sitjum við heima,
hvað sem á gengur. Það skal eng-
inn fá okkur til að gefa andbann-
ing atkvæði til þingsetu á meðan
deila stendur um bannmálið eða
næðan það er ekki nerna hálf-
afgreitt.“
Ef templarar og aðrir bannvinir
segðu eitthvað svipað, hverjir við
sinn pólitíska flokk, — og stæðu
við það, þá mundi meira tillit tek-
ið til þeirra en nú er í þessum efn-
um.
En mundu þá ekki andbanning-
ar færast í aukana og segja svip-
að, svo óvíst yrði hver áhrifin
yrðu ríkari? Má vel vera. En væri
það nokkurt áhyggjuefni?
Er ekki bannmálið það stórmál
og meðferö þess svo mikil van-
sæmd þjóðinni að hvorirtveggja,
vinir þess og andstæðingar, eigi
heimtingu á að allir stjómmála-
flokkamir taki alveg ákveðna af-
stööu gagnvart því? Ætli þjóðinni
yrði það nokkur óleikur, þótt
flokkarnir riðluðust dálítið við
þaö eöa þótt bannmálið yrði jafn-
vel aðalmál við einar alþingis-
kosningar? Er það ekki alveg eins
gott að berjast um slíkt siðferðis-
mál eins og um kaupmensku og
valdalystarleysi ? — Og sé ríkis-
stjórninni svo sýnt um aö græða
fé á áfengisverslun, að hún hirði
ekkert um, þótt meirihluti kjós-
enda í ýmsum kauptúnum „af-
biðji“ þessháttar fríðindi, á hún
þá ekki skilið að þreifa á því, að
kjósendur láti sér ekki á sama
standa að vilja þeirra sé traðkað?
Þeir sveitamenn, sem fjarri þúa
öllum áfengisholum og eiga þá
lækna, sem láta sama sem ekkert
áfengi af hendi, líta ef til vill svo
á, að ekkert sérstakt þurfi að gera
í þessum efnum, en aðrir lands-
menn munu langflestir vera
óánægðir með „bannið", eins og
það er, og deila svo um hvort betra
sé að sleppa því alveg eða endur-
.bæta lögin og eftirlitið eftir þvi
sem í voru valdi stendur. — En
væri þá'ekki heillaráð að biðja al-
þjóð að skera úr, og leita þjóðar-
atkvæðis um máliö?
Verði þeir þá fleiri, sem kjósa
frjálsa verslun meö áfengið, má
væntanlega treysta því, að and-
banningar hefji þá bindindisstarf-
semi, sem þeim mörgum er tamt
að lofa, en hafa einhvem veginn
ekki komið sér fyrir með að koma
í framkvæmd — enn þá. Þeir eru
ekki orðnir langþreyttir af bind-
indisbaráttu og þvi líklegir til
framkvæmda.
Verði hinir fleiri, sem ekki vilja
eingöngu halda í „bannið“ heldur
og endurbæta það eftir föngum,
má búast viö að þing og stjórn
taki betur í taumana en verið hefir.
Eg held, eins og komið er, sé
nærri því verst að vera að rífast
um hvorir séu liðfleiri, en láta
flestar aðrar hliðar málsins skeika
að sköpuðu.
Má vera að fáir vilji sinna þess-
ari uppástungu, — hvorugir þyk-
ist velbúnir til úrslitahríðar, — en
þá legg eg til að bánnvinir sýni
verulegan lit við næstu landskosn-
ingar, sem ekki eru ýkja langt
framundan,fyrst og fremstmeðþví
að reyna að stuðla að því, hverjir í
sínum flokki, að öruggir bannvinir
verði efstu menn á listunum, og sé
sú ósk að vettugi virt hjá leiðtog-
unum, þá sitji þeir heldur heima
en gefa.nokkrum andbanning at-
kvæði. Viö þær kosningar hafa
lcjósendur fremur frið fyrir at-
kvæðasmölum en við kjördæma-
kosningar og ættu því fremur að
geta losnað við allar flokksæsing-
ar.
Verði þeirri tillögu heldur ekki
sint að neinu, kveða bannvinir
sjálfir upp dauðadóm yfir stefnu
sinni eða stefnuleysi, hvað stór-
orðir sem þeir kunna að vera á
félagsfundum þar sem enginn er
til andmæla og ekkert reynir á
starfsþrekið.
S. Á. Gíslasorí.
Dánarírega
—o--
pann 7. þ. rrí. andaðist að
heimili sinu, Saurbœ í Eyjafirði,
ekkjan Margrét Sigurðardóttir,
sem margir hér munu kannast
við og minnast að góðu einu.
Hún var fædd 16. sept. 1854. —
Maður hennar var porsteinn
pórðarson; bjuggu þau lengi á
svonefndum Frostastöðum við
Reykjavík; eignuðust 2 böm er
upp komust, Guðjón, dó 1914;
hafði hann nokkru áður lokið
skipstjóraprófi í Stýrimanna-
skóla Reykjavíkur, og Sigríði,
gifta síra Gunnari Benediktssyni
nú presti að Saurbæ í Eyjafirði.
Margrét sál. var sérlega vönd-
uð kona, bæði til orða og at-
hafna, prúð í allri framkomu,
tápmikil og sivinnandi; hún var:
góðum gáfum gædd, trúhneigS
og elskaði alt sem fagurt var
og gott.
Síðustu ár æfinnar var hún
farin mjög að heilsu, svo að hún
naut sín lítt. Hún lét sér ant um
gott uppeldi barna sinna, enda
naut liún góðrar aðstoðar þeirra
og síðast ástúðlegrar umönnun-
ar dóttur sinnar og tengdasonar,
en með þeim fluttist hún héð-
an norður til Eyjafjarðar, vor-
ið 1920.
Á. G.
í alifuglarækt, verður haldið, að
tilhlutun Búnaðarfélags íslands, í
húsi félagsins. Hefst það föstudag-
inn þann 15. þ. m„ kl. 8 síðdegis,
og heldur áfram næstu viku á
sama tíma dag hvem.
Kennari verður Jóhannes Þor-
steinsson. Hann hefir dvalist 4 ár
1 Noregi við að kynna sér búnaðar-
háttu Norðmarína. Síðustu tvö ár-
irí var hann á bændakennaraskól-
anum Sem. Skólinn var stofnaður
1914. Hann kennir búfræðingum,
sem ætlað er að verða leiðbeinend-
ur um nýbýlastofnun og nýbýla-
ræktun. Kenslan er bæði bókleg
og verkleg. Á skólabúinú er mikið
af alifuglum (hænsum, kalkiúnum,
gæsum, öndum), og er þar mjög
ítarleg kensla í þeirn fræðum, í
sambandi við tilraunir um fóðrun
þeirra og hirðingu.
Jóhannes hefir í hyggju, á náms-
skeiði jressu aö skýra frá alifugla-
rækt Norðmanna og reynslu þeirra
í þeim efnum. í sambandi við fyr-
irlestrana verða umræðufundir;