Vísir - 16.01.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 16.01.1926, Blaðsíða 2
VÍSIR Olseíhi (( Höíum íyririiggjandi: Taldar kartöflur danskar mjög ódýrar. Símskeyíí --X— Khöfn 15. jan. FB. Ógurlegt námaslys í Banda- ríkjunum. Símaö er frá Wilburton í Banda- ríkjunum, aö kolanáma hafi hrun- iC saman. HundraS námamenn inniluktir. Björgun vonlaus. Skip frosin inni. Símaö er frá Stokkhólmi, aö 20 skip séu frosin inni i Finska flóa. Eru þau flest rússnesk og eru í talsverðri hættu vegna óróleika issins. MatvælafortSi skipanna mun þegar nær genginn til þurSar. Mat- björg er flutt til þeirra á flugvél- um. Frá Mussolini. SxmaiS er frá Rómaborg, aS Mussolini sé hættur viö uppskurS- inn. Kuldar á ítalíu. Ákaflega mikil snjókoma og grimdarfrost um alla Noröur- ítalíu. Fjöldi manna hefir beSiö bana af kulda. Khöfn 16. jan. FB. Tillögur um námarekstur í Bretlandi. SímaS er frá London, aS náma- eigendur og verkamenn hafi af- hent kolanámanefndinni uppá- stungur sínar. Námaeigendur krefjast aSallega 8 stunda vinnu- dags. Krafa hinna er alger þjóS- nýting námanna. Máli‘5 vafalaust eitthvert hiS rnesta deilumál fyrst um sinn. — Ver'ölækkun í Eng- landi 1925 10 y2%. Námaslysið í Bandaríkjunum. SímaS er frá New York borg, aö átta menn hafi bjargast lúr nám- unni. HundraS dánir. Utan af landi. Akureyri 15. jan. FB. Verslunarstjórarnir Hallgrímur avíösson og Einar Gunnarsson, sem báöir eiga sæti i niðurjöfnun- arnefnd kaupstaöarins, hafa gert í-áSstafanir til málsóknar á hend- ur ritstjóra „Verkamannsins“ fyr- ir ummæli, er nýlega stóðu í því blaöi í grein urn niöurjöfnun út- svara 192Ó. Ummælin, sem stefnt er fyrir eru þessi: „Fulltrúar er- lendra fésýslumanna hafa neytt aöstöðu sinnar í nefndinni til þess að verja pyngju húsbænda sinna, eu seilast því dýpi-a ofan í vasa bláfátækra verkamanna." Ágætis tíð en aflaleysi. Þing- málafundur hér á miðvikudaginn kemur. Rafmagnið. Fyrir 20 árum eða þar um bil, mældu og reiknuðu sprenglærðir menn það út, alveg upp á hár, að Elliðaámar mundu allsendis ónóg- ar til þess, að hægt væri að fram- leiða með vatnsorku þeirra raf- magn handa bænum. Þessu var trúað i þá daga, og gasið tekið, enda lá mikið við, ef eg man rétt. Þegar á striðstimann leið, og all- ír hlutir komust i vitlaust verð, var aítur fundið upp á því, að mæla \árnar, og hinir sprenglærðu menn settust við að reikna á nýjan leik. — Og nú brá svo kynlega við, að rútkoman á dæminu varð með nokkuð öðrum hætti en fyrri dag- inn. — Var svo að sjá, sem ámar hefðu „grætt sig“ til muna á „gas- öldinni“, eða vaxið með dýrtíöinni og brasklund náungans. — Nú fullyrtu hinir skriftlærðu reikn- ingshausar, að vatnið væri kapp- nóg, jafnvel þó að bærin yxi mikið. Og þessu var líka trúað. — Menn eru yfirleitt ekki með nein- ar rengingar hér, að minsta kosti ekki í bæjarstjórninni. Niðurstaðan varð sú, að bærinn lagði út i að virkja Elliðaámar og koma sér upp rafmagnsstöð. —. Reikningshausarnir sögðu að þetta kostaði svo sem ekki nein ósköp. — Tveggja miljóna ’kr. lán var svo tekið, til að byrja með, árið 1919, og í árslok 1924 skuldaði raf- magnsveita ekki nema eitthvað svo lítið á fjórðu miljón kr. — Það er ekki rnikið, fyrir slíka „ljósa- boi-g“ sem Reykjavík. Og svo er aðgætandi, að eign- irnah eru miklu meiri en skuldirn- ar — á pappírnum.--------- Menn hlökkuðu til að fá raf- raagnið, og loksins kom það — um leið og kóngurinn. — Og ljósið flóði yfir bæinn, inn í hvem afkyma, og fólkið var í sjöunda himni. En bráðlega fór þó að bera á því, að einhverjir árans dutlungar voru í þessu blessaða ljósi. — Það vildi ekki skína yfir réttláta og rangláta, nema stundum. — Var þá leitað frétta hjá hinum lærð- ustu mönnum, og spurt hvað valda mundi ljósleysinu. — Og þeir vissu það alveg upp á hár; — þeir vita a-finlega alt. — Þeir sögðust hafa „reiknað með“ haustrigningunum, en nú hefði þær brugðist, og það væri í meira lagi ónærgætið. — Og þeir horfðu með sárum von- brigðum upp í stjörnubert haust- loftið og sögöu eitthvað á þessa leið: „Já, sannarlega voru þær í dæminu, október-rigningarnar 1 — Og það hefði vissulega verið rang- látt og óverjandi, að sleppa þeim úr svo hárfínum og nákvæmumút- reikningum, því að hér rignirenda- laust á haustin, eins og allir vita.“ — En hlálega fanst þeim þetta gert af náttúrunni, og eiginlega hálf- gerðir prettir. En „móðir náttúra“ lét sem hún heyrði ekki þessa kveinstafi, og skifti sól og regni að geðþótta sínum. Hyggjuvit mannanna er óþrot- legt, og svo reyndist líka hér. —■ Við erum fátækir af veraldarauðí, en verksvit og forsjá leiðtoga vorra er óbilandi, og þar á þjóðin mikla auðlegð, öllu gulli dýrmæt- ari. 1 Og nú var reiknað og reiknað á ný. Frægustu reikningshausar lögðust í bleyti, og nú átti ekki að ganga í „haustrigninga-vatnið" eins og forðum. — En þá gleymd- ist það, að á íslandi koma stund- um frost, og að grunnstingull get- ur hlaupið í árnar, og sannaðist hér, sem oftar, að ekki vex-ður við öllu séð. — Og þrátt fyrir mikið vit og hvíldarlaust strit bestu manna, hugsanaglímur og reikningsþraut- ir, kemur það fyrir enn í dag, e£ á polli skænir, að ljósin taka að dvína. — Getur þá hæglega farið svo, að ekki sjáist handa skil í þessum bæ tímunum saman. — En bót er það í böli, og hún ekki lítil eða auðþökkuð, að alt af vita hinir vísu menn hvað veldur, og alt af er fullyrt í myrkrinu, að á næsta vori verði svo frá þessu gengið, að alt kornist í eilíft lag og engu skifti þá um haustrign- ingar, grunnstingull eða frost. — — Og vorið kemur, og sumarið líð- ur. — Mennirnir hugsa og reikna og vinna, en á næstu haustnóttum, í fyrstu frostum, dvína ljósin al- veg eins og áður. — Og bærinn situr við og við í myrkinu —1 með þriggja miljóna ljósaskuld á herð- um sér. — Lýsingur. t Kristjana Jónsdðttir í Reykjarfirði í Suðurfjarðahreppi í Arnarfirði, móðir Jóns Ásmunds- sonar, hreppstjóra þar, andaðist nú um áramótin. Hún var fædd 8. nóvember 1828, og því nokkuö yfir 97 ára að aldri, er hún lést. — Kristjana sáluga var mikil dugnaðar- og myndarkona á yngri árum sínum, en misti heils- una fyrir meira en 20 árum. —• Varð hún skyndilega máttlaus öðx-u megin, og lá rúmfösf upp frá því til æviloka, án þess að geta sjálf veitt sér neina hjálp. — Þá misti hún, og heyrn að mestu, en hélt sjón lengi og las mikið sér til afþreyingar. — Að lokum misti hún þó sjónina, og var alblind r.okkur siðustu ár ævinnar. Hinar fádæma langvinnu þi-aut- ir sínar og þjáningar bar hún með frábæru og aðdáunarverðu sálar- þreki og jafnaðargeði. Fornvinur. GHETROLET er fyrirmyndar bifi»eið.| Á síðast liðnu ári seldust fleiri Chevrolet vörubifreiðar hér á landi en nokkru sinni áður hafa verið seldar af nolckurri ann- ari bifreiðategund á einu ári. petta er meðal annars ein sönnun fyrir ágæti bifreiðanna. Margar mikilsverðar endurbætur hafa verið gerðar á Chev- rolet vörubifreiðinni „Model 1926“ svo sem: 1. Öflugri grind 6 þumlunga breið með 6 sterkum þverbit- um, og lægri að aftan svo hægra sé að hlaða bifreiðina. 2. Heilfjaðrir að framan og aftan. 3. Sterkari framöxull. 4. Fullkomnari og sterkari stýrisumbúnaður, sem gerir bif- reiðina miklu auðveldari í smíningum. 5. Gerbreyttur afturöxull svo losa má öxla og stilla drifið án þess að taka öxulhúsið undan bifreiðinni, og án þess aS taka þurfi af henni hlassið. 6. Allir öxlar snúast í kxilulegum, sem eigi slita öxlunum. 7. Tryggara fyrirkomulag á bremsum. 8. Öll hjól jafn stór, sem hefir þann mikla kost, að hægt er að slíta gúmmiinu út að fullu, þannig að nota má slitna afturhringi á framhjól til stórsparnaðar. Chevrolet bifreiðin ber 1% tonn, og með það hlass fer hún flestar brekkur með fullum hraða (á 3. gíri). Chevrolet bifreiðin er með diskkúplingu, hinni heimsfrægu Remy rafkveikju og sjálfstartara, hraðamæli og sogdúnk. Sé tekið tillit til verðs, á Chevrolet engan sinn lika að vél- arkrafti, flýti, styrkleika og þægindum. Viðhaldskostnaður á Chevrolet er hverfandi litill samanborið við aðrar bifreiðir. Verð íslénskar kr. 3400.00 uppsett í Reykjavik, eða á Iivaða höfn sem er, sem hefir beinar samgöngur við Kaupm.höfa. Einkasalar fyrir ísland: ' Jóh. ólafsson & Co. Reykjavik I WjlHams & Hnmbert. MOLINO | Sherry. 1 Sést alstaðar þar sem Bfðjið | gott vin er boðið. um það. □ EDI)A 59261207-1. (miðvikud ) Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarni Jónsson; kl. 5 síra Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkjunni í Reykjavik kl. 2 síðd. síra Árni Sigurðsson. Að guðsþjónustu lokinni verður safn- aðarfundur. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 siðd. sira Ólaíur Ólafsson. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 f. h. og kl. 6 eftir liád. guðs- þjónusta með prjedikun. Veðrið í morgvrn. Hiti í Reykjavík 2 st.; Vest- mannaeyjum 3, ísafirði -4- 3, Ak- ureyri o, Seyðisfirði o, Grindavík 2, Stykkishólmi o, Grímsstöðum 4- 4, Raufarhöfn 1, (ekkei't skeyti frá Hólum í Hornafirði), Þórs- höfn 4, Angmagsalik -4- 7, Kaup- mannahöfn 1, Utsire 4- 1, Tyne- mouth 3, Leirvik 3, Jan Mayen -f- 16 st. (Mestur hiti hér síðan kl. 8 í gærmorgun 3 st., minstur '-rj 2 st). — Loftvægislægð fyrir sunn- an land. —• Veðurspá: Norðaust- læg átt á Austurlandi, austlæg átt annars staðar, allhvöss við Aust- urland. Úrkoma á Austurlandi og sumstaðar á Suðurlandi. Leiðrétting. í grein í „Vísi“ í dag kemst Sig. F.ggerz bankastjóri svo að orði: „Formaður Ihaldsflokksins, Jón Þorláksson, bauð Sig. Eggerz auk þess stöðuna.“ Er þar átt við bankastjórastöðu i íslandsbanka. Þetta er mishermi. Eg hefí aldrei boðið Sig. Eggerz þessa stöðu, enda hefi eg aldrei til þessa haft veitingu hennar á mínu valdi. Reykjavík, 15. jan. 1926. Jón Þorláksson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.