Vísir


Vísir - 16.01.1926, Qupperneq 3

Vísir - 16.01.1926, Qupperneq 3
VlSIR SiguxÖur Eggerz ihefir séö yfirlýsingu Jóns Þor- iákssonar í Morgunblaðinu i dag og biöur Vísi aö geta þess, aö hann haldi ákveöiö fast viö aö íormaöur fhaldsflokksins, Jón Þorláksson, hafi boðiö sér banka- stjórastööuna og gefur skýrslu á mánudaginn um hvaö fór á milli þeirra um máfið. Dr. Guðm. Finnbogason flytur erindi í Nýja Bíó á morg- «n um „Dómsdaginn 1930“. Ætlar hann að bera fram tillögur um, hvað gera skuli hér á landi 1930, til þess að minnast 1000 ára af- mælis Alþingis, og er vel, að því máli sé hreyft í heyranda hljóöi, , áöur en alt er komið í eindaga. Eimskipafélag íslands er tólf ára á morgun, stofnaö 17. janúar 1914. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað ung- frú Una Jónsdóttir og Hermann ÍBjörnsson, Fálkagötu 36. •Gullfoss er í Vestmannaeyjum og kemur hingað í fyrramáliö. Hefir tafist í Eyjum vegna veðurs. Eggert Stefánsson syngur í frikirkjunni kl. 8ýa nmiað kveld. Sigvaldi Kaldalóns aöstoðar. Á morgun fást aðgöngu- miðar í Goodtemplarahúsinu frá kl. 2 og þangað til skemtunin hefst. iþróttafélag Reykjavíkur biöur sýningarflokk kvenna og karla aö muna fundinn í Kaup- þingssalnum á morgun (sunnud.) kl. 2 stundvíslega. Leikhúsið. Dansinn í Hruna verður leikinn .annað kveld kl. 8. — Aðgöngu- miðar seldir í dag og á morgun. Umsóknir um hlutdeild i styrk til skálda Qg listamanna árið 1926, eiga að vera komnar til dóms- og kirkju- mála-ráðuneytisins fyrir 1. næsta mánaðar, samkvæmt auglýsingu í síðasta Lögbirtingablaði. — Út- þlutað verður 8000 kr., og er venj- an sú, að brytja upphæðirnar svo smátt, að engum komi að verulegu gagni. —- Því miður eru liklega ■einhverir þeirra manna, sem telja sig styrks maklega, sem skáld eða listamenn, svo illa staddir fjár- hagslega, að þeir neyðist til að 2úta að þessu. — En leiðinlegt hlýt- ur það að vera fyrir góða menn, að þurfa að biðja um mola af þessu borði. Laust prestakall. Laufássprestakall í Suður-Þing- eyjaiprófastsdæmi er auglýst laust tíl umsóknar (Laufáss- og Sval- barðssóknir, ásamt Grenivíkur og iÞönglabakkasóknum, er Grenivílc- ur prestakall losnar næst). Um- sóknarfrestur til 15. mars næst- fcomandi. Veitist frá 1. júni þ. á. Skemtim verður haldin i Bárunni í kveld, *neð dansi á eftir. Ágóðinn renn- wr til fátækrar ekkju. Villemoes var i Vestmannaeyjum i morgun. Ejs. Inger Elisabeth kom hingað í nótt með saltfarm ií! Bernh. Petersen. Tóbaksverslun Islands |||. eru einkasalar vorir fyrir Island og hafa ávalt heildsölubirgðir af hin- um alþektu vöruui vorum : ELGPHANT clgarettum HONEY DEW do. ELEPHANT reyktóbaki GOLDEN BIRDS EYE do. 0. fl. Thomas Bear & Sons, Ltd. London. sertíðarlokin. Þegar fjarar von og vilji, vitund slævist, málið sloknar, eftir hörkur, hrök og bylji, hugsanir í bláinn foknar, leitar önd úr urðardölum, ýfir hálsa’ og jökulbungur, upp að Drottins dýrðarsöluiM. Dómur þar mun fæstum þungur. Þar mun alt í þjörtu bliki breiða faðm mót vegarlúnum, sannleikurinn sora’ og hiki svifta brott úr hugartúnum, kærleikurinn kólgur sefa, kvíði’ og ótti til ei vera, ráðning lífsins enginn efa, umbun rétta hver einn bera. Sú mun lykt á lífsins sennu, lagt á met er æfipundið, lætur ekki leika’ á tvennu líknsemin, og verða fundið fisi smærra flest það illa, fymast glöpin, dygðir stækka, — dóminn þann mun Drottinn stilla —, dægurhnjóður allur smækka. Sátt mun þá og sannur friður setja best og tryggast mália —• einingin að öllu styður —■, æfintýra fölskvast bálin. Þó að einhver hafi hokina hröklast út úr götu stundtun, vertíðar samt verða lokin virðum sæl í föðurmundum. Aldrei þá mun setjast sólin, sífelt blátær alheims hvelfing boða öllum blíðust jólin, bægja hverri synd og skelfing, og um háa himinboga heilög miskunn, náð og friður, kærleikshyrinn láta Ioga, lengst og mest er alla styður. Einar Þorkelsson. N or ðlendingamótið, sem haldið var í fyrralíveld á Hótel ísland, var mjög fjölsótt og hin besta skemtun. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 10 kr. frá H., 10 kr. frá Færeying, 5 kr. frá H., 2 kr. frá konu, 10 kr. frá ónefndum. Unglingastúkan „Svava“ nr. 23 heldur fund á venjulegum stað og stundu á sunnudaginn kemur. Félagar beðnir að fjölmenna. Gjöf til bágstöddu konunnar: 2 kr. frá G. H. „Móðurást" listaverk Nínu Sæmundsson, verður sýnd kl. 1—3 á morgun í Alþingishúsinu uppi. TóbaksversL Islands hf. eru einkasalar vorir fyrir ísland og hafa ávalt heildsöinbirgðir af hinnm ágætu sigarettu- og reyktóbakstegundum vorum, VESTMINSTER TOBACCO Co. Ltd. London. Trolle & Rothe hf. Rvík, Elsta vátryggingarskrifstofa landsins. Stofnuð 1910. Annast vátryggingar gegn Sjó og bronatjóni með bestu fáanlegu kjörum hjá ábyggilegum fyrsta tlokks vá- tryggingarfélögum. Margar miljónir króna greiddar innlendum vátryggj- endum í skaðabætnr. Látið því að eins okkur annast allar yðar vátrygging- ar, þá er yður áreiðanlega borgið. Shell steinolia komin, kostar hér til kaupmanna eða í skip: White 29 anra kg. Standard White 27 — — Sólarolía 22 — — Jónatan þorsteinsson. Sími 464. Askorun. Hér með er skorað á fiskimenn og aðra, sem koma nærri fiski, á i hönd farandi vertíð, að gefa vel gætur að merktum fiski, þorski og kola, og muna eftir þvi, að hirða merkin og skila þeim til skrifstofu Fiskifélags Islands í Reykjavik, eða annara, er beðnir hafa verið að taka á móti þeim, ásamt ná- kvæmum upplýsingum um alla lengd fisksins, og um stað og stund, þar sem og þegar hann var veiddur. Fyrir hvert merki eru borgaðar 2 krónur. F. h. fiskirannsóknanna við ísland Bjarni Sæmundsson. Erindi um „Guðjóns-málið“ og með- ferð lögreglu- og sakamálanna í Reykjavík heldur ffiagnús Magnússon ritstjóri í Bárunni sunnudaginn 17. þ. m. ld. 3i/2. * I Dómsmálaráðherra, Sigurði Eggerz fyrv. dómsmálaráðherra, bæjarfógeta, fulltrúa hans i sakamálum, lögreglustjóra, full- trúa hans, yfirlögregluþjóninum og Sigurði pórðarsyni fyrv. sýslumanni er boðið. Frjálsar umræður á eftir. ]?ess er fastlega vænst að hin- ir boðnu mæti. Aðgöngumiðar fást í bókav. Sigf. Eymundssonar og bókav. Isafoldar í dag og kl. 1—3% í Bárunni á morgun. Gólfdákar endast mikið bet- ur ea ella, ef þér gljáið þá með Hreias*GoIfáburði. Oosch eld.-pýtur. Gæðamerkið: lorileniiliiðlil. Samkeppnismerkið: Mimi H.í. Þvottahúsið Mjallhvít. Simi 1401. — Sími 1401. Þvær hvítan þvott fyrir 65 anra kílóið. Sækjum og sendum þvottinn. Kjðtíars. Fiskfars og kjðtfars er búið til á hverjum morgni, úr allra besta efni, sem fáanlegt er. Sent út um bæinn eftir pöntunnm, fljótt. Reynið síma 448 og 1448. Kjötdeildln i Von. J

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.