Vísir - 01.02.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 01.02.1926, Blaðsíða 3
VÍSIR Jlelm Royal' átsúkknlaði ÚTBOÐ. Tilboð óskast i að harpa möl og sand úr stáli í Öskju- hlíð, og úr hrúgu á landsspítalalóðinni. » Einnig óskast boð í sand sem á að seljast, og er á lands- spitalalóðinni. Upplýsingar á teiknistofu húsameistara ríkisins, Skóla- vörðustig 35. Reykjavik, 30. jan. 192(5. Gnðjón Samúelsson. Nú höfnm vid nýlega fengið hin ágætu og margeftirspurðu HOOD gúmmi- stígvél fyrir hörn og unglinga.Verðið lægra en nokkru sinni áður. Gætið að, að HOOD merkið sé á gúmmistigvélunum sem þér kaupið, það er trygging fjTÍr góðri vöru. Hvannbergsbræðnr. HÚSNÆÐI. íbúð með öllum þægindum fæst innan skams, í húsi, sem bygt verður á besta stað í bænum. — Skilyrði: Fjárframlag gegn tryggingu og minst 3ja ára leiga. Tilboð merkt: „Húsnæði“, sendist næstu daga á teikni- stofu hr. Einars Erlendssonar, Skólastræti 5 B. kenningarnafni'S „gó'Si“ orðiS hon- um viðloðandi, —■ hvernig gat mönnum komið til hugar a'S fela honum biskupsdóm, hvernig gat trúin á hann sem kraftaverkamann ■nátS jafnmikilli festu í meðvitund manna, ef annmarkarnir i fari hans hefðu yfirgnæft alt annað, — þess- ir annmarkar, sem venjulegast hafa veriö dregnir fram honum til hnjóðs og dómsáfellis, eða þeir verið það, sem einkum mótuðu .skapferliseinkenni hans? Til þess að skilja Guðmund Ara- son fyllilega, verður um fram alt að minnast þess, að vér stöndum þar frammi fyrir trúarlegum "hugsæismanni, — hinum fyrsta, sem á vegi vorum verður í sögu þjóðar vorrar. Sem heit- trúaður hugsæismaður er hann kröfu harður,' bæði við sjálfan sig • og aðra. AS guð sé drottinn yfir öllu og að alt eigi honum að lúta, svo á jörðu sem á himni, það er meginhvöt allra athafna hans. Ef vér höfum þetta hugfast, þá verð- ur oss Ijóst, að æfiferill Guðmund- ■ar biskups hlaut að verða eins og liann varð. Með þessum hætti verð- ur hið takmarkalausa örlæti hans ■og gjafmildi hans við fátæka menn mjög skiljanlegt. Hugsunin „alt mitt er þitt“ stýrir þar hendi hans, ■en þessi sameignar-skoðun hans var runnin af rót þeirrar sannfær- ingar hans, að alt, sem vér köllum vort, sé að réttu lagi guðs, og beri þess vegna að verjá því til hjálp- ar smælingjum hans óg honum til vegsemdar. En margir, bæði sam- tíðarmenn hans og seinni tíma menn, hafa litiö á þetta örlæti hans sem heimskulega eyðslusemi. Með þessum hætti verður oss líka skilj- leg sú staðreynd, hversu alt mann- greinarálit var honum fjarri. Fyrir guði hverfur allur mannamunur, ■og eins hlýtur hann að hverfa gagnvart kröfum trúarbragðanna og kirkjunnar, sem haldið er fram í umboði guðs. En þar sem Guð- mundur biskup var frásneiddur öllu manngreinaráliti, veitti hon- um jafnauðvelt að umgangast far- andmenn og öreigalýð sem jafn- ingja sína, eins og hitt, að segja höfðingjum og tignarmönnum af- ■dráttarlaust til syndanna. Þetta hlaut að baka honum óvild höfð- ing'janna, er virtu að vettugi kröf- ur trúarbragðanna, er þeim bauð svo við að horfa, eða þær riðu á einhvern hátt í bága við eigin hagsmuni. En Jietta varð hins veg- ,ar sú ramma táug, sem öllu öðru "fremur dró til hans smælingjana og olnbogabörn mannfélagsins, og um leið grundvöllur þess trausts, ■sem þeir báru til hans. En traustið varð aftur þeim mun öflugra, sem þeim gat ekki dulist innilegt sam- band hans við guð og helga menn og þróttmikið bænalíf hans, — en með því var rudd braut traustinu á honum sem kraftaverkamanni af guðs náð. Sannfæríng Guð- mundar um mátt bænarinnar var óbifanleg, og því harðari sem bar- áttan varð, þess eðlilegra varð hon- um að skoða sjálfan sig sem mann, er sætti ofsóknum og hatri vegna trúmensku sinnar við drottin og kirkju hans. Hann trúði á köllun sína sem útvalið verkfæri guðs, til að vinna að því, að ,,guðs lög“ og .-guðs réttur“ yrðu rikjandi innan kirkjunnar. Var því síst ftirða, þótt fjandmenn hans yrðu fyrir vitund hans einnig og fyrst cg fremst fjandmenn guðs og hei- lagrar kirkju, og ættu þvi enga vægð skilið. Honum mátti, eltir öllum skoðunarhætti þeirra tíma, virðast ástæða til að minnast orða hins gamla söngvara: „Ætti eg ekki að hata þá, sem hata þig og' hafa viðbjóð á þeim, sem rísa gegn þér“? En þótt harðneskju kenni í fari Guðmundar biskups gagnvart óvinum sínum, sér þar þó engan vott grimdar. Honum var vafalít- ið ljúfara að syngja „miserere“ (þ. e. „miskunna þú!“) yfir þeim en að biðja þeim bölbæna. Þegar á alt þetta er litið — og þegar við þá mannkosti Guðmund- ar, sem lýstu sér í fari hans og framkomu, bætist sú staðreynd, að æfi hans á biskupsstóli varð í raun réttri einskonar píslarvætti vegna trúmensku hans við guð og sann- færingu sína, þá er ekki furða þótt alþýðu manna veitti auðvelt að- breiða dýrlings-blæjuna yfir bresti hans. Að öllu samanlögðu var Guðmundur þrátt fyrir alt þeim eiginleikum búinn, sem gerðu hann vel fallinn til að verða al- þýðu-dýrlingur. Og það varð hann þá lika, enaa veitir engum auðveld- ara að ávinna sér trúnað og traust allrar alþýðu manna en hugsæis- rnönnum af hans gerð, þótt engum á hinn bóginn hætti eins og þeim til að verða axarskaftamenn á öðr- um sviðum, sem þá einnig er aug- Ijóst af lífi Guðmundar biskups. Um Guðmund biskup hefir verið sagt: „Enginn norrænn klerkur hefir átt jafnlitlum skilningi að mæta og hann, en enginn hefir heldur í lifandi lífi áunnið sér aðra éins helgifrægð og hann“ (Bull). Þetta eru sönn orð. Þó liðu alt að þvt 8o ár áður en „helgur dómur“ hans væri upptekinn (en það gerði Auðunn biskup 1314). En aldrei fékst dýrkun hans viðurkend af alþingi eins og dýrkun þeirra Þor- láks og Jóns, og aldrei tókst að íá hann tekinn í helgra manna tölu og voru þó margar tilraunir til þess gerðar — hin síðasta árið 1324.“ Dánarfregn. Aðfaranótt föstudagsins í fyrri viku andaðist frú Þóra Baldvins- dóttir, ekkja Páls Jónssonar í Ein- arsnesi. Hún hafði legið hér í sjúkrahúsi, en fór heim fyrir jól- in og andaðist á heimili sínu. Lík frú Stefaníu Guðmundsdóttur ,kom hingað á e.s. Islandi. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 4 st., Vest- mannaeyjum 4, ísafirði 2, Akur- eyri 1, Seyðisfirði 1, Grindavík 3, Stykkishólmi o, Grímsstöðum -f- 4, Raufarhöfn i, Þórshöfn i Fær- eyjum 5, Angmagsalik í gær — 3, Kaupmannahöfn 2, Utsire 2, Tyne- mouth 7, Leirvík 6, Jan Mayen 6 st. (Mestur hiti hér síðan kl. 8 í gærmorgun 4 st., minstur 2 st.). — Djúp loftvægislægð fyrir suð- vestan land. — Horfur: í dag: Austlæg átt, hægur á Norðurlandi og Austurlandi, hvast fyrir Suð- urlandi. í nött: Austan, all- hvass, og nokkúr úrkoma sunnan- lands. Iiæg austlæg átt norðan- lands. Síra Ólafur Ólafsson flutti sjómannaprédikun í frí- kirkjunni í Hafnarfirði i gær, og var hún víðboðuð jafnharðan, og hlýddu hundruð manna á ræðuna hér í bænum og .heyrðu glögt hvert orð, nema allra fyrst urðu nokkur mistök á samböndum við móttökutækin. — Ætla má að ræðan hafi hcyrst á skipum úti og hvervetna á landi hér,þar semmót- tökutæki eru. — Erlendis er al- titt að viðboða stólræður, en þetta er fyrsta tilraun, sem til þess hefir verið gerð hér á landi. Bæjarlæknirinn hefir enn um stund fengið Dan- íel Fjeldsted lækni til þess að gegna sjúkravitjunum fyrir sig í bænum, vegna annríkis. Stúdentafélag Háskólans heldur fund í kveld kl. 8ýá í Bárunni, uppi. Skjaldarglíma Ármanns verður þreytt í kveld kl. 8j4 í Iðnó og verða keppendur 10. — Þorgeir Jónsson er nú handhafi skjaldarins. E.s. ísland kom hingað í fyrrinótt. Meðal farþega voru: Fonteney sendi- .herra Dana, L. Kaabei', banka- stjóri, ungfrú Anna Borg o. fl. ísfiskssala. Júpíter seldi afla sinn á föstu- dag fyrir 1050 sterlingspund og ýmir fyrir 802. Þórarinn Kristjánsson, hafnarstjóri, var meðal farþega til útlanda á Gullfossi i gær. Kórfélag P. í. Æfing i kveld kl. 8)4 stundvis- lega í Safnahúsinu. t Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 7 kr. frá Alla, 2 kr. frá H., 2 kr. frá L. E., 2 kr. frá L. Gengi erl. myntar. Sterlingspund.........kr. 22.15 100 kr. danskar .... — 112.78 100 — sænskar .... — 122.08 100 — norskar .... — 92.83 Dollar ................ — 4.561/2 100 frankar franskir — 17.47 100 — belgiskir — 20.91 100 — svissn. . — 88.09 100 lírur ............. - 18.60 100 pesetar.............— 64.65 100 gyllini ............— 183.17 100 mörk þýsk (g'ull) — 108.61 Nú er svo komið, að enginn neit- ar því framar, að bilarnir séu nauðsynlegir hér á landi. Þess vegna vil eg beina nokkrum orð- um til bílstjóranna, og þó sérílagi til bílstjóra vörubílanna, því að eg þekki þá betur. Nú sem stendur er víst hátt á annað hundrað manna „atvinnu- menn“ í þessari grein, svo að það getur kallast alveg sérstök stétt manna, og er alt af að fjölga. — En hvernig er svo þessi stétt? Þetta eru alt efnilegir menn á besta aldri, en sjá fáir nema þann daginn, sem er að líða. Óreglumenn eru þar einhverjir og of margir; en þeir munu ætla, að það sé þeim sjálfum fyrir verstu. Eg segi aft- ur á móti, að það sé vafamál, því með þessu spilla þeir áliti allrar heildarinnar, svo að hinir mörgu saklausu verða dæmdir jafnt þeim fáu seku. Sömuleiðis bjóða þeir niður vinnu hver fyrir öðrum, al- veg ótakmarkað. Og í ýmsum greinum spilla þeir hver fyrir öðr- um, bæði viljandi og óviljandi. Af öllu þessu verða bílstjórar óvin- veittir hver öðrum, og er það slæmt, því að í engri stétt hér á landi þurfa menn að vera jafn inikið hver upp á annan komnir, eins og einmitt bílstjórar vörubíl- anna. Það er ekki mín meining, að þarna séu engar undantekning- ar. Jú, sem betur fer, eru þeir miklu fleiri, sem ekki vilja vamm sitt vita i neinu. En þaS er nú einu sinni svona, aS þaS ber meira á hinu illa i hverri stétt, jafnvel þó &ð miklu meira sé til af hinu góða. En þetta má ekki lengur svo til ganga. Það verður að breytast t.il batnaðar. Mér hefir dottið í hug, hvort ekki væri hægt að bæta svolítið úr þessu með félagsskap. Allar stéttir manna hafa með sér félagsskap til að efla samvinnu og gæta hags- muna sinna,’ og veitti okkur sann- arlega ekki af því líka. Og við verðum að gera meira: Fyrst og fremst þurfum við aS gæta sér- stakrar reglusemi og stofna slysa- tryggingarsjóS fyrir lúlstjóra, og jafnvel fyrir þá, sem fyrir meiðsl- um kunna aS verSa af völdum bif- reiSanna. SömuleiSis þurfum viS aS reyna aS draga úr slysahætt- unni, meSal annars meS þvi, að Þér getið ná fengið Hreins Skó- gulu, bæði Ijósa og dökka, hjá kaup- mönnum, sem þér verslið við. geta kært hvern þann, sem hangir aftan í bílunum eSa fer upp á þá í leyfisleysi, og láta þá sæta sektum fyrir, enda ætti ekkert að vera sjálfsagSara. Þá færi mönn- um aS skiljast, aS bilarnir eru einkaeign, í ábyrgS bílstjóranna, en ekki sama lögmáli háSir og gat- an, sem þeir ganga á, eins og sum- um virSist. ÖSru máli er aS gegna meS menn, sem þarf að flytja, til dæmis á milli vinnustöSva. Þeim til tryggingar mætti hafa handriS aftan á bílhúsunum, sem þeir gætu haldiS sér í. Þetta er bara lítiS dæmi af þvi, sem þarf aS gera, en það er ekkert liægt, nema með góðum félagsskap, og í því félagi væri æskilegast að væru helst allir bílstjórar á landinu. Þeir ættu allir aS geta unniS, hver á sinu sviSi og í sinni stöðu fyrir því, en kunn- ingsskapur og samvinna ykist að mun við þetta, og væri það engin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.