Vísir - 06.02.1926, Blaðsíða 2
ViSIR
i)) ítarai N11 Olseini í i
1 99 Cr em a“
dósamjólkin. aftur fyririiggjandi.
Verdið afap lágt.
Símskeytí
—o--
Khöfn 5. febr. FB.
Seðlafölsunin.
Símað er frá Budapest, að rann-
sóknarnefndin hafi fullsannað, að
forsætisráðherrann hafi vitað um
seðlafölsunina, en þagaS yfir
henni. AndstæSingar hans krefjast
þess, að hann fari frá, en hann
þverneitar.
Málaferlum skotið á frest.
Símað er frá Berlín, að Ríkis-
dagurinn hafi samþykt í gær, að
fresta öllum málaferlum milli rik-
íshlutanna og furstanna þangað
til í júnímánaðarlok. h
Fimm skip rekast á í einu.
Símað er frá London, að fimm
skip rhafi rekist á í einni svipan
á Thamesfljóti. Tvö skipanna
sukku þegar. Enginn druknaði.
Khöfn 6. febr. FB.
Þjóðbandalags-ráðið.
Simað er frá Varsjá, að sennh
lega muni Pólland krefjast fasts
sætis í þjóðabandlagsráðinu, svo
framarlega sem Þýskaland fái þar
fast sæti. Frá Madrid er símað,
að spánska stjórnin muni og bera
fram sömu kröfu. Fregnir frá
Brazilíu herma, að stjórnin þar i
landi muni fara hins sama á leit.
Flugför Amundsens.
Símað ef frá Osló, að pólskip
Amundsens sé fullbúið til brott-
farar frá Rómaborg. Riiser Lar-
sen fullyrti i fyrirlestri, að Amund-
sen væri óhræddur við keppinauta
sina og þættist viss um að komast
á heimskautið í þetta sinn. Allur
undirbúningur undir för hans er
afarfullkominn.
ísinn og skipin í Finska flóa.
Símað er frá Stokkhólmi, að ís-
inn í Finska flóa sé kominn á rek
og séu menn kvíðafullir um örlög
skipa þeirra, sem frosin eru í ísn-
um.
Þörf bák.
—x- —
Árið 1923 kom út hér í Reykja-
vik bókin „Heilsufræði ung“ra
kvenna“ eftir Kristiane Skjerve,
þýdd úr norsku af cand. phil. Dýr-
leifu Árnadóttur. Bók þessi er
verðlaunarit, enda hefir hún marga
ágæta kosti til að bera og veitir
holla og nauðsynlega fræðslu. Alt
of lengi hafa kynferðismálin verið
nokkurskonar hornreka, sem ekki
hefir mátt tala hátt um, og alt of
lengi hefir eina fræðslan um slík
leugið HreinsSkó-
fiuhi, hæði Ijósa og
dðk.(a. hjá kaup'
möonum sem þér
verslið við
mál, sem börnum og unglingum
hefir hlotnast, verið lausungar-
hjal og óvandaður munnsöfnuður
eldra fólksins og léttúðugra félaga.
Kirkjan á mikla sök á því, að heil-
brigð og náttúrleg skoðun á kyn-
ferðismálunum hefir átt svo örð-
ugt uppdráttar. Kirkjan hefir
haldið þeim málum niðri í feni
fyrirlitningar og talið alt það sam-
líf karla og kvenna synd, sem var
utan löghelgaðs hjónabands, og
þrátt fyrir blessun þá, sem hún
leggur yfir hjónabandið, er það
ekki laust við þá fordæmingu af
kirkjunnar hálfu, sem hún lætur í
té öllu „holdlegu.“ En í slíku and-
rúmslofti, sem er svart af van-
þekkingarmyrkri og þykt og
þungt af óþverralegu hjali um
eðlilega og heilbrigða hluti, er
ekki von, að upp vaxi heilbrigð
kynslóð, andlega eða likamlega. í
þessum efnum sem öðrum þurfum
við meira ljós, meiri þekkingu og
meiri hreinleik, en minna af for-
dæmingu og hleypidómum. —
Síðastliðið ár (1925) kom út
önnur bók eftir þenna sama höf-
und, Kristiane Skjerve, og er sú
bók nokkurskonar áframhald af
Heilsufræði ungra kvenna. Bókin
fjallar um hjónabandið og heitir
á norsku „Egteskapets helselære“
(heilsufræði hjónabandsins). Hún
er gefin út af Aschehoug & Co. í
'Ósló. I þessari bók fara saman há-
leitar hugsjónir og þekking á
mönnunum eins og þeir eru,
hvötum þeirra, kostum og göllum.
Hún kennir mönnum að setja sér
hátt takmark í hjónabandinu og
bendir á ráð til að ná því takmarki,
en varaf vi'ð hættum og blind-
skerjum, sem hjónabandsfleyt-
unni hættir oft við að stranda á.
Framan við bókina er formáli eða
meðmæli með henni eftir prófessor
dr. Kr. Brandt, og kveðst hann
þar ekki þekkja aðra betri bók um
þetta efni fyrir almenning, — bók-
in sé rituð af mikilli þekkingu og
djúpri. siðgæðistilfinningu,- Þessir
kaflar eru i bókinni: Inngangur, I.
Kynferðislífið í manr/félaginu nú
á timum. II. Andlegur og líkam-
legur munur á kynjunum. III.
Eyðslusemi um framleiðslu á kyr/-
ferðisorku. IV. Ný-gift hjón. V.
Hjónabandið, þegar fram líða
stundir. VI. Sérstök vandkvæði. á
samlífi hjóna. VII. Takmörkun á
barneignum. VIII. Börnin. IX.
Daglegt líf á heimilinu. X. Hjóna-
skilnaðir. — Sést á þessu, að víða
er komið við, og um alt þetta er
rætt af þekkingu og siðferðis-
alvöru. —
Eg hefi ritað línur þessar til að
benda á bókina, ef menn kynnu að
vilja eignast hana, og helst vildi
eg óska, að hún yrði þýdd á ís-
lensku. Það væri þarft verk, að
snúa henni' á vora tungu, og
myndi áreiðanlega stuðla að heil-
brigði og þroska meðal þjóðar-
innar.
Jakob Jóh. Smári.
□ EDDA 592G29 -1.
Messur á morgun.
í dómirkjunni kl. n, síra Frið-
rik Hallgrimsson; kl. 5 sira Bjarni
Jónsson.
í frikirkjunni i Reykjavík, kl. 2
sira Árni Sigurðsson; kl. 3 síra
Haraldur Níelsson.
í Landakotskirkju hámessa kl.
9 árd., kl. 6 e. h. guðsþjónusta
með prédikun.
I þjóðkirkjunni í Hafnarfirði,
kl. 1. Altarisganga.
I Adventkirkjunni kl. 6x/2. síra
O. J. Olsen.
Veðrið í morgun.
Hiti i Reykjavík 3 st., Vestm.-
eyjum 4, (engin skeyti frá ísa-
firði), Akureyri h- 5, Seyðisfirði
1, Grindavík 5, Stykkishólmi 4,
Grímsstöðum -I- 3, Raufarhöfn o,
Hólum í Hornafirði 4, Þórshöfn
í Færeyjum 5, Angmagsalik (í
gær) 1, Kaupmannahöfn 2, Ut-
sire -f- 7, Tynemouth hiti 7, Leir-
vík 3, Jan Mayen -j- 1 st. — Mest-
ur ihiti i Rvik í gær 5 st, minstur 1.
— Úrkoma mm. 0,5. Loftvægis-
lægð fyrir sunnan land. Horfur; I
d a g: Suðaustlæg, síðar austlæg
átt, vaxandi sunnan lands, hægur
annarsstaðar. í n ó 11: Austlægur
allhvass og úrkoma á Suðurlandi
og suðausturlandi. Flægur á Norð-
urlandi og Vesturlandi.
Þingmálafundurinn,
sem haldinn var i gær i Nýja
Bíó, aí þeim Jóni Þorlákssyni,
jakoli Möller og Magnúsi Jóns-
syni, var fásóttari en vænta mátti,
enda var fundurinn haldinn á ó-
hentugum tíma, meðan allur Jiorri
manna var önnum kafinn við störf
sin. Þó voru þar sjálfsagt á íjórða
hundrað manns. J. Þ. setti fundinn
og fól síðan Magnúsi Einarsyni
fundarstjórn. Dagskrá fundarips
var: Fjárhagsmál, skattamál,
fasteignaveðlán, samgöngumál,
skólamál og önnur mál, sem fund-
armenn kynnu fram að bera.
Skiftu þeir milli sín framsögu í
málunum og lögðu fram tillögur.
1. að fundurinn skoraði á Alþ. að
lialda áfram gætilegri fjármála-
stjórn en auka framlög til verk-
legra framkvæmda, eftir því sem
Dansinn í Hruna
verður leikinn sunnudaginn 7. þessa mánaðar kl. 8 síðdegis í Iðnó.
Niöupsett verö.
Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 4—7 og á morgun frá kl.
10—12 og eitir kl. 2.
Pantaðir miðar verða að sækjast fyrir kl. 4 á morgun ella seldir
öðrum.
Sími 12.
Þetr sem reykja
[
fá ókeypis
tuttugustu
hverjal cigarettu
Geynið seðlana
Fást alstadar.
geta leyfði. 2. að fundurinn skor-
aði á þingið að fella þegar á þessu
ári úr gildi gengisviðaukann á
vörutollinum og að halda áfram
lækkun verðtollsins. 3. að bæta
úr fasteignaveðlánsþörf kaupstað-
anna, svo að kostur væri á sem
hagfeldustum'lánum til húsabygg-
inga. Tillögur þessar voru allar
samþyktar með þorra atkvæða. —
Jón Ólafsson framkvæmdastjóri
bar fram tillögu um jámbrautar-
lagning austur yfir fjall. Urðu
um hana nokkrar deilur, aðallega
milli flm. og B. H. Bjarnason
kaupm., en samþykt var tillagan
þó, en tiltölulega fáir fundarmenn
tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.
Einnig var samþ. till. um að leita
fyrir sér um kaup á vatnsréttind-
um í Soginu. — Þegar hér var
komið, var fundartími svo að segja
á enda, svo að skólamálin voru
tekin út af dagskrá, og með því
að fundarmenn liöfðu engin mál
fram að bera, var fundi síðan slitið.
Eggert Stefánsson
syngur annað kveld kl. 8/. í
fríkirkjunni, í siðasta sinni, áður
en hann fer til útlanda, og mun
ekki verða kostur á að heyra þenna
glæsilega söngvara okkar hér
næstu árin. Aðgöngumiðar verða
seldir í Goodtemplarahúsinu á
morgun, síðd., en betra mun að
tryggja sér þá sem fyrst. Meðal
inargra annara laga verða á söng-
skránni gamlar kirkjuaríur og hin
heimsfræga kirkju-aría „Last
Cord“, eftir Sullivan, sem sungin
er um alt Bretaveldi. - Emil Thor-
oddsen aðstoðar.
K. R.
FUaupaæfing frá barnaskólanum
í fyrramálið kl. g/.
ísfiskssala.
Maí seldi afla sinn i fyrradag
fyrir 1163 sterlingspund.
Goðafoss
fór héðan í gærkveldi vestur og
norður um Iand til útlanda.
Lagarfoss
kom frá útlöndum í nótt.
Skyndísalan
í fullum gangi i dag.