Vísir - 06.02.1926, Blaðsíða 4

Vísir - 06.02.1926, Blaðsíða 4
VÍSIR I heildfcölu: Ávaxtalitur, Bláber, Bökunardropar, Creampulver, Eggjapulver, Edik, Blönduð ávaxtasaft.- Edikssýra, Essensar, Eggjalitur, Gerpúlver, Husblas, , Hjartarsalt, Hindberjasaft. Hleypir, Krydd allsk., Möndlur, Soya, Tygg'egummi, Sukkat, Kirsnberjasaft. Hudcream, Hárklippur, Andlitspúður, Ilmvötn, Rakvélar, Rakvélablöð. Vetra?ffakkar Til þess að þurfa ekki að liggja með birgðir undir vorið, verða allir frakkar seldir afar lágu verði. — Notið nú tækifærið til að eignast góða yfirhöfn fyrir lítið verð. Versl. Ingólfnr, Laugaveg 5. Eagin útsala En við bjóðum sveskjur á 11.50 kassann, liaframjöl á 23 kr. sekkinn (50 kg.), hveiti 25 kr. (50 kg.), hestahafra, bæði norska og danslca á 18 aura % kg., hrísgrjón, viktoríubaunir, rúgmjöl og sykur, mjög ódýrt. — Talið við VON fljótt. — Sími 448. Stórkostleg verðlækkun á AGFA-filmum og ljósmyndapappír Sportvörahús Reykjavikar. (Einar Bjorosson). í TAPAÐ-FUNDIÐ | Karlmannsreiðhjól i óskilum. Uppl. í sima 534. (146 Karlmanns-úr tapaöist fyrir viku síðan, frá Kópavogi til Keykjavíkur. Skilist á Baldursgötu 25 B. (138 Poki með farþegadóti merktur: „Svanhvít Hermannsdóttir“, tap- aðist eða var tekinn í misgripum í eimskipinu Goðafoss. Finnandi er vinsamlega beðinn að skila hon- um á afgr. Eimskipafélagsins i Reykjavík. (132 Peningabudda tapaðist frá pórsgötu í pingholtsstræti. Skil- ist í piiigholtsstræti 26. (144 Stúlka óskast í vist. Laufás- veg 43, uppi. (147 Nokkrir strákar óskast til að selja nýtt blað. Komi á Berg- staðastræti 19 kl. 5 i dag. (52 | HÚSNÆÐI | Stúlka óskast hálfan eða allan ciaginn. Uppl. á Norðurstíg 7. (117 Stúlka óskast í vist. Uppl. á Lindargötu 1 D. (107 Stofa til leigu. Fæði fæst á sama stað. Uppl. á Lindargötu 38. (134 Herbergi með húsgögnum ósk- ast nú þegar eða 15. febrúar. — Uppl. í síma 333. (128 Hjólhesta-gljábrensla og allar aðrar viðgerðir á reiðhjólum fást bestar og ódýrastar i Örkinni hans Nóa, Laugaveg 20 A. Sími 1271. Reynið, og þið verðið ánægð. (260 2 herbergi og eldhús óskast til Ieigu x. apríl, handa barnlausu fólki. A. v. á. (95 ® VINNA 1 Stúlka, sem hefir gengið urn beina („uppvartað"), vill gjarna gera það fyrir fólk í húsum og hótelum, eftir kl. 4. Uppl. Grettis- götu 29. Sími 1254. (104 Stúlka óskast í brauðabúð, þarf að borða og sofa á sama stað. A. v. á. (148 Góð stúlka óskast. Friðrik Jónsson, Laufásveg 49. (142 | KAUPSKAPUR | Stúlka óskast í vist. Óðins- götu 6, niðri. (141 Notuð eldavéi með tilheyrandi steinum til sölu. A. v. ‘á. (150 2 röska og ábyggilega sendi- sveina Vantar í bakaríið, Lauga- veg' 5. (139 Stúlka óskar eftir þvottum í húsum. Uppl. Hverfisgötu 32 A. (135 Betlikerlingin og Leiðsla (5 sönglög) eftir Sigv. Kaldalóns, fæst i öllum nótnaverslunum og bókabúðum. (149 A útsölunni á Bókhlöðustíg 9, seljast barnakragar á 50 aura, einnig áteiknuð nærföt með miklum afslætti. (145 Stúlka óskast á gott heimili ná- lægt Borgarnesi. Gott kaup. Uppl. hjá Guðrúnu Matthíasdóttur í Traðarkotssundi 6. (133 Nýr legubekkur til sölu. Lágt verð. Uppl. i síma 1730. (143 Prúð unglingsstúlka, sem vill ganga um beina, óskast á stórt heimili nú þegar. Uppl. í síma 643, milli kl. 7 og 8. (129 w[aye Af sérstökum ástæðum eru tveir borðbúnaðarskápar (buffé-skápar) til sölu, með tækifærisverði, í versl. „Áfram“, Laugaveg 18. (140 Vanan kyndara vantar nú þegar á linubát. Uppl. í ping- holtsstræti 15. (151 Til sölu eins manns rúm með fjaðradýnu. Laugaveg 51. (130 Hér um bil 160 innbundnar neta- kúlur til sölu með tækifærisverði. Sími 432. (137 Notaður divan óskast til kaups. A. v. á. (131 Hús til sölu. Lausar íbúðir 14. maí, eitt snoturt i miðbænum, sum með verslunarlóðum. — Uppl. á Njálsgötu 13 B. (13Ö Til sölu með vorinu einn besti reiðhestur í Skagafirði, fá- ist gott tilboð. — Tilboð sendist afgreiðslu „Vísis“, fyrir 10. þ. m., merkt: „Reiðhestur“. (51 Þeytirjóma, skyr og rjómabús- smjör sel eg gott og ódýrt, í Mjólk- urbúðinni, Laugaveg 49 og Þórs- götu 3. (58 ' Þeir, sem vantar harðmeti á kvöldborðið, ættu að koma í versl; Björninn, Vesturgötu 39. Simi 1091, — og fá sér freðtekinn fisk,. 'þorsk og ýsu. (ll6- Munið eftir oturskinns- og pels- húfunum. Verð frá kr. 32.00. —• Guðm. B. Vikar, klæðskeri, Lauga- veg 21. Sími 658. (329' Notaður yfirfrakki, smókingföt,- kjólföt og nokkurir fatnaðir saum- aðir á verkstæðinu, til sölu fyrir afarlágt verð. Föt saumuð fyrir 50 kr. Kemisk hreinsun, viðgerðir, pressanir og fötum vent vel og' vandlega,ódýrt. Fötin sótt. Sauma- stofa Rydelsborg, Laufásveg 25. Sími 510. (88; Fersól er ómissandi við blóð- leysi, svefnleysi, þreytu, óstyrk- leik og höfuðverk. Fersól eykur kraft og starfsþrek. Fersól gerir líkamann hraustan og fagran. Fæst í Laugavegs Apóteki. (324: FÚLAGSPBENTSMIÐJAN KYNBLENDINGURINN. hvar þér eruð — og þó er að vísu óvenjulegt að hitta jrðar lika — hvar sem væri.-----Hver eruð þér? — Hvaðan eruð þér? — Hvernig komust þér hingað?“ „Eg er bara það sem eg sýnist — ekki vitund annað. — Eg kom frá Bandaríkjunum og þar er eg borin og bamfædd. — Eg man ekki meira.“ „Þér hafið þá ekki átt heima hér alla tíð?“ „Nei-nei. — Við komum hingað þegar eg var svolít- ill angi. — En núna upp á síðkastið hefi eg verið að heiman við nám.“ „í gagnfræðaskóla?“ Nú hló hún hátt. — „Það getur víst tæplega heitið. — Eg var á trúboðsstöðinni. — Faðir Barnum hefir ver- ið að kenna mér núna í fimm ár. — Eg kom hingað upp eftir degi á undan yður.“ Hún grenslaðist ekkert um hans hagi, þvi að hún haföi frétt sitt af hverju daginn áður, hjá gömlum liðþjálfa, sem var mjög opinskár og ræðinn. — Hún vissi, að Burrel) var kominn af ágætri ætt, alþektri um öll suður- ríkin. Hún vissi ennfremur, að margir í þeirri ætt höfðu verið og voru hermenn. — Faðir Meade Burrells hafði barist með Lee hershöfðingja, og föðurbróðir hans var í hernurn og átti heima í Washington. I móðurætt hans var líka mikið um hermenn. — Gamli liðþjálfinn sagði henni líka margt, sem hún botnaði ekkert í. Og hann sagði henni frá systur unga mannsins, sem hefði farið alla leið frá Kentucky til San Francisco, til þess að kveðja hann, þegar hann steig á skip. Hann sagði frá fjölmörgum vinum hans í Washington, og ýmsu um heiður ættarinnar og frama. — 1 augum liðþjálfans var Burrell glæsilegur, ungur maður, og átti mikla framtíð í vændum, svo sem aðrir frændur hans. — Karlsauður- inn hafði líka tilkynt henni, að allir karlmenn í Burrells- ættinni væri skaðræðisgripir í kvennasökum. — Hann sagði það glottandi og gaf henni auga um leið. Þarna sátu þau á búðartröppunum og skröfuðu samah, uns þau heyrðu gjallandi raddir álengdar. — Liðsfor- inginn leit upp. — Eftir götuslóðanum kom Indíánakona og tvö börn. — Þegar þau kornu auga á Neciu, æptu börnin hástöfum af fögnuði, hlupu til hennar, klifruðu upp i kjöltu hennar og veltu sér í kring um hana eins og hvolpar. — Þetta var piltur og stúlka, dökk á brún og brá, eins og Siwashes-Indíánar. Augun voru eins og kolsvartar perlur, hárið grófgert, strítt og svart. — Þau böbluðu í sífellu, öldungis óðamála, og Necia svaraði þeim, þegar hún komst að. Burrell sá strax, að þetta voru kynblendingar. — Necia sagði nú eitthvað, sem varð til þess, að þau sneru sér við og sáu liðsforingjann, horfðu feimin og sneypt á glæsilegan einkennisbúninginn, þögnuðu og hnipruðu sig upp að henni. — Indíána-konunni virtist ekki geðjast að návist hans, gaut til hans hornauga, dró sjalið þétt- ara að höfði sér, laumaðist af stað og hvarf bak við húsið. Burrell leit á stúlkuna, á fingert, reglulegt andlitið, sólbrenda vangana og flétturnar, sem voru blá-svartar á litinn, svo sem títt er á suðrænum meyjum. — Því næst leit hann í augu hennar, og virtist honum sem þau stöfuðu geislum, engu miður en aftansólin. Hann stalst til að lita á vöxt hennar, fagran og grannan, en því næst leit hann á hendur hennar, smávaxnar og útiteknar. — Nú vafði hún litlu vinina sina örmum og börnin gláptu á hinn ókunna mann og þóttust örugg i faðmi- hennar. Hann hafði verið leiður og illur í skapi yfir því, að eiga langa útlegð fyrir höndum á þessum útjaðri ver- aldar, en sú tilfinning hvarf nú alt í einu. — En hvað þessi unga stúlka var blómleg og yndisleg og skemti- legt að tala við hana! Og nú tók hann til máls á ný og sagði i einlægum rómi: „Mér þykir vænt unt, að þér eruð hérna, Necia! —» Eg varð feginn jafnskjótt og eg sá yður og fögnuður minn hefir vaxið með hverju augnabliki. — Eg ímynd- aði mér, að hér væri eintómir karlmenn og Indíána-kon- ur, — karlmenn, sem fjandskapast við lög og rétt og konur, sem læðast um eins og þessi, sem kom og hvarf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.