Vísir - 25.02.1926, Blaðsíða 2
VlSIR
Uppáhald
allra
húsmæðra,
Hvers vegna er
Libby þektasta
ig almennast not-
a'ða mjólkin?
Vegna þess, að
Libby fullnægir
ætíð þeim kröf-
um, sem geröar
eru til hennar.
Fæst alstaðar.
HúSup og
Mattai*.
Mikið úrval nýkomið.
VÖRDHÚSIÐ.
Símskeyíí
--X—
Khöfn, 24. febr. FB.
Leyfð landganga.
Símað er frá New York borg,
að greifafrúnni hafi nú verið
Ieyfð landganga. Málið kemur
fyrir dómstólana.
Vinnudeilur yfirvofandi
í Noregi.
Simað er frá Osló, að vinnu-
veitendur hafi ennfremur sagt
upp ýmsum samningum i lolc
aprilmánaðar.
Meiðyrði um Mussolini.
Símað er frá Rómaborg, að
drukkinn Englendingur hafi tal-
að illa um Mussolini á vínstofu
einni. Maðurinn var dæmdur í
átla mánaða fangelsi, auk hárr-
ar sektar.
Ivhöfn, 25. febr. FB.
Gimsteinasalan í Moskva.
Símað er frá Moskva, að
franskir gimsteinasalar liafi
keypt suma dýrgripi keisara-
ættarinnar fyrir 3 miljónir doll-
ara.
„Times“ ritar um réttindi
jTýskalands.
Símað er frá London, að Lon-
don Times segi, að það komi
ekki til mála, að sinna fram-
komnum kröfum Brasiliu, Pól-
lands og Spánar um fast sæti
i framkvæmdarráði þjóðbanda-
lagsins, pað geti pýskalandi
einu hlotnast.
Símað er frá Berlín, að þar
sé almenn ánægja yfir þessari
afstöðu Bretlands.
Gengishækkunin í Noregi.
Símað er frá Osló, að menn
séu orðnir órólegir út af krónu-
hækkuninni. Noregsbanki stór-
tapar á tilraununum að halda
krónunni í skefjum.
Frá trúboðsakrinnm.
■ „En Páll kaus sér Sílas og fór
af stað, falinn náð Drottins af
bræðrunum. Og hann fór um Sýr-
land og Kilikíu og styrkti söfn-
uðina
í byrjun þ. m. komum við Sam-
set kristniboði í Laohokow, og
undirritaður heint, úr tveggja
vikna íeröalagi um bygðarlögin á
landamerkjttm Honan og Hupeh
fylkjanna. En þar eru okkar út-
stöövar flestar. A'öur hefi eg ferð-
ast fram og aftur um þessar stööv-
ar, en altaf einn míns liðs. Nú voru
tveir innlendir farandprédikarar
líka í för með okkur.
Ferðaáætlunin gerði ráö fyrir
tveggja daga viöstöðu hjá hvorum
safnaðanna, en þeir voru látnir
vita löngu áður; þrjár samkomur
ætluðum við að halda á dag, og
skyldi lokið með safnaðarfundi og
kveldmáltiðarsamkomu síðari dag-
inn.
, Tvo dagana fyrstu vorum við í
Djang-gí, en þangað komu , kín-
verskir kennarar og trúboðar út-
stöðvanna allra, og héldum við
fund með þeim sérstaklega síðari
daginn um kveldið. Það er nú orð-
in föst venja hjá okkur að halda
slika starfsmannafundi öðru hvoru
og hefir reynst ágætlega. Við er-
um svo fáir, að full þörf er á að
við berum hver annars byrðar og
leitumst með Guðs hjálp við að
vera allir eitt.
Kínverskir samverkamenn okk-
ar sumir hverjir, eru ekki öfunds-
verðir; mundi engum þykja upp-
byggilegt að lesa um alla þeirra
erfiðleika. Sumir eru erfiðleikarn-
ir okkur sjálfum að kenna. Skal
hér að eins getið eins dæmis:
Liang tniboði hefir þjónað söfn-
uðinum í Yuhwang-go hátt á átt-
unda ár. Hann er allra besti mað-
ur, mjög dagfars góður, vill öllum
vel og er yfirleitt stórlýtalaus.
Mælskur er hann í betra lagi, en
enginn ræðumaður. Hugsunin er
grpnn, rökfærslan stirð og veiga-
Htil. En tilfinnanlegast skortir
hann alvöruna og þann hita and-
ans, sem enginn orðsins þjónn má
án vera. — Rithöfundi einum ís-
lenskum hefir tekist að semja bók
svo úr garði gerða, að þegar mað-
ur er búinn að lesa fyrsta kapítul-
ann,kann maðurhinaþrjátíuogþrjá
— eða hve margir þeir nú eru —
utanbókar. Datt mér bókin þessi í
hug í sambandi við Liang vin
minn og samverkamann síðustu
tvö árin. Hann hefir engu nýju
L
CHEYROLET
er fyrirmyndar bifreið.
Á síðast liðnu ári seldust fleiri Chevrolet vörubifreiðar hér
á landi en nokkru sinni áður hafa verið seldar af nokkurri ann-
ari bifreiðategund á einu ári. þetta er meðal annars ein sönnun
fyrir ágæti bifreiðanna.
Margar mikilsverðar endurbætur hafa verið gerðar á Ghev-
rolet vörubifreiðinni „Model 1926“ svo sem:
1. Öflugri grind 6 þumlunga breið með 6 sterkum þverbit-
um, og lægri að aftan svo hægra sé að hlaða bifreiðina.
2. Heilfjaðrir að framan og aftan.
3. Sterkari framöxull.
4. Fullkomnari og sterkari stýrisumbúnaður, sem gerir bif-
reiðina miklu auðveldari í snúningum.
5. Gerbreyttur afturöxull svo losa má öxla og stilla drifið án
þess að taka öxulhúsið undan bifreiðinni, og án þess að
taka þurfi af henni hlassið.
6. Allir öxlar snúast i kúlulegum, sem eigi slita öxlunum.
7. Tryggara fyrirkomulag á bremsum.
8. Öll hjól jafn stór, sem hefir þann mikla kost, að hægt er
að slíta gúmmíinu út að fullu, þannig að nota má slitna
afturhringi á framhjól til stórsparnaðar.
Chevrolet bifreiðin ber 1% tonn, og með það hlass fer
hún flestar brekkur með fullum hraða (á 3. gíri).
Chevrolet bifreiðin er með diskkúplingu, hinni heimsfrægu
Remy rafkveikju og sjálfstartara, hraðamæli og sogdúnk.
Sé tekið tillit til verðs, á Chevrolet engan sinn líka að vél-
arkrafti, flýti, styrkleika og þægindum. Viðhaldskostnaður á
Ghevrolet er hverfandi lítill samanborið við aðrar bifreiðiv.
Verð íslenskar kr. 3400.00 uppsett í Reykjavík, eða á hvaða
höfn sem er, sem hefir beinar samgöngur við Kaupm.höfn.
Einkasalar fyrir ísland:
Jók ölaísson & Go.
Reykjavik.
Fyrirliggjandi 2
Karamels,
Toffee „Creamelta46,
Brjóstsykur,
Kakkris,
TOBLER.
Þórðnr Sveinsson & Co.
Á meðal annars
nýkomid:
B. K. S. 20 U. Smekklásar,
sem hafa mikla yfirburði fram-
yfir allar áður þektar skrár. —
Höfum samtímis fengið lykla-
skurðarvél, og getum því látið
fylgja hverjum lás svo marga
lykla sem óskað er. — B. K. S.
Hurðarlokara, Stofuskrálykla —
flestar gerðir, Vogarlóð, allar
stærðir og Lóðakassa, Borð-
vogir væntanlegar í n. m. o. m.
fl. — Alt að vanda ódýrast í
Versl. B. H. BJARNASON.
bætt viö þaö, sem hann sagði, þeg-
ar eg heyröi til hans í fyrsta slíift-
iö. í iY. hefir hann nú verið hátt
á áttunda ár; hafi hann nú haldið
jafn margar ræður og sunnudagar
og hátiöir voru til sam'ans þau ár-
in, býst eg við að söfnuðinum sé
holt að breyta til og fá sér nýjan
forstöðumann.
Þetta dæmi er því miður ekki
einstætt, hvorki hér né heima.
Á starfsmannafundunum ræðum
við vandamál sjálfraokkarogsafn-
aðanna. Eru þó fundirnir fyrst og
fremst uppbyggilegir, og kæmu
ekki ella að tilætluðum notum.
Það þykir mjög bæta úr ýms-
um vandkvæðum safnaðarstarfs-
ins, að farandprédikarar heirn-
sækja nú söfnuðina alloft. Ein-
angrun er söfnuðunum engu síð-
ur en forstöðumönnunum óholl og
hættuleg. Trúboðarnir kínversku
cru farnir að hjálpast að á ýmsan
liátt, heimsækja hver annan t. d.
skiftast á að tala hver hjá öðr-
um; þykir það góð tilbreyting.
—o—
Alls heimsóttum við sjö söfnuði
og héldum hér um bil 40 samkom-
ur á 14 dögum. Hvergi var skort-
ur á tilheyrendum, enda er eklcert
þenna tíma árs því til fyrirstöðu
að xnenn geti sótt bæði samkom-
ur okkar og bibliulestrarfundi.
Aðal samgönguhaftið hér eru
ræningjamir. í Dú-sið-ja halda
tugir ræningja til, söfnuðurinn þar
varð þvi alveg útundan. Og einu
sinni á þessu ferðalagi komum við
i svo mikinn námunda við ræn-
jngjana aö frá því verð eg að skýra
nokkuð nánara, þó engin sé það
nýlunda.
Við vorum staddir í þorpi, sem
heitir Kinn-gja-gí. Þegar farið
var að skyggja um kveldið, heyrð-
um við fáein skot, en gáfum þvi
engan gaum. Settumst við svo að
snæðingi uppi á loftinu. Skall þá
á skothríð úti á götumii og nokk-
urar kúlur smullu á þaksteinunum
yfir höfðinu á okkur. Við hypjuð-
um okkur niður, þvi gluggar voru
margir á loftinu. Utan að var okk-
ur skipað að renna loku fyrir
dyrnar og halda kyrru fyrir inni.
Skothriðin hélt svo áfram i fullan
klukkutíma. Kviknaði þá í húsi, 20
faðma frá trúboðsstöðinni, svo við
vorum í engum vafa um að hér
voru ræningjar á ferð.
Mann heyrðum við hlaupa eftir
endilöngu þakinu á húsi okkar,
hann fór sér ákaflega hratt, svo
að þaksteinar brotnuðu í hverju
spori. Úti voru óp og sköll, hund-
gá og særðra manna kvein.
Daginn,eftir lá hálfbrumiið Iik
nokkra faðma frá húsi okkar.
Ræningjaforinginn hafði brunnið
'inni, en fólkið batt snæri um háls-
inn á Hkinu og dró það fram á
gatnamótin. Þar lá það allan dag-
inn. Einn ræningjanna hafði kom-
ist undan; var það sá sem hljóp
uppi á þakinu. Hermennirnir
handtóku þrjá ræningja, og það
fréttum við síðast, að þá ætti að
krossfesta, eða negla á virkismúr-
inn hjá aðalhliðinu.
Ræningjarnir höfðu lengi hald-
ið til í Kinn-gja-gí og menn orðið
að gjalda þeim háan „skatt“. En
hermenn komu að þeim óvörum
þá um kveldið og lauk svo hrygð-
arsögu þeirra.
—o——
Á útstöðvunum okkar flestum
ínundi ekki mönnum að heiman
tHERMDS
Einkasali á Islandi
idulíitjfhnaton
1