Vísir - 25.02.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 25.02.1926, Blaðsíða 3
VÍSIK J>ykja sérlegfa álitlegt umhorfs. En sem betur fer, háir turnar óg mik- il skrauthýsi, hempuklæddir klerk- ar og hátí'Sabúin mannþröng, eru ■ekki aðaleinkenni komu rikis lírists. HeiSin-kristnir söfnuSir eru uokkuö misjafnir og einatt harla cfullkomnir. Ekki mun menn, sem íesið hafa safnaöarbréf nýja testa- mentisins, furöa á því. Voru ýms- ir söfnuöir þeirra miklu og merki- legu útbreiSslutíma kristninnar bágbornir á marga vísu, eins og sjá má af bréfum Páls. Eiga safn- aðarbréfin framúrskarandi vel við í safnaöarstarfinu hérna og mun kristniboðum þykja þau ómiss- .andi. í þeim söfnuöum öllum, sem viö Eeimsóttum, held eg að séu fáein- .ar sannkristnar, vakandi, biðjandi :sálir. Ber eg engan kvíöboga fyr- ir framtíö þeirra. Söfnuöunum er áfátt á marga vísu, en ekki skort- ir þá þaö, sem alt er undir kom- íð, 1 í f i ö. En þaö er oss huliö •eins og líf frækornsins. Viö sjá- <um skurn og óálitlegar umbúðir. Sá tími mun koma að þensla lífsins sprengir umbúðirnar. — Eg hefi oftar fundið „góðilm Krists“ á þessu feröalagi, en nokk- uru sinni áöur í Kína, á jafn skömmum tíma. Einkanlega voru líveldmáltiðarsamkomurnar sælu- ríkar stundir í samfélagi heilagra. Hvílíkur hjartans fögnuöur þegar jDrottinn er svo áþreifanlega ná- tægur! Er ekkert uppbyggilegra, og ekkert megnar betur að styrkja trúca, glæða vonina og kærleik- ann, en samfélag heilagra. Oss þykir lítið til þessara fá- mennu og fátæku safnaða koma. Þó eru þeir einn hluti hins mikla flokks er líkist fjöllum, „sem fjöl- sett gnæfa í skrúöi af mjöll." Hvað sem ytra útliti líöur: Eg tiefi séö og numið komu ríkis Kfists, komu eilífa sumarsins, í þessu mikla landi vetrarkulda og næturmyrkra. Maður einn í Hsjöa-gi er mér minnisstæöur. Á bænasamkomunni ^íðara kveldið bað hann til Guðs. Hann var fullur af heilögum anda, Hann hálf stamaði; eitthvað nýtt’, alveg nýtt og ósegjanlega sælu- ríkt, sem hann kom ekki orðum að á sínu eigin móðurmáli, vildi brjót- ast út úr honum. Meö hjartanlegri bróðurkveðju til kristn’iboðsfélaganna í Reykja- rík og Hafnarfirði. Laohokow, n. des. 1925. .ólafur ólafsson. —x— ■ í októbermánuði síðastl. var stofnuð hljómsveit hér í bænum og voru félagar bæöi virkir og óvirkir. Stjómandi hljómsveit- arinnar hr. Sigfús Einarsson á þakkir skilið fyrir þann dugnað og áhuga, sem hann hefir sýnt með því, að safna að sér hljóð- færaleikendum og halda þeim í hópnum. peir, sem til þekkja, vita að slíkt er miklum vanda bundið af ýmsum ástæðum. — Grein þessi er rituð í þeim til- gangi, að vekja athygli á þýð- ingu þessa máls og benda á framkvæmdir í sambandi við það, sem nauðsyn er á. Engum mun dyljast, sem kynst hefir góðri tónlistariðkan erlendis, að mikilsvert sé hvern framgang hljómsveitin fær hjá okkur. Sem menningarborg hef- ir Reykjavik skyldur að rækja gagnvart fögmm listum. Hefir hún litið sem ekkert rsékt þær enn sem komið er, en ekki mun þó áhugaleysið eitt vera þess valdandi, heldur mun einnig fjárskorti um að kenna, svo og því að bærinn hefir stækkað svo ört á skömmum tírna, að hvorki hefir veists tími né geta nema til lítils liluta af þeim fram- kvæmdum, sem þörf var á. Er því afskiftaleysið af listum af- sakanlegt hingað til. En tekjur landsjóðs og bæjarsjóðs hafa vaxið svo mikið og ennfremur er bærinn nú svo stór orðinn, að menningarkröfur verður að gera. Frekar öðram listum sit- ur tónlistin á hakanum hjá okk- ur, er þar fyrst og fremst átt við hljóðfæraleik (instrumental- musik) og þá sérstaklega sam- leik allan. Er varla teljandi, að hér hafi verið um listfengar sveitir fárra manna að ræða (Kammermusik), hvað þá held- ur alskipaða symfoniska hljóm- sveit. Er þvi þeirn, sem æðri tónlist unna, ekki annars kost- ur en að leita út til annara landa til þess að verða hennar aðnjót- andi, eða þá að sætta sig við ófullkomna hljóðritara — eða víðboðs-eftirlikingar. Nú er einmitt stofnun hljóm- syeitarinnar og einnig liið fyrii'- hugaða þjóðleikhús vottur þess að áhugi fyrir listþrifum er að vakna. Hljófæraleikendur þeir, sem nú hefir verið safnað sam- an munu eftir megni reyna að bæta úr músik-skortinum fyrst um sinn. Mestur vinningur við! hljómleikana mun þó vera æf- ing sú, sem þeir veita hljóðfæra- leikendunum sjálfum. Er þetta gott og blessað að svo komnu, en ekki mega menn lifa að eins á líðandi stundu og í framtíð- inni er viðbúið að kröfurnar vaxi. peir menn, sem þama leika, eru flestir hljóðfæraleik- endur í hjáverkum, sem ekki liafa notið góðrar kenslu nægi- lega lengi. Er þvi þess vegna líkt farið með hljómsveitina eins og vél, sem ekki er vel smíðuð, að þó liún sé „sett í gang“ og stjómandinn kunni með hana að fara, þá er samt ekki hægt að búast við að hún vinni vel fyr en hinir einstöku partar hennar eru svo endur- bættir, að þeir standi í full- komnu hlulfalli og sambandi hver við annan. Og hljómsveitin þarfnast endurbótar. Er nauð- synlegt að frá byrjun sé unnið með réttum meðulum að réttu marki. pað hefir verið bent á leiðir i blöðunum til þess að koma upp góðri liljómsveit. Jón Leifs skrifaði grein í Morgunbl. 14. ág. 1921, er hann nefnir „ís- lenskt tónlistarlíf“, og leggur hann þar til, að stofnaður verði tónlistarskóli í Reykjavík. Vildi hann að aðaláhersla yrði lögð á kenslu á strokhljóðfæri, skyldu vera 3 kennarar (piano, cello og fiðla). Er engum vafa bundið, að strokhljóðfærin eru grund- völlur undir symfoniskt orkest- ur, en Jón Leifs gerir ráð fyrir kenslugjaldi, sem líklega yrði of hátt til þess að nægilega margir gætu notið kenslunnar. — Að minsta kosti mætti ekkert gjald taka af þeim hljóðfæraleikend- um, sem þörf er fyrir i hljóm- sveitinni. — Tónlistarskóli var stofnaður hér, en lognaðist út af þegar stjórnandi skólans, hr. O. Böttcher fór frá honum. — Emil Thoroddsen skrifar grein í „Verði“ 3. jan. 1925, svipaðs efnis, og gerir hann ráð fyrir, að orkestrið þyrfti að verða 28 manna að minsta kosti. Vantar oklcur nokkur hljóðfæri til þess (oboe, viola, básúnu, pákur). — Hyggur hann, að komist verði af með 1 til 2 kennara (cello, fiðla), sem auðvitað yrðu útlendingar, vel færir; þegar á líður yrði þörf á kennara á blástursliljóðfæri. Menn þessir yrðu að verða kostaðir af ríkis- fé, að minsta kosti að nokkru leyti, en ef þeir væru fullfærir gætu þeir eflaust unnið inn fé með hljómleikum, og enn mætti gera aðrar ráðstafanir til þess að kostnaður yrði ekki svo mik- ill, að hann þyrfti að verða framkvæmdum þrándur í götu. Ef til vill væri réttast að hafa skólasnið á kenslunni og mætti þá kenna fleiri fög en nefnd eru, svo sem hljómfræði, söng, píanóspil o. fl. og mun kostur á íslenskum kennurum í þess- um greinum. Framkvæmdir málsins hlýtur að verða að skoða sem fyrsta og helsta markmið liljómsveitarfé- lags þess, sem nú er stofnað, ef tilgangur þess er á annað borð alvarlegur. Er nú um að gera að ekki verði farið eins að í þessu máli eins og of oft hefir raun á orðið lijá okkur íslendingum, nefnilega að láta það dankast þangað til það fellur niður, heldur verði nú hafist handa og einhverjar af nefndum uppá- stungum framkvæmdar (eða þá aðrar betri, ef fram skyldu koma). Af vissum ástæðum þola framkvæmdir þessar lielst enga bið, í fyrsta lagi vegna þess, að fiðlan, það hljóðfæri, sem mest er þörf fyrir og mest þarf að nota í samleik, hefir á síðustu tímum aukist mjög að út- breiðslu hér i bæ, og er þvi brýn nauðsyn á þvi að þeir, sem nú eru byrjaðir njóti sem fyrst góðrar kenslu; ennfremur veit sá, sem þetta ritar, af viðtali við marga leikendur í hljómsveit- inni, að engir óska þess fremur en einmitt þeir, að góðir kenn- arar verði fengnir. í öðra lagi er aðgætandi, að góð hljómsveit er óaðskiljanleg góðu leikhúsi, og er sjálfsagt að miða árangur af kenslunni við árið 1930. pá yrði til skammar að hafa ekki sæmilega liljómsveit í bænum, og má búast við, að ef þessir kennarar starfa hér i ca. 4 ár náist vel viðunandi árangur. Ef til vill munu sumir þcii-rar skoðunar, að komist verði af með íslenska kennara. t. d. á fiðlu, en með því móti hefðist ekki það takmark, sem verður að stefna að, en það er einmitt að nálgast góðar erlendar fyr- irmyndir eftir þvi sem aðstæð- ur þær, er fyrir hendi era, leyfa. En til þess að það geti orðið, koma að eins þeir kennarar til greina, sem aldir eru upp við fullkomna tónhst og sjálfir era vel færir og reyndir orkestur- spilarar. Tónlistarsaga Norður- landa sýnir að músik-menning- in liefir jafnan verið sótt til út- landa (aðallega pýskalands) og fyrst þegar hún var fengin, gat fullgild list þróast með þjóðleg- um einkennum. M. Jarðarför Sigurðar Sigurðssonar, ráðu- nautar, fór fram í gær, að við- stöddu fjölmenni. Síra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur, flutti húskveðju, en sira Bjarni Jóns- son talaði í dómkirkjunni. — Kvæði var sungið í heimahús- um eftir p. G. — Oddfellowar gengu i fylkingu fyrir likfylgd- inni og báru kistuna úr kirkju. Alþingismenn, stjórn Búnaðar- félagsins og bændur, sem hér voru staddir, bára kistuna til kirkju og þaðan alla leið suður í kii'kjugarð. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavik 2 st., ísafirði 3, Akureyri 2, Seyðisfirði 4, Grindavik 3, Stykkishólmi 2 (engin skeyti frá Vestmannaeyj- um, Grímsstöðum, Raufarhöfn og Hólum í Hornafirði), pórs- höfn í Færeyjum 7, Angmagsa- lik (í gær) -f- 5, Kaupmanna- höfn 2, Utsire 4, Tynmouth 10, Leirvik 7, Jan Mayen 0 st. — Mestur hiti í Reykjavík siðan kl. 8 í gærmorgun 3 st., minstur 0 st. — Urkoma m.m. 6.6. — Djúp loftvægislægð við suðaustur- land, fer liratt til norðausturs. Önnur fju'ir vestan land. H o r f- u r: í d a g: Suðvestan og élja- veðm- á Suðurlandi og Vestur- landi. — Hvass suðvestan og hryðjuveður við Austurland. — í n ó 11: Sennilega norðvestan, allhvass á Suðurlandi. Norðlæg átt á Norðurlandi. Frá myrkri til ljóss heitir bók, sem nýkomin er á bókamarkaðinn. pað era endur- minningar Ólafíu sálugu Jó- hannsdóttur, sem liún hafði upphaflega samið á norsku, en siðan þýtt á islensku. Frú Svein- björg Jóhannsdóttir, systir Ól- afiu, hefir kostað útgáfuna að öllu leyti. Nánara vei'ður minst á þessa bók innan skamms. Verslunarmannafél. Rvíkur heldur fund annað kveld kl. 8% í Kaupþingssalnum. Á fund- inum verður meðal annars lagt fram „Framvarp til laga um nám verslunarþjóna.“ Stjórn H.f. kvennaheimilisins hefir beðið Vísi að geta þess, að konur þær, sem lofað hafa aðstoð við hlutafjársöfnun og aðrar, er kynnu að vilja vinna að henni, séu beðnar að koma á Lesstofu kvenna, pingholtsstr. 28 á morgun (föstudag) kl. 4—5 síðdegis. Bifreið feyktist um síðdegis í gær, skamt frá Kolviðarhóli, og voru í henni 9 menn, en enginn þeirra meidd- ist. Lyra fer í dag kl. 6 áleiðis til Berg- en, um Vestmannaeyjar og Fær- eyjar. Meðal farþega verða: Pétur A. Ólafsson, konsúll, Björn Ólafsson, heildsali, Júlíus Guðmundsson, kaupm., Karl Einarsson, iðnaðar-nemi Guð- mundur Albertsson, fiskkaup- maður, Ingvar Guðjónsson, út- gerðarmaður, A. Bertelsen, heildsali o. fl. Gullfoss fór til Vestfjarða í gærkveldi. Fjöldi farþega var með skipinu, þar á meðal: porsteinn por- steinsson, sýslumaður og frú hans, Magnús Friðriksson á Staðarfelli, Hannes B. Stephen- sen, kaupmaður á Bíldudal, Öm- ólfur Valdemarsson, kaupmað- ur, Jóhann porsteinsson, kaup- maður, Jón Guðmundsson, end- urskoðandi, Sveinbjörn Egil- son, ritstjóri og Jón Ó. Jónsson, málari. Gamla Bíó sýnir enn hina ágætu mynd „Ivutter Stormsvalen“. Áð gefnu tilefni skal það tekið fram, að mynd- in „Sönn kona“, sem sýnd var i Nýja Bíó i vetur, og Norma Talmadge lék í, á ekki á einn eða neinn hátt skylt við þá mynd, er nú er þar sýnd, nema að Norma leikur i báðum. — petta hafa margir haldið að væri ein og sama mynd, en það er langt frá þvi, þó að nöfnin séu svona lik. Mínerva. Fundur í kveld kl. 8P2. Fjöl- breytt dagskrá. Verið stundvís! Af veiðum komu í morgun Tryggvi gamli og Geir. Tveir útlendir botnvörpungar, annar enskm', hinn þýskur, —* komu hingað i nótt, báðir með bilaða vél og annar með veikan mann. \ ísfiskssala. Júpíter seldi afla sinn i Eng- landi i gær fyrir 1747 sterlings- pund. Áheit á Strandarkirkju, afhent Visi: 50 (fimmtiu) kr. frá ónefndum Hafnfirðingi, 5 kr. frá Júliusi, 5 kr. frá Sigrúnu S. Jónsdóttur. Gengi erl. myntar. Sterlingspund........kr. 22.15 100 kr. danskar .... — 118.45 100 — sænskar .... — 122.12 100 •— norskar .... — 97.77 Dollar ................ — 4.56% 100 frankar franskir — 16.94 100 — belgiskir — 20.97 100 — svissn. . — 87.95 100 lírar...............— 18.54 100 pesetar.............— 64.55 100 gyllini ............— 183.00 100 mörk þýsk (gull) — 108.62

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.