Vísir - 12.03.1926, Blaðsíða 3
Frederik Larsen & Co a,s,
KöbeDhavn.
Selur gegn lœg«ta verði til kaupmanna og kaupfélaga
allskonar leirvöru, biisáhöld, járnvörur.
Sýnishorn hér á staðnum
Umbo>.m.nn: þfrjjgf STeÍQSSOS & GO.
M.b. Eir
frá ísafirði
;Jiefir farist með allri áhöfn.
'Fullvist má nú telja, aS vb. Eir
írá ísafiröi, hafi farist fyrir
Eeykjanesi síöastliðinn sunnudag.
Veöur var þá hvast og ilt í sjó,
og voru nokkurir bátar hætt
komnir. Er þetta hinn mesti mann-
skaöi, sem hér hefir orðiö á þessu
ári, og á margur um sárt aö
þinda eftir þetta slys.
Tólf menn voru á bátnum, úr-
vála liö á liesta aldri.
Samkvæmt skeyti frá ísafiröi til
Fréttastofunnar, voru þessir skip-
verjar:
j. Magnús Friðriksson, skipstjóri,
frá ísafirði; kvæntur og lætur
eftir sig konu og 5 börn.
2. Guömundur Jóhannsson, stýri-
maður, Súgandafiröi, ókvæntur.
3. Valdemar Ásgeirsson, vélstjóri,
ísafiröi, kvæntur. Lætur eftir
sig konu og eitt barn.
4. Gísli Þóröarson, Isafiröi, kvænt-
ur. Lætur eftir sig konu og 4
böm.
Sigurður Bjarnason, Isafiröi,
kvæntur. Lætur eftir sig konu
og 3 böm.
é. Bjarni Thorarensen, ísafiröi,
ókvæntur.
7. Kristján Ásgeirsson, Bolungar.
vík, kvæntur. Lætur eftir sig
konu og 2 börn.
JB. Steindór, bróðir Kristjáns, frá
Svarthamri í Alftaf., ókvæntur.
.9. Þorsteinn Þorkelsson, Bolung-
arvík, ókvæntur.
;jo. Magnús Jónsson, Súöavík,
ókvæntur.
11. ólafur Valgeirsson úr Árnes-
hreppi í Strandas., ókvæntur.
12. Magnús Magnússon, úr Ámes.
hreppi í Strandas., ókvæntur.
larkkór K. F U. M.
fer til Noregs.
Nýlega var ákveöið innan Karla-
kórs K. F. U. M. að verða við
;áskorun „Handelsstandens Sang-
forening“ um söngferöalag til
Noregs. Þegar þetta norska söng-
félag kom hingað fyrir tveim ár-
um, tók Karlakór K. F. U. M. á
móti því með söng og hafði síðan
samsæti með því. Leiddi þetta til
góðrar kynningar meðal félaganna
og varð þá þessi utanfararhug-
mynd til. Var ráðgert að fara ár-
Saltkjöt, Rúllupylsur,
Gulrófur, Bmnir.
GóBar og ódýrar vöiur.
Gunnap Jónsson,
¥iggur. Síml 1580.
iö eftir, en koma stúdentasöng-
flokksins danska varð þess vald-
andi, aö feröinni var frestað; þótti
móttökunefndinni eigi annað
sæma, en tekið væri móti stúdenta-
flokknum með kórsöng. — Söng-
æfingum var svo haldið áfram
meö utanför sem takmark. Er nú
fariö að styttast að þvi marki, því
að 22. næsta mánaðar fer kórinn
héöan til Noregs um Færeyjar, og
verður tæpan mánuö að heiman.
Hefir „Handelsstandens Sangfor-
ening“ skipað nefnd, sem sér um
móttökurnar og íerðalagið í Nor-
egi.
Söngskráin inniheldur um 40
lög, og er helmingur þeirra ís-
lensk, hin norsk, sænsk og dönsk.
Lög þessi eru bæjarbúum að góðu
kunn, því aö flestöll munu þau
hafa sungin verið á samsöngvum
kórsins.
Vafalaust gleður það Reykvik-
inga, að úr för þessari getur orö-
iö, því að margir voru óánægöir
yfir, að lítilfjörlegur utanfarar-
styrkur til kórsins, frá bæjarins
hálfu, var ieldur. — Vafalaust
verður feröalag þetta söngmönn-
unum til mikillar upplyftingar og
ánægju, og eiga þeir það fyllilega
skilið fyrir tíu ára óeigingjarnt
starf við að halda uppi þessari
grein sönglistar hér í bæ.
í>.
Veðrið í morgun.
Hiti i Reykjavik 1 st., Grinda-
vík 2, en frost á öörum innlendum
stöövum: Vestmannaeyjum 1, ísa.
firði 5, Akureyri 7, Seyðisfirði 6,
Stykkishólmi 3, Grímsstööum 11,
Raufarhöfn 9, (engin skeyti frá
Hólum í Homafirði), Þórshöfn i
Færeyjum o, Angmagsalik (í gær)
~ 13, Kaupmannahöfn hiti 7, Ut-
sire o, Tynemouth 9, Wick 9, Jan
Mayen ~ 14. — Mestur hiti í
Reykjavík síðan kl. 8 í gærmorg-
un 2 st., minstur -í- 2 st. Úrkoma
mm. 0.5. — Loftvægislægð fyrir
suövestan land. — Horfur: 1
dag: Suðaustlæg átt og úrkoma
á Suðurlandi og suðvesturlandi.
Allhvass fyrir sunnan land. Aust-
læg átt og snjókoma á Norður-
landi, breytileg vindstaða og snjó-
koma á Austurlandi. — í n ó 11:
Sennilega vaxandi austlæg átt.
Efnilegur listamaður.
Kristján Magnússon heitir
ungur maður, ættaður frá Isa-
firði, sonur Magnúsar heitins
örnólfssonar, skipstjóra. Hann
fór til Vesturheims fyrir fám
árum og hefir verið i Boston og
Minni Rangápþings.
—o—
Þú opnast sjónum, fagri fjallahringur,
í faömi þínum vagga okkar stóö.
Þar halda vöröinn Hekla’ og Þríhymingur,
en hljóðlát Rangá kveður draumkend ljóö.
Og fætur þínir laugast bröttum bárum,
er bylta sér viö dökkan Eyjasand.
Við liföum hjá þér okkar bernskuámm.
Ihi ert vort sanna drauma’ og vökuland.
Og frá þér stafar ljómi’ af liðnum dögum,
sem lýsti gegnum margra alda stríö.
Og Njála ber af öllum Islandssögum,
er endurspeglar þína frægöartiö.
Og frægra Oddaverja viskublóma
vítt um okkar köldu foldu bar,
og lengi Sæmundssonar rödd mun hljóma,
er sannur heilla’ og óskamögur var.
Og hvar var íslands harpa snjallar knúin
en hjá þér sagnafræga Rangárþing?
Aö skáldum varstu öörum betur búin
með Bjama, Guðmund, Þorstein Fljótshlíðing.
Og Merkjá leikur enn í bugðum bláum,
og brosa’ í heiði tigin austurfjöll,
og inn á Þórsmörk, ofar vegum háum,
enn þá heyrist þrastaraustin snjöll.
Vér sendum kveðju heim til austurheiða,
sem hingaö frá þér tímans straumur bar,
og öll vér þráum blóm á veg þinn breiða,
því bjartast lífið hló við okkur þar.
Og vaxi hjá þér mentun, manndómsandi,
og magn og hreysti, fagra Rangárþing,
á meðan báran syngur fyrir sandi,
og sólin roðar Heklu’ og Þríhyming.
Sigurj. Guðjónsson, frá Vatnsdal.
lagt þar stund á málaralist. —
Blöð þar vestra hafa flutt mynd-
ir af honum nokkrum sinnum
(nú síðast jólablað Boston
Globe) og fara lofsamlegum
orðum um listagáfu lians. Krist-
ján er friður maður sýnum og
góður drengur. Hann hafði þeg-
ar á barnsaldri gaman af að
draga blýantsmyndir og hefir
stundað námið af kaþpi siðan
hann kom vestur.
Réttarrannsókn lauk
í vínsmyglunarmálinu í gær.
Voru vitnin þá borin saman, og er
nú alt orðiö uppvíst, sem máli
skiítir. Schekat er hinn eiginlegi
skipstjóri, en þaö, sem selt var af
farminum, er eign Jóns Jónssonar.
Becher hefir verið slept úr gæslu-
varðhaldi, en hinir bíöa þar dóms,
sem bráðlega verður upp kveðinn.
Háir gufumekkir
sáust héðan í gær á tveim stöð-
um yfir Reykjanesfjallgaröi. Giska
menn á, að einhver mnbrot hafi
verið í Krýsivíkur-hverum.
Síra Halldór Bjamarson
í Presthólum hefir fengið lausn
frá embætti.
Það sem eftir er af
Vetrarkápnm
verður selt fyrir
háliviröi.
E&ILL IHCOSSEIt.
Bjöm Kristjánsson
alþingismaður, er genginn úr
ihaldsflokkinum, að þvi er heyrst
hefir.
Skopgrein
flytur danska blaðiö Politiken
19. f. m. um sjónleikinn „Regn“
(eftir Tryggva Sveinbjörnsson)
og fyrstu sýningu hans í kgl. leik-
húsinu. Höfundurinn kallar sig
St. Paul. Hann segir það fremur
viöfangsefni veöurfræðinga en
blaöamanna að dæma um leik
þenna, því að hann snúist mest um
veðrið. Þá eru nefndir nokkurir
leikarar, og lítið gert úr þeim.
Einn þeirra var í „íslenskum sokk-
um“ til þess að draga íslendinga
í leikhúsið. „Þaö var sem sé ara-
grúi af íslendingum í leikhúsinu
og þess vegna hlaut leikurinn al-
íriannalof, eins og nærri má geta.
F.ngir geta klappaö á við íslend-
inga. Það er eins og stóreflis ís-
jakar séu að brotna og steypast í
sjó. En íslendingar eru líka stór-
hentustu menn í heimi, — hramm-
arnir hnýttir og stórir, og þegar
þeim er slegið saman, getur loft-
þrýstingurinn drepið fulltiða
mann.“ — „Þegar tjaldið var fall-
ið, stóðu íslendingar lengi og
klöppuðu. Það er langt síðan leik-
húsið hefir fengiö aðra eins loft-
ræstingu. Þeir ætluðu aldrei aö
geta slitið sig burtu ....“ — I lok
greinarinnar er skáldajálki Tr.
Sveinbjömssonar líkt við „lítinn
og laglegan íslenskan hest.“
ÁfengiÖ úr Siegfried
var flutt á land í fyrradag og
reyndist: 1665 brúsar af spíritus
og 39 kassar af öðru áfengi.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi, 4 kr. frá S. J.
10 kr. frá N. N., 10 kr. frá G.
S., 5 kr. frá H.
Esja
'er héðan i dag kl. 6 síðdegis
austur og norður um land.
Ltgarfoss
er héðan á morgun 13. mars
kl. 4 síðdegis til Hull og Leith.
UBSBaHMHOMsnnHmnHBssn
Komlð í fitÉÉi
áður en þið festið kaup
annarstaðar. — Hvergi fáið
þið eins góð kaup á karl-
mannsfötum og yfirfrökk-
um. Fegursta snið og best
efni í borginni. — Best að
versla í FATABÚÐINNI.
Þessax gjafir
hefir Vísir verið beðinn fyrír til
Jónu Pétursdóttur frá ísafiröi; io
kr. frá B., 10 kr. frá H., 10 kr.
frá G., 10 kr. frá S., 15 kr. frá Fj.
Maí
kom frá Englandi í gær.
Jón forseti
kom af veiöum í gær, með 60
tunnur lifrar.
Villemoes
kom frá Vestfjöröum í gær.
Saltskip
kom hingað í gær. Eigandi
farmsins er Bernh. Petersen.
Gengi erl. myntar.
Sterlingspund........kr. 22.15
100 kr. danskar .... — 118.58
100 — sænskar .... — 122.37
100 — norskar .... —• 99.13
Dollar ................ — 4.57
.00 frankar franskir .— 16.78
100 — belgisk'ir •— 20.99
100 — svissn. — 88.04
100 lirur..............•— 18.56
100 pesetar...............— 64.56
100 gyllini ..............— 183.20
100 mörk þýsk (gull) — 108.62
Hitt oá Þetta.
Atvinnuleysi í Bretlandi.
Fyrsta febrúar þessa árs voru
atvinnulausir menn í Bretlandí
1175000. Viku áöur voru þeir
25827 fleiri, en 1. febrúar í fyrra
voru þeir 1238287.
Heimulegar skýrslur um tekju-
skatt
Tvö undanfarin ár hafa þau lög
gilt í Bandaríkjunum, að skrár
um tekjuskatt einstakra manna
hafa „legið framrni almenningi til
sýnis,“ rétt eins og hér, en áður
voru tekjuskattsskrár heimulegar,
og fengu ekki aðrir aö sjá þær eni
ytirvöldin, sem sömdu þær. — Ea
lagabreytingin mætti svo gífur-
legri mótspyrnu, að öldungadeild
Washington-þingsins hefir nú felt
þessi nýju lög úr gildi með 48 at-
kvæöum gegn 32, og verða tekju-
skattsskýrslurnar heimulegar þetta
ár, eins og áður.