Vísir - 18.03.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 18.03.1926, Blaðsíða 3
VtSIR Ritiregn. Inguxm Jónsdóttir: Bókin mín. — Reykjavík 1926. H. G. Wells lætur eiginmann- ínn í „Marriage“ komast aS þeirri niöurstööu, aS konan sín sé miklu samræmari og fullkomnari vera, en sjálfur sé hann umfangsmeiri, geti lagst dýpra og flogiö hærra, eí vel vilji. Eg ætla riú aS gera ráS fyrir, aS þetta sé heilagur sannleikur, og ekkert i þvi af karl- mannlegri hégómagirni. En þá leiSir af því, aS miklu erfiSara er aS finna hæfileg þroskaskilyrSi.' fyrir karla en konur. Ef karlmaS- urinn á aS njóta sín, þarf hann mikil verkefni, mikiS rými, sem leyfir kröftum hans aS teygja úr sér, knýr þá til þess. Af þessu er skiljanlegd, hvers vegna íslenskt kvenfólk stendur íslenskum karl- mönnum svo nriklu framar. Hér eru verkefni konunnar söm og arinarsstaSar, en verkefni karl- manna öll smærri. Selma Lager- löi .hefir kallaS heimiliS „litla meistaraverkiS", en ríkiS „mikla meistaraverkiS". Litlu meistara- verkin, ríki konunnar, eiga fylli- ,lega þaS nafn skiliS hér á íslandi, ekki síst í sveitum. Aftur á móti virSist „stóra meistaraverkiS“ okkar ekki altaf stækka þá rnenn, sem mest eru viS þaS riSnir. Og svo má segja um alt vort opinbera ■líf, sent er kúldaS af smæSinni. Því verSur hlutfall milli karla og kvenna hér alt annaS en á Eng- iandi. Þar standa karlmennirnir kvenfólkinu framar. En eg hef stundum gaman af aS renna hug- anum bæ frá bæ í Vatnsdalnum, eins og hann var fyrir rúmum 30 árum, og :;já, hvaS flestar gömlu konurnar báru af körlunum sínum. ÞaS getur ekki veriS nein missýning. Á þeim árum var mér kvenfólk ekki hóti mætara en karlmenn. Nú hefir ein af húsfreyjunum úr Vatnsdalnuiu, Ingunn á Kornsá, gefiS út dálitla bók. Hún var ein af yngstu húsfreyjunum, þegar eg fór aS muna til mín, nú segist hún vera sjötug, þó aS enginn geti séS þaS. í hvert sinn, sem eg kom heim á sumrin, fanst mér Ingunn kafa vaxiö.Karlmennimir smækk- uSu í erjum og metnaSi. Dalurinn var of þröngur fyrir þá. Þeir vildu vera kóngar, urSu þaS sunrir í smynduninni, vantaSi ekki nema ríkiS. En i stofunni á Kornsá var aldrei þröngt ttm drotninguna. Iiún stækkaSi stofuna meS þvt aS segja lítiS æfintýri, svo aS tnaS- ut gleyntdi öllum skorSum. Og svona kemur hún og segir frá í bókinni sinni. MaSur finnur ekki, aS þarna sé neinir erfiSleikar. Hér er fult af ritandi karlmönnuna. Ekki vantar, aS þeim sé mikiS niSri fyrir og nóg sé haft fyrir stílnum. Þetta er eins og á sé aS rySja sig. ÞaS gnestur og brakar, Alexandpa, Millenninm bestu hveititegundirnar nýkomn*r og alt til bökunar. Bestar og ódýrastar vörur í Vöggur. Gunnap Jónsson, Vðggur. Sírni 1580. og torfið flettist af bökkunum. Lesendurnir eru orSnir þessu svo vanir, aS þegar bók ketnur út, sem virSist skrifuS fyrirhafnarlaust, finst þeim þetta enginn vandi. Svona geti allir skrifaS. Svo sögSu sumir um „Eins og geng- ur“ eftir frú Theodóru Thorodd- sen, og þó þarf líklega aS fara aftur til þjóSsagna Jóns Árnason- ar og sagna Jóns Thoroddsens til þess aS finna jafngóSan frásögu- stíl. Og ætli menn segi ekki .eitt- hvaS líkt um þessa bók? Hún er svo vel skrifuS, aS efniS talar. Þessar konur skrifa eins og þær tala, tala eins og þær hugsa. Þær eru heilar, og bækurnar þeirra fullkontnar, svo aS ritdómara fall- ast lrendur aS finna aS þeim. Karl- k mennimir hugsa í ósamræmum brotum, tala hrognamál, setjast svo niSur og ætla aS vanda sig. Þar þarf enginn a. nt. k. aS sakna áreynslunnar. „Bókin mín“ lætur ekki mikiS yfir sér. Frú Ingunn hefir fært þessi brot í letur fyrir þrábeiSni vina sinna, og lýsir sjálf tilgangi sinum meö vísu síra Einars í Ey- dölutn: Heilagur andi hvert eitt sinn hefur þaö kent mér, bróöir minn, lífsins kr.ydd ef lítiS finn, aS leggja þaS ekki í kistur inn. • Iiún byrjar á því aö segja frá afa sínum, Jóni sýslumanni áMel- unt, og er sá kafli skemtilegur meö afbrigöum. Þá kemur langur og merkilegur kafli, MelaheimiliS fyrir 60 árum, lýsing á íslensku myndarheimili frá þeim tíma. Eg gæti trúaS, aS sá kafli yrSi meS tímanum lesinn t hverjum íslensk-. unt barnaskóla, til þess aS opna atigu unglinganna fyrir gildi vorrar gömlu menningar. „Ltfs- gleöin var ekki mikiþen alt traust, vandaS og áreiöanlegt, og reglu- semi afarmikil," eru ályktunarorS Ingunnar sjálfrar. Þá koma ýms- ar æskuminningar og síSan lýsing- ar einkennilegrd manna. Alt er þetta prýöilega sagt, en þó vildi eg sérstaklega til nefna þættina um Helga fróSa og Sölva Helga- son. Loks eru stuttar hugleiöing- ar og æfintýri. Eg vildi þar triega benda á kaflann, þar sem frú Ing- unn hendir á lofti setningu eftir vitskertum aumingja: „ÞaS er ekki von, aö börnin uni viS ekk- ert,“ og gerir úr þvi spakmæli og leiöarvísi í uppeldi, sem ekki mun fyrnast þeim, sem les. Þessi bók hefir öll einkenni þeirra bóka, sem lengi eiga aS lifa. Hún er sönn, einlæg, blátt áfratn, skenttileg, spakleg. Hún er skrifuS á tímamótum. Hún bjarg- ar ekki einungis frá gleymsku broti af sálarlífi merkilegrar konu, heldur brotum af menn- / \ ingu, sem er aö hverfa, a. m. k. í bili. Hver veit þó, nema eitthvaS af þeim steinum, sem nú er verið sem óSast aS fleygja burt, verSi síöar hornsteinar í háborg fram- tíSarinnar ? Sigurður Nordal. Þátttakendamóti verslunarráðsins, er ákveöiS var dagana.19. og 20. þ. m. verður frestað til laugar- dags 20. þ. m. og mánudags 22. þ. m., vegna þess að e.s. GoSafossí hefir seinkaS, en meS þvi skipi eru væntanlegir þátttakendur utan af landi. Fundirnir byrja kl. 2 e. h. íj Bæjarfréttir Veðrið í morgun. Hiti um land alt, nema á Grims. stööum 3 st. frost. í Reykjavik 1 st., Vestmannaeyjum 5, ísafiröi o, Akureyri 3, SeyöisfirSi 4, Grinda- vík 1, Stykkishólmi 1, Raufarhöfn 1 (ekkert skeyti frá Hólum í Hornafirði), Þórshöfn i Færeyj- um 3, Angmagsalik (í gær) — 3, Kaupmannahöfn o, Tynemouth 4, Wick 2 (engin skeyti frá Utsire og Jan Mayen). Mestur hiti hér síöan kl. 8 í gærmorgun 7 st., minstur o. Úrkoma mm. 13,2). Loftvægislægö 1000 ktn. suður af Islandi. — Horfur: 1 dág: SuS- austan og úrkoma viö SuSurland. Hæg noröanátt og snjókoma á norSvesturlandi. — HægviSri á noröausturlandi og Austurlandi. — . í n ó 11 og á m o r g u n : Sentiilega austlæg átt. Allhvass viö Suðurland. ' Hæstaréttardómur var upp kveðinn i gaer, i máli Kveldúlfs og Inger Benedicte. Sjó- dómurinn var staSfestur, þó meö þeim breytingum, aö bætur fyrir Inger Benedicte voru færSar niö- ur i 200 þús. krónur norskar, úr 350 þús. kr. Kveldúlfi )jert að greiSa 6000 kr. í málskostnað fyr- ir báSum réttum. — Skallagrímur var trygður í Samtrygging ísl. botnvörpunga, (einnig gegn slys- um sem þessu), meS enskri bak- trygging. Tjóniö fellur þess vegna aö mestu leyti á erlend félög. Magnús Kjæmested, skipstjóri á VíSi, bjargaöi slcips- höfn af vélbátnum Málmey s.I. þriöjudag. Báturinn lá undan Kal- manstjörn, og var kominn aS því aS sökkva, þegar mennirnir björg- uöust, en þeir voru fjórir. Leikhúsið, „Á útleið“ veröur leikiö í kveld og annaö kveld. ASgöngumiSar seldir í dag og á morgun. Athygli skal vakin á því, aS aðgöngumiS- ar, sem keyptir voru til leiksýn- ingarinnar n. þ. m., og ekki hafa verið notaöir, gilda í kveld. Bæ jarst j ómarf undur veröur haldinn í dag á venjuleg- um títna (kl. 5). Tíu tnál á dag- skrá. Víðvarpsstöðin verður formlega opnuS í kveld kl. 9. AtvinnumálaráSherra flytur ræöu, frú Guörún Ágústsdóttir syngur og kór syngur nokkur lög. Síra Fr. Hallgrímsson flytur er- indi og hljóðfæraflokkur leikur tíokkur lög. Háskólafræðsla. í kveld kl. 5, dr. Kort Kortsen: Um LimafjaröarskáldiS Jacob Knudsen* Bellmans-fyrirlestur þann, er Matthías þjóöminja- vöröur hélt I Stúdentafræöslunni fyrra sunnudag, endurtekur hann annáS kvöld í Nýja Bíó, kl. 7,30, til ágóöa fyrir mannskaöasamskot- in vestfirsku. — Bellman hefir alt af veriö í miklu uppáhaldi hér á landi og lög háns á hvers manns vörutn. Ætla þeir Þórarinn og Eggert aö leika nokkur lögin á fiSlu og píanó, eins og utn dag- inn. Voru þau þá flutt af fjöri og skilningi, og vöktu mikla ánægju, sem og sjálfur fyrirlesturinn. Má á tnorgun búast bæSi viö góöri aösókn og góSum viðtökum, því aö þetta er efni sem fólkinu líkar. — Miðamir kosta aSeins 1 krónu og fást í Nýja Bíó eftir kl. 4 á morgun, H.f. Isaga bauð nokkurum gestum í gær ‘aö sjá hina nýju verksmiðju, sem félagið hefir látiö reisa viö RauS- arárstíg, skamt frá eldri verk- smiSju félagsins. ÞaS er lítiö hús en einkennilegt, meS mörgum há- um bdþfagluggum. Munu allir hafa tekiö eftir því, sem um veginn hafa fariö. — FormaSur hf. Isaga, vitamálastjóri Th. Krabbe, ávarp- aöi gestina nokkurum orðum og skýröi íyrir þeim vinnubrögS hinn- ar nýju verksmiöju, sem vinnur súrefni úr loftinu, meö nýtísku vél- um, og eru þær knúöar meS raf- magni. — Hér eru ekki tök á aS skýra vísindalega frá starfi verk- smiöjunnar, en þvi má lýsa meö almennum orðum á þessa leiS: Úti- loftiS er sogaö inn í sívalning; þar skilst kolsýran úr þvi, en þaö fer síSan úr einni „skil- vindu“ í aðra; köfnunarefnið skilst þá frá, og fer út „í veöur og vind“, en rakinn er skilinn úr súrefninu, þar til þaö er orSið hreint, og er því þá þrýst inn í langa og mjóa járnbrúsa, sem taka 9 tenings- metra, en verksmiSjan vinnur þrjá teningsmetra af súrefni á klukku- stund. ÁSur þurfti aö kaupa súr- efniS frá útlöndum, en þaS var bæöi dýrt og óþægilegt, þegar illa stóö á skipagöngum. — SúrefniS er einkutn notaS meö gasi, til þess að logsjóöa járn. Hjúkrunarfél. Líkn lieldur aðalfund annaö kveld kl. 8jú, i litla salnum á Hótel ísland. Verslunarmannafél. Rvíkur. Enginn fundur annaö kvöld, vegna Þátttakendamóts Verslun- arráSsins. Tímarit íslandsvinafélagsins „Mitteilungen der Islandfreunde“ (XIII. árg., 3. og 4. hefti), er ný- koniiö hingaS. Þar er, meöal margs annars þýsk þýSing á kvæSunum: „Ó, fögur er vor fósturjörS" og „HeyriS vella á heiðum hveri“. ÞýSandi er Wilhelm Klose. — Fuglafræöingur Emil Sonnemann segir frá ferS sinni lringað 1925. Hann kom hingaS einnig 1908. — H. Schúen í Berlín ritar langa grein um Einar Jónsson. — Jón Leifs- ritar um „Island in der Mu- sik“. — Þá er ferSasaga þýskra stúdenta til Þórðarhöfða og „GULLFOSS“ fer héðan á laugardag 20. tnars kl. 6 síöd. vestur og noröur um land til Kaupmannahafnar. Gólfdúkar ö endast mikið bet- ur en ella, ef þér | gljáið þá með Hreins Gólfáburði. FLIK-FLAK Jafnvel viðkvœmustu litirþola Flik-TIak þvottinn. Sérhver mislitur kjóll eða dúkur úr flnustu efnum kemur óskemdur úr þvottinum. Flik-Flak er alveg óskaðlegt. Drangeyjar, • með mörgum ágæt- um myndutn, og margt fleira. í dánartilkynningu Sigríöar sálugu Steinsdóttur hafSi fööurnafn hennar nrisprent- ast: Sveinsdóttir. Verkfallið. 1 gærkveldi komu fulltrúaf verkamanna og útgerðarmanna á fund sáttasemjara ríkisins, en sætt- ir komust ekki á. — ÚtgerSar- menn hafa nú boöaS alment verk- bann frá kl. 6 í kveld, ef ekki gengur saman fyrir þann tíma. Botnia fór héSan kl. 12 i nótt til ut- landa. MeSal farþega voru: Thor Jensen og frú hans, frú Krist- jana Blöndahl Ólafsson, ungfrúrn- ar: Jóhanna Knudsen og GuSfinna Einarsdóttir. Björn Magnússoil, símstj. og frú hans, ísólfur Páls- son, Haraldur Andersen og Leifur GuSmundsson, stúdent.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.