Vísir - 30.03.1926, Síða 3

Vísir - 30.03.1926, Síða 3
VlSIR Utan af landi. Akureyri, 29. mars. FB. Aðalfundur Heilsuhælisfélags Norðurlauds ný afstaðinn. — Stjórn og framkvæmdamefnd endurkosin. Síðan fjársöfnun til byggingar heilsuhælisins var hafin við stofnun félagsins 22. febrúar siðastliðið ár hefir safn- ast í greiddu fé og tryggum lof- orðum 110 þúsund krónur. Alt fé heiisuhælissjóðsins safnað að fornu og nýju mun nema um 230 þúsund krónum. Sumarblíðan, er verið hafði næstum mánaðartíma, fékk snöggan endi á laugardaginn, brá þá til lxriðarveðurs á norð- ausian. I gær og í dag grenjandi stórhríð svo dimm með köflum, að vart sést húsa milli. Sama veðurfar nærlendis. □ EDDA 59263307 - l Dánarfregn. Ekkjufrú Gu’Sbjörg Melchiors- dóttir, ekkja Ólafs heitins Jóns- sonar, bæjarfógetaskrifara, and- aðist í gærkveldi á heimili Grím- úlfs sonar síns. eftir langa og þunga legu. Hún var 76 ára göm- ul, fædd 12. október 1849. hlún átti þrjá sonu á lífi, og eru tveir þeirra utanlands,Björgúlfur lækn- ir í Singapore og Melchior, skip- stjóri, í San Francisco. Guðbjörg sáluga var gáfu'S og merk kona, stórættuS, komin af Skúla land- fógeta Magnússyni. Veðrið í morgun. Frost um land alt. í Reykjavík 3 st., Vestmannaeyjum 3, ísafirði 5, Akureyri 3, SeySisfirði 1, Grindavík 3, Grímsstöðum 6, Raufarhöfn 1, (engin skeyti frá Stykkishólmi og Hólum í Horna- firöi), Þórshöfn í Færeyjum hiti 2. Angmagsalik (í gær) -f- 7, Kaupmannahöfn hiti 6, Utsire 3, Tynemouth 3, Wick 2, (ekkert skeyti frá Jan Mayen). Mest frost í Rvík síðan kl. 8 í gærmorgun 5 st., minst 2 st. — LoftvægislægS fyrir norðaustan Færeyjar. — JSorfur: í dag: NorSanátt, all- hvöss á Suðurlandi og Vestur- íandi. Hríðarveður á Norðurlandi. í n ó 11: Norðlæg átt, sennilegp. allhvöss á SuSurlandi. Félag víðvarpsnotenda heldur fund í Bárubúð í kveld kí. 8p2- Sjá augl. Mb. Arthur Fanny sleit upp á Eiðsvík í gær og rak á land, en Sigurbirni Jónassyni tókst að ná bátnum á flot og flutti hann til Viðeyjar. Af veiðum kom Eiríkur rauði í gær, en Ólaíur í nótt og Hafstein í morg- un. — Imperialist kom til Hafn- arfjarðar í gær með röskar 100 tunnur lifrar eftir 4 daga útivist. — Þýskur botnvörpungur kom hingað í morgun með bilaðan ketii. Háskólafræðsla prófessors Ágústs H. Bjama- son fellur niður á morgun, vegna páskahelginnar. Næsti fyrirlestur verður fluttur miðvikudaginn eft- ir páska. Símatruflanir miklar hafa orðið hér í bænum í noröanveðrinu. Símar liggja víða saman og samtól heyrast víðsveg- ar að í einu í sumum símum. Félag Vestur-íslendinga heldur fund og kafíisamdrykkju á Hótel Heklu annað kveld kl. 8p2. Síra Ragnar Kvaran situr fundinn. — Félagsmenn beðnir að fiölmenna. Stúdentagarðurinn. Stúdentagarðsnefndin hefir ný- lega verið endurkosin til eins árs. Áttu sæti í henni: Lúðvig Guð- mundsson (form.), Thor Thors, cand. jur. (ritari), Tómas Jóns- son, stud. jur. (gjaldkeri), Alex- ander Jóhannesson, dr. phil., Guð- mundur Finnbogason, landsbóka- vörður og Sveinn Bjömsson, fyrv. sendiherra. Einum manni var bætt í nefndina; hlaut kosningu Þorkell Jóhaunesson, stud. mag. — Hagur Stúdentagarðssjóðsins er nú þessi: í sjóði c. 92 þús. kr., útistandandi skuldir c. 14 þús. kr., gjafaloforð c. 38 þús. kr. Alls 144 þús. kr. N 0 r ðlendingamót var haldið á Hótel ísland síðast- liðið laugardagskveld, og var fjöl- ment. Magnús læknir Pétursson stjómaði samkvæminu. Ræður fluttu Garðar Gíslason, Guðm. Björnson, frú Aðalbjörg Sigurð- ardóttir og Indriði Einarsson. — Skemt var með upplestri og hljóð- færaslætti og dans stiginn. Sam- kvæmið fór hið besta fram. St. Einingin íer heimsóknarferð til Haínar- íjaröar á skirdag. Sjá auglýsingu. Vesturbæingamótið á laugardaginn var fór hið besta fram, og var forstöðunefndinni til sóma. Var þar etið, drúkkið og dansað og gleðskapur mikill. Hjalti Jónsson, framkv.stj., setti samkomuna, og vom þvi næst réttir fram bornir. .Yfir borðum voru fjörug ræðuhöld. Hjalti Jóns- son mælti snjalt fyrir minni sjó- manna, og var siðan sungið ,.Táp og fjör og frískir menn“. Klemens Jónsson alþm. mælti fyrir minni Vesturbæjar, og var ræða hans hin íróðlegasta; að henni lokinni var sungið kvæði (Minni Vesturbæj- ar) eftir Jakob Jóh. Smára. Sr. Friðrik Hallgrímsson mælti fyrir minni íslands, og söng samkoman á eftir „Eldgamla ísafold“. Sr. Bjarni Jónsson mælti fyrir minni Nýkomin? RYKFRAKKAR Ö úrullarefni frá 50 kr., einnig kápur sniðnar fyrir peyau* föt. [6ILL lliCOSSEÍl. 1 fer héðan 1. april (skírdag) kl. 10 árd. vestur og norður um land, í 12 daga ferð. Kemur á 35 hafnir. „LAGARFOSS“ fer héðan 6. apríl (þriðjudag) til Hull, Hamborgar og aftur til Hull, þaðan beint til Vestm.- eyja og Reykjavikur. „GULLFOSS" fer héðan 7. apríl (miðvikudag) beint til Kaupmannahafnar. — Fljót og góð ferð fyrir farþega. Veggfóður fjölbreytt úrval, kom nú með Botnia, mjög ódýrt, Guðmnndar ásbj örnsson,. Sími 1700. Laugaveg 1. Yeggfóðnr. Hálning. kvenna, og þá var sungið „Fóst- urlandsins Freyja". Voru ræður beggja prestanna hinar snjöllustu. Ennfremur töluðu þeir Sighvatur bankastj. Bjarnason, Jakob Jóh. Smári adjunkt, Erlendur Péturs- son bókari, Jón ritstjóri Kjartans- son, Geir skipstj. Sigurðsson og Gunnlaugur Pétursson. ,Er bopð voru upp tekin, var stiginn dans fram á nótt. — Jóhannes bæjar- fógeti Jóhannesson stjómaði sam- Veggfóður nýkomið, fjölbreytt. úrval, verð frá 30 aurum pr. rullu, ensk stserð. Heððian maskiuupappir brúun og hvítur. Allar málningarvörur bestar og ódýrastar selur Málarinn, Bankastræti 7. Sími 1498. komunni á hinn prýðilegasta hátt. — Er þess að vænta, að þessi samkoina verði ekki hin síðasta í sinni röð. Mun það einhuga ósk nllra þeirra, sem viðstaddir voru. Viðstaddur. Gengi erl. myntar. Slerlingspund ......... kr. 22.15 100 kr. danskar........— 119.28 100 — sænskar..........— 122.32 100 — norskar ............— 97-21 Dollar ............. — 4.56)4 100 frankar franskir .. — 15-74 100 — belgiskir — 18.01 100 — svissn. ... — 87.97 100 lírur ............ —• 18.55 100 pesetar ..............— 64.47 100 gyllini ..............— 183.21 100 mörk þýsk (gull) — 108.60 Góð bók. Eg þykist ekki taka of djúpt í árinni, þótt eg segi, að bókin „Hestar“, eftir þá Daníel Daníels- son og Einar Sæmundsen, sé ein með allra þörfustu bókum, fyrir þá, sem með hesta fara, eða hesta hafa undir höndum. Eg skal þó fyrir fram játa, að eg er ekki fær um að dæma um sum atriði bókarinnar, og er það sérstakl. hvað viðvíkur tamningu reiðhesta, enda álít eg það óþarft, því það er þegar búið að gera. En eg minnist ekki að hafa séð minst á viðbæti. bókarinnar, kafl- ann um akstur, og er hann þó

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.