Vísir - 31.03.1926, Blaðsíða 4
VÍSIR
K.F.UX
Fundur á föstudagskveldið kl.
8Y2. —• Alt kveufólk velkomið.
Yngri deildin.
Fundur annað kveld kl. 6. —
Allar stúlkur 12—16 ára vel-
komnar.
I
h v í t u,
eru nú komnir aftur.
Háleistar,
til að hafa innan í gúmmí-
stígvél, fást einnig lijá
okkur.
VÖHUaÚSID
CRÁVEN ,A‘
sigarettur getið þér
reykt alla æfi yðar
án þess að fá særindi í hálsinn.
C RAVEN A’
er bragðbetri en aðrar sigar-
ettur. Reykið CRAVEN „A“ og
þér munuð sannfærast um ágæti
hennar.
CRAVEN
er reykt meira en aðrar sigar-
ettur.
CRAVEN ,A‘
fæst allsstaðar.
Bjóðið kunningjum yðar ein-
göngu CRAVEN „A“.
Niðursuðan
Ingólíur h.í.
Simi 1440.
Vörur svo sem kjöt og fisk-
fars, marsíld, bitasíld í tomat og
madeira-sósu, appetit-síld, gaff-
albitar o. fl. er stöðugt til sölu
í eftirtöldum verslunum:
Benóný Benónýsson,
Hafnarstræti.
Einar Einarsson,
Bjargarstig 16.
Guðm. Jóhannsson,
Baldursgötu.
Guðjón Jónsson,
Hverfisgötu 50.
Gunnlaugur Jónsson,
Fálkagötu 18.
H.f. Herðubreið,
Fríkirkjuveg.
ísfélagið við Faxaflóa,
Hafnarstræti.
ísfélagið Isbjöminn.
Silli og Valdi,
Vesturgötu 58.
Versl. Fillinn,
Laugaveg 79
og mörgum fleiri stöðum. —
Hringið i síma 1440 og biðjið
um beinlausa síld í smátunnuin.
Vísiskaffið
i[f*rir. alla glaða. %
HUSNÆÐI
\
Stofa til leigu i. apríl. á Vestur-
götu 57 A, uppi. (654
Herbergi óskast fyn’r ein-
hleypa. Uppl. i sima 863, eftir
kl. 6 síðd. (670
2 stór herbergi samliggjandi
og lítið eldhús er til leigu frá
15. mai. Uppl. Laugaveg 20 A,
niðri, milb 7—8 . (665
Barnlaus hjón óska eftir að
fá 1—2 herbergi og eldhús. —
Uppl. hjá Guðmundi Sigurðs-
syni, Nönnugötu 7. (661
LSISA
1
Orgel til leigu. Til sýnis á Vita-
slíg 13, uppi. (655
TAPAÐ-PUNDIÐ
1
Felga, meö gúmmíi, fundin.Vitj-
ist aS Sauöageröi A. (656
Dekk af bifreiö tapaðist siöast-
liðinn sunnudag. Skilist á B. S.
R- (653
Karlmanns stein-gullhringur
(vantar í hann steininn), tapaðist
fyrir nokkrum vikum. A. v. á.
(650
Budda, með um 40 kr. tapað-
ist í gær frá Laugaveg 50 að
Bankastræti 11. Skilvis finnandi
er beðinn að skila henni i Ing-
ólfsstræti 19. (674
Dökkbleikur hestur, blesóttur,
er í óskilum í Tungu, mark:
„TVeir bitar aftan hægra, biti
framan vinstra“. (672
r
TILKYNNING
1
Afgreiðsla mjólkurbilsins frá
Nýju bifreiðastöðinni, er 1‘lutt
á Laugaveg 49, (Ljónið). Sími
722. (668
gr- REMINGTON. Elsta og
stærsta ritvélaverksm. heims-
ins. — Umboðsmaður porsteinn
Jónsson, Landsbankanum. (605
Sá, sem tók frakka i gær-
kveldi í misgripum á Cafe Ros-
enberg, er beðinn að skila hon-
um þangað og taka sinn, sem
er merktur J. G. (676
VINNA
Góö stúlka óskast í vist sem
fyrst. A. v. á. (652
Góö stúlka óskast á fáment
heimili, um tveggja mánaöa tíma.
Hátt kaup í boði. Njálsgötu 54.
(651
Stúlka óskast í vist. Uppl. í
sima 1481. (675
Slúlka óskast i vist til Jóns
Hjaltalíns, Laugaveg 40. (673
Stúlka óskast suður í Garð til
loka. Hátt kaup. Uppl. á Fram-
nesveg 1 C. (671
Lipur og ábyggilegur ung-
lingur, óskast í búð 1. april. —
A. v. á. (663
Tek að mér aö kemisk hreinsa
föt og gera viö. Laugaveg 17 B.
Schram. (288
Viðgerðir á bíldekkjum og
slöngum bestar og ódýrastar á
Gummivinnustofu Reykjavikur,
Laugaveg 76. (472
Pressa upp föt og frakka fyrir
4 krónur. Kemisk hreinsun: Fötin
10 kr., frakkar 8 kr., sniöin föt 5
kr., allar viðgerðir og breytingar.
Alt mjög ódýrt. Viðgerðaverk-
stæði Rydelsborg, Laufásveg 25.
Sírni 510. (422
Allar gummíviðgerðir bestar
og ódýrastar eins og vant er á
Gummívinnustofu Reykjavik-
ur, Laugaveg 76. (471
Sendisvein vantar í bakariið
Frakkastíg 12. (614
Stúlka óskast í vist 14. maí.
Uppl. Suðurgötu 5. (649
Tvær ábyggilegar ráðskonur,
óskast á góð sveitaheimili í
Norðurlandi. Uppl. gefur Guð-
rún Ásmundsdóttir, Spítalastig
6. (630
Góð stúlka óskast um tíma.
Uppl. í sima 1560. (636
Munið eftir Mnutn ljúffengu 10
aura Appelsínum í versl. Merkja-
steinn. (658
Nýtt ísL smjör, í 1 kg. stykkj-
um, kr. 2,50, isl. egg 25 aura st.
ólafur Gunnlaugsson, Holtsgötu
1. Sími 932. (660
Munið eftir Merkjasteins-kaff«
inu. Þaö léttir skapiö um páskana.
(659
Best aö kaupa hveiti og ger-
hveiti til páskanna í versl. Merkja-
steinn. (657
Svört föt á unglingsmann og
barnakerra til sölu, á Grettis-
götu 22. (669
Fermingarkjóll og kassimir-
sjal til sölu. A. v. á. (667
Rafmagsofn til hitunar óskast
í skiftum fyrir góða rafsuðu-
plötu. Uppl. í síma 72. (666
Besti páskamaturinn er hang-
ið nautakjöt, úrvals gott, fæst
í kjötbúðinni, Bjargarstíg 16,
Simi 1416. (664
Tveir nýir frakkar og þrenn
ný föt, seljast óheyrilega ódýrt.
O. Rydelsborg, Laufásveg 25.
(662
Hár við íslenskan og erlendan
búning, fáið þér best og ódýrast
í versl. Goðafoss, Laugaveg 5.
Unnið úr rothári. (222
Heimabakaðar smákökur eris
seldar á þessum stöðum: Versl-
un Jóns Hjartarsonar & Co.,
Baldursgötu 11, Vesturgötu 30.
(594
Divan, sama sem nýr, með
dívanteppi, er til sölu. A. v. á.
(635
Upphlutssilki er hvergi betra né
ódýrara en á Skólavörðustíg 14.
(384
FÉLAQSPRKNTSMIÐJAN.
KYNBLENDINGURINN.
lítill og hægöarleikur að vaða hann á grynningum. Og
þau fóru oft yfir hann, ef þeim sýndist greiðfærara
á hmum bakkanum. — Necia var alin upp við útilíf
og vöðvar hennar voru harðir og stæltir. — Ilún fann
ekki til minstu þreytu, og þau skunduðu áfram, fagn-
andi, hljóðlega sæl og hláturmild á vixl. — Necia var
jneira að segja fótvissari en liðsforinginn og ab öllu
liSn öruggasta. — Hún stiklaði leikandi létt og hiklaust
eftír trjábolum, sem Iágu yfir sprungur og freyðandi
læki. — Óbygðirnar voru henni engin ráðgáta og henni
stóð enginn geigur af þeim. — Hún þekti allar trjáteg-
undirnar og skógargróðurinn og hvem einasta fugl, sein
fyrir augun bar. —• Þau rákust á skógarmörð að veið-
um í tjöm, og Necia batmaði liðsforingjanum að skjóta
hann. Og þau gengu fram hjá, án þess að gera merðin-
um neitt, og hann horfði á eftir þeim, öldurígis forviða.
— Loksins datt honum í hug, að þau hlyti að vera elsk-
endur, og þá tók hann aftur til starfa við veiðamar.
—- Lækurinn fór minkandi, er ofar dró, og rann þar
á hnullungagrjóti, svo að örðugt var að stikla hann.
—< — — Necia geiöi sig alt í einu húsbóndalega og
slripaði svo fyrir, að hann skyldi leggja af sér byrðina.
—• Burrell hlýddi ekki strax, lést vera fullur mótþróa,
lét að orðum hennar andartaki síðar og skemti sér dá-
saniíega. —
„Hvað ætlarðu nú að gera?"
' „Hirðið ekki um það, herra minn,“ sagði hún i skip-
unartón. Hún dró lítinn veiðimannshníf undan belti sinu
og risti granna grein af birkitré, en hann þóttist verða
dauðhræddur og sagði:
„Er drotningin reið? — Hvað hefi eg, aumur þjónn,
til saka.unnið?"
„Það er nú ekkert smáræði! — „Veistu ekki það, að
þú ert bæði óþægur og kargur."
„öll burðardýr eru körg,“ sagði hann. — „Kergjan
er þeirra eina vörn."
„Og þú ert alt of djarfur — ofdirfskufullur úr hófi
og dálítið framhleypinn." — Hún hló eins og bam.
,Já. eg er víst mjög djarfur og ofdirfskufullur, —
það var nokkuð djarft af mér, að fara að elska þig.“
„Finst þér það?“ —-
„Eg strýk frá þér inn i skóginn, ef þú lætur svona,"
sagði hann hlæjandi. — — Þú ert hörð og refsinga-
söml"--------
Hún svaraði honum með glaðværum hlátri, tók fiski-
línu úr vasa sínum, öngul með flugu úr hattinum sín-
tua og á svipstundu haföi hún gert sér veiðistöng. Þvi
næst skreið hún fram á syllu við lækinn, þar sem hylur
var fyrir neðan, rendi færinu, og á skamri stund hafði
hún veitt nokkura skinandi fagra silunga, sem hún stakk
í vasa hans, þó að þeir sprikluðu alt hvað af tók. —
Síðan vatt hún færið upp í snatri og stakk þvi á sig.
—-------Þau héldu nú áfram ferðinni og lögðu á bratt-
ann, og var nú oröið áliðið dags, — Skömmu síðar yfir-
gáfu þau lækinn og stefndu inn í skóginn. — Eftir
stundargöngu komu þau að skógarlausum hæðadrögum,
sem lágu upp úr dalnum. — Þau völdu sér mosavaxna
syllu og settust þar að. —■
Þau töluðu í fullum trúnaði hvoTt við annað, svo sem
að líkindum lætur. — Necia gerði sér tepitungu við
hamt og fékk hann þá ekki varist hlátrinum.
„Það er svei mér laglega gert af okkur, að vera kom-
in svona langt," sagði hún.
„Þú ert létt á fæti eins og skógarhind," sagði hannr
fullur aðdáunar. — „Eg er rétt að segja uppgefinn, en
ekkert sér á þérl" — Hann fleygði byrðinni af sér, rétti
úr handleggjunum og hristi þreytuna úr öxlunum.
„Hvert skal nú halda, er við leggjum upp næst?" spurðí
hann. „Þóknast foringja fararinnar að skýra frá þvi ?"
„Með ánægju," sagöi hún. — „Við stefnum beint upp
háu hliðina þaraa, og svo eins og leið liggur eftir ásn-
um. —■ Eftir tveggja stunda gang komum við að gili,
sem Hggur í þessa átt," sagði hún og benti. — „Síðan
höldum við ofan eftir því uns það hverfur í öðrt; tpli, Og
rétt þar hjá er kofinn hans Lee’s. — Heldurðu að þeir
veröi ekki hissa að sjá okkur! Við erum svei mér dufp-
leg að verða á undan þeim. Finst þér þaé ekki?" —• Ög